Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. og
skipasmíðastöðin ASMAR í Talca-
huano í Chile hafa skrifað undir
samning um smíði á nýju og öflugu
uppsjávarveiðiskipi fyrir Ísfélagið.
Samningurinn kveður á um að
ASMAR annist smíði á nýju og
fullkomu uppsjávarskipi fyrir Ís-
félagið sem verði afhent um mitt ár
2010. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins mun skipið kosta í
kringum tvo milljarða króna. Skip-
ið er hannað og teiknað af Rolls
Royce í Noregi. Ísfélag Vest-
mannaeyja hf. mun jafnframt eiga
smíðarétt á öðru samskonar skipi
hjá ASMAR.
Skipið verður 71,1 metri að lengd
og 14,40 metrar að breidd. Burð-
argeta þess verður rúmlega 2.000
tonn í 10 tönkum útbúnum öflugri
RSW-kælingu. Skipið verður útbú-
ið til nóta- og flottrollsveiða og að-
alvélin verður af gerðinni Bergen
Diesel, 4.500 kw eða 6.120 hestöfl.
Ægir Páll Friðbertsson, fram-
kvæmdastjóri Ísfélagsins, segir að
þetta sé mikil fjárfesting, en vill
ekki segja til um upphæðina, enda
geti hún breytzt á samningstím-
anum. Starfsemi félagsins hafi ver-
ið að vaxa, meðal annars með kaup-
unum á Hraðfrystistöð Þórshafnar.
Lögð sé áherzla á uppsjávarveiðar
hjá fyrirtækinu og með þessu sé
verið að tryggja hráefnisöflun fyrir
vinnslu félagsins á Þórshöfn og í
Vestmannaeyjum, bæði fyrir fiski-
mjölsverksmiðjur og vinnslu til
manneldis. „Þetta er metnaðarfullt
skref í endurnýjun flota okkar, sem
er orðinn nokkuð gamall, í raun
mikið áræði,“ segir Ægir Páll.
Nýlega voru uppsjárvarskipin
Álsey II VE og Antares VE seld og
í stað þeirra var keypt Álsey VE 2,
sem er öflugt og burðarmikið skip.
Ísfélagið gerir einnig út uppsjáv-
arskipin Guðmund VE, Sigurð VE
og Bjarnarey VE. Auk þess eru
uppsjávarskipin Júpiter ÞH og
Þorsteinn ÞH gerð út af Hrað-
frystistöð Þórshafnar hf. Elzta
skipið, Bjarnarey, áður Júpíter,
var smíðað 1957, Sigurður er frá
1960 og Júpíter frá 1977. Þá var
Heimey, sem var smíðuð 1967, seld
nýlega. „Það er því við hæfi að
skrifa undir samning um endurnýj-
un á árinu 2007,“ segir Ægir Páll.
Nýsmíði Ísfélags Vestmannaeyja
hf. er sjötta skipið sem ASMAR
smíðar fyrir íslenzka aðila. Upp-
sjávarskipin Ingunn AK, Hákon
ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá
ASMAR og hafa öll reynzt vel. Auk
þessara skipa var hafrannsókna-
skipið Árni Friðriksson RE smíð-
aður í stöð ASMAR og nýlega hófst
smíði á nýju varðskipi fyrir Land-
helgisgæsluna. Ísfélag Vestmanna-
eyja væntir mikils af samstarfi sínu
við ASMAR enda er reynsla Ís-
lendinga af skipum stöðvarinnar
góð.
Milligöngu um gerð smíðasamn-
ings og smíðalýsingar hafði um-
boðsmaður ASMAR á Íslandi, BP
skip hf. – Björgvin Ólafsson og
Héðinn hf., umboðsaðili fyrir Rolls
Royce á Íslandi.
Ísfélagið semur um nýsmíði í Chile
Undirskrift Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, Carlos Fanta,
forstjóri ASMAR, og Þórarinn S. Sigurðsson, stjórnarformaður í Ísfélaginu,
undirrita smíðasamninginn um nýja skipið í Vestmannaeyjum í gærdag.
Í HNOTSKURN
»Skipið verður 71,1 metriað lengd og 14,40 metrar
að breidd. Burðargeta þess
verður rúmlega 2.000 tonn í
10 tönkum útbúnum öflugri
RSW-kælingu.
» „Þetta er metnaðarfulltskref í endurnýjun flota
okkar, sem er orðinn nokk-
uð gamall, í raun mikið
áræði.“
»Skipið er hannað ogteiknað af Rolls Royce í
Noregi. Ísfélag Vestmanna-
eyja hf. mun jafnframt eiga
smíðarétt á öðru samskonar
skipi hjá ASMAR.
Uppsjávarveiðiskip sem kostar um tvo milljarða Jafnframt samið um smíðarétt á öðru skipi síðar
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ÚR VERINU
„ÉG GET ekki tekið undir það, eins og margir sem tala
um þessi mál, að hér sé allt í ólestri í jafnréttismálum,“
sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, í um-
ræðu um jafnréttisfrumvarpið á Alþingi í gær. Henni þótti
frumvarpið hafa óþarflega neikvætt yfirbragð en tók engu
að síður undir þau markmið sem í því felast.
Ragnheiður sagðist hafa efasemdir um að beita sektum
og hafði meiri trú á hugmyndum á borð við jafn-
launavottun. Þá hafði hún áhyggjur af of miklum kvöðum
á atvinnurekendur og sérstaklega að lögin gætu orðið
íþyngjandi fyrir lítil fyrirtæki. „Ég óttast að þetta verði
mjög íþyngjandi og muni þ.a.l. skapa neikvætt viðhorf til
jafnréttismálanna,“ sagði Ragnheiður. „Ég er bara ekki sannfærð um að það
að gera jafnréttisáætlun og að skikka fyrirtæki til að gera jafnréttisáætlun
sé akkúrat leiðin að jafnrétti,“ sagði Ragnheiður og óskaði einnig eftir því að
skoðað yrði hvort frumvarpið væri e.t.v. of kvennamiðað.
Efasemdir um að jafnréttis-
áætlanir séu rétta leiðin
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Frumvarpið með óþarflega neikvætt yfirbragð
„EF MENN vilja virkilega taka á í þessum efnum þá þarf
launaleyndina burt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, VG, í
umræðum um jafnréttisfrumvarpið á Alþingi í gær og
vildi að gengið yrði lengra varðandi launaleynd. Launa-
upplýsingar ættu að vera opinberar og aðgengilegar en í
frumvarpinu segir að starfsmönnum skuli ávallt heimilt að
skýra frá launakjörum sínum „ef þeir kjósa svo“.
Steingrímur greindi einnig frá þeirri skoðun sinni að
Jafnréttisstofa ætti að fá sambærilega stöðu og t.d.
skattayfirvöld og þar með möguleika á að taka mál til
sjálfstæðrar skoðunar og að eigin frumkvæði. Samkvæmt
frumvarpinu megi Jafnréttisstofa einungis skylda fyr-
irtæki til að afhenda sér gögn ef hún hefur rökstuddan grun um að lög hafi
verið brotin. Steingrímur fagnaði hins vegar ákvæði um auglýsingar og sagði
það fyrst og fremst beinast gegn þeim „landlæga ósið að nota kvenlíkamann
á niðrandi hátt í markaðssetningu og auglýsingum.“
Jafnréttisstofa fái sambæri-
lega stöðu og skattayfirvöld
Steingrímur J.
Sigfússon
Launaupplýsingar ættu að vera opinberar
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„ÞAÐ ER bara komið að því, virðu-
legi forseti, að við förum að sýna að-
eins klærnar í þessu máli,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra þegar hún mælti fyrir nýju
frumvarpi um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla á Alþingi í gær.
Í máli Jóhönnu kom fram að alltof
hægt hefði gengið í átt til jafnréttis
kvenna og karla hér á landi þrátt
fyrir skýra lagasetningu. „Jafnrétt-
ismál eru mannréttindamál sem er
sýnd fullkomin óvirðing ef eftir-
fylgni með þeim er virt að vettugi
eða sett margfalt neðar í forgangs-
röðun en virkt eftirlit í annarri lög-
gjöf, t.d. samkeppnis- eða fjármála-
löggjöf,“ sagði Jóhanna og bætti við
að það hlyti að vera tilgangur þings-
ins að setja lög sem farið væri eftir.
Hrifnari af jafnréttisvottun
Miklar umræður spunnust um
frumvarpið en enginn þingmaður
lýsti sig beinlínis andvígan því.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks settu
sumir fyrirvara við ákveðna þætti
en þingmenn VG vildu ganga lengra
í sumum tilvikum.
Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, sagðist ekki hafa trú á boðum
og bönnum og vildi heldur fara þá
leið að fyrirtæki geti fengið vottun
um að þau virði jafnrétti. „Þá kemur
í ljós hvaða fyrirtæki fullnægja þeim
skilyrðum að vera jafnréttissinnuð
og ráða fólk eftir hæfileikum, og þá
tala ég um fólk, ég er á móti því að
tala um kyn því að það er líka ójafn-
rétti milli fólks af sama kyni.“
Jóhanna sagði hins vegar að reynt
hefði verið að nálgast þetta jákvætt
en það ekki dugað til og spurði Pét-
ur hversu mörgum lagasetningum
hann hefði sjálfur staðið að sem
fælu í sér þvinganir fyrir fyrirtæki.
„En þegar kemur að því að stuðla
hér að jafnrétti [...] þá segir þing-
maðurinn pass,“ sagði Jóhanna.
Birkir J. Jónsson, þingmaður
Framsóknar, var einnig á þeirri
skoðun að nýta ætti jafnréttisvott-
un: „Ég vil sjá það í því formi að
stjórnvöld veiti þeim fyrirtækjum
sem svo sannarlega hafa staðið sig í
jafnréttismálum [...] skattaafslátt,“
sagði Birkir en Róberti Marshall,
þingmanni Samfylkingarinnar, þótti
ekki mikið til þeirrar hugmyndar
koma að „verðlauna sérstaklega fyr-
irtæki fyrir það að virða mannrétt-
indi“: „Er ekki troðfullt af fyrir-
tækjum í landinu sem fara að
lögum? Á þá að veita þeim einhvern
sérstakan skattaafslátt?“ spurði Ró-
bert.
Tími til að sýna klærnar
Samhljómur um markmiðin en þingmenn Sjálfstæðisflokks með efasemdir
Morgunblaðið/Ómar
Verðlaun í boði Róbert Marshall er ekki hrifinn af hugmyndum um að
„verðlauna sérstaklega fyrirtæki fyrir það að virða mannréttindi“.
Í HNOTSKURN
» Lög um jafnrétti karla ogkvenna voru fyrst sett 1976
en þeim var síðast breytt 2000.
» Frumvarpið sem nú errætt um byggir á störfum
nefndar sem var skipuð í júní
2006.
Alvarleg brot
Viðskiptanefnd Alþingis mun heim-
sækja Sam-
keppniseftirlitið í
dag og m.a. ræða
fregnir af meintu
verðsamráði
Krónunnar og
Bónuss.
Fréttirnar voru
ræddar í upphafi
þingfundar í gær.
Atli Gíslason,
VG, var málshefj-
andi og sagði að auk verðsamráðs
væri verðlagi breytt oft á dag og því
ekkert að marka „heilsíðuauglýs-
ingar þessara stórfyrirtækja, sem
birtast bæði í blöðum og í sér-
stökum bæklingum“.
„Opinbert eftirlit virðist vera í mol-
um. Það er ef til vill ekki við þær
stofnanir sem eiga að sjá um þetta
að sakast heldur það umhverfi sem
þeim er búið. Þær búa allar við fjár-
svelti og eru mjög fáliðaðar,“ sagði
Atli.
Skert en ekki
frjáls samkeppni
Þingmenn allra flokka tóku undir
með Atla að fréttirnar væru mjög al-
varlegar og stjórnarliðar ítrekuðu að
þessi mál yrðu skoðuð, líkt og við-
skiptaráðherra hefði þegar lýst yfir.
„Mér finnst reyndar óþarfi að setja
málið í það samhengi að Sam-
keppnisstofnun sé í einhverju fjár-
svelti. Aðalatriðið er að upplýst verði
hvort fyrirtæki á matvörumarkaði
séu í einhvers konar aðför að neyt-
endum,“ sagði Sigurður Kári Krist-
jánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks.
Jón Magnússon, Frjálslyndum, velti
því upp hvort ekki ætti að gera sér-
staka úttekt á matvörumarkaðinum.
„Þar er ekki um frjálsa samkeppni
að ræða, þar er um skerta sam-
keppni að ræða,“ sagði Jón.
Saman en í sundur
Frjálslyndi flokkurinn og VG hafa
lagt fram sitt þingmálið hvort um að
ríkið yfirtaki Spöl hf og skuldir fyr-
irtækisins og felli niður veggjald um
Hvalfjarðargöng. Frjálslyndi flokk-
urinn leggur málið fram sem frum-
varp til fjáraukalaga en VG hefur lagt
fram þingsályktunartillögu.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag og
eru bæði stjórnarfrumvörp og þing-
mannamál á dagskrá.
Atli Gíslason
ÞETTA HELST …