Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Út í loftið Aðrir aðilar en borgin „Eru einhverjir aðrir en borgin með þessa þjónustu?“ spyr Ísafold. „Það er hægt að fá sérmerkta End- urvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plastumbúðum, málmum og rafhlöðum. Allur pappír og bylgju- pappír má fara beint í tunnuna en fernur, málmar, plast og rafhlöður fer í aðskilda poka í sömu tunnu.“ „Kostar sú tunna ekki formúu líka?“ spyr Loftur. „Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 krónur miðað við losun á fjög- urra vikna fresti. Innihald fer allt til endurvinnslu.“ Hreinn dáist að því hvað svörin renna áreynslulaust upp úr Ringó. Töff karl. „Er æskilegt að setja lífrænan úr- gang eitthvað annað en í gömlu svörtu tunnuna?“ spyr Ísafold. „Í venjulegu heimilissorpi eru 30- 50% af þyngdinni lífrænn úrgangur sem mætti jarðgera. Það kemur flest- um á óvart að fyrir utan eiturefni eru lífrænar leifar sá úrgangur sem mengar umhverfið mest. Næringar- sölt blandast sigvatni og menga grunnvatn, ár og vötn og lofttegundin metan myndast sem á stóran þátt í auknum gróðurhúsaáhrifum.“ „Við eigum með öðrum orðum að flokka þennan úrgang sér?“ „Laukrétt. Það eru til sérstakar jarðgerðartunnur þar sem lífrænum úrgangi er safnað til niðurbrots. Borgin var með þessar tunnur en er hætt því núna. Þær má nálgast hjá ýmsum aðilum, s.s. Byko, Húsa- smiðjaunni, Garðheimum, Flutn- ingatækni og R. Gíslason ehf. Bílhræ Í Reykjavík taka Vaka ehf. og Hringrás við bílhræjum til förgunar, en Fura ehf. í Hafnarfirði. Bylgjupappi Fer til Svíþjóðar í endur- vinnslu þar sem hann verður að nýj- um pappakössum og pappalagi í ein- angrunarplötur. Dagblöð/tímarit Fara í endurvinnslu til Svíþjóðar og verða m.a. að eldhús- og klósettpappír og að dagblaða- pappír á ný. Fernur og umbúðir úr sléttum pappa Fara til Svíþjóðar í endurvinnslu og verða að kartoni, t.d. í nýjar umbúðir. Fatnaður og vefnaðarvara Nýtist til hjálparstarfs á vegum Rauða kross- ins auk þess að vera seldur í versl- uninni L12 á Laugavegi 12 í Reykja- vík. Ágóðinn er nýttur til hjálparstarfs. Slitin klæði og fatnaður er endurunn- inn m.a. í tuskur og teppi. Garðaúrgangur Úr honum framleiðir Sorpa jarðvegsbætinn Moltu en einn- ig má stunda eigin jarðgerð heima- við. Garn Hægt er að koma því í fatagáma Sorpu eða beint til innanlandsdeilda Rauða krossins. Þar búa prjónahópar til fatnað sem sendur er utan til hjálp- arstarfs. Gler, flísar, keramik og postulín Not- að sem uppfyllingarefni við fram- kvæmdir með sama hætti og möl. Hjólbarðar Má skila í Sorpu og á flest dekkjaverkstæði. Efnamóttakan sér svo um að þeir séu tættir niður og brenndir í orkuvinnslu eða sendir til Danmerkur þar sem þeir nýtast m.a. í gervigrasvelli. Húsbúnaður Heilleg húsgögn, nyt- jamunir og raftæki fara í nytjamark- aðinn Góða hirðinn þar sem þeir eru seldir en ágóðinn fer til líknarstarfs. Jarðvegur og steinefni Notað sem uppfyllingarefni. Skila má mold og leir, steypu- og múrbroti, hellum, rör- um og öðrum smærri steinsteypuein- ingum til Sorpu og í jarðvegstippa sveitarfélaganna. Kertavax Kertagerð Sólheima í Grímsnesi nýtir vaxið í ný kerti. Kælitæki Efnamóttakan hf. flytur þau til Danmerkur þar sem skaðleg efni eru tekin úr þeim og eytt en skáparnir sjálfir eru hlutaðir niður og flokkaðir til endurvinnslu. Lyf Útrunnum lyfjum er skilað til apó- teka. Málmur Sorpa sendir málminn til Furu og Hringrásar sem flokka hann og brjóta niður áður en hann er send- ur til útlanda til bræðslu og endur- vinnslu. Plastumbúðir án skilagjalds Sendar til Svíþjóðar til endurvinnslu. Þar verða þær m.a. að rörum, bílahlutum og þykkum tunnum. Rafeindatæki Fura sendir tækin til Bretlands til endurvinnslu. Rafhlöður Skilað í Sorpu og á bens- ínstöðvar sem sjá um að koma þeim til úrvinnslu og eyðingar hjá við- urkenndum aðilum. Skilagjaldsskyldar umbúðir (gos- og drykkjarumbúðir) Sendar utan til endurvinnslu þar sem áldósirnar verða að nýjum áldósum og plast- umbúðirnar verða að pólíesterull, sem m.a. er notuð í teppi og flísfatn- að. Glerflöskur eru muldar og not- aðar sem jarðvegsfylliefni erlendis. Handagangur í öskunni Framleiðsla kallar á orku og förgun sömuleiðis Síðan hefur fyrirtæki sem heitir Svíri ehf. nú tekið upp á sína arma nýja finnska tækni til jarðgerðar á heimilum. Þetta er ný gerð safn- kassa, sem kallast Biodeg, fyrir mat- arúrgang og jarðgerðarhvata, stein- efnablöndu sem eykur lífsþrótt æskilegra rotvera. Með þessu verður til mold úr matarleifum á u.þ.b. viku, án þess að óþefur myndist. Mánuði síðar er moldin orðin að úrvals gróð- urmold. Umhverfislegur ávinningur af því að nota jarðgerðarílát er þónokkur. Sorpið er unnið heima og þarf því ekki að sækja það á sorpbílum, nær- ingarefni og kolefni eru endurnýtt og metanmyndun er nær engin ef rétt er að þessu staðið. Hins vegar þarf að gæta þess að ílátin séu mein- dýraheld.“ Ísafold slær sér á lær. „Þetta er stórmerkilegt.“ Rúmast í eldhússkáp „Geturðu lýst þessum safn- kassa,“ spyr Loftur. „Safnkassinn minnir helst á kæli- box og er ekki stærri en svo að hann rúmast í eldhússkáp. Að innan er ílát- ið hannað með það fyrir augum að tryggja rotmassanum nægt súrefni og að lofttegundirnar sem myndast við rotnunina komist út úr kassanum. Tært vatn sem myndast við rotn- unina safnast í þró í botni safnkass- ans þar sem það nýtist til að halda loftinu í kassanum hæfilega röku. Auðvelt er að losna við umframvatn. Kolasíur á loki kassans eyða svo öll- um óþef sem myndast við jarðgerð- ina.“ Nú er aumingja Hreinn orðinn hálf ringlaður. Þetta er heldur mikið af flóknum upplýsingum fyrir óharðn- aðan ungling. Hann er löngu búinn að leggja frá sér pennann. „Hvar er hægt að nálgast litlar ruslafötur sem eru hólfaðar þannig að hægt sé að flokka beint í þær?“ Þegar hér er komið sögu er Ísafold farin að spyrja af áfergju. Lofti líst ekki á blikuna. „Rekstrarvörur eru með kassa sem hægt er að stafla hverjum ofan á annan. Þeir eru fínir til að hafa í geymslu eða þvottahúsi en rúmast yf- irleitt ekki í skápnum undir vask- inum. Ikea selur einnig ágætis hirslur þar sem fleiri en ein rusla- tunna eru saman í bakka. Svo eru fyr- irtæki sem tengjast sorphirðu stundum með einhverjar hirslur og er best að spyrjast fyrir hjá þeim.“ „Hvað með önnur flokkunarílát?“ spyr Loftur skyndilega og virkar áhugasamur. Hin stara á hann. Er hann að reyna að koma þeim úr jafn- vægi? „Sorpa byrjaði í fyrra að gefa margnota flokkunarpoka á endur- vinnslustöðvum og í Góða hirðinum,“ segir Ringó eftir stutta þögn. „Um er að ræða tvær gerðir, annars vegar græna flokkunarpoka, sem ætlaðir eru fyrir öll dagblöð, tímarit, mark- póst og annan prentpappír, og hins vegar gula flokkunar- poka, sem ætlaðir eru sér- staklega fyrir umbúðir úr sléttum pappa. Þá er allt eins hægt að nota pokana fyrir fleiri flokka, t.d. fyrir plast- umbúðir eða málma. Hægt er að nálgast flokkunarpok- ana á endurvinnslustöðvum » Talið er að á Íslandi falli til fjórar milljónir pitsukassa árlega. » Í fyrra voru send 8.400 tonn af dagblaða- og prentpappír utan til endurvinnslu sem dugar til framleiðslu 36 milljóna klósettrúllan. » Úr hverjum fimm kössum af morgunkorni má búa til fjóranýja. » Áætlað er að Íslendingar fleygi hátt í 60 tonnum af kerta-afgöngum árlega. » Um 80–85% skilagjaldskyldra drykkjarumbúða(s.s. gosumbúða) koma til endurvinnslu á Íslandi. Úr brunni heimsálfsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.