Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 66

Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 66
Sem sýnir kannski best hve fallvölt frægðin og fegurðin er í svíðandi sviðsljósi fjöl- miðlanna… 73 » reykjavíkreykjavík „LÆRÐU að lifa lífinu með mannlegum sam- skiptum. Mannleg samskipti Group, þegar lífið liggur við.“ Lokaorðin í þessu kynning- armyndbandi eru heiti nýjasta leikrits Stúd- entaleikhússins sem frumsýnt er kl. 20 á laug- ardagskvöld – í kvöld ef þú ert einn af þeim heppnu sem fá sunnudagsblaðið á laugardegi, enda margir blaðberar Morgunblaðsins af- bragðs tímaflakkarar. Verkið heitir sumsé Þeg- ar lífið liggur við – Grafalvarlegur skrif- stofufarsi. Myndbandið má sjá bæði í leikritinu sjálfu sem og á youtube.com en leikritið fjallar um tilraunir starfsmanna umrædds fyrirtækis til þess að halda fund. „Þetta fólk er að selja námskeið í mannlegum samskiptum en tekst ekki að eiga nein almennileg samskipti sjálft. Ég hafði sjálf unnið á svona vinnustöðum og var orðin svo þreytt á samskiptum sem voru ófrjó, tilgangslaus og óskilvirk þannig að ekkert kom út úr fundunum. Það voru engar niðurstöður, það var bara haldinn annar fundur. Þetta veld- ur smám saman kulnun í starfi, maður gefst bara upp og hættir,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og höfundur verksins. Hún hafði sam- band við Stúdentaleikhúsið að fyrra bragði til þess að forvitnast um hvort þau hefðu áhuga á samstarfi. Dreifarar að skúra „Ég vann mikið með ungu fólki á árum áður [meðal annars í Stúdentaleikhúsinu fyrir 23 ár- um] en hef svo verið í atvinnuleikhúsi í mörg ár. Svo átti ég þetta verk og klæjaði í fingurna að koma því á svið. Fannst þetta vera rétta tæki- færið og þau tóku því vel,“ sagði leikskáldið sem sjálf er komin aftur í Háskólann sem náms- maður, stundar nú MA-nám í bókmenntum. Ágústa Ósk Backman (Vala í leikritinu), varaformaður Stúdentaleikhússins, segir vinn- una með Hlín hafa verið mjög skemmtilega. „Þetta voru allt persónur sem maður kannaðist við úr þjóðfélaginu og leikritið er mjög skemmtilegt aflestrar. Það var líka góð tilbreyt- ing að fá handrit, við höfum undanfarið verið með leikrit sem hafa verið búin til í ferlinu, þannig að það var nýtt að vera með handrit frá upphafi.“ Lægst settu starfsmenn fyrirtækisins (sem einnig eru þeir einu sem alltaf eru mættir á réttum tíma) eru landsbyggðarfólk. Hlín segir það hafa verið vísvitandi. „Þau hafa þurft að flytja í borgina. Þau vinna þarna við það að þrífa fyrirtækið og það að hugsa um húseignina – er ekki landsbyggðarfólk margt annars flokks í þjóðfélaginu? Það kvartar að minnsta kosti oft yfir því. En þetta eru líka tragískar persónur. Þetta er fólk sem hefur neyðst til þess að flytja vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum.“ Beðið eftir fundi Andi Beðið eftir Godot svífur óneitanlega yfir vötnum, starfsmennirnir eru endalaust að bíða eftir fundi sem aldrei virðist ætla að hefjast. „Það eru stöðugar truflanir í fyrirtækinu, bæði innri og ytri.“ Ein algengasta truflunin er há- vær sinfóníutónlist sem heyrist með reglulegu millibili. „Við ákváðum að hafa sama hringitón- inn fyrir alla, við vildum ekki að fólk þekkti sína síma,“ segir Hlín og Ágústa bætir við: „Einhver byrjaði að söngla algengasta hringitóninn og þannig var hann valinn. Sinfóníur og önnur fal- leg tónlist afskræmist í þessa óþolandi innrás í líf fólks, það er alltaf verið að trufla mann. Til dæmis símar sem hringja í leikhúsi …“ Þetta hraða þjóðfélag heldur fólki oft niðri. „Fólk kemst aldrei áfram með neinn skapaðan hlut. Síst af öllu ef það ætlar að vera einlægt og segja eitthvað af viti, þá er það stoppað af. Okk- ar þjóðfélag er dálítið þessu brennt, við fáum aldrei að fara niður á neitt djúp, það er hvorki þolinmæði né umburðarlyndi gagnvart því fólki sem raunverulega hefur eitthvað að segja um hlutina. Þá er tíminn búinn eða síminn hringir,“ segir Hlín og við það bætir Ágústa: „Það er allt svo hratt, allt þarf að gerast núna en samt ger- ist ekki neitt, það er engin skilvirkni þótt alltaf sé verið að reyna að auka hana.“ Leikritið er sýnt í kjallara Norræna hússins sem Ágústa segir frábæra aðstöðu. „Maður vissi ekki almennilega af þessu og þetta er eins og í völundarhúsi, þetta er miklu stærra en það lítur út fyrir að vera.“ Hlín er mjög ánægð með nýjan forstjóra hússins sem hún segir hafa komið með nýja sýn á þetta fornfræga hús. „Hann vill koma húsinu aftur á kortið. Nánast ekkert af þessu unga fólki hafði komið í húsið.“ Starfsfólkið segja þau auk þess hafa verið sér- staklega liðlegt og gaman hafi verið að búa til nýtt leikhús í kjallaranum en gestir fá ellefu tækifæri til þess að heimsækja þetta nýja leik- hús, sýningardagskrá má finna á vefsíðunni studentaleikhus.is. asgeirhi@mbl.is TRUFLUÐ SAMSKIPTI STÚDENTALEIKHÚSIÐ SÝNIR LEIKRITIÐ ÞEGAR LÍFIÐ LIGGUR VIÐ – GRAFALVARLEGUR SKRIFSTOFUFARSI, Í KJALLARA NORRÆNA HÚSSINS. ÁSGEIR H. INGÓLFSSON KYNNTI SÉR LEIKHÓPINN SEM NÝTIR SÉR M.A. VEFSÍÐUNA YOUTUBE.COM TIL KYNNINGAR Á VERKINU. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þróun Karlkyns starfsmenn fyrirtækisins Góð samskipti með sýnikennslu í samskiptatækni. „Fólk kemst aldrei áfram með neinn skapaðan hlut,“ segir Hlín meðal annars um verkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.