Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 41 Skipalón Sóleyjarrimi Glæsilegar fullbúnar íbúðir Hafnarfjörður, Hvaleyrarholt Skipalón 16-26, 2ja til 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Skipalón 25-27, 3ja, 4ra og 5 herbergja í almennri sölu. Reykjavík, Grafarvogur Sóleyjarrimi 19-21, 3ja og 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Sóleyjarrimi 23, 4ra herbergja íbúðir í almennri sölu. www.motas.is Sími 533 4040 | www.kjoreign.isSími 565 5522 | www.fasteignastofan.is Allar nánari upplýsingar um eignirnar á www.motas.is > Traustur byggingaraðili > Yfir 20 ára reynsla > Gerðu samanburð ÍS L E N S K A S IA .I S M O T 39 32 5 09 /0 7 Mótás, Stangarhyl 5, sími 567 0765 Neðstaleiti 3 Falleg 5 herb. íbúð á tveimur hæðum Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg 168 fm 5 herb. íbúð á tveimur hæðum (1. hæð og kj.) ásamt sér stæði í lokaðri bílageymslu miðsvæðis í Reykjavík. Íbúðin skiptist m.a. í forstofu/hol, rúmgott eldhús með nýlegi innréttingu og vönduðum tækjum, bjarta stofu, sjónvarpshol, 4 herbergi auk herbergis í kjallara og flísalagt baðherbergi. Tvennar svalir, út af stofu og sjónvarpsholi. Sér geymsla í kjallara. Stutt í alla þjónustu. Verð 43,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Íbúð merkt 0101. Verið velkomin. Sörlaskjól 94 Glæsileg neðri sérhæð með útsýni til sjávar Opið hús í dag frá kl. 15-16 Glæsileg 109 fm neðri sérhæð í góðu steinsteyptu þríbýlishúsi ásamt 25 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í vesturbæ Reykjavíkur. Hæðin er mikið endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt m.a. gólfefni, innréttin- gar og innihurðir og skiptist m.a. í tvær rúmgóðar stofur, tvö herbergi og vandað eldhús. Svalir til suðvesturs. Fallegt útsýni til sjávar. Laus til afh. við kaupsamning. Verð 49,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-16. Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Traust þjónusta í 30 ár OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUN EIGNUM Vorum að fá í einkasölu 140 fm neðri sérhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Tvö stór herb. og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Samkvæmt skrá FMR er 30 fm bílskúr á lóðinni en hann er óbyggður. Eign sem hefur fengið gott viðhald. Verð 37,5 millj. Margrét og Einar sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14 - 15 GLÓSALIR 7 ÍBÚÐ 0801 Sýnum í dag glæsilega 122 fm 4ra herbergja íbúð á 8.hæð (efstu) ásamt stæði í bílageymslu á frábærum stað í Salahverfinu. Eldhús með fallegri viðarinnréttingu. Þvottahús innan íbúðar. Stórar stofur með útg. út á suður svalir með frábæru útsýni til suðurs, austurs og vesturs. Nánari upplýsingar á GIMLI. Verð 33,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. l4-15. LAUGARTEIGUR 3 NEÐRI SÉRHÆÐEINU gildir hvort fólk er trúar-lega sinnað eða ekki, nýja þýðingin á Biblíunni er menningarviðburður. Að henni stendur Biblíufélagið og útgefandi, JPV, sem er þekktur fyrir vönduð vinnubrögð og fag- mennsku í öllu því sem lýtur að útgáfu bóka. Öllu betra getur það varla orðið. Þó er bæði eðlilegt og skiljanlegt að menn séu ekki allir á eitt sáttir með ýmsar lausir og leiðir sem farnar hafa verið í nýju þýð- ingunni. Það er ein- ungis til vitnis um að mönnum er ekki sama um þetta rit, hvorki sem trúar- né menningarrit, og sýnir líka að ritið er ekki einhlítur og dauður bók- stafur klappaður í stein, heldur lif- andi orð í bókstaflegri merkingu. Illa lesnir bókstafstrúarmenn Nýverið heyrði ég viðtal við líb- anska konu á ágætri franskri út- varpsstöð, Radio France Int- ernationale (FM 89,0), þar sem hún var að rekja það hvernig borg- arastríðið í Líbanon hefur lagt það merka land, þar sem áður ríkti slík auðsæld að það var kallað Sviss Mið- Austurlanda, gersamlega í rúst. Þar rakti hún skilmerkilega hvernig póli- tísk og trúarleg átök hafa tvinnast saman með skelfilegum afleiðingum. Aðspurð hvort þetta væri ekki trúarbrögðunum að kenna svaraði hún því til að það væri alls ekki svo. Vandinn væri bókstafstrúarmenn, kristnir og íslamskir, sem beittu trúarritunum fyrir sig. Eða réttara sagt, ákveðinni túlkun á þeim, rang- túlkunum, því svo undarlega sem það hljómaði væru bókstafs- trúarmenn beggja fylkinga einatt ótrúlega illa að sér í þeim ritum sem þeir væru að hampa. Þeir tíndu út þá þætti sem hentuðu þeim í þágu pólitísks mál- staðar eða til að kúga aðra, en litu framhjá mikilvægari þáttum eins og þeim að bæði Biblían og Kóraninn boða manngæsku og umburðarlyndi. 2007-módelið af Biblíunni Í ljósi þessara orða líbönsku konunnar er það mikið fagnaðarefni að fá ís- lenska árgerð 2007 af Biblíunni á prent. Það getur orðið til þess að fjölmargir sem hingað til hafa forð- ast það að opna það rit geri það nú, ýmsir aðrir öðlist nýjan skilning og umræða um þetta grundvallarrit vestrænnar menningar verði frjórri en hún hefur verið lengi. Allar þjóðir gefa Biblíuna út í nýj- um og endurskoðuðum þýðingum með reglulegu millibili, það er sjálf- sagður hluti af lifandi trúar- og menningarsögu þeirra. Fáir hafa þó mér vitanlega gengið lengra í þessu efni en sú rammkaþólska þjóð, Frakkar. Fyrir nokkrum árum fékk þarlent forlag nokkra rithöfunda til að þýða hver sinn hluta Biblíunnar, hver með sínu nefi, með stórmerkum og frjósömum en eflaust umdeil- anlegum árangri. Gæti ekki orðið áhugavert að fá Rithöfundasambandið til samstarfs við næstu útgáfu, jafnvel fyrr en síð- ar? Innan vébanda þess er margur glöggskyggn snilldarpenninn sem gæti opnað okkur nýjar enn fleiri leiðir að þeirri miklu og djúpu visku sem í þessari fornu bók er fólgin. Nýjar leiðir að djúpri visku Friðrik Rafnsson skrifar um biblíuþýðingar » Allar kristnar þjóðirgefa Biblíuna reglu- lega út í nýjum og end- urskoðuðum þýðingum, það er hluti af lifandi trúar- og menning- arsögu þeirra. Friðrik Rafnsson Höfundur er bókmenntafræðingur og þýðandi. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.