Morgunblaðið - 28.10.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.10.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Í vikunni geisuðu miklir skógar-eldar í sunnan-verðu Kaliforníu-ríki, en eldarnir eru nú að minnka. Embættis-menn áætla að eigna-tjónið af völdum eldanna sé um einn milljarður dollara, sem er um 60 milljarðar króna. Um 1.700 hús hafa brunnið í um 20 stórum skógar-eldum. Alla vega hálf milljón manna þurfti að flýja heimili sín vegna eldanna og er það mesti fjölda-flótti í sögu ríkisins. Að-stoð við fólkið var til fyrir-myndar, ólíkt því þegar felli-bylurinn Katrín fór yfir New Orleans. George W. Bush Bandaríkja-forseti lýsti því yfir að stór-felldar ham-farir hefðu orðið á svæðinu. Vegna þess munu alríkis-stofnanir veita yfir-völdum og íbúum svæðisins fjárhags-aðstoð. 8.900 slökkviliðs-menn og 90 flug-vélar tóku þátt í slökkvi-starfinu. Alla vega 12 manns létu lífið í eldunum og um 60 manns slösuðust. Miklir skógar-eldar í Kaliforníu Reuters Bandaríkja-forseti George W. Bush skoðar sig um í rústunum. Þing-kosningar fóru fram í Pól-landi fyrir viku. Pólski stjórnar-flokkurinn Lög og réttur (PiS) tapaði fyrir Borgara-vettvangi (PO). Það er frjáls-lyndur flokkur sem fékk 42% at-kvæðanna. Lög og réttur, íhalds-flokkur tví-buranna Jaroslaws Kaczynskis forsætis-ráðherra og Lech Kaczynskis for-seta, fékk 34% at-kvæðanna. Lög og réttur hafa verið við völd í 2 ár. Þeir bræður hafa lent í deilum við Þjóð-verja í Evrópu-málum. Þeir eru til dæmis á móti sátt-mála ESB um grundvallar-réttindi, sérstaklega um réttindi samkyn-hneigðra. Tusk er hins vegar mikill Evrópu-sinni og hefur sagt að ný ríkis-stjórn muni styðja sátt-málann. Nú hættir Jaroslaw forsætis-ráðherra, en 3 ár eru eftir af kjör-tímabili for-setans Lechs. Hann þarf nú að starfa með Tusk, sem hann sigraði naum-lega árið 2005 í forseta-kosningum. Íhaldið tapar í Pól-landi Donald Tusk Lati-bær til-nefndur til BAFTA Þættirnir um Lata-bæ hafa verið til-nefndir til BAFTA verð-launanna í Bret-landi sem besta alþjóð-lega barna-efnið í sjón-varpi. Lati-bær var til-nefndur til sömu verð-launa í fyrra og vann þau þá. Verð-launin verða veitt í Lundúnum 25. nóvember. Til-nefningar til Eddunnar Á miðviku-daginn voru til-nefningarnar til ís-lensku kvik-mynda- og sjónvarps-verðlaunanna, Eddunnar, kynntar. Kvik-myndin Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur hlaut flestar til-nefningar, alls 11 talsins í 7 flokkum. Vin-sælasta íslenska myndin í ár, Astrópía, hlaut bara til-nefningu fyrir bestu leik-stjórn. Verð-launin verða af-hent á Hótel Hilton Nordica 11. nóvember. Listir Magnús Scheving Mikil úrkomu-tíð byrjaði um miðjan ágúst. Met féllu í haust, úr-koman í Reykjavík hefur ekki orðið meiri í september síðan sam-felldar mæl-ingar hófust árið 1920. Þrátt fyrir þurrt og bjart veður í upp-hafi sumars varð sumar-úrkoman í heild er sú mesta í Reykjavík síðan 1984. Þá hefur úr-koma verið óvenju-mikil það sem af er október, að sögn Trausta Jónssonar veður-fræðings á Veður-stofunni. Ástæðan eru ríkjandi sunnan- og suð-vestan-áttir. Suður-land er gegn-sósa eftir miklar rigningar og rennsli í Hvítá er tvö-falt. Vatns-magnið mun enn hækka, líka í Ölfusá. Mikil úrkomu-tíð Á fimmtu-daginn sam-þykkti kirkju-þing að breyta lögum um stað-festa sam-vist þannig að trú-félög fái heimildi til að stað-festa sam-vist. Kirkju-þingi styður að prestum þjóð-kirkjunnar, sem eru vígslu-menn með lögum, verði það heimilt. „Ég gleðst yfir því að góð niður-staða hefur náðst í erfiðu máli,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Þjóð-kirkjan stendur enn við hefð-bundinn skilning á hjóna-bandinu sem sátt-mála karls og konu. Sam-tökin ́78 fagna vilja-yfirlýsingu Þjóð-kirkjunnar um að leyfa prestum hennar að stað-festa sam-vist sam-kynhneigðra. Í til-kynningu frá sam-tökunum segir einnig: „Það er dapur-legt að um leið og kirkjan stígur skref í átt til jafn-réttis þá skuli hún sjá sig knúna til þess að beita orð-ræðu úti-lokunnar um hjóna-bandið. Fimm ríki í ver-öldinni hafa nú þegar stigið skrefið til fulls og tekið upp eina hjúskapar-löggjöf sem gildir jafnt fyrir alla óháð kyn-hneigð.“ Skref í átt til jafn-réttis Morgunblaðið/G.Rúnar Frá kirkju-þingi. Í vikunni gaf Edda út-gáfa út bókina Negra-strákarnir eftir Gunnar Egilson með myndum eftir Mugg, sem kom fyrst út árið 1922. Í bókinni deyja negra-strákarnir tíu hver af öðrum vegna heimsku og eru ekki sér-lega gáfu-legir á myndunum. Út-gáfan hefur vakið mikið við-brögð hjá al-menningi, og varð til þess að á fundi í Alþjóða-húsinu var rætt um hugtaka-notkun í mál-efnum inn-flytjanda. Ís-lensk móðir sem á blandað barn hefur farið fram á að bókin verði ekki lesin í leik-skólum. Negra-strákar vekja við-brögð Knattspyrnu-fólk ársins Um síðustu helgi var Helgi Sigurðsson úr Val kjörinn knattspyrnu-maður ársins og Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR knattspyrnu-kona ársins. Þetta var til-kynnt á loka-hófi knattspyrnu-fólks á Broadway. Leik-mennirnir sjálfir greiða at-kvæði í kjörinu, og vakti mikla furðu að marka-drottningin Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val hefði ekki verið valin knattspyrnu-kona ársins, þrátt fyrir glæsi-lega fram-göngu á leik-tíðinni. Räikkönen sigrar Formúlu 1 Finninn Kimi Räikkönen á Ferrari sigraði í síðasta kapp-akstrinum á formúlu 1 ver-tíðinni sem fram fór í Brasilíu. Leikar voru jafnir en Finninn fljúgandi endaði með 110 stig. Íþrótta-molar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hólmfríður og Helgi. Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.