Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 299. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Allir á svið >> 49FREKAR MEÐAL LILJA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, SÖNGKONA BLOODGROUP, ER AÐALSKONA VIKUNNAR >> 55 FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is GLITNIR hefur sóst eftir því að komast inn í virkjunarframkvæmd- ir á Þeistareykjum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Glitnir lagði fyrir nokkru fram hugmyndir að útfærslu um hvernig kaup Glitn- is á hlut Orkuveitu Húsavíkur í Þeistareykjum ehf. gætu farið fram, en því tilboði hafnaði Orku- veitan. Glitnir er einn af eigendum Geysir Green Energy. Einnig eru heimildir fyrir því að til hafi staðið að Glitnir eignaðist hlut í Þeistareykjum ehf. í gegnum Akureyrarbæ. Það átti að gerast með þeim hætti að Glitnir keypti sig inn í Fallorku ehf,, sem stofnað var um virkjanir frammi í Eyjafirði og er í eigu Norðurorku hf. Lagt var upp með að Norðurorka myndi leggja eigur inn í Fallorku, m.a. hlut sinn í Þeistareykjum ehf. Þetta strandaði á því að Lands- virkjun beitti sér gegn áformunum. Þar héldu menn því fram að ef þeim yrði hrint í framkvæmd myndi það virkja forkaupsréttarákvæði ann- arra eigenda, Landsvirkjunar og Orkuveitu Húsavíkur. Skiptar skoðanir eru á því meðal lögfræð- inga hvort forkaupsréttarákvæðið yrði virkt undir þessum kring- umstæðum. En ekkert hefur orðið úr þessum áformum að svo stöddu. Enn á eftir að bora fyrir milljarða á Þeistareykjum Þá hefur verið leitað hófanna hjá Orkuveitu Húsavíkur um mögu- leika á kaupum á 1,7 megavatta orkustöð sem tekin var í notkun ár- ið 2000. Hún framleiðir raforku úr heitu vatni frá Hveravöllum og annar um 70% af orkuþörf Húsa- víkur. Það er sagt flækja málið að Glitn- ir er viðskiptabanki Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur og fjár- magnaði orkustöðina og leiðsluna að hluta. Norðurþing eigi eftir að fá frekari fjármögnun frá bankanum, því enn eigi eftir að bora fyrir millj- arða á Þeistareykjum. Morgunblaðið/BFH Litadýrð Háhitasvæði Þeistareykja. Glitnir á Þeista- reykjum? Glitnir vildi kaupa í Þeistareykjum ehf. FORSENDUR borgarráðs fyrir því að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy eru fyrst og fremst tvær, að mati Svandísar Svavarsdóttur, formanns stýrihóps um samruna REI og GGE. Meðal ann- ars að allar reglur hafi verið þverbrotnar, umboð farið fyr- ir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opinberri umræðu hefði verið ábótavant. Þrjár tillögur stýrihópsins voru lagðar fyrir og sam- þykktar á fundi borgarráðs í gær. Í fyrsta lagi fellst borg- arráð ekki á samruna REI og GGE og telur jafnframt að þjónustusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og REI sé óviðunandi. Í öðru lagi telur borgarráð að eigendafundur OR 3. október sl. og þær ákvarðanir sem þar voru teknar séu háð miklum annmörkum og mikill vafi leiki á um lög- mæti fundarins. Í þriðja lagi samþykkir borgarráð að beina því til fulltrúa borgarinnar í stjórn OR að ljúka mál- inu í samræmi við þessa niðurstöðu borgarráðs. Fulltrúar allra flokka fögnuðu niðurstöðunni að loknum borgarráðs- fundi og sagði Björn Ingi Hrafnsson m.a. að upplýsingar hefðu komið fram um að ekki hefði verið rétt staðið að samrunanum og því nauðsynlegt að byrja með hreint borð. Samningar standa þar til annað kemur í ljós Hannes Smárason, stjórnarformaður Geysir Green, segist þurfa að fara yfir málið með lögmönnum félagsins og telur samninga standa þar til annað kemur í ljós. „Það eru samningar í gildi á milli aðila sem hljóta að standa þar til menn semja sig frá þeim eða einhver utanaðkomandi verður fenginn til að kveða upp dóm í þeim efnum.“ Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Ármannsson, stjórn- arformann REI, vegna málsins en án árangurs. Í fréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni hins vegar að ákvörðunin ylli sér þungum vonbrigðum og sér sýndist að verið væri að kasta verulegum fjármunum á glæ.  REI | 6 og miðopna Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE Í HNOTSKURN »Samruni Reykjavík Energy In-vest og Geysir Green Energy var samþykktur á hluthafa- og eig- endafundi Orkuveitu Reykjavíkur 3. október sl. »Svandís Svavarsdóttir höfðaðimál fyrir dómstólum þar sem hún fór fram á að fundurinn yrði dæmdur ógildur vegna formgalla. »Borgarráð samþykkti í gær til-lögur stýrihóps Svandísar. Með því lýsir ráðið sig mótfallið samruna REI og GGE, og telur þjónustu- samning OR og REI óviðunandi. VOPN af ýmsum gerðum fundust í húsleit sem lögreglan á Suður- nesjum gerði síðdegis í gær, með hjálp sérsveitar ríkislögreglu- stjóra, lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu og tollgæslunnar, í fé- lagsheimili bifhjólasamtakanna Fáfnis. Einnig fannst lítilræði af ýmsum tegundum fíkniefna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins tengist húsleitin komu meðlima úr bifhjólasamtökunum al- ræmdu Vítisenglum (e. Hell’s Ang- els) hingað til lands, en von er á ótilgreindum fjölda meðlima um helgina. Af þeim sökum verður við- búnaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með mesta móti. Talið er að heimsóknin tengist 11 ára af- mæli Fáfnis. Tveir menn voru í húsakynnum Fáfnis þegar lögreglu bar að. Að sögn lögreglu var tekin skýrsla af mönnunum og þeim í kjölfarið sleppt. Morgunblaðið/Júlíus Húsleit hjá Fáfni BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tímabundið landa- mæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins fari fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu daga. Eftirlitið hófst síðdegis í gær og stendur til miðnættis á sunnudag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í net- útgáfu Lögbirtingablaðsins í gær. Í yfirlýsingu sem dómsmálaráðherra sendi til aðalskrifstofu ráðherraráðs Evrópusambandsins í gær kemur fram að gripið sé til tímabundins landa- mæraeftirlits af sérstöku tilefni á næstu dögum sem ógni allsherjarreglu og þjóðaröryggi. Nánari upplýsingum um hið sérstaka tilefni verði komið á framfæri við samstarfsríki innan Schengen um SIRENE-samskiptakerfið. Ekki er farið fram á almennar aðgerðir samstarfsríkja í Schengen. Sér- stökum aðstoðarbeiðnum verður beint til tiltekinna samstarfsríkja innan Schengen á grundvelli löggæslusamvinnu óháð landamærum. Jafnframt kemur fram að Ísland muni tilkynna samstarfsríkjum innan Schengen taf- arlaust um afnám persónueftirlits á innri landamærum og skila skýrslu um framkvæmd ákvörðunar um landamæraeftirlit á innri landamærum. Eftirlitið hert vegna ógnar við þjóðaröryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.