Morgunblaðið - 02.11.2007, Page 53

Morgunblaðið - 02.11.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 53 BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI / AKUREYRI MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10 B.i. 7 ára THE INVASION kl. 8 - 10 B.i. 16 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:50 B.i. 10 ára WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK THE KINGDOM kl. 8 B.i. 16 ára HALLOWEEN kl. 10:10 B.i. 16 ára ÆVINTÝRAEYGJA IBBA m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10:10 B.i. 16 ára VEÐRAMÓT kl. 8 B.i. 14 ára / SELFOSSI HEARTBRAKE KID kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára GOOD LUCK CHUCK kl. 8 LEYFÐ THE KINGDOM kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA STÆRSTA MYND ÁRSINS Á ÍSLANDI eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI eeee “MARGNÞRUNGI SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE - S.F.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Þegar á bjátar má treysta á Það að sannar hetjur gefast ekki upp! 600 kr.M iðaverð SÝND Í KRINGLUNNI Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. NICOLE KIDMAN DANIEL CRAIG HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI TOPPMYN DIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI byggð á kvikmyndinni „invasion of the body snatchers“ frá leikstjóra downfall og wachowski bræðrum, handritshöfundum matrix. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is REGÍNA Ósk er á þönum dag sem dimma nátt í starfi sínu sem söng- kona og ef hún er ekki syngjandi sjálf er hún að kenna öðrum listina. Eljusemin tekur því til margra þátta; auk þess að syngja sóló um hverja helgi (og allar eru þær upppantaðar langt fram í tím- ann) syngur hún líka með Euro- bandinu, sem hún og Friðrik Ómar stofnuðu fyrir einu og hálfu ári til „að fá útrás fyrir þessa Eurovisi- ondýrkun okkar,“ eins og Regína orðar það. Auk þess eru hún, Mar- grét Eir, Hera Björk og Heiða Ólafs með söngkvartettinn Rott- urnar, þá væntanlega með tilvísun í The Rat Pack. Þá tekur hún líka þátt í væntanlegum Frostrósartón- leikum. Og svo eru það sólóplöt- urnar, orðnar þrjár á þremur ár- um, nokkuð ör útgáfa miðað við það sem gengur og gerist í þeim bransa. „Já, það er rétt. Ég var lengi vel þekktust sem bakraddasöngkona en söng þó alltaf sóló líka. En það var svo ekki fyrr en 2005 sem ég stíg fram sem sólólistamaður á plötu. Eigum við ekki að segja að ég hafi flýtt mér hægt í þeim efn- um,“ segir Regína og brosir, þegar blaðamaður spyr hvernig það hafi verið að stíga svona fram fyrir skjöldu loksins. Plötum hennar hefur verið vel tekið, jafnt hjá gagnrýnendum sem kaupendum. „Þetta hefur verið jöfn og góð sala, það góð að það þykir ástæða til að láta mig halda þessu áfram. Þá er ég sátt,“ segir hún. Kalli, Barði og Regína Aðspurð um þróun þessara platna segir Regína þær afar ólík- ar innbyrðis. „Það var ákveðið að feta þetta varlega í byrjun og fyrsta platan, sem er samnefnd mér, sam- anstendur að mestu af tökulögum. Svo langaði mig til að prófa eitt- hvað allt annað á þeirri næstu, Í djúpum dal, og ég fékk Barða Bang Gang í lið með mér. Það var mjög skemmtilegt að vinna þá plötu. En núna eru öll lögin frum- samin og samdi ég þau sjálf með Karli Olgeirssyni. Það er frábær tilfinning, að standa persónulega á bakvið allan pakkann, og hafa hönd í bagga með öllu sem við- kemur þessu ferli.“ Gæti ekki verið betra Regína segist enn vera að skoða hvernig hún eigi að fagna útkom- unni. „Eiginlegir útgáfutónleikar verða kannski ekki fyrr en seinna. Enda er ég hvort eð er syngjandi út um allar trissur fram að jólum. Og svo er það kennslan og það gefur mér mikið að vera að sinna henni. Ég get lofað þér því að í nemendahópnum mínum leynast nokkrar af stórstjörnum framtíð- arinnar. Ég sé það bæði og heyri!“ Regína segir að fyrir nokkrum árum hafi hún tekið ákvörðun. Að hún ætlaði að lifa af því að syngja. Eða kannski syngja til að lifa? „Þetta er allt saman að ganga eftir,“ segir hún að lokum. „Og það er ekki hægt að hugsa sér betri stöðu að vera í.“ Nú set ég þristinn út … Regína Ósk Óskarsdóttir sendi í vikunni frá sér sína þriðju sólóplötu á jafn mörgum árum Morgunblaðið/Ómar Díva „… frábær tilfinning, að standa persónulega á bakvið allan pakkann og hafa hönd í bagga með öllu sem viðkemur þessu ferli“ segir Regína Ósk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.