Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS GÖTUNA FRAM EFTIR VEG?“ Allt frá því að Jónas Hallgríms-son hreif landa sína fyrst meðskáldskap sínum hafa tengsl margra kynslóða Íslendinga við land sitt verið mótuð af þeirri sýn sem ljóð hans lýsa. Sú náttúra sem hann fann farveg í orðum eignaðist svo sérstak- an sess í hugum fólks að hans sýn varð sýn flestra. Með skáldskap skerpti Jónas skilning manna á fóst- urjörðinni – hann breytti viðhorfum þjóðarinnar til landsins sem hún ól aldur sinn á, nytjaði og naut. Jónasi tókst öðrum betur að sýna löndum sínum hvernig: Tign býr á tindum, en traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl. Því er þó ekki að leyna að ofan- greind orð Jónasar hafa með tíð og tíma öðlast nýja merkingu. Í þessum ljóðlínum sem ortar eru árið 1837 vís- ar hann til víðernanna, tærleika þeirra, krafts og afls. Hann beinir sjónum að þeirri ímynd sem hið ósnortna og hreina hafði á tíma iðn- væðingar er þá þegar var farin að umbylta vestrænum samfélögum. Jónas afhjúpar þau verðmæti sem Ís- land bjó yfir með sinni óbeisluðu náttúru og setur hana fram eins og háleitt og nánast bjargfast náttúru- lögmál. Hann dregur upp mynd af því sem ekki varð í askana látið – í það minnsta ekki í hans tíð – og skapar svigrúm fyrir viðhorf til náttúrunnar sem ekki byggðist fyrst og fremst á nytjahyggju heldur á tengslum við hið upphafna – tengslum við óræðan streng þjóðerniskenndar, stolts og hugljómunar. Það sem samtíminn hefur þó í auknum mæli gert fólki ljóst er að náttúrusýn Jónasar var þegar fram liðu stundir ekki byggð á jafn bjarg- föstum veruleika og Íslendingar bjuggu við á nítjándu öld og jafnvel langt fram eftir þeirri tuttugustu. Fossanna afl hefur í upphafi tuttug- ustu og fyrstu aldarinnar til að mynda verið virkjað að þolmörkum sívaxandi hluta þjóðarinnar. Björgin eru engin fyrirstaða lengur og fáum leynist að vegið er að öræfunum með framkvæmdum og mannvirkjum er spilla tign þeirra og fegurð. Í ljóðinu „Ísland“ sem ort er um til- urð samfélags og þjóðar og hefst á þeim fleygu orðum „Ísland! farsælda- frón og hagsælda hrímhvíta móðir!“ spyr Jónas hreint út hvort við höfum „gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Þeirri spurningu er vitaskuld jafnauðvelt að svara nú og þegar hann var uppi, því í deiglu hvers tíma skírast þau málefni sem brenna hvað brýnast á samfélaginu. Í því ljósi má með auðveldum hætti heimfæra þá vísun í glatað sjálfstæði sem Jónas kallaði fram með spurningunni á sín- um tíma, yfir á annarskonar ógn er nú steðjar að Íslandi; missi þeirrar auðlegðar sem felst í ósnortnum öræfunum. Í náttúruljóði núlifandi þjóðskálds, Matthíasar Johannessen, brýst þessi samtímaógn fram er hann, líkt og Jónas, yrkir um tign þá er býr í tind- um. Hann er að vísu ekki að yrkja um „Fjallið Skjaldbreiður“ eins og Jónas gerði, heldur nemur staðar „Við Snæ- fell“: Gnæfir bergnuminn við auðn og lágan gróður risinn hvítur fyrir hærum og horfir yfir gæsabyggðina óttast ekkert allra sízt fuglahræður. Náttúrusýn Jónasar er ekki ein- ungis til marks um landslag tiltekins tíma, heldur landslag sameiginlegs minnis þjóðar fram á okkar daga. Landslags sem bandaríski heimspek- ingurinn Rebecca Solnit segir sett saman úr „minningum og löngunum, frekar en steinum og jarðvegi“. Sá fjársjóður er Jónas bar kennsl á hef- ur með öðrum orðum verið mjög mót- andi afl í þjóðarvitundinni og er um leið órjúfanlegur þáttur í sjálfsímynd Íslendinga. Þótt náttúrusýn Jónasar Hall- grímssonar hafi auðgað íslenska menningu hugsa þó líklega flestir til tungunnar þegar hann ber á góma – enda skáldið auðvitað orðsins maður. Hugur þjóðarinnar til Jónasar og um leið íslenskrar tungu er sýndur í verki á afmælisdegi hans ár hvert, en í ár eru hátíðarhöld með allra vegleg- asta móti enda 200 ár liðin frá fæð- ingu skáldsins. Jónas var orðsnillingur og án efa með bestu orðasmiðum sem þjóðin hefur átt. Það var þó ekki einungis skáldskapargáfan er skerpti tungu- tak hans – hugsjónir hans gerðu það ekki síður. Jónas gerði sér glögga grein fyrir því að tungan átti fjör sitt og fjölbreytni undir því að hún tækist á við samtíma sinn; þjónaði þeim sem leggja sér hana í munn með þeim hætti að hún gæti komið öllu því sem hugsað er í orð. Sú hugsjón Jónasar er arfleifð okkar í dag og okkur ber skilyrðislaust skylda til að hafa hana að leiðarljósi til framtíðar. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvernig hægt er að ganga til góðs „götuna fram eftir veg“. Samfélagið er í örri þróun, tækni fleygir fram, nýjungar koma fram á sjónarsviðið jafnhratt og forn- ar hefðir, verklag og veruleiki deyr út. Til að henda reiður á amstri dag- legs lífs ríður á að tungumálið haldi í við þessa öru þróun. Það er þeirra sem nota íslenska tungu að sjá til þess að hún haldi fjöri sínu; því um leið og vegið er að tungunni er vegið að hugsuninni. Á meðan Jónas lifir með þjóð sinni með jafn ótvíræðum hætti og dagurinn í dag virðist bera vott um er tungunni þó vonandi borg- ið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Verðlaun eru alltaf hvatning,“ segirVigdís Finnbogadóttir, fyrrver-andi forseti Íslands, sem afhend-ir í dag ný íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. „Mér finnst mik- ilvægt að þessi verðlaun tengjast stórskáld- inu okkar, Jónasi Hallgrímssyni, 200 ár aft- ur í tímann. Þetta eru ný verðlaun en vekja upp minningar um fortíð, um eitthvað sem kom á undan okkur og er stórmerkilegt, rétt eins og við erum í dag. Vitaskuld er stórmerkilegt að við, sem erum 300.000, högum okkur eins og við værum nokkrar milljónir. En við þurfum að gæta þess að láta ekki önnur tungumál troða okkur um tær í vanmetakennd yfir að okkar tungutak sé eitthvað ómerkilegra en tungutak ann- arra þjóða. Það er stórmerkilegt að við skulum hafa haldið þessu tungumáli og við eigum að gera allt sem við getum og hvetja til við- halds þess og uppbyggingar. Við eigum að skapa ný orð yfir nýja tíma, leita að gömlum orðum og færa þau inn í nútímann, vegna þess, eins og Halldór Lax- ness sagði, að ef við sökkvum í þjóðahafið þá höfum við tapað okkur sjálfum en eng- inn grætt á því. Þá er saga þessa lands og þessarar þjóðar í landinu töpuð.“ Vigdís vill sjá meiri íslenskukennslu í skólum, að ungt fólk fái aukna æfingu í að tala íslensku. Hún óttast að börn séu alin upp við það í dag, að ekki skipti svo miklu máli hvernig þau koma fyrir sig orði og hvað þau kunni í íslenskunni. Það þurfi að stuðla að aukinni orðauðgi. „Ég er af þeirri kynslóð sem lærði ljóð. Ég kann til að mynda mikið af Jónasi. Ég hefð viljað að börnin færu aftur að læra gömlu ættjarðarljóðin, því það er hægt að læra svo mikið af þeirra tungutaki, orða- tiltækjum og fallegum ljóðrænum orðum í skáldskapnum.“ Misskilningur um tvítyngi Undanfarið hefur verið rætt um aukna notkun á ensku innan stórra íslenskra fyr- irtækja. Vigdís segist eki sátt við þá þróun. „Mér finnst að fyrirtækin eigi ekki að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að þau iðki þetta. Þetta er aðför að íslenskunni. Okkur kemur hinsvegar ekkert við hvað þau tala um innan sinna vébanda. Þarna er aftur þessi misskilningur um tvítyngi. Tví- tyngi þýðir að alast upp við tvö tungumál Sumir eru skerm; kann svo sterk fy Við ræðu dagsins, Jón „Ef hægt hann hafi ge það við um J „Okkur þyk að við verðu Hugsaðu fjallið Skjal svo magnað Jónas hjá tíðina. Hann og ráða við bæði. En þetta er tveggja mála stefna hjá þessum fyrirtækjum, ekki tví- tyngi. Það hryggir mig þegar verið er að reyna að sannfæra fólk um nauðsyn þess að setja annað tungumál fullgilt við hliðina á okkar máli.“ Hún vitnar í finnska rithöfundinn Antti Tuuri: „Ég get sagt hvað sem ég vil á mínu eigin máli en bara það sem ég kann á öðr- um tungumálum“. „Maður getur komið orðum að öllu sem maður vill á sinni eigin tungu, því tungan sem maður elst upp við gefur manni orð og sýn yfir heiminn, en það er alltaf takmark- að hvað maður kann í erlendum tungu- málum, alveg sama hvað maður hefur verið lengi í háskólum að læra þau. Aftur á móti er afar gagnlegt að læra er- lend tungumál. Þekking á erlendum tungu- málum styrkir meðvitundina og virðinguna fyrir eigin tungumáli. Við eigum að efla virðinguna fyrir íslenskunni, vegna þess að ef við glutrum henni niður þá eigum við ekkert lengur.“ Ríkisstjórnin hugsi fyrst og fremst um tunguna Umtalsverðar breytingar hafa orðið á ís- lensku samfélagi með auknum straumi inn- flytjenda til landsins. Vigdís segir að tví- mæalalaust eigi að leggja aukna áherslu á íslenskukennslu fyrir þetta fólk. „Það veitir fólki lífsgleði að geta tjáð sig og skilið málið sem það er að vinna með. Ég var spurð að því í Alþjóðahúsinu um dag- inn, hvað mér finndist að ríkisstjórnin ætti að gera í þessum málum. Ég sagði að rík- isstjórnin ætti fyrst og fremst að hugsa um íslenska tungu. Þeir sem búa hér eiga auð- vitað að laga sig að þjóðfélaginu, þar á með- al læra tungumálið. Þegar við Íslendingar búum erlendis, þá lögum við okkur alltaf að þeirra þjóða siðum og tungumálum.“ Jónas hjálpar okkur að skilja Hún er ánægð með það framtak Bubba Morthens að skamma dægurlagasöngvara sem syngja á ensku. „Mér finnst aðdáunarvert hjá Bubba að taka þetta upp. Þegar Keflavíkursjón- varpið var og hét þá fóru sumir að syngja á ensku. En þá tóku dægurtónlistarmenn sig saman og fóru að syngja á íslensku. Mér finnst dapurlegt ef tónlistarfólki finnst hall- ærislegt að syngja á íslensku. Það er eins og þau treysti sér ekki til að nota tilfinn- ingaorð á sínu eigin máli. Eins og tilfinn- ingaorð eru falleg á íslensku! Að unna, til dæmis. Þetta er aðför a Orðauðgi „ er alltaf tak Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Ítilefni af 200 ára fæðing-arafmæli Jónasar Hallgríms-sonar var sett á laggirnarnefnd á vegum mennta- málaráðurneytisins til að skipu- leggja viðburði á afmælisárinu. „Ég og menntamálaráðherra áttum tal saman fyrir tveimur árum og þá kom upp að senn yrðu 200 ár frá fæðingu Jón- asar Hallgríms- sonar og okkur fannst báðum óhjákvæmilegt að minnast þess með veglegum hætti, enda Jón- as einu sinni Jónas. Nefndin var síðan sett á laggirnar stuttu síðar, að haustlagi,“ segir Halldór Blöndal, fyrrverandi al- þingismaður, sem veitir nefndinni formennsku en aðrir nefndarmenn eru Margrét Eggertsdóttir, Páll Valsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jón G. Friðjónsson og Sveinn Ein- arsson sem hefur umsjón með dag- skrá afmælisársins. „Hlutverk nefndarinnar var að hvetja fyrirtæki, stofnanir og söfn til að gera eitthvað á afmælisárinu,“ segir Halldór og bætir við að aðal- hlutverk nefndarinnar hafi ekki ver- ið að standa fyrir uppákomum eða hallgrimsson.is en þar má mennar upplýsingar um J allt sem hann varðar. Auk ur nefndin styrkt Valdima son til gerðar kvikmyndar Jónasar en sú mynd kemu sjónir almennings bráðleg „Eftir heimasíðuna tók ákvörðun um að það yrði n legt að hafa sýningu um J manninn, náttúrufræðing verkefnum heldur ýta við öðrum og úthluta fjárupphæðum til verkefna. „Við höfðum nokkurt fé til um- ráða, 50 milljónir króna, sem við deildum á milli verkefna eftir því sem við töldum skynsamlegt og höfðum ráð á.“ Margt minnisstætt Fyrsta verkefni nefndarinnar var að koma upp heimasíðunni jonas- Jónas er einu sinni Halldór Blöndal Jónasarsýning opnuð Sigurður Líndal, Halldór Blöndal og Þor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.