Morgunblaðið - 02.11.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 02.11.2007, Síða 56
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Samþykkja ekki samruna  Borgarráð fellst ekki á samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy og telur jafnframt að þjónustusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og REI sé óviðunandi. Gera á stjórnsýsluúttekt á Orkuveit- unni. » Miðopna Breytt aðferðafræði  Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segir ASÍ ekki geta gert ann- að en breytt aðferðafræði sinni í tengslum við verðlagseftirlit í ljósi þess einbeitta vilja sem verslanir Bónuss og Krónunnar hafi sýnt til þess að blekkja neytendur. » 2 Skipulag gagnrýnt  Jóhannes Þórðarson, deild- arforseti hönnunar- og arkitekt- úrdeildar Listaháskóla Íslands, gagnrýnir skipulag við Borgartún í Reykjavík og telur borgina hafa glatað tækifæri. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Neytendur … engin fífl! Forystugreinar: Málefnalegur sigur Sjálfstæður Seðlabanki Ljósvaki: Grá anatómía UMRÆÐAN» Orð til Katrínar Júlíusdóttur Gefum þeim það Sögulegt tækifæri til breytinga Glannaleg ummæli Lexus ætlar að ná sölu af BMW Bíllausir Ólympíuleikar Karatekappi í kappakstri Hin svakalegasta græja BÍLAR »   4 4 4   5  $6#& . #+ $ 7   ' ##3# ( . #  4  4 4 4  4 4 - 81 &   4 4 4 4 4  9:;;<=> &?@=;>A7&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&8#8=EA< A:=&8#8=EA< &FA&8#8=EA< &2>&&A3#G=<A8> H<B<A&8?#H@A &9= @2=< 7@A7>&2+&>?<;< Heitast X °C | Kaldast X °C  Norðvestan 10-15 m/s. Víða skúrir eða él, léttir til sunn- anlands. Frystir fyrir norðan með kvöldinu. » 10 Listahátíðin Unglist 2007 hefst í dag, sex- tánda árið í röð. Há- tíðin er helguð sköp- un og sprengikrafti ungs fólks. » 50 LISTIR» Listahátíð ungmenna TÓNLIST» Regína Ósk gefur út sína þriðju sólóskífu. » 53 Ríkisútvarpið mun frá áramótum verða með starfsstöðvar í London, Kaup- mannahöfn og New York. » 48 FJÖLMIÐLAR» RÚV í þrem- ur borgum TÓNLIST» Sinfó höfðar til unga fólksins. » 52 LEIKHÚS» Kynferðislegt ofbeldi í Ökutímum. » 48 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum 2. Fanney Lára fegurst fljóða 3. Dunduðu sér við daður … í NY 4. Myndaðir á mikilli ferð „ÞÆR geta sungið eins og englar. Hjá þeim fæ ég þennan fallega veika og háa tón sem er mjög erfiður. En þær eru tæknilega góðar, og ég not- færi mér englasönginn þeirra mikið í verkinu,“ segir John Speight en nýtt stórt verk eftir hann, Stabat Mater, verður frumflutt á tónleikum kvennakórsins Vox feminae í Há- teigskirkju á morgun kl. 17. John Speight er eitt okkar af- kastamestu tónskálda og stórverk hans fyrir kóra, eins og Sam’s Mass og Jólaóratorían Barn er oss fætt hafa vakið mikla athygli. Fyrir síð- arnefnda verkið fékk hann Íslensku tónlistarverðlaunin, en verkið var einnig valið besta verk Evrópu á ár- legum jólatónlistardegi Evrópusam- bands útvarpsstöðva síðasta sunnu- dag fyrir jól árið 2003, en þá eru hundruð verka send út um allan heim allan daginn. Stabat mater er samið fyrir kvennakór, mezzósópran, englahorn og strengjakvintett | 20 Syngja eins og englar Morgunblaðið/Golli John Speight Nýtt verk eftir hann verður frumflutt á morgun. HÁVAR Sigur- jónsson segir í gagnrýni sinni um nýútkomna glæpasögu Arn- aldar Indriða- sonar að hún sé í „miklu jafnvægi, bæði hið ytra og innra“. Í umsögn hans segir jafn- framt að það þurfi „ekki að orðlengja það mat undirritaðs, að hér er komin besta skáldsaga Arnaldar frá því Grafar- þögn kom út“. Gagnrýnandinn telur kunnáttu Arnaldar meðal annars felast í því „að segja hliðarsögur sem virðast ekki eiga neitt skylt við aðalþráðinn, en fléttast þó við þannig að þegar frásögninni lýkur getur annað ekki án hins verið“. | 21 Harðskafi sú besta frá Grafarþögn Arnaldur Indriðason Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ALLAR ljósmæður á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja (HSS), alls átta talsins, sögðu upp störfum nú fyrir mánaðamót og taka uppsagnir þeirra gildi 1. febrúar nk. Þetta staðfestir Þórunn Benedikts- dóttir, hjúkrunarforstjóri HSS, í sam- tali við Morgunblaðið. Aðspurð segir hún ástæðu uppsagnanna vera óánægju með laun. „Þær eru að óska eftir hærri launum, en við erum með stofnanasamning sem var samþykkt- ur vorið 2006 og verðum að fara eftir honum og höfum því miður ekki meira svigrúm. Við höfðum ákveðna peninga til að eyða í stofnanasamning og þeir eru bara búnir,“ segir Þórunn og tekur fram að núgildandi stofnana- samningur gildi til næsta vors. Spurð hvernig brugðist verði við uppsögnunum segir Þórunn að stjórnendur stofnunarinnar séu að- eins nýbúnir að fá fréttirnar og því enn að skoða málið, en ljóst megi vera að rætt verði við ljósmæðurnar á næstunni. Spurð hvort sú staða geti komið upp að ljósmæðralaust verði við HSS frá og með 1. febrúar og vísa þurfi þunguðum konum á svæðinu annað segir Þórunn ekki ásættanlegt að ljósmæðralaust verði við HSS. „Við horfumst í augu við þá alvarlegu staðreynd að þær eru búnar að segja upp og við þurfum að leysa það á ein- hvern hátt. En það er erfitt þegar enginn peningur er til.“ Svigrúm skortir Allar ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa sagt upp vegna óánægju með launakjör sín og stofnanasamning Morgunblaðið/Kristinn Finna þarf lausn Hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja seg- ir ekki ásættanlegt að ljósmæðralaust verði við stofnunina. Í HNOTSKURN »Núgildandi stofnanasamn-ingur Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja tók gildi vor- ið 2006 og gildir til 2008. »Uppsagnir átta ljósmæðravið HSS taka gildi 1. febr- úar næstkomandi. MARGMENNI var á opnun Listasafns Íslands á verkum listmálarans Kristjáns Davíðssonar í gærkvöldi, en þrír salir safnsins hafa verið lagðir undir hana. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri sagðist hæstánægður með sýninguna, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi, enda mikill aðdáandi Kristjáns. Hann væri án efa „vinsælasti unglingur landsins“. Kristján varð níræður í sumar en lætur aldurinn ekki bíta á sig og málar enn af krafti. Forseti Íslands var meðal sýning- argesta í gærkvöldi og sést hér á spjalli við Kristján. Opnun sýningar á verkum Kristjáns Davíðssonar „Vinsælasti unglingur landsins“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.