Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 44

Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 44
44 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 www.heimili.is Opið hús Þorláksgeisla 3 íbúð 0305 Grafarholti kl. 16.00 til 17.00 í dag. Nýleg og góð 4ra herbergja 127 fm endaíbúð á 3ju hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Í íbúð- inni eru þrjú rúmgóð svefn- herbergi öll með skápum og parketi á gólfi. Björt stofa með parketi á gólfi og er gengið út á flísalagðar suðvestur svalir. Eldhús með parketi á gólfi, eikar innréttingu og borðkrók. Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa, upphengdu salerni og innréttingu. Þvottahús er innan íbúðar með flísalögðu gólfi og skolvask í borði. Geymsla er innan íbúðar með parketi á gólfi. Í sameign á jarðhæð er sérgeymsla og sérmerkt stæði í bílageymslu. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Daniel G. Björnsson Sölufulltrúi Lögg. leigumiðlari Sími: 530-6500 Gsm: 897-2593 daniel@heimili.is Sölumaður Heimilis fasteignasölu tekur á móti gestum á milli kl. 16.00 og 17.00 í dag. Halldór Jensson viðskiptastj. halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Laxalind 7 - 201 Kópavogur Glæsilegt 220 fm parhús með innbyggðum bílskúr á besta stað í Lindarhverfinu. Húsið er á tveimur hæðum og er allt hið vandaðasta. Innréttingar og skápar úr hlyn. Náttúrusteinn og parket á gólfum. Húsið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, eldhús, búr og bílskúr. Á neðri hæð er hjónaherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, 2 rúmgóð barna- herbergi þvottahús og geymsla. Fallegur garður er við húsið, hiti í bílaplani og stór sólpallur. Frábært útsýni. Stutt í skóla, leikskóla svo og alla almenna þjónustu. Verð 73,9 millj. www.domus.is Sölusýning í dag milli kl. 17 og 18l i í illi l. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomin í einkasölu sérlega falleg, björt og rúmgóð 121,3 fm jarðhæð (endi) í góðu nýlegu 6 íbúða húsi. Sérinngangur, 3 rúmgóð svefnher- bergi, stofa, eldhús, ofl. Allt sér. Verönd í svefnherbergi. V. 32,8 millj. LAUGALIND – KÓP. SÉRHÆÐ Á JAFNRÉTTISRÁÐSTEFNU Keilis hinn 24. október sl. kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, fé- lagsmálaráðherra, að ný finnsk rannsókn sýndi að þau fyr- irtæki sem hafa kon- ur í stjórnendateym- um sínum skiluðu að meðaltali meiri hagn- aði en þau fyrirtæki sem eru rekin af körl- um. Jóhanna vísaði jafnframt í banda- ríska rannsókn frá Catalyst sem leiðir það sama í ljós. Þar sem konur stjórna er afkoma fyr- irtækja betri og arðsemi eigin fjár meiri. Á Íslandi er hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja um 8% og fer lækkandi. Einungis 3% stjórn- arformanna 100 stærstu fyr- irtækja landsins eru konur. Félagsmálaráðherrann benti einnig á aðra staðreynd á fyrr- nefndu þingi. Nýjar tölur Hagstof- unnar sýna að á meðan nálægt 75% stúlkna útskrifast úr fram- haldsskólum landsins við 20 ára aldur, ná einungis tæplega 50% drengja því markmiði skólakerf- isins. Hér er eitthvað mikið að. Yfir 95% leikskóla- kennara hérlendis eru konur. Um 80% kenn- ara við grunnskóla landsins eru konur. Margir ungir drengir búa hjá mæðrum sín- um án daglegrar um- gengni við feður sína eða aðra karlmenn. Konur sjá því um uppeldi, mótun og menntun sona okkar bæði á heimili og í skólunum. Hvar eiga drengir að fá eðlilegar fyrirmyndir í sínu upp- eldi og sinni kynjamótun. Árangur þeirra í skólakerfinu er hörmuleg- ur og spyrja má hvort hér séu tengsl á milli. Í skýrslu viðskiptaráðherra um aukinn hlut kvenna í stjórnun fyr- irtækja segir: „Helstu rökin fyrir því að fjölga eigi konum í stjórn fyrirtækja eru þau að ávinningur sé að fjölbreyti- leika, ákvarðanir stjórna taki meira mið af markaðinum og það að virkja konur í yfirstjórnir fyr- irtækja hagnýti hæfni og þekk- ingu sem fyrirtæki myndu ellegar fara á mis við ...bent hefur verið á að fjölgun kvenna í lykil- og valda- stöðum auki líkur á að viðskipta- lífið byggist á gildum og við- horfum beggja kynja og sé því líklegra til að njóta krafta og hæfni starfskrafta af báðum kynj- um.“ Gilda ekki hér sömu rökin í leik- og grunnskólum hvað karla varð- ar. Skiptir fjölbreytni þar ekki líka máli? Þjóna kvenlægir skólar okkar markmiðum sem samfélag frekar en karllægur viðskipta- heimur? Er ekki kominn tími til að stokka upp þetta kynskipta samfélag þar sem karlar hugsa um peninga og konur um börn? Flest virðist benda til þess að slíkt muni skila okkur auknum árangri á báðum sviðum. Peningana eða börnin? Runólfur Ágústsson skrifar um kynskiptingu í samfélaginu »Er ekki kominn tímitil að stokka upp þetta kynskipta sam- félag þar sem karlar hugsa um peninga og konur börn? Runólfur Ágústsson Höfundur er framkvæmdastjóri Keil- is, miðstöðvar vísinda, fræða og at- vinnulífs. Í 24 stundum hinn 24. október sl. hefur klippari blaðsins eftir Össuri Skarphéð- inssyni iðnaðarráð- herra, sem var nýlega á ferð í Indónesíu, að hann hafi í heimsókn sinni boðað „íslensk ál- ver á indónesísku eyj- unum, knúin jarðhita og drifin áfram af ís- lenskri þekkingu og kapítali“ og bætt svo við: „Það verður þá minni þörf fyrir þau heima“. Hér skal eng- inn dómur lagður á sannleiksgildi þess- arar frásagnar klipp- ara. Í Indónesíu bjuggu árið 2005 220 milljónir manna. Af þeim var þá 101,2 milljónir án raf- magns til almennra nota, þar á meðal heimilisnota, sam- kvæmt yfirliti Alþjóðaorku- málastofnunarinnar í París, IEA, eða 46% landsmanna. Þetta er svo- lítið framandi venjulegum Íslend- ingi, sem er vanur ótakmörkuðu að- gengi að rafmagni til almennra þarfa og notar meira rafmagn í því skyni en flestir jarðarbúar. Í Indónesíu komu 97% allrar orkunotkunar úr eldsneyti úr jörðu árið 2000, samkvæmt sömu heimild. Í henni er gert ráð fyrir að hlutur eldsneytis hafi minnkað í 94% 2030, jafnframt því að orkunotkun í heild hafi á sama tíma vaxið um 182%. Elds- neytisnotkunin hefur þá vaxið um 173% og með því losun gróð- urhúsalofttegunda að sama skapi. Ískyggileg þróun í fjölmennu ríki frá sjónarmiði loftslags- breytinga. Þegar horft er til þess í senn að nær helmingur íbúa Indóne- síu er án rafmagns til almennra þarfa og til hættunnar af gróður- húsaáhrifunum, þá væri það í meira lagi hæpin ráðstöfun að nýta jarð- gufu í slíku landi til að framleiða rafmagn til álvinnslu. Nær væri að nýta hana til að draga úr hlut eldsneytisins í framtíðinni. Álvinnslan væri betur komin á Íslandi! Landi þar sem allir íbúarnir hafa yfirfljót- anlega raforku til almennra þarfa og meginhluti endurnýjanlegra orku- linda landsins er vannýttur! Álver í Indónesíu með raforku úr jarðhita? Jakob Björnsson skrifar um orkunotkun í Indónesíu Jakob Björnsson »…þá væriþað í meira lagi hæpin ráð- stöfun að nýta jarðgufu í slíku landi til að fram- leiða rafmagn til álvinnslu. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.