Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 27 áfengisáhrif á þeim. Pabbi sagði mér eitt sinn að þegar hann var 25 ára hefði hann farið og drukkið sig fullan með strákunum en honum hefði liðið svo illa á eftir að hann hefði hugsað með sér: „Þennan fjanda geri ég aldrei aftur – að eyðileggja heilan dag með því að drekka brennivín!“ – Ég hefði betur farið eftir þessu.“ En snúum aftur að uppeldisdæm- inu á heimilinu, sem þá stóð við Reynimel. „Þar var vínskápur, hluti af skápunum í svefnherberginu, hann passaði vel fyrir vínflöskur. Pabbi átti þar alltaf eitthvað af víni. Svo var það að vinur minn, sem var dálítið eldri en ég, bað mig eitt sinn að fá lánað vín í tvo daga hjá pabba. Ég vékst vel við og fór í vínskápinn, náði þar í ákavítisflösku, norska, sem hafði siglt miðbauginn, þetta var fín og flott flaska. Ég opnaði hana og hellti úr henni í ílát og lét vininn fá en lét í staðinn tevatn í sigldu flöskuna og hana síðan upp í skáp. Kvöldið eftir hittust pabbi og fé- lagar hans og ég var með þeim inni í stofu. Þá segir pabbi: „Eigum við nú ekki að skála aðeins?“ Hann kom svo inn með ákavítisflöskuna með te- vatninu og ég velti fyrir mér hvað yrði um mig. Svo opnaði hann flöskuna, hellti í glösin og lýsti um leið víninu, hvað það væri gamalt og fínt. Svo lyftu þeir félagar glösum – síðan sagði pabbi: „Fyrirgefið þið, maður getur stundum geymt vínið of lengi, það virðist eins og allt alkóhól sé horfið úr þessu. Ég þarf að ná í aðra flösku.“ Hann leit ekki einu sinni á mig og talaði aldrei um þetta við mig. Ekkert gat verið áhrifa- meira en það að líta ekki einu sinni á mig. Þessi agi var í raun hans sjálfs- agi. Hann vissi auðvitað vel hvernig í pottinn var búið. Annað dæmi get ég nefnt. Áfeng- isverslunin var í Nýborg, þar voru ámur og hann hafði metnað til að betrumbæta hið íslenska brennivín. Ein áman var undir koníak, það var búið og nú datt pabba í hug að setja áfengi í þessa ámu og leyfa því að lagerast þar, sem var bráðsnjöll hug- mynd. Enginn mátti snerta á þessum miði í marga mánuði. En þegar pabbi kom eftir hálft ár til að athuga mjöð- inn þá var áman því sem næst tóm. Hann sagði við strákana: „Hvernig stendur á þessu?“ þeir svöruðu: „Við urðum nú að fylgjast með þessu fyrir þig!“ Í þessum hópi var einn drykkfelld- ari en aðrir, pabbi var búinn að ræða við hann um að fara varlega í drykkj- unni. Svo kom hann einu sinni að honum drukknum og sagði við hann: „Æ, af hverju varstu nú að þessu?“ Hinn svaraði: „Sjáðu nú til Árni minn, það eru nefnilega stóru sop- arnir sem steypa manni.“ Pabbi ráð- lagði honum að sleppa stóru sop- unum, það var eina áminningin sem honum var gefin. Þessi maður reynd- ist afburðastarfsmaður það sem eftir var. Fannst áfengi ánægjulegur drykkur Frá því ég smakkaði áfengi fyrst fannst mér þetta afskaplega ánægju- legur drykkur. Líklega smakkaði ég smádropa fyrst í fjórða bekk í Menntaskólanum í Reykjavík en í sjötta bekk var ég farinn að drekka meira.“ Áður hafði Benedikt gengið hina hefðbundnu leið, farið í barna- og gagnfræðaskóla í vesturbænum og svo farið í MR. „Ég féll aldrei í skóla – nema fyrir víni og fallegum kon- um,“ segir hann og brosir. Þrátt fyrir hófdrykkju á heimilinu reyndist Benedikt fljótlega erfitt að ástunda slíkt. „Ég lærði að umgang- ast vín – en bara fyrir aðra. Ég gat ekki tileinkað mér slíkt sjálfur. Ég hafði afskaplega gaman af að drekka og skemmta mér, vera þátttakandi í „stuðinu“. Ólafur Hansson sagði við mig á Hótel Borg, þegar ég útskrif- aðist, hann var sögukennari minn: „Ég skil ekkert í því af hverju þú tókst ekki hærra próf?“ Ég svaraði: „Ég skil það mjög vel, ég var farinn að stúdera allt annað?“ – Nú, sagði Ólafur. „Já, – lífið Ólafur minn – líf- ið.“ Þetta svar samþykkti Ólafur.“ Benedikt kveðst hafa átt sína fyrstu ást í gagnfræðaskóla og við- urkennir að eiga rómantíska æð, þrátt fyrir augljósa kaldhæðni á stundum. „Er ekki kaldhæðni til að fela eitthvað annað?“ segir hann. „Ég man þegar ég var í 13 ára bekk þá var ég mjög skotinn í skólasystur minni. Ég snerti óvart hárið á henni einu sinni og það var nærri liðið yfir mig.“ Blaðamaður hugsar sitt og spyr um menntaskólaástir hans. „Þetta spilar allt saman þegar maður lítur yfir farinn veg – verður að einni heild. Ég varð líka hrifinn af einni skólasystur minni í MR og við urðum góðir vinir – en það varð ekki afdrifaríkt í lífsferlinum.“ Talið berst að ást og kynlífi – hvort hægt sé að skilja þar á milli, og hvort mismunur sé á afstöðu kynjanna í þeim efnum „Kynlífið er einskis virði án ást- arinnar,“ segir Benedikt. „En hins vegar geta bæði konur og karlar sof- ið hjá, en það er ekki það ástalíf sem gefur raunverulega ánægju. Annars eru karlmenn töff og þeim er frekar illa við að ræða viðkvæm mál, líka sín á milli,“ segir hann. „Og þú verður að gæta að því að ýmsir sem ég hef um- gengist um dagana eru svoddan óg- urlegir háðfuglar,“ bætir hann við – það er ekki langt í íroníuna fremur en fyrri daginn. En það gerðist fleira merkilegt í lífi Benedikts í MR en kynni af víni og ástum. „Þar kynntist ég því sem fór svo að skipta mig nánast öllu máli – leiklistinni,“ segir hann. Óljós draumur um leiklist Benedikt er sem sé úr þeim flokki leikara sem byrjuðu feril sinn í Herranótt MR. „Ég hafði verið með einhvern óljósan draum um leiklist, líklega vegna anda Jóhanns Sigurjónssonar frænda míns, sem alltaf sveif yfir vötnum hjá frændgarðinum. „Ég var handviss um það að ég myndi deyja 39 ára eins og Jóhann. Svo mjög samsamaði ég mig honum ómeðvitað – en kannski kom þessi hugsun til svo ég gæti drukkið meira. En svo, þegar ég sá að ég ætlaði ekki að deyja 39 ára – nema einhverjum brennivínsdauða – þá varð ég að tak- ast í alvöru á við lífið og láta renna af mér.“ Aftur að leiklistinni í MR. Fyrsta verkið sem Benedikt lék í var „ómerkileg kómedía“ eins og hann kallar það, Við kertaljós. „Það var skemmtilegur aðdragandi að því,“ segir hann. „Í fimmta bekk bankaði Matthías Á. Mathiesen á dyrnar, hafði verið í fríi vegna nefnd- arstarfa, og biður mig að tala við sig frammi. Þar spyr hann hvort ég vilji vera með honum í leiknefnd. Ég sagði já og hann gekk svo frá þessu. Svo kom nefndin saman og valdi leik- rit og leikstjórann, Baldvin Hall- dórsson. Magnús Pálsson sá um leik- mynd – svo var fundið fólk í hlutverkin. Loks var búið að manna öll hlutverk nema eitt aðal- hlutverkið. Eitthvað gekk illa að fá réttan mann í það – kannski af því mér gekk illa að samþykkja einhvern í það hlutverk. Nema hvað að boðuð var samlestraræfing og var ákveðið að ég læsi hlutverkið á þeirri æfingu. Á eftir segir Matti: „Er ekki best að þú gerir þetta?“ Og það varð þannig. Þetta var mjög skemmtilegt. Ég hafði látið mig dreyma um að fara í leiklistarskóla hjá Lárusi Pálssyni þegar ég var unglingur, þetta hafði svona búið með mér í lengri tíma. Lærði leiklist í London Eftir stúdentspróf fór ég að vinna í Landsbankanum og innritaði mig í háskólann, í „fýluna“. Um haustið rakst ég á Katrínu Thors, niðri við Tjörn. Hún spurði hvað ég ætlaði að gera um veturinn. Ég sagði henni frá háskólanum en hún sagði að ég ætti að fara í leiklist. Ég hafði samband við Gunnar Eyjólfsson og hann und- irbjó mig og hvatti til að fara í inn- tökupróf hálfum mánuði síðar í leik- listarskóla í London. Ég flaug inn og hóf nám í Central School of Speech and Drama. Þá kvað Gunnar þar vera betri kennara en í RADA, sem hann hafði stundað nám í. Ég kom úr stærðfræðideild í MR og var því nokkurn tíma að koma mér niður í enskuna. Þetta var þriggja ára nám og ég kom heim á sumrin til að vinna. Var t.d. leið- sögumaður, það var einkum skemmtilegt í þoku – þá var hægt að segja það sem í hugann flaug og ekki komu neinar gagnspurningar. Ég fékk námsstyrk gegn þeirri skuldbindingu að koma aftur og starfa á Íslandi í fimm ár eftir náms- lok. Ég virti það, enda var Íslending- urinn sterkur í mér og ég hafði enga löngun til að sækjast eftir frægð og frama. Mér fannst bara stórkostlegt að vera í þessari Mekka leiklist- arinnar og sótti allar þær sýningar sem ég gat. Maður komst upp á lag með að sjá og skynja leikritin úr mikilli fjarlægð, uppi á efstu svölum, sem ég get ekki nú. Þegar ég nokkr- um árum síðar settist á fimmta bekk í leikhúsi þá fannst mér ég óþægi- lega ofan í leikurunum. Ég fór til London 19 ára í desem- ber 1951, þá var London að ná sér eftir stríðið, mikið var enn af rústum, en borgin var mjög sjarmerandi og í aðskildari hlutum en nú er. Ég flutti oft á milli herbergja en í sama hverf- inu, nálægt Albert Hall, skólinn átti næsta hús við hús sem Churchill átti heima í.“ Söngleikir gott form fyrir leikhús – Var áhuginn á söngleikjum strax kominn til sögunnar þarna? „Já, ég hafði fram að þessu ekki séð aðra söngleiki en Alt Heidelberg sem karlakór sem pabbi var í hafði sett upp. Það var því mikill við- burður þegar ég sá söngleikina í London. Sá fyrsti var Gæjar og píur. Mér fannst strax þetta vera form sem leikhúsið mætti fara í – og vera í – þarna er tónlist, dans og saga með merkingu – þetta er fyrir öll skiln- ingarvit og hægt að koma skila- boðum áfram. Ég hugsaði með mér að þetta gæti verið vinsælt form til að ná til sem flestra – en gríðarlega kröfuhart – mér fannst það eiga all- an rétt á sér. Á góðri stund. Bendikt Árnason og Erik Bidsted ballettkennari Barn Benedikt Árnason á æsku- skeiði, þegar kominn með staf og meðvitaður um hlutverk sitt 29. október 2007 birtir FL Group viðauka við lýsingu sem gefin er út í tengslum við yfirtökutilboð FL Group til hluthafa Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. Viðaukinn við lýsinguna verður aðgengilegur á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Jafnframt má nálgast eintak af viðaukanum við lýsinguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík, sími 591 4400 á tímabilinu 29. október 2007 til 29. október 2008. Reykjavík, 27. október 2007 Tilkynning um birtingu viðauka við lýsingu FL Group FL GROUP Björg sýnir sýnir abstract-landlagsmyndir prentaðar á striga. Stefán sýnir skúlptúrseríu úr látúnsmálmi. Sýningin er staðsett að Mýrargötu 14 (á móti slippnum) og stendur frá 28. október til 6. nóvember. Samsýning Bjargar Vigfúsdóttur ljósmyndara og Stefáns B. Stefánssonar hönnuðar, gull- og silfursmiðs. www.vidmyrargotu.is Opnunartímar kl. 16-18 virka daga og kl. 12-18 helgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.