Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 29 ist ástæða til að ég gerði þetta. Þeg- ar þeir sögðu: „Já pabbi,“ þá var ég ekki lengur í minnsta vafa. Auðvitað tók ég þessa ákvörðun einn – en leitaði staðfestingar á henni hjá sonum mínum. Þegar ákvörðunin var komin stóðu með mér systir mín og hennar maður og fleiri. Drykkjunni lýkur Ég fór vestur með Binna í blóm- unum og reyndar var ég blindfullur alla leiðina. Það er nú ekki eftir bók- inni – maður er þá ekki maður sjálf- ur. En ég var tekinn inn og þegar ég vaknaði á Freeport og heyrði að ég væri með sjúkdóm sem heiti alkóhól- ismi skildi ég hvað var að mér – ég var sjúklingur! Og það er til lækning við þessu – og hver er hún – að drekka ekki! Þetta var algjör lúxus, ég gat læknaði mig sjálfur og það byggðist allt á sjálfum mér. Eftir það var eins og þurrkaðist út öll löngun í vín, mig hefur aldrei langað til að drekka síðan. Ég veit hvernig fer fyrir mér ef ég smakka vín og ég veit líka að þá á ég að leita hjálpar. Þetta hefur verið haldreipið. Ég hef verið það heppinn að geta skilið þetta. En það er náttúrlega djöfullegt að þurfa að ganga um betlandi áður en manni skilst að það sé eitthvað að, alkóhólið sé búið að breyta hugar- ástandi manns. Tökum sem dæmi að þegar ég gekk framhjá búðarglugga og vantaði buxur þá athugaði ég hvað buxurnar kostuðu og hugsaði: „Nú – þetta eru þrjár brennivíns- flöskur.“ Allt miðaðist við áfengi, öll tilveran snerist um það. Styrkurinn frá öðrum hjálpar Ég sótti fundi fyrst eftir meðferð- ina en síðar hafði ég eins konar einkafundi með tveimur mönnum sem líka voru alkóhólistar. Við rædd- um saman, það urðu mínir fundir. Líf mitt breyttist mikið. Það tók mig dálítinn tíma að venjast ýmsu, ef ég var t.d. boðinn út þá hugsaði ég: „Hvernig á ég að komast heim?“ En þá mundi ég; „æ, ég er hættur að drekka – ég bara keyri heim“. Mjög fljótlega hætti ég líka að reykja. Ég hætti ekki að fara þar sem áfengi var haft um hönd, mér fannst og finnst þetta enn allt í lagi þangað til menn eru farnir að segja mér sömu söguna þrisvar. Þá fer ég að hafa mig heim. Eitt hef ég þó gert áfram, ef tekin er upp flaska af góðu víni þá lykta ég, fæ mér aðeins á bragðlaukana. Mér fannst gaman að góðu víni. En ég lykta hins vegar ekki af sterkum drykkjum.“ Gamblerinn? – Er þetta nokkuð leikur að eldi? „Nei, ég held að svo sé ekki – en hins vegar er ekki laust við að í mér blundi „gambler“. Ég var einhvern tíma í Danmörku og var þar við rúll- ettuborð. Ég lagði peninga undir og fann þessa rosalegu spennu. Ég hugsaði: „Nei, þetta geri ég aldrei aftur.“ Þá kom samsvörun hjá mér við það sem pabbi gerði gagnvart víni, ég fann að þetta var of háska- legt.“ Benedikt átti afturkvæmt í Þjóð- leikhúsið eftir að hann kom úr með- ferðinni í Bandaríkjunum. „Ég kom aftur inn í leikhúsið edrú, þá var Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri. Hann tilkynnti komu mína til leikhússins aftur og það klöppuðu allir. Það var mjög viðkvæm stund. Eftir nokkurn slatta af árum hjálp- aði Stefán Baldursson mér að kveðja Þjóðleikhúsið aftur.“ Leikhúsið er háskalegur staður Benedikt kveðst hafa verið kvænt- ur Jill Brook Árnason um það leyti sem hann kom til starfa í Þjóðleik- húsinu á ný. „Við Jill kynntumst í London rétt áður en ég hætti að drekka en við slitum samvistir eftir frekar skamma sambúð. Hún var leikhúsmanneskja og ég á henni gott upp að unna, hún hjálpaði mér að ná reisn minni aftur. En leikhúsið er háskalegur staður, sambúð mín með Jill rofnaði þegar ég kynntist Agnesi Löve píanista, sem var tónlistarstjóri Þjóðleikhúss- ins. Við fórum að vinna saman og sú samvinna endaði með hjónabandi. Agnes er hæfileikakona, næm á tón- list og fólk. Við Agnes áttum góðar stundir saman og erfiðar. Þegar Stefán Baldursson tók við sem þjóðleikhússtjóri var á næsta leiti að ég yrði sextugur. Þetta var um vor en ég á afmæli í desember. Hann óskaði eftir viðtali við mig. Agnes var eitthvað búin að tala um að hún ætti líka að fara í viðtal við hann. Einhverra hluta vegna héldum við að hann væri að boða mig á sinn fund til að ræða um hvernig ætti að heiðra mig vegna afmælisins, hvaða verkefni væri heppilegt af þessu til- efni og hún væri boðuð vegna þess sama. Um þetta leyti var verið að æfa Söngvaseið, sem við unnum bæði að. Þegar ég fór inn á fund Stefáns, þar sem hann sat á sinni skrifstofu, þá spurði hann mig hvernig mér lík- aði fyrir austan. Við Agnes áttum hesta og bjuggum nánast öðru búi í Rangárvallasýslu. Ég sagði að mér líkaði þar ágætlega. Þá dregur hann út skúffu og segir: „Ég er hérna með bréf handa þér,“ og réttir mér bréfið. Í þessu bréfi var uppsögn. Þetta var ekki alveg það sem ég bjóst við og eins fannst mér nokkuð sérstakt af honum að rétta mér bréf til að lesa í stað þess að segja mér frá þessu sjálfur. En þarna gerði ég það sem ég sé eftir núna; ég bað hann náða. Ég spurði hvort ég mætti segja upp sjálfur? – Nei. Ég spurði hvort ég gæti ekki gert eitthvað innanhúss, verið ungum leikurum eða leikstjórum innan handar, ég hefði ekki gert neitt ann- að um dagana en leika og leikstýra? Nei. Þá spurði ég aftur hvort ég mætti ekki segja upp sjálfur svo ég yrði ekki fyrir þeirri auðmýkingu að vera rekinn? Nei. Þá skildi ég að hann vildi sýna sitt vald. Það, að sýna vald sitt á þennan hátt, fannst mér og finnst enn held- ur aumt. Svo kom Agnes og hún var rekin líka og margir fleiri fengu uppsögn. Afleiðingarnar af þessu voru þær að það var drepin gleði heils hóps sem var í þeirri góðu trú að hann væri að þjóna vel Þjóðleikhúsinu. Þetta fólk hafði flest eytt bestu árum ævi sinn- ar í og við þessa stofnun og hún búin að sjúga úr því margt það góða sem það átti og svo var því kastað eins og ónýtum úrgangi út á götu, þótt það ætti enn mikið að gefa. Ýmsir úr þessum hópi hafa varla litið glað- an dag eftir þetta hvað leikhús varð- ar. Ég veit ekki hvort ég þarf nokkuð að fyrirgefa Stefáni þetta. Ég er ekki viss um, hvað sem hann sjálfur heldur, að árangurinn af þessum uppsögnum hafi verið leikhúsinu til neinna sérstakra heilla. Ég held að miklu eðlilegra hefði verið að leyfa þessu fólki að enda sinn feril á lengri tíma og á fallegri hátt. Stefáni virðist hafa legið mikið á að setja mark sitt á Þjóðleikhúsið. Hann hefði að mínu mati heldur átt að gera það bara í gegnum leik- hússtarfið. Endurfundir á flugvelli Upp úr þessu veiktist ég. Ég varð fyrir hjartastoppi og fékk krabba- mein í hálsinn. Og ég féll í algjört þunglyndi. En aldrei hvarflaði að mér að leita í vínið á þessu erf- iðleikaskeiði. Mitt í öllu þessu hitti ég Ernu, fyrstu konu mína, aftur. Við hitt- umst á Heathrow-flugvelli í Lond- on. Ég var veikur, var að jafna mig eftir geislameðferð og hún var orðin ekkja fyrir fáum árum. Við Erna höfðum þá ekki sést í 37 ár. Þegar ég sá hana þarna á flug- vellinum var eins og ótal ljósbrot í margbrotnu gleri röðuðust saman svo úr varð heil mynd. Mín tilvera varð allt í einu hrein og tær. Við höfðum átt djúpstæða vináttu og hún var enn fyrir hendi. Það varð ekki aftur snúið. Við ræddum sam- an og ég komst að því að hún hafði átt mjög gott líf og það gladdi mig. Eftir skilnað okkar fór hún að vinna hjá Flugleiðum í New York. Hún fór í ferðalag til Mexíkó og kynntist þar manni sem hún giftist og eign- aðist með fjögur börn sem eiga nú samanlagt níu börn. Þau öll eru hennar mexíkanski veruleiki. Hjónabandi mínu og Agnesar lauk. Nú búum við Erna saman en líf okk- ar er að vissu leyti í tveimur heim- um – það gera þessi tvö fjarlægu lönd. Hún fór að eiga sér líf hér á ný, sem henni þykir skemmtilegt, og ég blandaðist svo að vissu marki inn í líf hennar í Mexíkó, meira þó sem áhorfandi. Í svona sérstökum aðstæðum er áríðandi að skilja að líf okkar er flókið. Við virðum bæði það sem var, tökum tillit til fortíð- arinnar – og deilum okkar tilveru.“ »Ég fór vestur með Binna í blómunum og reyndar var ég blindfullur alla leiðina. Það er nú ekki eftir bókinni – maður er þá ekki maður sjálfur. Synirnir Synir Benedikts og Völu Kristjánsson, f.v. Árni og Einar Örn. gudrung@mbl.is Leikstjórinn Benedikt Árnason fór ungur að leikstýra stórum leikritum og söngleikjum                  !"  #$%&#%'  !'  '()  $( * +, - .  (       /0,  "       0* "       ! "  # $  %  & '    # ( 1 0,       * ) * +    ,  !- ,.    "  # $ / 2*  !% &  )$ 0- $        1$ '    2 2  (33.4 45  2   ! 6$ 7   ( $.     $ "   $               Toyota Rav árg. 2000 Svartur, ekinn aðeins 38 þús. km. Einn eigandi. Ekkert áhvílandi. Verð staðgreitt 990.000.- Engin skipti. Upplýsingar gefur Karlotta í síma 861 8777.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.