Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, leikf. kl. 8.30, bað kl. 10-16, bingó kl. 14, söngstund kl. 15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9- 16.30, kaffi kl. 15, dansleikur kl. 15.30, Þorleifur og Elsa leika fyrir dansi. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, kertaskreyting, frjálst að spila, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16. leiðb/Halldóra annan hvern föstud. frá kl. 13-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Gullsmára kl. 14. Kortaverð 100 kr. Tískusýning Gullsmára, 17. nóv. kl. 14. Kaffiveitingar o.fl. Skvettuball í félagsheimili Gullsmára 13, 17. nóv. kl. 20-23. Verð 500 kr. Veit- ingar seldar. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Félagsfundur verð- ur í Stangarhyl 4, 22. nóvember kl. 17. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra mætir á fundinn. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50. Útgáfuhátíð kl. 17, í tilefni dags íslenskrar tungu. 200 ár eru frá fæðingu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar gefur ljóða- hópurinn Skapandi Skrif út ljóðabókina „Í sumardal“. Félagsvist kl. 20.30. 18. nóv. kl. 16. mun Nafnlausi leikhópurinn bjóða upp á skemmtidagskrá. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, hádegisverður kl. 11.40. Kl. 12 minnast Heiður Gestsdóttir og Stefán Friðbjarn- arson þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Bingó kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist kl. 13, námskeið í ullarþæfingu kl. 13. Rúta fer frá Garðabergi kl. 12.45. Félagsstarf Gerðubergs | „Dagur íslenskrar tungu í Fellaskóla“ kl. 9, Gerðubergskórinn syngur. Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, létt ganga um nágrennið kl. 10.30. Frá hádegi spila- salur opinn, kóræfing fellur niður. Mánud. 17. nóv. kl. 13.30 les Edda Andrésd. úr bók sinni. Furugerði 1, félagsstarf | Messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffi eftir messu. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir há- degi. Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Gönguferð alla laugardagsmogna kl. 10. Listasmiðjan býður upp á ýmislegt í handverki. Leiðbeinendur eru Laufey Jónsdóttir og Selma Jónsdóttir. Bókmenntahópur þriðjudagkvöld kl. 20- 21.30. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi blaða- klúbbur kl. 10, létt leikfimi kl. 11, opið hús, spilað á spil kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm. kl. 9-16, myndlist m/Hafdísi kl. 9-12, leikfimi kl. 13, guðsþjónusta fyrsta föstud. í mán. kl. 14. SÁÁ félagsstarf | Dansleikur í Von Efstaleiti 7. Hljómsveitin Strákar leikur gömlu og nýju dansana. Húsið opnað kl. 22. SÁÁ félagsstarf | Dansleikur verður í Von Efstaleiti 7. Hljómsveitin Strákar leikur gömlu og nýju dans- ana. Húsið opnað kl. 22. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl 9.15- 14.30, handavinna kl 10.15-11.45, spænska – byrj- endur kl. 11.45-12.45, hádegisverður kl. 13.30-14.30, sungið v/flygilinnKl 14.30-15.45, kaffiveitingar kl. 14.30-16, dansað í Aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirmótun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með hreyfi- og bænastund á Dalbraut 27, kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédik- un, tónlist og spjall. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðju- daga og föstudaga kl. 11 - 14. Leikfimi, súpa, kaffi. KFUM og KFUK | Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK. Bænastundir eru á hverjum degi þessa viku kl. 12.15-13 á Holtavegi 28. Léttur hádegisverður. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera Kirkjuskólans í Mýrdal í Víkurskóla á laugardagsmorgnum kl. 11.15. 80 ára afmæli. Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur verður áttræð hinn 23. nóvember næstkomandi. Maður hennar, Magnús Hall- grímsson verkfræðingur, varð 75 ára fyrr í mánuðinum. Þau hjónin munu taka á móti gestum í safn- aðarheimili Háteigskirkju laug- ardaginn 17. nóvember milli kl. 20 og 23. Þau vonast eftir að sjá sem flesta af vinum og ætt- ingjum. Gullbrúðkaup | Hjónin Berta Björgvinsdóttir og Guðni Jónsson, Sautjándajúnítorgi 3 í Garðabæ, eiga fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 16. nóvember. Þau njóta dagsins á bökkum Signufl- jóts og í görðum Parísarborgar. Hlutavelta | Tvær vinkonur á Ak- ureyri héldu tombólu við versl- unarmiðstöðina Glerártorg og köku- lottó í hverfinu sínu og söfnuðu 19.121 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Þær eru: Birna Pétursdóttir og Sól- veig Agnarsdóttir. Söfnun | Kristján Nói Benja- mínsson stofnaði verslun og seldi ýmsa hluti m/annars óskasteina, myndir o.fl. og færði Rauða krossi Íslands ágóðann kr. 5.934, til hjálpar fátækum börnum. dagbók Í dag er föstudagur 16. nóvember, 320. dagur ársins 2007Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einn- ig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) Heimspekistofnun Háskólansefnir til málþings á laug-ardag um heimspeki í skól-um. Málþingið er haldið í stofu 101 í Lög- bergi og stendur yfir frá 10 til 16. Gunnar Harðarson er einn af skipu- leggjendum þingsins: Efla hugsun og rökræður „Hugmyndin er að ræða stöðu, hlut- verk og möguleika heimspekinnar á hin- um ýmsu skólastigum. Til málþingsins höfum við fengið áhugaverðan hóp fólks sem bæði hefur kennt heimspeki og rannsakað heimspekikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi,“ segir Gunnar. „Við beinum sjónum okkar einkum að því hvert framlag heimspekinnar getur orðið til almenns þroska einstaklingsins innan skólakerfisins, það hlutverk sem heim- spekin getur leikið í að efla leitandi og skapandi hugsun, rökræður í jafn- ingjahópi og virka þátttöku í lýðræð- islegu samfélagi.“ Samræðufélag og menntastefna Fyrsta erindi málþingsins flytur Hreinn Pálsson þar sem hann ræðir um hvernig heimspekilegt samræðufélag myndast meðal nemenda. Næstur mun Geir Sigurðsson fjalla um erindi barna- heimspekinnar við íslenskan samtíma og Ólafur Páll Jónsson ræðir um skóla og menntastefnu. Framsækni og siðferðisþroski „Eftir hádegishlé flytur Brynhildur Sigurðardóttir erindið Heimspekival í unglingaskóla, Jóhann Björnsson fjallar um verkefnið Siðferðilegt sjálfræði sem unnið var við Réttarholtsskóla, og loks ætlar Róbert Jack að fjalla um ýmsar tilraunir sem hann hefur gert í heim- speki á framhaldsskólastigi,“ segir Gunnar. „Í þriðju lotu málþingsins fjallar svo Ármann Halldórsson um heimspeki og framsækin kennslufræði, og Kristín H. Sætran flytur erindið Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum.“ Finna má nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins á viðburðadagatali Háskóla Íslands á slóðinni http:// www.hi.is. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Menntun | Málþing Heimspekistofnunar í Lögbergi á laugardag kl. 10-16 Heimspeki í skólum  Gunnar Harð- arson fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1974, BA- gráðu í heim- speki, bók- menntum og ís- lensku frá Háskóla Íslands 1978, maitrise- gráðu frá Háskólanum í Montpel- lier 1979 og doktorsgráðu frá Par- ísarháskóla 1984. Hann er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Gunnar er kvæntur Guðbjörgu Benjamínsdóttur ráðgjafa og eiga þau þrjú börn. Dans Básinn | Haustball Harmoniku- félags Selfoss verður í Básnum, Ölfusi. Tónlist Glerárkirkja | Söngvafjölskylda Jóhanns Konráðssonar söngvara og Fanneyjar Oddgeirsdóttur syngur fyrir Norðlendinga kl. 20.30. Fram koma: Jóhann Már og Svavar Hákon Jóhannssynir, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Örn Viðar og Stefán Birgissynir, Lína Björk Stefánsdóttir, Erlendur Þór Elvarsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Grand Rokk | Þingeyska þjóð- lagapönkrokkgleðibandið Ljótu hálfvitarnir fagnar eins árs af- mæli sínu með yfirlitstónleikum kl. 22 á laugardagskvöld. Gamalt og nýtt efni í bland. 1.500 kr. inn. Iðnó | Útgáfutónleikar South Ri- ver Band verða kl. 16 og mun sveitin leika af nýja diskinum, Allar stúlkurnar, ásamt efni af öðrum diskum sveitarinnar. SRB hefur gefið út fjóra geisladiska. Silencio-tangókvartettinn leikur á tónleikum og milongu 17. nóv- ember. Tangóhljómsveitin Silen- cio var stofnuð í Evrópu árið 2001. Húsið opnað kl. 21. Að- gangseyrir er 1.500 kr. Ráðhús Reykjavíkur | Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða með klezmer-þema. Haukur Gröndal hefur aðstoðað sveitina við að útsetja klezmerlög fyrir tónleikana en þeir verða haldnir 17. nóvember kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Söngskóli Sigurðar Demetz | Grandagarði 11. Á degi íslenskrar tungu verða tónleikar kl. 18. Mun söngdeildin Þvert á stíl syngja lög eftir Tómas R. Einarsson við undirleik Helga M. Hannessonar píanóleikara og Leifs Gunn- arssonar bassaleikara. Kl. 20 syngja einsöngsnemendur lög og útsetningar eftir Jón Þór- arinsson. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jón- asar Hallgrímssonar verður sýn- ingin Ferðalok um manninn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson opin á sýn- ingartíma kl. 11-17. Sýningin stendur fram í júní 2008. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Geir- mundur Valtýsson leikur fyrir dansi föstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 22. Frítt inn til miðnættis. Uppákomur Hrafnista, Reykjavík | Árlegur jólabasar iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík verður 17. nóvember kl. 13-17. Á sama tíma verður vöfflukaffi Ættingjabandsins frá kl. 13.30 á 4. hæð Hrafnistu. Kópavogsdeild Rauða kross Ís- lands | Fatamarkaður kl. 15-19 í dag og 17. nóvember kl. 12-16, í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða notuð föt ásamt alls kyns varningi. Verð 300-1.500 kr. Allur ágóði rennur til styrktar börnum og ung- mennum í Mósambík. Fyrirlestrar og fundir Reykjavíkurakademían | Eng- ilbert S. Ingvarsson flytur erindi 17. nóvember kl. 14-16 um sögu byggðar á Snæfjallaströnd. Til- efnið er útkoma bókarinnar Und- ir Snjáfjöllum – þættir um bú- setu og mannlíf á Snæfjallaströnd. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895-1050. FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mos- fellsbæ verður með sölu á ýmiss konar handverki, á morg- un, laugardaginn 17. nóvember, kl. 12-16 í Listasal og Bóka- safninu í Kjarna. Vorboðarnir, kór eldri borgara syng- ur frá kl. 14. Basar í Mos- fellsbæ FRÉTTIR rubbi, -a, -ar K grófprjónaður sokkur eða vettlingur. Rubbinn er hlýr Í TILEFNI af útgáfu 30 ára af- mælisrits Eiðfaxa verður efnt til afmælishátíðar í Vetrargarðinum í Smáralind á milli kl. 16 og 19 í dag, föstudaginn 16. nóvember. Þar munu margir af fremstu knöpum landsins úr meistaradeild VÍS sýna hesta sína og taka þátt í keppni í hægatölti, segir í frétta- tilkynningu. Meðal hestamanna sem fram koma á hátíðinni verður Valdi- mar Bergstað, en hann var kjör- inn efnilegasti knapinn árið 2007 á uppskeruhátíð hestamanna um síðustu helgi. Þá mun Þorvaldur Árni Þor- valdsson reiðkennari verða með sýnikennslu í grunnatriðum reið- mennskunnar. Leitast verður við að bjóða upp á spennandi og skemmtilega dag- skrá þar sem lögð er áhersla á að skemmta bæði hestamönnum sem öðrum. Settir verða upp sýning- arbásar í Vetrargarðinum þar sem fyrirtæki sýna vörur sem tengjast hestamennsku og fé- lagasamtök hestamanna kynna starfsemi sína. Aðgangur að afmælishátíðinni er ókeypis og er hægt að nálgast dagskrá hennar á vef Eiðfaxa: www.eidfaxi.is Töltkeppni í verslunar- miðstöðIKEA á Íslandi ætlar annað árið í röð að styðja við inn- lend verkefni Barnaheilla með sölu taudýra í verslun sinni. Barnaheill munu fá 100 kr. af hverju seldu tau- dýri á tímabilinu 15. nóv- ember til 24. desember 2007. Upphæðin sem safn- ast rennur óskipt til inn- lendrar starfsemi Barna- heilla. „Barnaheill hvetja alla, sem leggja leið sína í IKEA nú fyrir jólin, að gleðja börnin með kaupum á tau- dýrum. Ávinningurinn verður okkar allra. Jafn- framt þakka Barnaheill IKEA á Íslandi kærlega fyrir þennan frábæra stuðning,“ segir í frétta- tilkynningu. Taudýr til styrktar Barnaheillum MARKAÐSDAGAR verða haldnir dagana 16. og 17. nóvember á Eið- istorgi á Seltjarnarnesi. Í dag, föstudaginn 16. nóvember, milli kl. 15 og 18 verða m.a. spákon- ur í Nýjalandi sem kíkja í tarrot- spilin sín fyrir 1.000 kr. í u.þ.b. 15 mín. Fjölmargir aðilar verða með varning til sölu. Markaðs- dagar á Eiðistorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.