Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Þ egar kristni var lögtek- in á Íslandi árið 999 eða 1000 var opinbert tungumál kirkjunnar hér latína, enda yf- irmaður hennar þá páfinn í Róm. Og þannig var um hnútana búið allt fram á 16. öld, eða þar til ev- angelísk-lútersk trú náði yfirhönd- inni. Þá fyrst eignuðust lands- menn Heilaga ritningu á móðurmáli sínu, nánar tiltekið árið 1584, þegar Guðbrandsbiblía kom út. Síðan tóku aðrar við, eftir því sem tilfinning fyrir máli og stíl breyttist eða annað kallaði á: Þor- láksbiblía 1644, Steinsbiblía 1734 (ekki 1728 eins og segir á titilsíðu, það var upphafsár prentunar- innar), Vajsenhússbiblía 1747, Hendersonsbiblía 1813, Viðeyj- arbiblía 1841, Reykjavíkurbiblía 1859, Lundúnabiblía 1866, Alda- mótabiblían eða Biblía 20. aldar 1912/1914 og Biblían 1981. Og fyr- ir nokkrum dögum var svo form- legur útgáfudagur þeirrar nýj- ustu, hinnar svokölluðu Biblíu 21. aldar, sem unnið hafði þá verið að í 19 ár, eða frá 1988. Hún verður sú útgáfa Guðs orðs, sem við og næsta kynslóð og e.t.v. fleiri mun- um leita til á mestu stundum lífs- ins, í gleði og sorg. Aðdragandi hennar er sá, að ekki löngu eftir útgáfuna 1981 var farið að ræða um nýja þýðingu Gamla testamentisins og apókrýfu bókanna með útgáfu allrar Bibl- íunnar í huga. Var í kjölfarið gerð- ur samstarfssamningur milli Hins íslenska biblíufélags og Guð- fræðistofnunar Háskóla Íslands um málið og dr. Sigurður Örn Steingrímsson ráðinn aðalþýðandi en leita mátti til annarra eftir þörf- um. Urðu þeir síðan Jón Gunn- arsson lektor, séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, Þórir Kr. Þórð- arson prófessor og Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. Einnig var skipuð nefnd er fara skyldi yfir texta þýðendanna og bera loka- ábyrgð á honum gagnvart Biblíu- félaginu. Upphaflega var hún þannig skipuð að Þórir Kr. Þórð- arson var formaður en aðrir nefndarmenn séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, séra Gunnar Kristjánsson, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og loks Guðrún Kvaran sem fulltrúi Íslenskrar málnefndar. Séra Sigurður Páls- son, þáverandi framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, var ritari. Er Þór- ir Kr. Þórðarson veiktist og dró sig í hlé frá þýðingunni var Guðrún Kvaran valin formaður og Sig- urður Pálsson tilnefndur í nefnd- ina. Var nefndinni einnig falið að yfirfara apókrýfu bækurnar sem Árni Bergur hafði þýtt að nýju og gefnar voru út 1994. Eru þær með í hinni nýju biblíuútgáfu, en svo hefur ekki verið síðan 1859. Endurskoðun á Nýja testa- mentinu hófst árið 2002 og var er- indisbréf þeirrar nefndar und- irritað í október það ár. Þýðandi var Jón Sveinbjörnsson prófessor emeritus. Í þýðingarnefnd völdust Árni Bergur Sigurbjörnsson, Guð- rún Kvaran og þýðandinn. Árið 2003 kom Einar Sigurbjörnsson prófessor í nefndina 2003, í veik- indum Árna Bergs. Í hlut Jóns kom að þýða bréfin og Opinber- unarbókina, en guðspjöllin og Postulasöguna, sem þýdd höfðu verið fyrir útgáfuna 1981, átti að endurskoða og samræma nýrri þýðingu bréfa og Opinber- unarbókar. Þýtt var eftir frummálunum en við yfirferð studdust þýðing- arnefndirnar við eldri útgáfur ís- lenskar, sem og nýjar þýðingar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og svo þýskar Biblíur, breskar og bandarískar. Nefndunum var gert að hafa að leiðarljósi trúmennsku við frumtextann og stíl hans, en jafnframt vandað og aðgengilegt nútímamál. Þá var ákveðið að nota að jafnaði tvítölumyndina við/ okkur í sögutextum, beinni frá- sögn, lagatextum og prósa, en fleirtölumyndina vér/oss í litúrg- ískum textum, sálmum, bænum og ljóðum. Hvað Nýja testamentið áhrærir er textinn almennt í tví- tölu nema ræður Jesú, orð engla og bænir og í bréfunum eru lof- söngvar í fleirtölu. Í fyrsta sinn er reynt að koma þarna á málfari beggja kynja. Oft- ast var t.d. fornafninu „þeir“ í Gamla testamentinu breytt í hvor- ugkyn, ef fullljóst var að um bland- aðan hóp var að ræða, annars ekki. Svipað var upp á teningnum með Nýja testamentið, þar má nú víða lesa „systkin“ þar sem áður hefur staðið „bræður“. Sameiginlegur texti þýðenda og nefnda var gefinn út jafnóðum í ferlinu svo að al- menningur og fræðimenn gætu tjáð sig og gert breytingartillögur áður en gengið væri frá honum til útgáfu. Þetta er 11. biblíuútgáfa okkar og þar af 6. nýþýðingin, 1872 blað- síður, texti prentaður í svörtu og rauðu, auk þess sem í henni er að finna litprentuð kort, orðaskýr- ingar, tímatal, lista yfir mikilvæga ritningarstaði og fleira. Útgefandi er JPV útgáfa og sér hún einnig um dreifingu. Bókina er hægt að fá í tveimur stærðum og fimm mis- munandi útfærslum til að byrja með. Það er við hæfi að biskup Ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, eigi lokaorðið að þessu sinni, en í ávarpi að sýningu og málþingi í Þjóðarbókhlöðunni á sjálfan hátíð- isdaginn, sagði hann m.a.: Útkoma hinnar nýju Biblíuþýð- ingar markar mikilvæg tímamót. Ekki aðeins fyrir kristni landsins og kirkju heldur þjóðina alla. Hún er líka herhvöt til okkar allra að sækja fram fyrir hönd íslenskrar tungu. Landið, tungan, sagan og trúin eru hornsteinar okkar þjóð- menningar og sjálfsmyndar. Þess vegna skulum við biðja með Hall- grími: „Gefðu, að móður málið mitt, minn Jesús, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda.“ Til hamingju, gott fólk! Biblía 21. aldar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er alltaf mikill viðburður þegar ný biblíuþýðing sér dagsins ljós, eins og gerðist 19. október síð- astliðinn. Sig- urður Ægisson fjallar af því tilefni um hið glæsilega verk, Biblíu 21. aldar. MINNINGAR ✝ Margrét Sig-þórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 14. september 1930. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigþór Guðjónsson bifvélavirki og verk- stjóri í Reykjavík, f. á Eyrarbakka 1900, d. 1976 og Bjarn- fríður Guðjóns- dóttir, f. í Arn- arstaðakoti í Flóa 1908, d. 1997 Systkini Margrétar eru Rannveig Unnur, f. 1926 og Karl, f. 1932, d. 1981. Margrét giftist hinn 14. júní 1958 Magnúsi Eyjólfssyni pípu- lagningameistara, f. 28. ágúst 1925, d. 4. október 1999. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmundsson verkstjóri í Reykjavík, f. í Móakoti í Ölfusi 1894, d. 1988 og Sigríður Magn- úsdóttir, f. á Hrauni í Ölfusi 1896, d. 1977. Börn Mar- grétar og Magnúsar eru Eyrún kennari, f. 1956, gift Gunnari Þór Finnbjörnssyni viðskiptafræðingi og eiga þau fjóra syni. Sigþór pípulagn- ingameistari, f. 1964, kvæntur Hrund Magn- úsdóttur lyfjatækni og eiga þau þrjá syni. Margrét Sig- þórsdóttir var landfræðingur og kennari. Hún starfaði sem kennari og farastjóri. Margrét og Magnús bjuggu öll árin sín saman í Víði- hvammi 8 í Kópavogi. Útför Margrétar fór fram frá Fossvogskapellu 18. október, í kyrrþey að ósk hennar. ...Stíga á skíðin, stefna á brattann, stigs að leita, hressir þig. Fagurt er á fjöllum, þau blika, þau kvika, frjálsar leiðir fannabreiða fjalla seiðir mig. (Carmina M.A. stúdenta ’52) Maggí, eins og hún var alltaf kölluð, var í þessum fjölmenna og fríska hópi stúdenta frá Menntaskólanum á Ak- ureyri sem útskrifaðist vorið 1952. Þeir komu víða að. Maggí var Reykja- víkurmær og bar hún með sér höfuð- borgarblæ. Henni varð strax vel til vina enda félagslynd og virkur þátttak- andi í félagslífinu. Hún lifði og hrærð- ist í hópi bekkjarsystranna í heimavist- inni, skólabræðurnir urðu að láta sér lynda að stúlkan var heitbundin. Maggí var afbragðs skíðakona og hafði iðkað íþróttina töluvert. Þegar kærast- inn úr Reykjavík kom í heimsókn stigu þau á skíðin á hlaðinu við heimavistina og brunuðu út í buskann með meiri glæsileik en áður hafði sést. Eftir að hópurinn tvístraðist og lagði af stað út í lífið að loknu stúd- entsprófi átti Maggí oft frumkvæði að því að sameina hóp bekkjarsystranna á ný með rausnarlegum boðum í for- eldrahúsum og síðar á fallegu heimili þeirra Magnúsar við Víðihvammi í Kópavogi. Ferill Maggíar var fjölþættur. Hún fór til náms í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi, sérhæfði sig frekar og lauk einnig handavinnukennaraprófi. Hún var mikil áhugakona um hand- mennt og kenndi við skóla í Hafnar- firði og Kópavogi. Allmörgum árum síðar innritaðist hún í Háskóla Ís- lands og lauk B.Sc.-prófi í landafræði og jarðfræði. Hún naut þess að kynn- ast landinu og miðla af þekkingu sinni um náttúru Íslands og fuglalíf. Hún fór víða um fjöll og jökla í leiðangra með eiginmanni sínum. Maggí átti einnig farsælan feril sem leiðsögu- maður og dvaldist hún mörg sumur í Búlgaríu þar sem hún tók á móti ís- lenskum ferðamannahópum og ann- aðist leiðsögn þeirra. Fyrir nokkrum árum lögðum við Maggí í Tyrklandsferð. Ég hafði lengi haft hug á að heimsækja landið og leitaði eftir upplýsingum hjá Maggí sem ákvað samstundis að slást í för- ina. Eftir nokkra yfirlegu og heim- sóknir á Netið vorum við ferðbúnar. Framundan voru dýrðlegir dagar. Maggí var í hlutverki leiðsögumanns- ins þar sem hún leiddi mig um sögu- staði og fornar glæsibyggingar Istan- bul sem hún þekkti vel. Við héldum að því búnu austur á bóginn til Anatoliu til að skoða stórbrotið landslag og ein- stakan menningarheim Cappadocia- héraðsins og enduðum á sólarströnd. Stórkostleg upplifun og vináttubönd- in voru treyst enn frekar. Í lok september sl. sátum við Maggí í setustofu Landspítala og rifj- uðum upp gamla daga, menntaskóla- árin þar á meðal, sem voru henni hug- leikin og dýrmæt. Ljóst var að sjúkdómurinn hafði ágerst. Hún bar sig ótrúlega vel. Hún var bjartsýn og æðrulaus svo aðdáunarvert var. Hún sótti óhrædd á brattann, sem reyndist ókleifur í þetta sinn. Ég votta syni Maggíar, tengdadótt- ur, sonum þeirra og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Hrefna Hannesdóttir. Margrét Sigþórsdóttir ✝ Systir MaríaBenedikta af Jesú Hostíu (skírn- arnafn Anna Olga Baranska) fæddist í borginni Lvov í Pól- landi 10. júní 1924. Hún lést 14. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Bar- anska og Franciszek Baranski skrif- stofustjóri. Tvíbura- systir hennar, Stan- isvava Baranska, er Karmelnunna í Póllandi. Eftir nám í menntaskóla gekk systir Benedikta í Karmelklaustur í Kraká í Póllandi 2. nóvember 1946. Vann klausturheit 4. maí 1948. Kom til Ís- lands 19. mars 1984 með tólf pólskum Karmelnunnum frá Elblag til dvalar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Systir Benedikta átti þar heima til æviloka. Systur Maríu Benediktu var sungin sálumessa í kapellu Karmelklaust- ursins í Hafnarfirði 19. október. Þegar vind lægði og rigningu slot- aði sendi sólin skyndilega undir regn- boga geisla sína á gröf í fögrum garði Karmelklaustursins í Hafnarfirði. Það var eins og Guð væri á táknræn- an hátt að breiða út arma sína og bjóða göfuga sál velkomna. Til grafar var þá borin systir María Benedikta, 83 ára gömul Karmelnunna, sem um sextíu ára skeið hafði fylgt þeirri köll- un sinni að gerast nunna og þannig þjóna kærleikanum með bænalífi í kyrrð klausturlífsins. Systir Benedikta kom til Íslands 19. mars 1984 ásamt tólf öðrum Kar- melnunnum frá Póllandi og var elst þeirra. Þá hafði klaustrið í Hafnar- firði staðið autt og yfirgefið tæpt ár eftir að hollensku nunnurnar, sem komu þangað 1946, höfðu flutt af landi brott sökum aldurs. Orð þeirra: „Hjörtu okkar verða alltaf á Íslandi“ munu seint gleymast, enda höfðum við bundist þeim sterkum vináttu- böndum langan tíma. Hlédrægni, hógværð og látleysi ein- kenndi ætíð systur Benediktu. Hjá henni eins og öðrum Karmelnunnum var klausturlífið „lífsfylling, leið þeirra til að njóta hamingjunnar í kærleika með Guði og miðla henni til annarra“ eins og ein nunna komst að orði. Mörgum hafa nunnurnar í klaustr- inu komið til hjálpar með fyrirbænum sínum og alltaf verið reiðubúnar að veita fólki styrk, huggun og hvatn- ingu. Systir Benedikta var einbeitt í sinni einlægu trú og nutu nýliðar í klaustrinu og áður í Póllandi fræðslu hennar og andlegrar leiðsagnar. Geislandi gleði, kærleiksríkt hug- arfar og æðruleysi einkennir allt við- mót Karmelnunnanna. Það er andleg auðlegð að kynnast þeim. Vinátta þeirra er hrein og tær. Kyrrðarstundir í kapellu klaust- ursins eru sannkölluð sálarbót eins og fram kemur í eftirfarandi ljóðlínum: Söngur er fluttur þar fagur um fögnuðinn Guði hjá. Í bæninni blessast hver dagur við birtuna himninum frá. Björt minningin um systur Bene- diktu, sem fórnaði veraldargæðum til að þjóna því háleitasta í lífinu, trúnni á Guð og gildi kærleikans, mun lifa í þakklátum huga. Megi fögur sál hvíla í friði. Árni Gunnlaugsson, Árni Stefán Árnason. Systir María Benedikta Elsku afi. Nú hefur þú yfirgef- ið þessa veröld og ég vil þakka þér fyrir samverustundirnar sem við áttum. Ég á eftir að sakna þín mikið og þegar ég hugsa til þín er eins og að hugsa til fallegs blóms Sveinbjörn Eiríksson ✝ Sveinbjörn Ei-ríksson fæddist í Sandgerði 25. ágúst 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hvalsneskirkju 20. október. sem fyllir stóran garð af fegurð. Og ef ég hugsa til þess hvað ég er heppin að hafa fengið þig sem afa en ekki einhvern afa, þú sem hjálpaðir okkur að láta drauma okkar rætast og ævin- týri verða að raunveru- leika. Ég man svo vel eftir fyrstu fótboltaæf- inguna, þú komst að ná í mig og sagðir við mig þegar við gengum heim að ef ég vildi muna eftir lífinu skemmtilega þegar ég færi til guðs þá yrði ég að láta hug- ann flakka og líta lengra en augað sér og ég spurði þig hvernig það væri hægt og sagðir mér að fylgja því sem hjartað segði mér. Ég man líka eftir því hversu gaman það var alltaf hjá mér, þér og Sveindís Gunnur þegar við vorum öll saman, eins og þegar við fórum í Kaskó og keyptum eins marg- ar tyggjótegundir og við gátum og kepptum svo um hver gat borðað flest tyggjó í einu. Ég veit ekki um neina manneskju sem hefur getað reiðst við þig því þú ert yndislegasti maður sem ég hef þekkt, ég vona að þú hafir það gott núna og vil þakka guði fyrir að hafa leyft mér að kynnast þér og um- gangast þig. En lífið heldur áfram, fólk breytist og hlutirnir fara á mis en alltaf verður þú fallega blómið í garð- inum mínum. Guð blessi þig, geymi þig og leyfi þér að hvíla í friði. Þín Snædís Bára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.