Morgunblaðið - 02.11.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 02.11.2007, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEFND sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skip- aði í október 2006 til að leggja fram tillögur um framtíðarrekstur fang- elsisins á Litla-Hrauni hefur nú lok- ið störfum og skilað skýrslu til ráð- herra. Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, stýrði störfum nefndarinnar sem sett var á laggirnar að tillögu Valtýs Sig- urðssonar, forstjóra Fangels- ismálastofnunar ríkisins. Í skýrslu nefndarinnar kemur m.a. fram að hún telur nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnskipulag fangelsisins, að leggja verði aukna áherslu á öryggisþáttinn í starfsemi þess, móta þurfi skýra starfs- mannastefnu og markvissa end- urhæfingu þeirra fanga sem vist- aðir eru á Litla-Hrauni. Þá telur nefndin mikilvægt að kvenfangar eigi möguleika á því að afplána refsivist í sérstöku kvennafangelsi. Í apríl á þessu ári skilaði nefndin áfangaskýrslu til dómsmálaráð- herra og forstjóra Fangels- ismálastofnunar þar sem lögð var áhersla á að gerðar yrðu breyt- ingar á frumteikningum að fyr- irhuguðu móttökuhúsi á Litla- Hrauni. Nefndin fagnar því að í fyr- irliggjandi teikningum nú er að fullu tekið tillit til tillagna nefnd- arinnar. Skýrslan í heild birtist á mbl.is. Morgunblaðið/Ómar Litla-Hraun Nefnd hefur skilað skýrslu um fangelsið. Stjórnskipulag Litla-Hrauns verði tekið til endurskoðunar ÁFRÝJUNARNEFND neytenda- mála hefur fellt úr gildi úrskurð Neytendastofu frá í sumar þar sem talið var að Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja – SBV (nú Samtök fjármálafyrirtækja – SFF) hefðu brotið gegn lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að auglýsa í sjónvarpi niðurstöður könnunar á þjónustugjöldum nor- rænna banka. Könnunin, sem GJ fjármálaráð- gjöf vann fyrir SBV (nú SFF), leiddi m.a. í ljós að þjónustugjöld á Íslandi voru að jafnaði lægri en í hinum norrænu ríkjunum, samkvæmt fréttatilkynningu frá SFF. Fram kemur í úrskurði áfrýj- unarnefndar að umræddar auglýs- ingar hafi haft að geyma hvatningu til neytenda um að kynna sér efni könnunarinnar á vefslóð samtak- anna. Ekki verði því talið að auglýs- ingarnar hafi verið ósanngjarnar gagnvart neytendum, samkvæmt tilkynningu SFF. Morgunblaðið/G.Rúnar Sanngjarnt Auglýsingar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja voru ekki taldar ósanngjarnar. Brutu ekki gegn lögum FJÁRMÁLARÁÐSTEFNA sveitarfélaganna verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica á mánudaginn og þriðjudaginn nk. Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, setur ráðstefnuna kl. 10 og síðan flytur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ræðu. Á fyrri degi ráðstefnunnar munu ræðumenn m.a. flytja erindi um hlutverk sveitarfélaganna í hagstjórn landsins, afkomu sveitarfélagana og hvert stefnir í þeim efnum, stöðu og horfur í fasteignasköttum, áhrif nið- urskurðar þorskkvótans, o.s.frv. Síðari daginn verður ráðstefnunni svo skipt í tvær málstofur. Í annarri verður fjallað um framtíð velferð- arkerfisins og í hinni verður spurt hvert almannaþjónustan stefni. Öll er- indi og ávörp, sem flutt verða á ráðstefnunni, verða birt á upplýsinga- og samskiptavef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is eins fljótt auðið er eftir að þau eru flutt. Ræða fjármál sveitarfélaga Halldór Halldórsson FLUGVALLARYFIRVÖLD á Keflavíkurflugvelli eru hætt að dreifa plastpokum undir vökvaílát í handfarangri. Bent er á að þeir fást í matvöruverslunum, t.d. versl- uninni 10-11 í komusal á jarðhæð flugstöðvarinnar. Alþjóðlegar flugöryggisreglur um magn vökva í handfarangri, sem settar voru á síðasta ári, kveða á um notkun eins lítra plastpoka með rennilási undir öll vökvaílát í handfarangri, segir í frétt frá Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli. Á aðlögunartíma þessara nýju reglna hafa slíkir pokar staðið flug- farþegum á leið úr landi til boða þeim að kostnaðarlausu í flugstöð- inni. Svo verður ekki framvegis, samkvæmt fréttinni. Engir pokar NÚ geta veiðimenn fært inn rjúpna- veiðar í rafræna veiðidagbók á www.ust.is. Gögnin eru persónu- rekjanleg. Umhverfisstofnun mun einungis nota gögnin almennt og án persónurekjanleika. Sem dæmi má nefna að hægt verður að sjá hversu margar rjúpur veiðast daglega og hvernig veiðin dreifist eftir svæðum, meðalveiði- afköst, fjölda veiðistunda o.s.frv. Til að fá aðgang þarf að fara inn á heimasíðuna og skrá inn kennitölu og veiðinúmer. Rafræn veiðiskrá MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Hinn 30. apríl 2008 verða 100 ár liðin frá fæðingu Bjarna Benedikts- sonar, lagaprófessors og forsætisráð- herra. Til að minnast þeirra tíma- móta hefur verið ákveðið að stofna til styrkveitinga á sviði lögfræði og sagnfræði. Veittir verða sex styrkir til lög- fræði- og sagnfræðirannsókna í fyrsta sinn 30. apríl 2008. Þrír rannsóknarstyrkir verða veittir árlega á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar, einn að fjár- hæð 1.000.000 kr. og tveir að fjárhæð 500.000 kr. Markmiðið er að efla rannsóknir á þeim sviðum lögfræðinnar, sem snerta innviði stjórnskipunarinnar og réttaröryggi borgaranna gagn- vart leyfisvaldi og eftirliti stjórn- valda. Þrír rannsóknarstyrkir verða veittir árlega á sviði hag- og stjórn- málasögu 20. aldar til okkar daga, einn að fjárhæð 1.000.000 kr. og tveir að fjárhæð 500.000 kr. Markmiðið er að efla rannsóknir og dýpka skilning á umbreytingum í íslensku efnahagslífi, stjórnmálum og utanríkismálum á 20. öld. Þriggja manna úthlutunarnefnd um lögfræðirannsóknir er skipuð Páli Hreinssyni hæstaréttardómara, sem er formaður, Björgu Thoraren- sen lagaprófessor og Birni Bjarna- syni ráðherra. Varamaður er Ragn- hildur Helgadóttir prófessor. Þriggja manna úthlutunarnefnd um sagn- fræðirannsóknir er skipuð Önnu Agnarsdóttur, prófessor í sagnfræði, sem er formaður, Matthíasi Johann- essen rithöfundi og Sólrúnu Jens- dóttur sagnfræðingi. Varamaður er Valur Ingimundarson prófessor. Úthlutunarnefndir ákveða úthlut- unarreglur, fara yfir umsóknir og annast úthlutun styrkja. Rannsókna- miðstöð Íslands (Rannís) mun annast rekstur og umsýslu sjóðsins og fylgja sömu reglum um opin og fagleg vinnubrögð og viðhöfð eru við rekst- ur annarra sjóða. Ákvörðun úthlutunarnefndar um það hvaða rannsóknarverkefni skuli hljóta styrki byggist á faglegu mati á gæði rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Berist ekki um- sóknir sem uppfylla framangreind skilyrði verður styrkjum ekki úthlut- að. Styrkþegi skal geta þess að rann- sóknarverkefni hans hafi hlotið Bjarna Benediktssonar-styrk í inn- gangi eða formála, þegar rannsóknin er opinberlega birt. Bjarna Bene- diktssonar-styrkir eru nú kynntir til úthlutunar í fyrsta skipti og er um- sóknarfrestur til 1. febrúar 2008. All- ar nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Rannís í síma 5155800 eða í netfangi rannis@rannis.is. Vinir og samherjar Bjarna Bene- diktssonar ásamt fjölskyldu hans hafa sameinast um að afla fjár til að standa undir styrkveitingunum og er að því stefnt að um fimm ára verkefni verði að ræða. Verður haft samband við fólk og fyrirtæki, sem kunna að vilja leggja þessu framtaki lið og opn- aður söfnunarreikningur. Um það hefur samist milli Borg- arskjalasafns og afkomenda Bjarna Benediktssonar að skjöl hans og myndir verði varðveitt í safninu. Er jafnframt á döfinni að opna vefsíðu í tengslum við safnið þar sem birt verða gögn tengd Bjarna Benedikts- syni, upplýsingar um Bjarna Bene- diktssonar-styrkina og efniságrip rit- gerða styrkþega.“ Styrkir í nafni Bjarna Benediktssonar Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússson Bjarni Benediktsson. BEST er að halda sér grönnum, borða sem minnst af rauðu kjöti og drekka ekki áfengi ef maður vill komast hjá því að fá krabbamein, segir í nýrri skýrslu World Cancer Research Fund sem sagt var frá á vefsíðu breska rík- isútvarpsins, BBC, í gær. Um er að ræða sam- antekt á nið- urstöðum um 7.000 rannsókna sem gerðar hafa verið undanfarin fimm ár. Varðandi mataræði er einkum lögð áhersla á að forðast unnar kjöt- vörur á boð við skinku, beikon og salami og borða ekki meira af rauðu kjöti, t.d. nautakjöti, en 500 grömm á viku. Vísindamenn segja að mjög hófleg neysla á áfengi, ekki síst rauðvíni, geti haft jákvæð áhrif varðandi hjartasjúkdóma en best sé að karlar fái sér ekki meira en tvo drykki á dag og konur ekki meira en einn. Krabbameinssérfræðingurinn prófessor Karol Sikora varar þó við öfgum. „Ég segi fyrst og fremst að fólk eigi ekki að hafa of miklar áhyggjur heldur njóta lífsins, fá sér vínglas ef það langar til þess og dá- lítið af kjöti veldur því ekki skaða.“ Sagt er að allir ættu að keppa að því að vera eins grannir og hægt sé án þess þó að verða of horaðir. Oft er notast við fitustuðla þar sem tekið er mið af hæð og þyngd og eðlilegt holdafar þá talið vera á bilinu 18,5- 25 á mælikvarðanum. En skýrslu- höfundar segja að hættan á krabba- meini að fari vaxandi þegar nálgast sé efri mörkin þó að þyngdin sé enn talin eðlileg. Aðallega erfðafræðilegar orsakir? Athygli vekur að höfundar segja að tvö af hverjum þremur krabba- meinstilfellum séu ekki talin stafa af lífsstíl heldur séu orsakirnar erfða- fræðilegar og fólk geti lítið gert til að draga úr líkunum á síðarnefndu sjúkdómunum. Sigurður Björnsson krabbameinslæknir segist ekki hafa séð umrædda skýrslu en niðurstöður hennar komi eðlilega ekki á óvart ef undanskilið sé síðasta atriðið um þátt lífsstílsins. „Ég myndi nú halda að lífsstíll hefði áhrif á meira en þriðjung allra tilfella,“ segir hann. „Það er t.d. vit- að að þegar Kínverjar og Japanir flytja til Bandaríkjanna fara þeir að fá sömu gerðir krabbameins og Bandaríkjamenn af því að þeir taka upp sama lífsstíl.“ Brjóstkrabbamein sé sjaldgæft í Japan en þegar jap- anskar konur flytjist vestur hækki tíðnin. Offita, reykingar og fleiri at- riði sem áður voru einkum tengd vestrænum lífsstíl ýti undir sumar gerðir krabbameins en síðan séu önnur sem verði sjaldgæfari með aukinni velmegun. „Krabbamein í leghálsi kvenna var mjög algengt í Asíulöndum þar sem hreinlæti var oft ábótavant og mikið um sýkingar. Þessi sjúkdómur er að verða mjög lítið áberandi á Vesturlöndum. Það er erfitt að al- hæfa um þetta en ég myndi nú taka því með varúð að lífsstíllinn hefði að- eins áhrif á þriðjung allra tilfella, tek samt fram að ég á eftir að lesa skýrsluna.“ Rautt kjöt og áfengi ýta undir krabbamein Fjölmargar alþjóðlegar kannanir á síðustu árum benda til að miklu skipti að halda sér grönnum Sigurður Björnsson Morgunblaðið/Jim Smart Í hófi Mælt er með því að borða ekki meira en 500 g af rauðu kjöti á viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.