Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 53

Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 53 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ MARTHA JÓHANNESDÓTTIR, Suðurgötu 12, Keflavík, lést á heimili sínu, miðvikudaginn 10. október. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur. Lífið er yndisleg upplifun og krafta- verk í allri sinni dýrð ásamt tilheyrandi gleði og sorgum, einkum með trygga góðvini slíka sem Pétur Kristjánsson. Það er því breytt mynd og öllu fátæklegri sem blasir við okkur að honum látnum. Þegar litið er til baka og samverustundirnar rifjað- ar upp sjáum við hvað gott var að eiga Pétur að vini og hve ríkulegt minningasafnið er, sem eftir stend- ur. Það verður því sárabótin og sjóðurinn sem færist til góða þegar leiðir skilur. Góðvinir hverfa einn af öðrum á önnur mið og hafa vistaskipti lögmáli lífsins sam- kvæmt, vonandi eru allar ár fullar af stórlöxum hinum megin en það kemur í ljós síðar í fyllingu tímans. Kynni okkar og vinátta, sem aldrei bar skugga á, hófst fyrir nær 40 árum við laxveiðar. Pétur var afburða veiðimaður og naut ég þess að vera veiðifélagi hans í ótal ferðum okkar, sem voru oft æv- intýrum líkastar. Ferðirnar með UN-genginu og opnun Miðfjarðar- ár í sumarbyrjun voru Pétri hjart- fólgnastar, myndaðist fastur hópur vina í kringum hann og Árna bróð- ur hans, sem enn heldur til veiða og saknar nú félaganna sárt. Til- hlökkun Péturs þegar veiðiferðirn- ar nálguðust var barnslega einlæg og sönn. Menn þurftu að hittast oftlega og hringja í Böðvar á Barði og ræða í gamni og alvöru um hin annars einföldustu mál. Minnist ég þess jafnvel að skiptingar okkar fé- laganna niður á veiðisvæði hafi leg- ið fyrir hjá honum í byrjun þorra, en þá sást hækkandi sól á himni og því eins gott að hafa góðan vara á. Pétur var jafnan í forsvari fyrir hópnum og lét sig ekki muna um að segja fram sömu ræðuna tvisv- ar, ef svo bar undir á mannamót- um. Íþrótta- og keppnismaður var Pétur af guðs náð og jafnan með miklum árangri. Þess skal minnst sérstaklega að Pétur varð eitt sinn Íslandsmeistari fyrir KR í badmin- ton, svona með annarri hendinni eins og hann orðaði það. Prúð- mennska og hógværð voru honum í blóð borin, enda skipti Pétur nán- ast aldrei skapi að ég varð var við, utan einu sinni, en það hafði með skótau mitt að gera sem honum líkaði ekki alls kostar. Pétur var vinmargur og kunni að rækta vináttuna þannig að deilur og dægurþras voru jafnan víðs fjarri, annað átti einfaldlega betur við. Á erfiðasta degi lífs míns var ég svo lánsamur að hafa Pétur mér við hlið, orðin sem fóru á milli okk- ar voru ekki mörg en umhyggjan og styrkurinn sem hann veitti mér í þeirri raun verður aldrei full- þakkaður. Lionshreyfingin naut starfskrafta hans um áratugi og að sjálfsögðu gerðist ég þar félagi. Einnig í Krummaklúbbnum sem er bridgeklúbbur heldri manna í Reykjavík. Þar minnumst við fé- lagarnir Péturs við grænu borðin að leysa úr vandasömu þriggja granda spili, oft með lítinn heim- anmund. Pétri eru hér þökkuð ótal vel unnin störf í Krummaklúbbn- um, þar var hann í forystusveit og lét hann sér einkar annt um þann góða félagsskap. Við Sigrún sendum fjölskyldu Péturs og ástvinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nú þegar líður að kveðjustund- inni segjum við far þú í friði góði vinur, þökk sé þér fyrir allt og allt. Bjarni I. Árnason. Pétur Þorgríms Kristjánsson ✝ Pétur ÞorgrímsKristjánsson fæddist í Reykjavík 22. september 1934. Hann lést á Te- nerife 8. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 23. október. Öðlingurinn og okkar góði vinur Pét- ur Þ. Kristjánsson er látinn. Við minnumst hans með söknuði. Á yngri árum var Pétur afreksmaður í sundíþróttum og var hann Íslandsmethafi í ýmsum sundgreinum um árabil. Þá var hann veiðimaður af guðs náð og stundaði skotveiði, en þó eink- um stangaveiði allt til æviloka. Á tímabili sameinaði hann áhugamálið vinnu með því að starfa á sumrin sem leiðsögumaður við frægar laxveiði- ár. Reyndist hann einkar vinsæll í því hlutverki. Það sem þó einkenndi Pétur öðru fremur var örlæti, greiðvikni, dugnaður og félagslyndi. Hann kom víða við í félagsstarfi – var til dæmis félagi í Lionsklúbbi Reykja- víkur í áratugi. Þá var hann klókur bridgespilari og sinnti því áhuga- máli meðal annars í „Krumma- klúbbnum“ nánast frá stofnun hans. Það munaði heldur betur um Pétur í þessum félögum. Hann var þar drifkraftur, sem alltaf var reiðubúinn að taka til hendinni og ævinlega fyrstur manna til að taka þátt í hinum ýmsu framkvæmdum klúbbanna. Allt til dánardægurs hélt hann áfram að vera virkur fé- lagi, þrátt fyrir erfitt heilsufar síð- ustu árin vegna hjartasjúkdóms og þverrandi sjónar. Pétur var mikill vinur vina sinna. Því höfum við fengið að kynnast. Kunningsskapur okkar við Pétur og Gunni hefur með árunum þróast í vináttu og höfum við átt saman margar ánægjulegar samveru- stundir. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og var sérstaklega gaman að heimsækja þau á nýtt og glæsilegt heimili þeirra, sem ber smekkvísi þeirra fagurt vitni. Þá minnumst við með ánægju margra ferða innanlands sem utan þar sem gleði og fjör réðu ríkjum. Pétur var hamingjusamur í einkalífi og ekki fór fram hjá nein- um hvern hug hann bar til konu sinnar. Þá var barnalánið mikið og var Pétur afar hreykinn af fjöl- skyldu sinni sem hann studdi á all- an hátt. Að leiðarlokum þökkum við Pétri vináttuna sem aldrei bar skugga á og óskum honum Guðs blessunar. Okkur þykir mjög miður að geta ekki verið viðstödd er Pétur verður kvaddur í dag, þar sem við erum stödd erlendis. Hugur okkar er hjá Gunni, börnum og öðrum skyld- mennum sem við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Valgerður og Hallgrímur. Í dag kveðjum við Pétur Krist- jánsson góðvin minn og fjölskyldu- vin forelda minna í rúma hálfa öld. Það var fyrir rúmum 50 árum að Pétur, faðir minn Einar Sæmunds- son, Jónas Halldórsson og Ari Guðmundsson, allt miklir sund- kappar, stofnuðu saman bridge- klúbb. Þegar spilað var heima hjá foreldrum mínum fylgdist ég gjarnan með og hafði gaman af fjörinu og sögunum, sem ávallt fylgdu þessum félagsskap. Ekki liðu mörg ár, þangað til ég var far- inn að taka í spil með þeim, ef ein- hvern vantaði. Síðan þegar þeir hófu að stunda laxveiði æxlaðist það einnig þannig, að ég fékk að fljóta með í veiðiferðirnar. Ógleym- anlegar eru allar ævintýraferðirn- ar, sem farnar voru í Laxá í Döl- um, þegar ég var á táningsaldrinum. Ég held reyndar, að það sé erfitt að benda á betri uppeldisáhrif en þau að fá að fylgj- ast með þessum köppum, sem nú eru allir látnir. Á þessum árum myndaðist vin- átta okkar Péturs, sem haldist hef- ur órofin æ síðan. Við höfum verið félagar í laxveiði, Lionsklúbbi Reykjavíkur, Krummaklúbbnum og víðar. Alltaf var Pétur hinn góði og trausti félagi, hvar sem hann kom. Hann var mjög glaðlyndur og félagslyndur og skipaðist jafnan í forustusveit í hverjum þeim fé- lagsskap, sem hann tók þátt í. Fólki leið vel í návist hans. Það eru forréttindi að hafa átt slíkan vin. Fyrir um mánuði urðum við Pét- ur samferða heim af Lionsfundi. Ræddum við þá mikið um fyrirhug- aða ferð hans til Spánar og var greinilegt, að hann hlakkaði mjög til fararinnar. En þar urðu ferða- lok önnur en við gerðum þá ráð fyrir. Við Jóna þökkum Pétri fyrir samferðina og sendum Gunni og allri fjölskyldu Péturs innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan vin mun lifa með okkur. Ásbjörn Einarsson. Í dag kveðjum við mætan mann, Pétur Kristjánsson. Upphaf okkar kynna voru þegar hann vann fyrir Austurbæjarbíó og var á leið til Los Angeles að kaupa kvikmyndir til sýningar í Austurbæjarbíói. Síð- an þá hafa kynni okkar aukist og vináttan vaxið. Það er því með trega að ég tek mér penna í hönd til að rita nokkur orð í kveðju- skyni. Það sem einkenndi Pétur í öllum okkar samskiptum var einlægni hans og hvað honum var umhugað um að allt væri eins og það ætti að vera. Oft lagði hann stóran krók á leið sína til að betur mætti fara. Árið 1983 kynnir hann mig síðan fyrir erlendum veiðimönnum sem hann hafði stundað veiðar með, ýmist sem leiðsögumaður eða veiði- félagi. Við það myndaðist nýr kafli í vináttu okkar. Á hverju ári fór ég með honum í eina til tvær veiðiferðir ásamt þessum erlendu veiðimönnum sem urðu nánir vinir okkar. Aðallega var þetta hópur fimm einstaklinga sem komu saman tveir eða þrír í hvert sinn. Á hverjum vetri var það hlutverk Péturs að útvega þeim og okkur veiðileyfi á góðum tíma og í bestu ánum. Pétur hafði slíka framkomu að honum tókst alltaf að fá umbeðin veiðileyfi. Hann var alls staðar velkominn og þegar hann birtist í veiðihúsunum var honum fagnað sem góðum vini. Það var mikið hægt að læra af slík- um manni. Þá var það fyrir tilstuðlan hans að ég fékk að gerast meðlimur í Upp og niður-genginu. Þetta var hópur 10 hressra veiðimanna þar sem veiði og útivera skipti miklu máli en ekki síður gleði og návist félaganna. Auðvitað var það Pétur sem var miðjan í hópnum, hringdi út og suður þegar einhverju þurfti að redda, skipulagði allt og passaði upp á að allir væru samtaka. Nú er skarð fyrir skildi. Það er komið stórt skarð í vinahópinn og reynd- ar er erfitt að hugsa sér að fara í veiðiferð með Upp og niður-geng- inu án hans. Reyndar kvaddi Árni bróðir hans fyrir nokkrum árum en hann var einnig meðlimur í Upp og niður-genginu. Það var einnig mik- ill missir fyrir okkur. Nú eru þeir bræður eflaust saman en þeir voru alla tíð mjög nánir. Pétur var vinmargur, en hann átti einnig góða fjölskyldu. Gunnur eiginkona hans og hann voru afar samheldin og náin. Þau voru nýbú- in að byggja sér fallegt einbýlishús þar sem þau ætluðu að eyða ævi- kvöldinu saman. Synirnir allir hafa erft eiginleika pabba síns, ljúfir og skemmtilegir. Ég og konan mín, Fanney, vottum Gunni og sonunum öllum ásamt fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og vonum að góður guð styrki þau á þessari erf- iðu stundu. Farðu vel góði vinur. Kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar. Eftir lifir minning um góðan dreng. Friðbert Pálsson. Kveðja frá B-hópnum „Strákar, við höldum þorrablót,“ sagði Pétur Kristjánsson fyrir ein- um 13 árum. Strákarnir hans voru um 20 karlar, flestir komnir um eða yfir sextugt, nánar tiltekið B- hópurinn í Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga. Það hafði ekki farið framhjá Pétri að þetta var að verða glaðvær og sam- stilltur hópur en til að skerpa þann góða anda sem þarna ríkti fannst honum tilvalið að strákarnir gerðu sér glaðan dag og að sjálfsögðu voru konurnar ómissandi við það tækifæri. Eitthvað var þó um úr- tölur. Var þorramatur við hæfi hjartasjúklinga? Var unnt að fá hentugt húsnæði? Hvaðan átti mat- urinn að koma? Hver átti að kaupa vínið? En Pétur kunni svar við þessu öllu og reyndar notaði hann hvert tækifæri til að breyta vanda- málum í skemmtileg verkefni. Áður en matar- og drykkjarföng voru keypt notaði Pétur til dæmis til- efnið til að bjóða hjálparsveinum sínum heim til „vinnufundar“. Þar voru kaupin að vísu rædd og dag- skrá undirbúin en aðalatriðið var það að á meðan nutu viðstaddir ótrúlegrar gestrisni þeirra hjóna. Pétur var kannski ekki margmáll en því auðveldara átti hann með að laða að sér fólk og láta verkin tala. Skemmst er frá því að segja að þorrafagnaður B-hópsins hefur verið ómissandi árlegur viðburður sem lengi er hlakkað til. Þegar það barst í tal í hópnum að leikfimi og þá sérstaklega dýnu- æfingar væru ekki mjög spennandi iðja og það vantaði meira fjör fæddist sú hugmynd að fella blak inn í endurhæfingartímana. Eitt var það að sannfæra strákana um að þorrafagnaður væri ómissandi hjartasjúklingum, annað var að sannfæra stúlkurnar sem þjálfuðu okkur um að blak væri bráðnauð- synlegt körlum á sjötugs- og átt- ræðisaldri til að ná fullri heilsu eft- ir hjartaaðgerð. Þetta tókst Pétri eins og svo margt annað sem hann lagði gjörva hönd á. Blak átti svo sannarlega við strákana sem fannst þeir geta stokkið hátt í loft upp þegar beita þurfti „hávörn“ þótt áhorfendur sæju hælana reyndar aldrei lyftast meira en tvo til þrjá sentimetra frá gólfinu. En það var ekki stökkkrafturinn sem skipti máli heldur leikgleðin og spennan. Þetta skildi Pétur. Hann var ómetanlegur félagi og sjálf- sagður leiðtogi okkar allra í B- hópnum. Hans er sárt saknað og við félagar hans sendum Gunni og allri fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur. Elsku besti afi minn, það er ósköp skrýtið að kveðja þig og fá aldrei að sjá þig aftur. Þú sem varst mér svo dýrmætur, ekki bara afi heldur einnig mikill vinur. Mér leið alla tíð svo vel hjá þér, afi minn. Það var 17. ágúst árið 2000 sem ég flutti til þín og ömmu í Melbæ- inn ásamt mömmu og pabba, þá aðeins eins dags gömul. Þar byrj- aði rúmlega sjö ára ferðalag sem ég á svo hlýjar minningar um. Þeg- ar ég sit og skoða myndirnar sem eru til af okkur saman, þá var svo hlýtt á milli okkar. Þú varst gjarn á að segja við mömmu þegar ég var lítil ,,ég skal taka hana“ og síð- an lágum við saman í lazyboy- stólnum og sváfum. Ég var nú ekki gömul þegar þú fórst með mig fyrst í heita pottinn og urðu þær ferðir með tímanum ótrúlega margar þar sem við vorum alltaf fyrst ofan í og síðust upp úr, mikið var gaman hjá okkur. Stundir sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Það sem við gátum dundað okkur saman. Þó svo að sjónin þín hafi ekki verið sem best síðustu árin þá varstu alltaf til í að spila við mig. Kenndir mér að leggja kapal sem ég síðar meir hjálpaði þér að leggja þegar sjónin var að stríða þér. Þær eru ógleymanlegar allar sumarbústaðaferðirnar sem við fórum saman í og þar að auki þeg- ar við fórum saman á draumaeyj- una þín Kanarí sem reyndist síðan vera þín síðasta ferð til þeirrar frá- bæru eyju. Það eru yndislegar minningar sem ég á þegar þú pass- aðir mig eða eins og þú vildir frek- ar orða það að ég væri að passa afa. Við spiluðum klukkutímum saman og síðan komstu mér inn í draumaheiminn með því að strjúka á mér iljarnar þar til augnlokin sigu. Nú ert þú, afi minn, búinn að leggja augun aftur og eftir sit ég með frábærar minningar um ynd- islegan afa. Ég veit að þú munt fylgjast með mér vaxa og dafna. Ég skal passa ömmu fyrir þig, ég veit hvað þú elskaðir hana mikið. Ég mun geyma minningarnar um þig um ókomna tíð. Ég elska þig svo mikið, ég sakna þín. Þín Elísa Gunnur. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kæri vinur, skjótt skipast veður í lofti og minningar komu upp í hugann þegar við fréttum um and- lát þitt. Minningar um skemmti- lega Kanaríferð á liðnum vetri, það mun enginn skilja söguna um pott- lokið en við spjöllum um það þegar við hittumst síðar. Engin orð fá því lýst hversu gott var að koma til þín og Gunnar, það var eins og að koma heim, ávallt hlýlegt og ynd- islegt. Elsku Pétur, takk fyrir allan vin- skapinn og fyrir hvað þú tókst vel á móti Júlíu Rós og litlu prinsess- unni okkar, þeirra missir er mikill. Við hefðum nú viljað fá þig oftar í Skagafjörðinn og eiga saman fleiri góðar stundir. Elsku Gunnur, Pétur, Ragnar, Ólafur, Gunnar, Samúel og fjöl- skyldur, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Rósa og Sigríður Arna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.