Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 61
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn-
ing mánud. 29. okt. kl. 13: Ungfrúin
góða og húsið. Stofuspjall með Guð-
nýju Halldórsd. föstud. 2. nóv. kl. 14,
um gerð myndarinnar. Leikhúsferð
frá Bólstaðarhlíð fimmtud. 1. nóv. kl.
13.10: Ævintýri í Iðnó. Miðaverð og
kaffiveitingar kr. 2.500. Skráning í s.
535-2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjá-
bakka er opin á miðvikudögum kl. 15-
16. S. 554-3438. Félagsvist í Gull-
smára á mánudögum kl. 20.30, en í
Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á
föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20, Klassík leikur fyrir
dansi. Árshátíð FEB 2. nóvember og
hefst kl. 19.30 í sal Ferðafélagsins,
Mörkinni 6. Veislumatseðill, ein-
söngur, dans, hátíðarræða, leikþáttur
og dansleikur. Síðasti söludagur er
30. okt. Skráning og uppl. á skrifstofu
FEB, s. 588-2111, takmarkaður fjöldi.
Félagsstarf Gerðubergs | Postulíns-
námskeið mánud. kl. 10 og þriðjud. kl.
13. Þriðjud. 30. okt. kl. 10 (breyttur
tími), dansæfing í samvinnu við FÁÍA,
danskir gestir í heimsókn. Alla fös-
tud. kl. 10 er leikfimi o.fl. í ÍR-heimilinu
v/Skógarsel.
Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar kl.
13. (5.-6. bekkur) Harðjaxlar halda
fund undir handleiðslu Stellu Rúnar
Steinþórsdóttur og Þorkels Sig-
urbjörnssonar kl. 16.
Óháði söfnuðurinn | Guðsþjónusta kl.
14, prestur sr. Pétur Þorsteinsson.
Tónlistarflutningur undir handleiðslu
organistans Kára Allanssonar. Barna-
starf á sama tíma. Maul eftir messu.
Hraunbær 105 | Jólapermanent,
klipping eða litun hjá. Hárgreiðslu-
stofan Blær, tímapantanir í síma
894-6256.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
mánudag, er ganga frá Grafarvogs-
kirkju kl. 10.
Vesturgata 7 | Farið verður í Þjóð-
leikhúsið 31. okt. kl. 14 að sjá sýn-
inguna Hjónabandsglæpir. Kaffiveit-
ingar í boði Þjóðleikhússins. Farið frá
Vesturgötu kl. 13.15. Skráning í síma
535-2740.
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Á miðvikudögum kl.
13-16.30 er starf eldri borgara, spilað,
föndrað og handavinna. Gestur kem-
ur í heimsókn.
Dómkirkjan | Helgihald verður í Kola-
portinu 28. okt. kl. 14. Þegar fyr-
irbænarefnum er safnað frá kl. 13.30,
syngur og spilar Þorvaldur Hall-
dórsson ýmis þekkt lög, eigin og ann-
arra. Prestar, djáknar og sjálf-
boðaliðar leiða samveruna og
prédika. Miðborgarstarfið.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11, Kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn
samkoma kl. 14 þar sem Hreimur
Garðarsson prédikar. Á samkomunni
verður lofgjörð, barnagæsla og fyr-
irbænir. Kaffi og samvera að sam-
komu lokinni.
Laugarneskirkja | TTT- hópurinn
kemur saman undir handleiðslu sr.
40 ára brúðkaupsafmæli. Ólafur Sverrisson og Ósk Elín Jóhannesdóttir Álfta-
hólum 4, Reykjavík, áttu 40 ára brúðkaupsafmæli 21. október sl. Þau héldu daginn
hátíðlegan með fjölskyldunni.
Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur héldu tombólu á Selfossi í sumar og gáfu Rauða
krossinum afraksturinn kr.7.804. Þær eru, talið frá vinstri, Sóley Anne Jóns-
dóttir, Marie Sonja Jónsdóttir og Karlotta Sigurðardóttir.
dagbók
Í dag er sunnudagur 28. október, 301. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir.
(Kól. 3, 15.)
Capacent efnir til ráðstefnunæstkomandi fimmtudagundir yfirskriftinni Áskor-anir í skipulagsmálum.
Magnús Árni Magnússon er ráð-
stefnustjóri: „Skipulagsmál eru æ
meira í deiglunni og þurfa sveit-
arfélög að takast á við sífellt flóknari
skipulagsvandamál,“ segir Magnús.
„Áhugi almennings á skipulags-
málum hefur aukist til muna og
einnig gætir aukins þrýstings frá
einkaaðilum, fjárfestum og verk-
takafyrirtækjum, sem í mörgum til-
vikum taka að sér að skipuleggja
heil hverfi upp á hundruð íbúða.“
Á ráðstefnunni flytja erindi aðilar
úr ólíkum áttum: „Jóhannes Þórð-
arson, deildarforseti hönnunar- og
arkitektúrdeildar LHÍ, og Sigrún
Birgisdóttir, fagstjóri í arkitektúr
við LHÍ, ræða um skipulagsmál út
frá fagurfræðilegum og hagnýtum
sjónarmiðum. Þau fjalla um skipu-
lagsmálin út frá sjónarmiði fag-
manna, sem stundum eru látin víkja
fyrir öðrum hagsmunum þegar
skipulagsákvarðanir eru teknar,“
segir Magnús.
G. Oddur Víðisson, fram-
kvæmdastjóri Þyrpingar, flytur er-
indið Skipulagt fjármagn: „Hann
fjallar um hagsmuni einkageirans í
skipulagsmálum, áhrif þeirra á
skipulagsmál og segir frá sýn sinni í
þeim efnum,“ segir Magnús. „Helga
Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarða-
byggð, og Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, flytja einnig
erindi á ráðstefnunni, til að varpa
ljósi á stöðu sveitarfélaganna. Í
Hafnarfirði hefur átt sér stað mjög
áhugaverð þróun á íbúalýðræði í
tengslum við skipulagsmál og sam-
fara miklum vexti undanfarin ár hef-
ur Fjarðabyggð þurft að takast á við
mörg krefjandi skipulagsverkefni.“
Einnig flytur erindi Guðný Rut Ís-
aksen, ráðgjafi hjá Capacent Gallup:
„Hún fjallar m.a. um rannsókn-
arvinnu Capacent sem á að geta gef-
ið sveitarstjórnum betri sýn á óskir
íbúanna í skipulagsmálum.“
Ráðstefna fimmtudagsins er hald-
in á Hótel Hilton í Reykjavík, og
stendur yfir frá kl. 8.15 til 12.30.
Nánari upplýsingar og skráning er á
slóðinni www.capacent.is
Byggð | Málþing á fimmtudag kl. 8.15 til 12.30 á Hótel Hilton í Reykjavík
Áskoranir við skipulag
Magnús Árni
Magnússon
fæddist í
Reykjavík 1968.
Hann stundaði
nám við Leik-
listarskóla Ís-
lands 1989-1991,
lauk BA-prófi í
heimspeki frá
HÍ 1997. Árið 1998 lauk hann MA-
námi í hagfræði frá San Francisco-
háskóla, og M.Phil-gráðu í Evr-
ópufræðum frá Háskólanum í Cam-
bridge 2000. Magnús Árni var lekt-
or og síðar dósent við Hásk. á
Bifröst, og aðstoðarrektor 2001-
2006, en hefur síðan starfað hjá
Capacent ráðgjöf. Eiginkona Magn-
úsar Árna er Sigríður Björk Jóns-
dóttir byggingarlistfræðingur og
eiga þau þrjú börn.
Kvikmyndir
MÍR-salurinn | Í tilefni þess að 65 ár eru
liðin um þessar mundir frá orrustunni
miklu um Stalíngrad, sýnir MÍR næstu 6
sunnudaga kvikmyndir tengdar stríðinu. Í
dag kl. 15 verður sýnd mynd Franks Capra
„Barist um Rússland“ frá árinu 1945. Aö-
gangur er ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
VRII, Hjarðarhaga 2-6, stofa 158 | Í
næsta fræðsluerindi Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags mun Járngerður Grét-
arsdóttir lektor við Landbúnaðarháskóla
Íslands flytja erindi um áhrif sinubrunans á
Mýrum 2006 á gróður. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Frístundir og námskeið
www.ljosmyndari.is | 3ja daga ljósmynd-
anámskeið þar sem tekið er fyrir mynda-
vélin, myndatökur, stúdíó, tölvumálin og
Photoshop. Næstu námskeið verða: 12.-15.
nóv. 19.-22. nóv. 3.-6. des. Kennslutími kl.
18-22. Verð kr. 17.900. Leiðbeinandi Pálmi
Guðmundsson. Skráning á www.ljosmynd-
ari.is
FRÉTTIR
Lögmannsstofan LOGOS fagnaði í fyrradag 100 ára
óslitinni lögmannsþjónustu. Stofan rekur sögu sína allt
til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson, sem síðar varð
fyrsti forseti Íslands, opnaði fyrstu lögmannsstofu
landsins. Jakob R. Möller, lögmaður á LOGOS, Björg
Thorarensen, deildarforseti lagadeildar HÍ, og Þor-
steinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, voru meðal
gesta.
Morgunblaðið/Kristinn
Stærsta lögmannsstofa landsins 100 ára
Afmælisþakkir
Ég undirritaður þakka öllum
þeim sem glöddu mig í tilefni
sjötugsafmælis míns 4. október sl.
Ég þakka sérstaklega eiginkonu
minni frú Jórunni Þ. Bergsdóttur,
stórfjölskyldunni, tengdafólki,
Lúðrasveit Vestmannaeyja,
Bæjarstjórn, minni- og meirihluta, sundfélögum,
göngufélaga, nikkurum, flautuleikurum og trom-
murum og öðrum sem gerðu mér það kleyft að
sletta svolítið úr klaufunum í tilefni dagsins.
Þakka velvild í minn garð á þessum tímamótum.
Bjarni Jónasson, útvarpsstjóri
og fyrrum flugmaður.
TILNEFNINGAR til knapaverð-
launa í öllum flokkum liggja nú fyr-
ir. Að tilnefningunum stendur
nefnd skipuð fulltrúum þeirra fjöl-
miðla sem fjalla um hestamennsku
og hestaíþróttir. Í fréttatilkynn-
ingu segir að við valið sé stuðst við
reglugerð um val á knapa ársins.
Verðlaunin verða afhent á Upp-
skeruhátíð hestamanna á Broad-
way laugardaginn 10. nóvember
nk.
Tilnefningarnar í ár birtast hér í
stafrófsröð. Íþróttaknapi ársins:
Anna Valdimarsdóttir, Eyjólfur
Þorsteinsson, Jóhann Skúlason, Olil
Amble, Rúna Einarsdóttir, Viðar
Ingólfsson, Þórarinn Eymundsson.
Gæðingaknapi ársins: Atli Guð-
mundsson, Sigurbjörn Bárðarson,
Súsanna Ólafsdóttir, Viðar Ing-
ólfsson, Þorvar Þorsteinsson.
Kynbótaknapi ársins: Erlingur
Erlingsson, Guðmundur Björg-
vinsson, Mette Mannseth, Þórður
Þorgeirsson, Ævar Örn Guð-
jónsson.
Skeiðknapi ársins: Bergþór
Eggertsson, Halldór Guðjónsson,
Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður
Sigurðarson, Sigursteinn Sum-
arliðason, Þórarinn Eymundsson.
Efnilegasti knapi ársins: Camilla
Petra Sigurðardóttir, Fanney Dögg
Indriðadóttir, Katla Gísladóttir,
Linda Rún Pétursdóttir, Valdimar
Bergstað.
Knapi ársins: Bergþór Eggerts-
son, Sigurbjörn Bárðarson, Sig-
ursteinn Sumarliðason, Viðar Ing-
ólfsson, Þórarinn Eymundsson,
Þórður Þorgeirsson.
Tilnefnd til knapaverðlauna