Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 24

Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 24
|sunnudagur|28. 10. 2007| mbl.is Á stríðstímum eru óháðir fjölmiðlar sem láta ráða- menn svara fyrir gjörðir sínar bráðnauðsyn- legir.“ Þetta segir bandaríska fjölmiðlakonan Amy Go- odman, en hún hefur í rúman áratug stýrt óháða fréttaþættinum Democ- racy Now!. Þátturinn er sendur út daglega í útvarpi og sjónvarpi á yfir 500 stöðvum í Bandaríkjunum. Good- man segir að í þættinum sé leitast við að kynna sjónarmið sem sjaldnast fá pláss í fjölmiðlum stórfyrirtækjanna, eins og Goodman kallar stóru fjöl- miðlana í Bandaríkjunum. Vinsældir Democracy Now! hafa farið vaxandi en hlustendum þáttarins fjölgaði ört í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 11. september 2001. Goodman er afar gagnrýnin á um- fjöllun stóru fjölmiðlanna í Banda- ríkjunum um innlend sem erlend málefni. Hún nefnir að þrátt fyrir þá byltingu sem orðið hafi á möguleikum til fjölmiðlunar með nýrri stafrænni tækni ríki stöðnun hjá stóru fjölmiðl- unum. Sú mynd sem þeir dragi upp af heiminum sé röng og fréttaflutningur þeirra einkennist af villandi upplýs- ingum, hálfsannleik og lygum. „Við þurfum á annars konar fjöl- miðlum að halda, miðlum sem vaka yfir valdinu en eru ekki seldir undir það. Fjölmiðlar eiga að vera fjórða valdið en ekki hluti af ríkisvaldinu,“ segir Goodman. Sannfæringunni fórnað Hún segir að fjölmiðlar stórfyrir- tækjanna, sem hafi mesta útbreiðslu í Bandaríkjunum, séu í raun eins kon- ar „gjallarhorn ráðamanna“. „Þeir berja stríðstrumburnar,“ segir hún. „Tökum sem dæmi blaðamenn sem flytja fréttir úr Hvíta húsinu. Það eru allt of mörg dæmi þess að þeir fórni sannfæringu sinni og sannleiksleit í skiptum fyrir átta sekúndna mynd- skeið af forsetanum sem þeir vita að fréttastjórinn þeirra verður ánægður að fá,“ segir hún. – En telur hún að á fjölmiðli sem rekinn er í gróðaskyni sé ekki mögu- legt að flytja vandaðar og gagnrýnar fréttir? „Jú, ég tel að það sé mögulegt. En það hefur bara ekki verið gert í Bandaríkjunum. Það kemur fyrir að fjölmiðlar stórfyrirækjanna fletta of- an af stórum málum, en það er sjald- gæft og í raun eru það ekki slíkar af- hjúpanir sem mestu skipta þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem skiptir máli er að sömu trumburnar eru barðar dag frá degi í fjölmiðlum stór- fyrirtækjanna. Á bandarísku sjón- varpsstöðvunum er líka alltaf leitað til sömu álitsgjafanna til þess að tjá sig um þau mál sem efst eru á baugi. Þetta er þröngur hópur sem lítið veit en hefur verið fenginn til þess að út- skýra heiminn fyrir okkur!“ segir Goodman. „Við þurfum öðruvísi fjölmiðla þar sem raddir grasrótarinnar fá að heyr- ast,“ bætir hún við. Goodman segir raunina þá að lang- flestir Bandaríkjamenn séu and- snúnir stríðsrekstri. „Þeir Banda- ríkjamenn sem eru á móti stríðsrekstri eru ekki einhver lítill minnihluti. Þeir eru heldur ekki hinn þögli meirihluti, heldur meirihluti sem þaggað er niður í. Fjölmiðlar stórfyrirtækjanna hafa þaggað niður í honum. Þessari þróun verður að snúa við,“ segir hún. Aukin samþjöppun áhyggjuefni – En hver er staða fjölmiðla í Bandaríkjunum? Goodman hefur nokkrar áhyggjur af henni, einkum vegna samþjöppunar sem orðið hefur á eignarhaldi bandarískra fjölmiðla. Innan við tíu fyrirtæki reka ráðandi fjölmiðla í Bandaríkjunum nú og hef- ur þeim fækkað umtalsvert á síðustu áratugum. „Við búum á tímum mikillar sam- þjöppunar á eignarhaldi fjölmiðla. Þetta er alvarlegt vandamál. Við er- um með mörg hundruð stöðvar en að- eins örfáir fjölmiðlarisar eiga þær all- ar,“ segir Goodman. Þeir sjái heiminn út frá svipuðu sjónarhorni og það sé óviðunandi að meiri fjölbreytni rúm- ist ekki í miðlunum. „Því rásir ljós- vakans eru dýrmæt þjóðareign,“ seg- ir Goodman. Hún segir að nú liggi fyrir útvarps- ráði Bandaríkjanna (The Federal Communications Commission) tillaga um að slaka á reglugerð um eign- arhald á bandarískum fjölmiðlum sem nú er í gildi. Verði hugmyndirnar að veruleika þýðir það að „sama fjöl- miðlastórfyrirtækið getur átt dag- blað, útvarpsstöð og sjónvarpsstöð í sama bænum. Þetta er ekki við- unandi, við þurfum að tryggja að fjöl- breytt viðhorf fái að njóta sín“. – En hvaðan fær bandarískur al- menningur upplýsingar. Er það eink- um í gegnum stóru fjölmiðlana, óháðu miðlana eða staðbundna fjölmiðla? „Það er mjög algengt að stað- bundnu miðlarnir séu í eigu sama fólks og á fjölmiðla sem hafa út- breiðslu á landsvísu,“ segir Goodman. Hún segir að almenningur leiti þó í sí- auknum mæli eftir upplýsingum hjá óháðum fjölmiðlum og telur Íraks- stríðið eiga þar hlut að máli. „Ég tel að sú staðreynd að Bush forseti fann engin gereyðingarvopn í Írak hafi ekki bara afhjúpað hann sjálfan, heldur líka fjölmiðlana. Það var nefnilega ekki bara Bush sem gaf í skyn að [Írakar] ættu gereyðing- arvopn heldur var hamrað á því í fjöl- miðlum líka. Þegar vopnin fundust ekki má segja að stóru fjölmiðlarnir hafi verið afhjúpaðir og þess vegna held ég að æ fleiri kjósi að leita upp- lýsinga annars staðar.“ Til marks um aukinn áhuga á óháðum miðlum bendir Goodman á að vinsældir Democracy Now! vaxi sífellt. Þætt- inum sé nú útvarpað og sjónvarpað á yfir 500 stöðvum í Bandaríkjunum og fleiri bætist stöðugt við. „Tvær til þrjár nýjar stöðvar bætast við í hverj- um mánuði, bæði útvarps- og sjón- varpsstöðvar,“ segir Goodman – En hverjir fylgjast með Demo- cracy Now!? „Ég held að það sé ekki hægt að benda á eina ákveðna manngerð,“ svarar Goodman, sem segir milljónir manna horfa eða hlusta á þáttinn. „Þetta er fólk sem spannar allt póli- tíska litrófið og kemur alls staðar að úr heiminum,“ bætir hún við. Good- man segir að fréttamenn Democracy Now! leggi áherslu á að leyfa röddum almennings að heyrast, fremur en að einbeita sér að álitsgjöfum. „Við leggjum áherslu á að margar raddir fái að heyrast og þannig tel ég að við löðum að okkur fjölbreyttan hóp hlustenda, áhorfenda og lesenda.“ – Undanfarin misseri hefur tölu- vert verið fjallað um málefni Írans í bandarískum fjölmiðlum. Hvað finnst þér um þá umfjöllun? „Hún hefur verið afar brotakennd og við fáum bara eitt sjónarhorn,“ segir Good- man. Þetta sé vegna þess að stóru fjölmiðlarnir endurspegli einkum sjónarmið innan Demókrata- og Repúblikanaflokksins, sem oft séu keimlík. „Dæmi um þetta er aðdrag- andi innrásarinnar í Írak en þá gengu demókratar í lið með repúblikönum og afleiðingin var stríð,“ segir Good- man. Hún segir að um þessar mundir virðist innrás Bandaríkjanna í Íran yfirvofandi. „Ég velti því fyrir mér hvar þeir stjórnmálamenn og forseta- frambjóðendur halda sig, sem eru mótfallnir slíkri innrás,“ segir hún og ítrekar að ekki sé nóg að slíkar raddir heyrist á stangli. „Það er hinn daglegi fréttaflutningur, sem máli skiptir, því hann myndar eins konar ramma um umræðuna,“ segir hún. Auk þess að stýra Democracy Now! skrifar Goodman vikulegan dálk sem birst hefur í dagblöðum vestanhafs. Þá hefur hún, ásamt bróður sínum David, sem einnig er blaðamaður, skrifað tvær bækur á undanförnum árum. Sú nýrri kom út í fyrra, en hún nefnist Static: Govern- ment Liars, Media Cheerleaders, and the People who fight back. En telur Goodman bókar- og dálkaskrif mik- ilvæga viðbót við fjölmiðlastarfið? „Já. Maður gæti haldið að með því að vera í útvarpi, sjónvarpi og dag- blöðum sé hægt að ná athygli næst- um allra, en svo er ekki. Með því að skrifa bók sem er til sölu í bókabúð- um og til útláns á bókasöfnum næst til alveg nýs hóps af fólki. Það fréttir þá af tilvist Democracy Now! og fleiri hlustendur og áhorfendur bætast í hópinn.“ Áhugi fyrir erlendum fréttum Á Democracy Now! er lögð mikil áhersla á erlendar fréttir en um þess- ar mundir eru margir vestrænir fjöl- miðlar að leggja niður stöður frétta- ritara í útlöndum og áhersla á innlendar fréttir virðist stöðugt fara vaxandi. Telur Goodman að bandarískur al- menningur hafi almennt áhuga á er- lendum fréttum? „Ég held að fólk hafi mikinn áhuga á þeim, en framboðið er hins vegar ekki mikið. Og það er erfitt fyrir fólk að fá áhuga á því sem því hefur ekki verið sagt frá. Bandaríkin eru land innflytjenda, fólk hefur flust hingað alls staðar að úr heiminum. Gjörðir Bandaríkjanna hafa áhrif um allan heim og við verðum að sýna að við höfum upp á fleira að bjóða en byssu- hlaupið. Bandarískum fjölmiðlum ber skylda gagnvart landsmönnum til þess að sýna hvaða áhrif aðgerðir Bandaríkjanna hafa haft á umheim- inn. Eins og fjölmiðlarnir starfa í dag á fólk ekki þess kost að fá upplýs- ingar um allt sem á sér stað. Það er starf okkar fjölmiðlafólks að upplýsa fólk um það,“ segir Amy Goodman að lokum en hún flytur fyrirlestur á af- mælismálþingi BÍ á Hótel Holti 3. nóvember. „Fjölmiðlar stór- fyrirtækjanna berja stríðs- trumburnar“ Hún er ófeimin við að gagnrýna stjórnvöld og stóru fjölmiðlana í Bandaríkjunum sem hún segir hygla ráðandi öflum. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við bandarísku fréttakonuna Amy Good- man um fréttaþátt hennar Democracy Now!, sem nýtur vaxandi vinsælda vestanhafs. Goodman heimsækir Ísland um næstu helgi og tekur þátt í afmælismálþingi Blaðamannafélagsins. Í HNOTSKURN » Þátturinn DemocracyNow! er eingöngu fjár- magnaður með framlögum frá hlustendum, áhorfendum og sjóðum. Hvorki er tekið við fjárframlögum frá fyrirtækja- samsteypum né opinberum styrkjum. » Þátturinn er sendur út fráNew York í tvær klukku- stundir í senn, fimm sinnum í viku. »Hann næst á yfir 500 út-varps- og sjónvarps- stöðvum en er að auki sendur út á Netinu og í hlaðvarpi. Gert er sérstakt fréttayfirlit á spænsku. AMY Goodman er enginn nýgræðingur í fjölmiðlum. Hún er fimmtug að aldri og hóf feril sinn sem útvarpskona árið 1985 á óháða almannaútvarp- inu Pacifica í New York. Þar sá hún um kvöldfréttir stöðvarinnar í 10 ár. Goodman hefur farið víða um heim vegna starfa sinna sem fréttamaður. Árin 1990 og 1991 fór hún til Austur-Tímor til þess að fjalla um hernám Indónesa og lenti í lífshættu þegar hún varð vitni að fjöldamorði indónes- ískra hermanna á óbreyttum borgurum á Austur-Tímor. Goodman kveðst hafa haft áhuga á fjölmiðlum allt frá barnsaldri. „Ég tók alltaf þátt í að skrifa í skólablöðin. Þegar ég var í menntaskóla gengu skrifin út á að veita skólastjóranum aðhald en svo vatt þetta upp á sig,“ segir hún. „Ég hef alltaf litið á fjölmiðla sem vettvang þar sem fólk getur talað sam- an. Fjölmiðlar eru eins og stórt eldhúsborð sem við sitjum umhverfis og ræðum það sem mikilvægast er, líkt og spurningar um stríð og frið, líf og dauða. Ég lít á blaðamennsku sem leið til þess að fletta ofan af vanda- málum og ljá þeim rödd sem vilja vinna að því bæta heiminn.“ Goodman hefur allan sinn starfsaldur unnið hjá óháðum fjölmiðlum. „Ég var heppin að finna við upphaf starfsferils míns það sem flestir eyða ævinni í að leita að en það er að starfa sjálfstætt,“ segir hún. Best að geta unnið sjálfstætt daglegtlíf Í bílskúr í Vesturbæ Reykjavík- ur var hljómsveitin Ný dönsk á æfingum fyrir stórtónleika í vikunni. »30 ný dönsk tvítug Benedikt Árnason var einn helsti leiktjóri Íslendinga og hefur átt viðburðaríkt líf, sem markast hefur af andstæðum. » 26 lífslhlaup elva@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.