Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 313. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Skelltu þér í leikhús >> 48BESTA ORÐIÐ TÍU MANNS REKA ÚT ÚR SÉR TUNGUNA OG UPPLÝSA UM UPPÁHALDSORÐIÐ >> 49 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is DAGUR íslenskrar tungu er hald- inn hátíðlegur í tólfta sinn í dag, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Dagur- inn er sem kunn- ugt er fæðingar- dagur Jónasar Hallgrímssonar, en í ár eru liðin 200 ár frá fæð- ingu hans og bera hátíðarhöldin í ár þess merki. Markmiðið með deginum er að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Í samtölum við starfsmenn bæði menntamálaráðuneytisins og Stofn- unar Árna Magnússonar sögðust þeir þeirrar skoðunar að vel hefði tekist að ná þessum markmiðum, enda væri mikil þátttaka í hátíðar- höldum, dagskrám og uppákomum í tilefni dagsins. Ljóst mætti því vera að dagurinn hefði þegar öðlast skýr- an og mikilvægan sess í huga lands- manna. 700 hvatningarbréf send út Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur umfang dagsins vaxið ár frá ári. Menntamálaráðuneytið sendir á hverju hausti hvatningar- bréf til allra mennta- og menningar- stofnana landsins þar sem minnt er á daginn og bent á að hægt sé að leggja rækt við íslenska tungu með margvíslegu móti. Í ár voru send út um 700 bréf til allra leik, grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskóla landsins sem og safna, menningar- stofnana, sveitarfélaga og almenn- ingsbókasafna. Samkvæmt upplýs- ingum frá menntamálaráðuneytinu má fastlega gera ráð fyrir því að all- flestir skólar landsins minnist dags- ins með einhverjum hætti. Þannig eru víða í menntastofnunum lands- ins samverustundir á sal sem og upplestrar ýmist nemenda eða rit- höfunda. Á þessum degi hefst einnig stóra upplestrarkeppnin í grunn- skólum landsins, veittar eru viður- kenningar og verðlaun fyrir ritun ljóða og smásagna, handritasýning- ar og tónlistarflutningur. Stofnun Árna Magnússonar held- ur utan um dagskrá dagsins, en hana má nálgast á vef stofnunar- innar sem og vef menntamálaráðu- neytisins. Sú upptalning viðburða sem þar má sjá er þó engan veginn tæmandi og því ómögulegt að hafa yfirsýn yfir það hversu margir landsmenn halda daginn hátíðlegan með einhverjum hætti. Þess ber að geta að það er ekki bara hérlendis sem Jónasar er minnst, því víða erlendis hafa bæði sendiráð og Íslendingafélög skipu- lagt menningardagskrár í tilefni dagsins. | 20, Miðopna Dagurinn aldrei ver- ið stærri Jónas Hallgrímsson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði í gær húsleit hjá verslanakeðjunum Högum, þ.á m. Bónus og Kaupási, sem rekur m.a. Krónuna, og einnig hjá þremur innflytjendum og heildsölum á matvöru- markaði, Innesi, Íslensk-ameríska og O. Johnson & Kaaber. Talsmenn Bónuss og Krónunnar fagna athuguninni og vonast til þess að niðurstöður liggi sem fyrst fyrir, þannig að þeir megi verða hreins- aðir af áburði um samráð. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að einstaklingar og fyrirtæki hefðu síðustu dagana veitt Samkeppniseftirlitinu upplýsingar sem gerðu það að verkum að nauðsynlegt hefði verið að fara í þessa aðgerð. Rannsóknin beindist bæði að hugsanlegu samráði smásölu og birgja og hins vegar milli smásöluverslana. Aðspurður af hverju ekki hefði verið ráðist í þessar aðgerðir fyrr í ljósi umfjöllunar um samráð á matvörumarkaði að undanförnu. sagði Páll Gunnar að forsendur hefðu ekki verið fyrir hús- leitinni fyrr en nú. „Við höfðum ekki nægileg gögn og upplýsingar úr fjölmiðlaumfjölluninni einni saman, en einstaklingar og fyrirtæki urðu við hvatningu um að veita okkur upplýsingar sem urðu okkur að liði og gerðu það að verkum að það var nauðsynlegt að fara í þessa húsleit. Það þarf að undirbúa húsleit vel og hún þarf að vera studd rík- um forsendum,“ sagði Páll. Í tilkynningu Sam- keppniseftirlitsins er athygli vakin á að það hafi þýðingu fyrir skjóta úrlausn málsins hvort fyrir- tæki eða einstaklingar ákveði að liðsinna eftirlitinu við rannsókn þess og að það hafi áhrif á viðurlög. Fagna rannsókn Eysteinn Helgason, forstjóri Kaupáss, segir að þeir fagni því að rannsókn sé hafin á þeim dylgjum og órökstuddu fullyrðingum sem settar hafi verið fram um samráð. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði að þeir fagni því að þessar ásakanir um samráð verði rannsakaðar ofan í kjölinn og málið til lykta leitt eins fljótt og mögulegt væri. Nýjar upplýsingar gerðu húsleit nauðsynlega  Talsmenn Bónuss og Kaupáss fagna rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði á matvörumarkaði  Ekki forsendur fyrir húsleit fyrr en nú  Húsleit hjá Bónus og Kaupási | 4 „VERNDUM bernskuna“ er yfir- skrift tíu heilræða sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, af- hentu foreldrum barna á leikskól- anum Laufásborg í gær. Heilræðin minna uppalendur m.a. á að hafa þor til að axla ábyrgð og hlífa börn- um fyrir ónauðsynlegu áreiti. Heil- ræðunum verður dreift til allra for- eldra barna á leik- og í grunn- skólum, en verkefnið er á vegum Biskupsstofu. Biskup sagði áreiti sem leitist við að ræna barnið bernskunni verða æ öflugra. Því sé mikilvægt að full- orðnir séu til staðar fyrir börnin, veiti þeim leiðsögn og kærleika. Geir sagði heilræðin býsna góð, enda væri hollt fyrir alla uppal- endur að fá reglulega áminningu um hlutverk sitt. Morgunblaðið/Kristinn Býsna góð heilræði Afhentu tíu heilræði til allra uppalenda til verndar bernskunni „ÉG get sagt hvað sem ég vil á mínu eigin máli en bara það sem ég kann á öðrum tungumálum,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið í tilefni af því að hún afhendir í dag ný íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. Hún vitnar í þessum orðum til finnska rithöfundarins Antti Tuuri. Vigdís bendir á að nokkurs mis- skilnings gæti varðandi tvítyngi á Ís- landi, ekki síst í sambandi við tveggja mála stefnu hjá íslenskum fyrirtækjum og er ósátt við aukna notkun ensku innan stórra íslenskra fyrirtækja: „Mér finnst að fyrirtækin eigi ekki að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að þau iðki þetta. Þetta er aðför að íslenskunni. […] Þarna er aftur þessi misskilningur um tvítyngi. Tvítyngi þýðir að alast upp við tvö tungumál og ráða við bæði. En þetta er tveggja mála stefna hjá þessum fyrirtækj- um, ekki tvítyngi. Það hryggir mig þegar verið er að senda þessi skila- boð út í þjóðfélagið, að það eigi að setja annað tungumál fullgilt við hliðina á okkar máli.“ | Miðopna Vigdís ósátt við skilaboð um tvítyngi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.