Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 19

Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 19 Í næstu viku fylgjum við Lofti og Ísafold á fund með hópn- um þeirra í verkefninu Vist- vernd í verki. Umræðuefnið er samgöngumál. Og þá hitn- ar heldur betur í kolunum. Út í loftið | 4.grein Skrifstofupappír Sendur til Svíþjóðar til endurvinnslu þar sem hann verður m.a. að eldhús- og klósettpappír. Skór Sendir til Þýskalands þar sem þeir eru flokkaðir og seldir eða gefnir til líknarstarfs. Hagnaður af sölunni rennur til Samtaka íslenskra kristni- boðsfélaga. Spilliefni Ýmiss konar hreinsiefni, lím, málning, þynnir, leysiefni, raf- hlöður, skordýraeitur, úðabrúsar o.fl. er flokkað sem spilliefni sem Efna- móttakan sér um að sé fargað á við- eigandi hátt eða þau endurunnin. Timbur Notað sem kolefnisgjafi í framleiðslu járnblendis hjá Íslenska járnblendifélaginu. Ofangreindum sorpflokkum má flest- um koma á endurvinnslustöðvar Sorpu nema annað sé sérstaklega tekið fram. Utan höfuðborgarsvæð- isins geta söfnunarstöðvar sveitarfé- laganna gefið upplýsingar um við hvaða úrgangsflokkum er tekið til endurvinnslu.  Nánari upplýsingar á www.sorpa.is og í Góða hirðinum á meðan birgðir endast. Sorpa hefur einnig verið með sérstaka kassa undir rafhlöður sem Efnamóttakan hf. hefur látið útbúa og er hægt að fá þá gefins á endur- vinnslustöðvum.“ Sorpa sér ekki um sorphirðu „Hvers vegna er Sorpa ekki með neinar tunnur?“ spyr Hreinn til að fyrirbyggja að fólk haldi að hann sé utangátta í umræðunni. „Sorpa sér ekki um sorphirðu, hvorki hjá almenningi né fyrir- tækjum, sorphirðan er á vegum ann- arra aðila, sem sjá um hana fyrir sveitarfélögin. Sorpa er byggða- samlag í eigu allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk hennar er að annast meðhöndlun úr- gangs fyrir öll sveitarfélögin svo sem að starfrækja urðunarstað, móttöku- stöð, endurvinnslustöðvar, þróa nýj- ar aðferðir til þess að vinna verðmæti úr úrgangsefnum, eyðingu hættu- legra úrgangsefna og kynna gildi umhverfissjónarmiða í meðhöndlun sorps.“ Þar með hefur Ringó ausið úr brunni sínum og fjölskyldan okkar orðin ágætlega upplýst um sorpmál. Umhverfisfræðingurinn bregður sér enn og aftur í ófreskjulíki í anddyr- inu á leiðinni út og nú tekur sig loks- ins upp bros hjá Snæfríði Sól. Hann er nú ekki svo ógnvekjandi eftir allt þessi skrítni skeggjaði karl. Sú stutta kveður hann meira að segja með handabandi. „Kærar þakkir, Ringó minn, og farðu nú vel með þig,“ segir Ísafold í kveðjuskyni og Loftur kallar á eftir gestinum: „Lifi byltingin!“ Ringó horfir rannsakandi á hann. „Græna byltingin,“ flýtir Loftur sér að segja.  » Lífrænum úrgangi frá eldhúsi og garði er hægt að umbreyta í frjósama gróðurmold í ferlisem kallast jarðgerð eða moltugerð. » Ef lífræni úrgangurinn er jarðgerður er komið í veg fyrir mengunarvandamálin. » Heimajarðgerð er þar að auki umhverfisvæn þar sem mengun samfara flutningi, brennslueða urðun sorpsins minnkar eða hverfur. » Minna pláss fer undir urðun sorps og með jarðgerð er unnið gegn landeyðingu. » Með heimajarðgerð útvegarðu þér ókeypis gæðamold.» Minna sorp frá þér leiðir til lægra sorphirðugjalds í sumum sveitarfélögum (og brátt öllum!?). » Leiðbeiningar um heimajarðgerð er hægt að nálgast meðal annars hjá umhverfisráðuneytinu. Inni áheimasíðu Sorpu og hjá söluaðilum safnkassa / moltukassa. Úr brunni Heimsálfsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.