Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 21

Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 21 Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi ,,Læs“ á átta vikum Byrjendanámskeið í lestri. Næsta lestrarnámskeið hefst 12. nóvember og lýkur 24. janúar. Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum en hentar líka eldri börnum sem hefur borið upp á sker í lestr- inum. Kennt er hálftíma á dag fjórum sinnum í viku. Hópar eru þrír kl. 8.00 og 8.30. og 9.00 Verð kr. 30.000, námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834. Að kenna lestur Námskeið í lestrarkennslu verður haldið laugardaginn 10. nóvember kl. 10.00 til 15.00. Það hentar bæði leikum og lærum. Verð kr. 15.000. Námsefni er innifalið. Þegar ég var ungur stúdent ístarfsnámi í DeutschesTheater í Austur-Berlín kom þangað eitt sinn frægur sov- éskur leikflokkur og sýndi verk eftir Gorkí. Leikhúsið var stút- fullt á fyrstu sýningu og allir starfsmenn DT mættir til að horfa á kollegana. Það var mikið hlegið í salnum að þeirri ýktu írónísku mynd af harmleik sem þar var brugðið upp af tilfinn- ingasemi Stanislavski-aðferð- arinnar. Fögnuður gríðarlegur í lokin. Lengi stappað og klappað eins og Þjóðverja er siður. Og á eftir sérstaklega rætt hve flott hefði verið hjá leikflokknum að vera með sömu harmrænu ásjón- una í framkallinu og í sýningunni.    Daginn eftir þegar ég mætti áæfingu var svipurinn á leik- urum og leikstjóra sem var að æfa gamanleikinn Don Juan eftir Moliere sá sami og á sovésku leikurunum kvöldið áður. Allir voru miður sín. Það hafði nefni- lega komið í ljós að leikhópurinn sovéski elskaði sinn Stanislavski og af engri kaldhæðni, þörf fyrir að vera sannur og trúr í harm- inum réði þeirra för. Þjóðverjar skömmuðust sín niður í tær fyrir að hafa ekki komið með opnum huga í leikhúsið heldur gengið út frá því að allir elskuðu sömu að- ferðir í leikhúsi og þeir.    Þessi minning kemur upp íhugann þegar ég heyri sum viðbrögð við sýningu Volksbühne í Berlín í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi á verki Tennessee Williams Sporvagninum Girnd eða Endastöðin Ameríka einsog leikgerð Franks Castorfs leik- stjóra heitir. Í sýningunni er að nokkru leyti byggt á aðferð úr austur-þýsku og austur-evrópsku leikhúsi sem síðar breiddist út um Evrópu. Leikstjóri, leikhópur vinnur út nýja sýn á gamalkunnu verki sem hann telur eiga erindi við samtímann. Sú sýn er oft stíl- færð á írónískan hátt og í leikinn eru unnin ótal smáatriði og vís- anir út og suður til að styðja sýn- ina. Galdurinn liggur í því að fljótlega telur áhorfandinn sig vita hvert leikstjórinn er að fara, sýningin verður að nokkurs kon- ar ratleik þar sem ánægjan felst í því að uppgötva hversu hugvits- samlega í leiknum er hægt að styðja og víkka grunnhugmynd- ina. Þessi aðferð þróaðist ekki úr engu, voru engar tiktúrur eða stælar í leikstjórum. Þannig var brugðist við ritskoðun í alræð- isríkjum því hver getur bannað gátur! Þannig urðu m.a. mörg austur-þýsk leikhús miðstöðvar andófs í landinu. Og nú er þetta ein þeirra hefða sem þýskt leik- hús byggist á.    Ýmsir innan íslensks leikhússem í gegnum tíðina hafa verið bundnir þeirri hugmynd að leikhúsið eigi að vera „trútt texta höfundar“ og helst setja upp öll verk í íslenskum anda Stan- islavski hafa oft brugðist ókvæða og með ólíkindum við hug- myndum og leikstjórum frá aust- ur-evrópsku menningarsvæði einsog til dæmis Litháanum Ri- mas Tuminas og nú Frank Ca- storf. Kómískum hæðum nær sú afstaða þegar einn gagnrýnanda sýningar Castorfs fárast yfir því „að meira segja leirtauið er mölv- að áður en yfir lýkur“, en ná- kvæmar skráningar sama manns á viðbrögðum áhorfenda, sem höfðu gaman að sýningunni, fær hugann líka til að leita aftur til Austur-Berlínar og þá ekki til þeirra Þjóðverja sem skömmuðust sín niður í tær fyrir að vera ekki nógu víðsýnir, heldur hinna sem voru handhafar stóra sannleika. AF LISTUM María Kristjánsdóttir Þýskt Frá sýningu Volksbuhne í Borgarleikhúsinu á Sporvagninum Girnd eða Endstation America, í leikgerð leiksjórans, Franks Castorfs. » Þjóðverjar skömm-uðust sín niður í tær fyrir að hafa ekki komið með opnum huga í leikhúsið heldur gengið út frá því að allir elskuðu sömu að- ferðir í leikhúsi og þeir. majak@simnet.is Að taka á móti gestum NÝJA bókin hans Arnaldar er með eina vinsælustu sögupersónu lands- ins í aðalhlutverki, Erlend rannsókn- arlögreglumann, og nú rannsakar hann sjálfsmorð konu í sumarbústað við Þingvelli. Í sjálfu sér virðist ekkert dul- arfullt við þetta dauðs- fall, konan hefur aldrei jafnað sig eftir andlát móður sinnar tveimur árum fyrr, læknirinn maður hennar, er agn- dofa en þó vekur málið forvitni Erlends svo hann fer að kynna sér sögu þessarar konu, óbeðinn og allt að því í trássi við embætti sitt. Í ljós kemur að hún hef- ur heillast af hug- myndum um líf eftir dauðann og leitaði allra leiða til að ná sambandi við framliðna móður sína. Inn í frásögnina fléttast tvö eldri mál og óskyld, mannshvörf, þar sem ungur piltur og stúlka hurfu spor- laust, engin tengsl eru á milli þeirra mála, en Erlendur hefur tengst föður piltsins í gegnum árin og aldrei lagt málið alveg til hliðar. Loks er það persónulegt líf Erlends sjálfs þar sem eru uppkomin börn hans tvö og Hall- dóra, fyrrverandi kona hans, sem kennir honum um allt sem aflaga hef- ur farið í lífi hennar og barna þeirra. Hatar hann. Það þarf ekki að orðlengja það mat undirritaðs að hér er komin besta skáldsaga Arnaldar frá því Graf- arþögn kom út en sitt sýnist hverjum í því tilliti og lesendur hans eiga sér uppáhaldsbækur eftir smekk hvers og eins. Harðskafi er skáldsaga í miklu jafnvægi, bæði hið ytra og innra, Er- lendur gengur einn og óstuddur í gegnum frásögnina, félagar hans úr fyrri bókum, Elínborg og Sigurður Óli, koma tæpast við sögu; Erlendur hefur mildast og Arnaldur stendur traustum fótum í frásögninni, hún er yfirveguð, spennandi en fullkomlega áreynslulaus og það sem meira er, mannskilningur Arnaldar, sem var helsti styrkur hans í Grafarþögn, ljómar einnig af þessari frásögn. Eitt af áhrifameiri atriðum bókarinnar er þegar Erlendur og Halldóra hittast til að reyna sættir og það fer út um þúfur en þó hefur Halldóra öðlast samúð lesandans og skilningur dýpkað á kjörum hennar, vænt- ingum og vonbrigðum. Erlendur opnar sig gagnvart henni á sjald- gæfan hátt en lokast jafnharðan aftur og get- ur ekki útskýrt fyrir dóttur sinni hvers vegna sættir séu ekki inni í myndinni. Kunn- átta Arnaldar felst ein- mitt í því að segja hlið- arsögur sem virðast ekki eiga neitt skylt við aðalþráðinn, en fléttast þó við þannig að þegar frásögninni lýkur getur annað ekki án hins verið. Þetta gerir Arnaldur með því að samhliða því að grafast fyrir um orsakir sjálfsmorðs- ins og upplýsa það mál kemst Er- lendur nær sjálfum sér og finnur í lok bókar einhvers konar sátt við sjálfan sig og fortíð sína. Hann kemst að því að það er líf eftir dauðann en þó ekki endilega í þeim hefðbundna skilningi sem lagður er í hugtakið. Þetta verð- ur á endanum mun mikilvægari nið- urstaða en lausn málsins sem setti þó atburðarásina af stað í upphafi. Erlendur í aðalhlutverki BÆKUR Skáldsaga Vaka-Helgafell 2007 295 bls. Harðskafi – Arnaldur Indriðason Hávar Sigurjónsson Arnaldur Indriðason Í JÓLABLAÐI Morgunblaðsins 30. nóv. verður yfirlit yfir aðventu- og jólatónleika. Þeir sem vilja vera með sendi upplýsingar um stað, stund, flytjendur og efnisskrá á netfangið jolatonleikar@mbl.is fyrir 20. nóv. Jólatónleikar GLÆPASAGNAHÖFUNDAR skrifa iðulega margar bækur þar sem sama persóna fæst við ný og ný sakamál. Er- lendur Arnaldar og Stella Blómkvist eru dæmi um sögupersónur sem eiga sér framhaldslíf og nú er fimmta bókin um Einar, blaðamann á Síðdegisblaðinu, komin út. Dauði trúðsins gerist á Akureyri um verslunarmannahelgi. Fjölskylduhátíðin „Allt í einni“ stendur sem hæst og lög- reglan hefur í nógu að snúast vegna slagsmála og nauðgana sem fylgja slík- um samkomum. Einar er á höttunum eftir einhverju fréttnæmu, glímir við fortíðardrauga og föðurhlutverk meðan hann sogast inn í snúið sakamál. Stúlka finnst látin í yfirgefnu húsi, dularfullt vitni talar í gátum, kvikmyndastjörnur setja allt á annan endann, hægt raðast brotin saman (fullhægt), m.a. fyrir tilstilli lang- sóttra vísbendinga, dulargerva og rafrænna upplýs- inga eins og Íslendingabókar, Google og gagnasafns Morgunblaðsins. Það er miklu fremur afslappaður stíllinn, húmorinn og frásagnargleðin sem heldur manni við bókina heldur en spennan yfir glæpamál- inu. Sagan snýst að miklu leyti um ógæfufólk sem hefur glatað sjálfsvirðingu sinni og lent á glapstigum en litlu munaði að Einar lenti þar sjálfur á árum áður. Hann er nú hættur að drekka en er í þunglyndislegri miðaldrakrísu. Flestar persónur sögunnar eru dregn- ar einföldum dráttum: yfirlögreglustjórinn Ólafur Gísli er bangsalegur góðvinur Einars, röggsamur og hjartahlýr; ritstjórarnir Trausti og Hannes eru fulltrúar ólíkra gilda í viðskiptum; og nýja blaðakon- an, Sigurbjörg, kemur Einari á óvart, eldklár og bráðhugguleg í ljósri buxnadragt. Fórnarlömbin eru hins vegar frekar daufleg og vondu kallarnir ekki nema staðalmyndir spill- ingar, losta og græðgi. Gamlir taktar úr fyrri bókum um Einar ylja dyggum les- endum um hjartarætur, s.s. orðaleikir, íronía og vísanir en titill sögunnar er úr dramatískum texta The Kinks. Texta- brot eru þó ofnotuð í sögunni og óljós tenging við þjóðsöguna um móðurina í kví-kví bætir litlu við spennu eða túlk- un. Það er algengt í raunsæisglæpasög- um að taka á ýmsum málum sem brenna á samfélaginu. Í sögunni er harðsoðin þjóðfélagsgagnrýni á ferð, dregin er upp dökk mynd af samfélagi okkar þar sem ofbeldi, einelti og mis- notkun fá að þrífast og enginn skeytir um þá sem minna mega sín. En gagnrýnin beinist líka að Einari sjálfum og kynslóð hans: „Fyrir nokkrum árum, þegar ég var einn af harðjöxlunum, mátti flest kvöld ganga hér að ýmsum kollegum mínum af fjölmiðlunum vísum. En stéttin er orðin ráðsettari og stilltari, eins og ýmsar aðrar stéttir, litlaus af langri skólagöngu og hagsmunagæslu, en snyrtileg. Of oft finnst mér ritstjórnirnar minna á ópersónulegar verksmiðjur þar sem starfsfólkið sit- ur við færiband að framleiða dálkafyllingar sem hugnast og gagnast fáum öðrum en þeim sem aug- lýsa í sama blaði. Svo stimplar fólk sig út og fer heim í kjarnafjölskylduna með viðkomu í ræktinni. Er ég ekki einmitt orðinn svona sjálfur? …“ (284). Dauði trúðsins er lipurlega skrifaður krimmi og ágætis afþreying þótt framvindan sé hæg. Boðskap- urinn er skýr og þarfur: „Það er ekki aukaatriði, heldur aðalatriði, hvernig fólk kemur fram við fólk, utan sem innan fjölskyldna, foreldrar við börn og börn við foreldra“ (378). Sá boðskapur á sjaldan eins brýnt erindi við okkur og nú á dögum. BÆKUR 391 bls. JPV 2007. Árni Þórarinsson – Dauði trúðsins Árni Þórarinsson Brellinn blaðamaður Steinunn Inga Óttarsdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.