Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 35

Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 35 ekki hefðu staðið undir væntingum. Hún hafði góða kímnigáfu og naut þess að taka þátt í umræðum á góðri stund og þá var húmorinn oft grág- lettinn og beittur. Geira var fjölhæf, hún skrautritaði með afbrigðum vel og margir leituðu til hennar með verkefni, hún var handverksmaður góður og með henni blundaði sterk- ur, listrænn strengur. Hún hafði yndi af söng og á því sviði naut hún sín nokkuð fyrir vestan. Hún var hugmyndarík og frumleg og tæki- færisgjafir á jólum báru þess merki. Geirfinna var greind, hafði lokið námi frá Bifröst og þess naut ég raunar í daglegu samstarfi, m.a. í samskiptum við erlenda viðskipta- aðila en hún var næm tungumála- manneskja. Þegar ég læt hugann reika á þessum erfiðu tímamótum til samveru okkar og samvinnu, þá kemur margt upp í hugann. Umfram allt mikill tregi og sorg, við að sjá á eftir elskulegri og góðri konu í blóma lífsins sem ég vildi fá að vera sam- ferða svo miklu lengur. Þótt fas Geiru einkenndist af ró og hlédrægni þá skynjaði ég af kynnum mínum og viðræðum við hana að hún átti sína leyndu drauma og hafði fyrirætlanir þegar færi gæfist. En dæturnar áttu hug hennar allan og framtíð þeirra vildi hún fyrst og fremst tryggja. Það er mér mikils virði nú að hafa stuðlað að því að hún komst til nokk- urra mánaða dvalar við Gullsmíðahá- skólann í Kaupmannahöfn í lok námssamnings okkar. Hún gat kom- ið dætrunum í öruggt skjól hér heima hjá ömmu og afa og naut dval- arinnar ein og frjáls. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðið vitni að jafn mikilli og einlægri gleði og ánægju af einföldu tilefni, að okkur flestum finnst. En ekki henni. Þang- að ætlaði hún aftur og hún ætlaði að vera lengi. Og nú er hún horfin, sam- bandið rofið um sinn. Erfiðu oki hef- ur verið létt af henni og vonandi get- ur hún frjáls farið víða og jafnvel til Danmerkur sem hún unni svo mjög. Við vinir hennar fylgjum henni í hug- anum og sendum henni hlýjar kveðj- ur með innilegri þökk fyrir góðar minningar sem við búum að. Á útfar- ardegi sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til dætranna tveggja, Lífar og Tinnu, og fjöl- skyldu hennar allrar. Dýrfinna Torfadóttir. Það er með söknuði og sorg í hjarta sem við kveðjum Geirfinnu Guðrúnu Óladóttur sem hefur nú lot- ið í lægra haldi fyrir erfiðum sjúk- dómi. Geira kom til starfa sem ritari á skrifstofu Alþingis árið 2001. Hún var frábær starfsfélagi, glaðlynd, traust og ávallt reiðubúin að takast á við hvað sem var. Geira lífgaði sann- arlega upp á umhverfið í sínum skrautlegu klæðum og sérstöku og fallegu skartgripum. Hún sagði eitt sinn að sér fyndist hún ekki vera full- klædd fyrr en hún var búin að setja upp eyrnalokkana. Þegar starfsmannafélagið fór í kynnisferð til Kaupmannahafnar fyrir þremur árum tók Geira að sér að ganga með hópinn um Íslendinga- slóðir og segja frá. Öllum sem fóru með í þá för er hún enn í fersku minni, svo skemmtilega og fróðlega var sagt frá. Enda var Geira þarna á heimaslóðum en hún hafði numið gullsmíðar í Kaupmannahöfn og fannst alltaf gott að koma þangað. Hún leit gjarnan við á gullsmíðastof- um til að fylgjast með í faginu. Í sumar fór hún í sína síðustu för til Hafnar og fannst ómetanlegt að hafa komist þangað með dæturnar til vera með þeim á þessum slóðum sín- um. Síðasta ferðin sem Geira fór með vinnufélögunum var í vor þegar frá- farandi forseti Alþingis bauð starfs- liði til Þingvalla í dásamlegu veðri. Hún var afskaplega glöð að hafa komist í þá ferð og allir þakklátir að fá hana með. Geira var mjög listfeng og vildi alltaf vera að gera eitthvað í hönd- unum. Þegar lyfin fóru loksins að veita henni hlé frá kvölum þráði hún helst að koma heim; bara til að búa til eitt kort, skapa eitthvað. Hún kom líka víða við í starfinu, skrautritaði fyrir ýmis hátíðleg tækifæri og útbjó gestabók og blómavasa í snatri þeg- ar slíkt vantaði fyrir handverkssýn- ingu. Og ekki má gleyma söngnum, en Geira hafði lært söng og tróð upp á starfsmannaskemmtunum og hefði hver atvinnusöngvari verið full- sæmdur af þeim flutningi og sviðs- framkomu. Við sérstök tækifæri í þingstörf- um bakaði Geira brauð fyrir vinnu- félaga og þingmenn í Vonarstræti 12 af mikilli umhyggju. Í haust þegar umræður um stefnuræðu forsætis- ráðherra fóru fram tóku menn sig saman og hringdu í hana í tilefni dagsins, en þetta hafði einmitt verið einn af þeim dögum sem hún birtist með brauðið sitt. Geira hafði líka áhuga á útivist og átti hjól eitt mikið og vandað sem hún fór á vítt og breitt um landið, til Laugarvatns og Þingvalla og víðar. Hún sótti mikinn styrk til hjólreiða- kappans Lance Armstrongs og sagði að úr því að hann hefði getað sigrast á krabbameini skyldi hún gera það líka. Viljastyrkurinn var ótrúlegur þótt hún yrði að láta undan að lokum. Hún fór á kaffihús og naut þess að fá gott kaffi þegar nokkur kostur var á því, hún keypti sér kjólinn sem hana langaði í þótt hún væri ekki viss um að nota hann nokkurn tímann og hún taldi dagana sem hún var samvistum með fjölskyldu sinni og ekki síst barnabarninu. Við færum fjölskyldu Geiru samúðarkveðju. Starfsmenn Alþingis. Fyrir rúmum 26 árum útskrifaðist Geira frá Samvinnuskólanum að Bif- röst. Við sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samvistum við Geiru þessi tvö ár sem námsdvöl okkar stóð yfir að Bifröst kveðjum hana nú með söknuði. Geira var ákaflega hæfileikarík kona og í minningunni stendur upp úr hve fal- lega söngrödd hún hafði og hversu listræn hún var. Geira var mjög vel liðin af sam- nemendum sínum á Bifröst og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum svo sem ritari skólafélagsins og kór- stjóri. Hún söng auk þess í kvartett og með skólahljómsveitinni ásamt því að vera ein helsta driffjöðrin í listaklúbb nemenda. Í svo litlu sam- félagi sem heimavistarskóli með rúmum 70 nemendum er kynnist fólk mjög vel. Geira hafði mjög þægi- lega nærveru og þótti okkur skóla- félögunum ákaflega vænt um hana. Hún var oft á sinn hægláta hátt rödd skynseminnar meðal ærslafengnari skólasystkina og var einnig þannig manneskja að gott var að leita til hennar ef ráðlegginga var þörf. Við söknuðum Geiru sárt á síðasta ár- gangsmóti en þá var hún orðin slæm heilsu og vissum við því hvert stefndi. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Geiru og fyrir þær góðu minningar sem við eigum frá samverustundum okkar með henni. Við minnumst einnig þess æðruleys- is, yfirvegunar og innri styrks sem hún sýndi af sér í veikindum sínum og ber þess vott hve heilsteypt manneskja hún var. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir (Hannes Pétursson.) Við vottum dætrum Geiru og öll- um ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Útskriftarárgangur Samvinnuskólans 1981. Geira var hjartað og sálin í húsinu okkar, Vonarstræti 12. Hún sinnti okkur þingmönnunum af einstakri samviskusemi og húshaldinu af slíkri hlýju og alúð að það var alltaf gott að koma í vinnuna og byrja daginn í litla almenningnum okkar. Við þessa kveðjustund, sem manni finnst svo ótímabær, er hugurinn fullur þakklætis fyrir að hafa verið í hópi þeirra sem fengu notið um- hyggju Geiru og nærveru. Ég minn- ist þess hvernig hún ákvað stundum að gera sér dagamun, og okkur um leið, með því að kaupa alveg sérstaka nýmalaða kaffiblöndu og hvernig hún fékk blómin í gluggunum til að standa í stöðugum blóma. Ég minn- ist þess hvernig hún útbjó veislur fyrir okkur á hverju hausti eftir um- ræður um stefnuræðu forsætisráð- herra og aftur á vorin eftir eldhús- dagsumræður. Þá bakaði hún brauð og breytti fundarsalnum okkar í hlý- legan veislusal. Ég minnist „litlu- jólanna“ sem hún ákvað að við skyld- um halda í húsinu. Þá kom hún með sínar einstöku smákökur, sem hún hafði nostrað við með handbragði listamannsins. Listfengi hennar var einstakt og hafði áhrif á nánast allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði sérstakt dálæti á pappír og skapaði fallegustu heillaóskakort úr fágætum pappír sem hún hafði safnað. Hún hafði gaman af fallegum fötum og valdi oftar en ekki sérhannaðar flíkur sem báru höfundum sínum sterkt vitni. Á aðventunni fór hún, eftir að venju- legum vinnudegi lauk, á gullsmíða- verkstæði kollega síns og smíðaði skart úr eðalmálmum. Handbragð hennar mun líka lifa í gestabók Al- þingis, en í hana skrautritaði hún hverja titilsíðuna af annarri svo unun var á að horfa. Hún hafði einstakt lag á að fegra lífið og tilveruna, bregða túrkisbláum ljóma yfir hversdags- leikann og gera hann áhugaverðan. Elsku Geira, það verður einmana- legt á „litlu jólum“ sem eru fram- undan. En það verður dúkað borð og það verða bakaðar Geiru-kökur og það mun loga á skreyttu kerti á miðju borðinu, til minningar um góða vinkonu. Megi ljós og kærleikur umlykja og styrkja móður, dætur og augastein- inn litla ömmudrenginn í sorginni. Kolbrún Halldórsdóttir. Í byrjun vikunnar barði sorgin að dyrum hjá okkur sem undanfarin ár höfum haft vinnuaðastöðu í skrif- stofuhúsnæði Alþingis í Vonarstræti 12. Geirfinna Guðrún Óladóttir, hún Geira okkar, lést eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Í átta ár, frá 1999 og fram að alþingiskosningum sl. vor deildu þingflokkar Vinstri – grænna og Frjálslyndra aðstöðu í hinu sögufræga húsi. Lengst af þeim tíma var Geira lífið og sálin í hinu ágæta samfélagi sem þar dafnaði í sátt og samlyndi. Hún var ekki ein- asta afburðaduglegur og fjölhæfur starfsmaður heldur varð hún einnig sjálfkrafa og af mannkostum sínum félagi og vinur okkar allra sem hún starfaði með. Geira átti stærstan þátt í að Vonarstrætið varð aldrei eins og stundum vill verða sálarlaust skrifstofuhúsnæði og aðeins vinnu- staður heldur heimilislegt samfélag. Fyrir mína hönd og okkar allra sem þess nutum vil ég þakka. Allt lék í höndum Geiru. Skipti ekki máli hvort það var að ráða fram úr og koma viti í illlæsilega hand- skrifaða texta eða vinna úr einhverju sem var talað í flýti inn á band. Hún var vel máli farin og ritfær, smekk- manneskja jafnt á málfar sem frá- gang og útlit. Ef skrautrita þurfti skjöl til hátíðarbrigða þurfti Alþingi ekki að sækja vatnið yfir lækinn meðan Geiru naut við. Listrænir hæfileikar hennar nutu sín auðvitað ekki síst þegar hún tók til hendinni í sínu fagi við smíði glæsilegra skart- gripa og muna. Meira að segja við bakstur sló hún öllum við og kom iðulega færandi hendi í samkvæmi hvort sem var í Vonarstrætinu eða í heimahús sem fjölskylduvinur með bestu kryddbrauð í heimi. Það er hart að þurfa að kyngja því að þessi hæfileikaríka og góða mann- eskja, sem hún Geira var, sé nú tekin frá okkur á besta aldri, en þannig er komið samt. Þá er ekki annað að gera en þakka allt það góða sem hún lét af sér leiða og fyrir það að hafa fengið að kynnast henni og eiga að samstarfsmanni og vini. Ég votta að- standendum öllum samúð mína og fjölskyldu minnar. Þeirra missir er mikill, en megi minningin um mæta manneskju vera þeim huggun. Steingrímur J. Sigfússon.  Fleiri minningargreinar um Geirfinnu Guðrúnu Óladótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDIGUNNUR KRISTINSDÓTTIR, Skíðabraut 15, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 29. október síðastliðinn. Verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 13.30. Börn, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA FINNSDÓTTIR frá Ísafirði, til heimilis að Lönguhlíð 15, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 1. nóvember á Líknardeild Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15:00. Læknum og hjúkrunarfólki á líknardeild og Landspítala Fossvogi eru færðar innilega þakkir fyrir góða umönnun og alúð. Bragi Ragnarsson, Jónína Gissurardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR SIGURÐSON, Bústaðavegi 75, Reykjavík, áður til heimilis á Dalvík, lést laugardaginn 27. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir, Hanney Árnadóttir, Helgi Jónsson, Snorri Gestsson, Auður Ingvarsdóttir, Signý Gestsdóttir, Hákon Aðalsteinsson, Sigurpáll Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR IBSEN, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 31. október. Útför verður auglýst síðar. Kristín Guðmundsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Þórir Ibsen, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Kær bróðir minn, TRAUSTI PÉTUR TRAUSTASON, varð bráðkvaddur í Kaupmannahöfn sunnudaginn 16. september. Minningarstund var haldin i Söndre-kapellu í Kaupmannahöfn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey á Akureyri að ósk hins látna. Sigríður Traustadóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg systir mín og frænka okkar, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36, Reykjavík, lést að morgni 31. október. Útförin fer fram föstudaginn 9. nóvember frá Háteigskirkju, kl. 14.00. Guðný Þórðardóttir, Gunnvör Valdimarsdóttir, Jóhann G. Sigfússon, Ragna, Alda Sif, Þorsteinn, Þórgunnur og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.