Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 45
Óþægileg stífla. Norður ♠7 ♥1086 ♦ÁK52 ♣ÁD963 Vestur Austur ♠DG32 ♠K865 ♥ÁD972 ♥K ♦D86 ♦G10974 ♣5 ♣KG2 Suður ♠Á1094 ♥G543 ♦3 ♣10874 Suður spilar 3♣ dobluð. Liðsmenn Eyktar mynduðu eina af þeim 12 sveitum sem settust að spila- mennsku í pólsku borginni Wroclaw í síðustu viku til að taka þátt í fjögurra daga keppni um meistarabikar Evr- ópu. Keppnisrétt eiga efstu þjóðir á opna Evrópumótinu og heimamenn. Í fyrsta hluta var spiluð raðkeppni í tveimur riðlum, síðan einvígisleikir eft- ir stöðu í raðkeppninni. Íslenska sveit- in endaði í 3. sæti í sínum riðli og lenti því í baráttunni um 5.–8. sæti. Ísland vann England í fyrsta einvígisleiknum, en tapaði svo fyrir Frökkum og endaði í 6. sæti. Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson voru fullharðir að dobla Frakkann Bompis í 3♣. Bjarni vakti í vestur á 1♥, Sigurbjörn svaraði á 1♠ og Bjarni lyfti í 2♠. Norður doblaði þá til úttektar og Sigurbjörn lýsti yfir sektarvilja með redobli. Suður sagði 3♣, sem Sigurbjörn doblaði. En þegar til kom reyndist búturinn óhnekkjandi vegna stíflunnar í hjartalitnum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 45 Krossgáta Lárétt | 1 sannreyna, 8 súld, 9 ærið, 10 málmur, 11 gera auðugan, 13 beit- an, 15 næðings, 18 æki, 21 eldiviður, 22 spjald, 23 jöfnum höndum, 24 órök- stutt. Lóðrétt | 2 óbeit, 3 hafna, 4 leitast við, 5 sporin, 6 tjóns, 7 duglegt, 12 giska á, 14 trant, 15 þraut, 16 nurla saman, 17 fiskur, 18 gegna, 19 eldstæðis, 20 sæti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 safna, 4 skáld, 7 sýkil, 8 nakin, 9 ann, 11 aðal, 13 anga, 14 elfur, 15 hjóm, 17 afar, 20 haf, 22 gamma, 23 jálks, 24 runni, 25 reisn. Lóðrétt: 1 sessa, 2 fokka, 3 afla, 4 sönn, 5 álkan, 6 dunda, 10 nefna, 12 lem, 13 ara, 15 hugur, 16 ólman, 18 fálki, 19 rósin, 20 hali, 21 fjær. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einhver oflætislegur mun fara í taugarnar á þér nema þú ákveðir að hafa húmor fyrir honum. Þessa manneskju vantar sköpun og gleði, en það hefur þú. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þráir áhrifaríka og sérstaka upp- lifun. Þú munt jafnvel hætta vinnu til að grípa – það sem þér sýnist vera – tækifæri sem bara gefst einu sinni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú vilt ekki bara gera vel, heldur best í heimi. Þú lætur ekki staðar numið fyrr en árangurinn er meiriháttar glæsi- legur á alla kanta. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er alveg eins og framtíðar-þú eigi samskipti við þig-í-dag, og segi: „Þessi manneskja (eða þessi átt) er sú sem þú munt fá mest út úr á komandi árum.“ (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ástvinir eru hinum megin við vanda- málið og vilja þagga það niður. Ef þú ert háttvís munu brátt allir sitja sömu megin við vandann og leysa hann saman. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Eins og þú ert nú frábærlega rök- rænn, þá getur verið mjög erfitt að snúa þér. Hugsaðu bara málið í næði, og farðu af stað þegar þú ert tilbúinn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Planaðu ævintýrið þitt nú á eins ástríðufullan máta og þér er unnt. Hringdu, pantaðu. Þegar þú ert kominn á fulla ferð dettur sálarlegi bagginn af sem hamlaði þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Kannski hefurðu hvorki áhuga á því sem þú átt að hafa áhuga á né ert hugfanginn af vinnunni sem þú átt að vinna. Þú leitar til hjartans, en heilinn mót- mælir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þetta er spurningin um hvort þú sért tilbúinn fyrir þá reynslu sem þér hefur verið boðin. Kýldu á’ða jafnvel þótt þú sért ekki viss. Þú lærir þetta á leiðinni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert í frábærri aðstöðu með alla þessa hæfleika og drifkraft. Það er jafn slæmt að ofmeta keppinautinn eins og að vanmeta sjálfan sig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Aðdáun þín á einhverjum fær þig til að gera þitt allra besta í návist hans. Ekki segja allt í kvöld, jafnvel þótt þú verð- ir spurður. Dulúð er kynæsandi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ertu of þroskaður? Hvernig finnst þér að horfa á vini þína leika sér áhyggju- laust að lífinu? Hvernig væri að skella sér með þeim og sleppa sér lausum? stjörnuspá Holiday Mathis 1 Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um aðstofnað verði við HÍ prófessorsembætti í nafni Jón- asar Hallgrímssonar. Hver er fyrsti flutningsmaður? 2 Þingmaður frá Færeyjum er í lykilstöðu í danskaþinginu. Hver er hann? 3 Leikhópurinn Fjalakötturinn frumsýnir Heddu Gabler íTjarnarbíói í kvöld. Eftir hvern er leikritið? 4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson vill vera áfram hjá liðisínu í Noregi. Hvaða lið er það? Svör við spurn- ingum gærdagsins: 1. Höfundur sunnu- dagskrossgátu Morgunblaðsins fékk verðlaun fyrir ís- lenskunotkun. Hvað heitir höfundurinn? Svar: Ásdís Berg- þórsdóttir. 2. Hvað heitir nýja veiðibókin þeirra Einars Fals Ingólfssonar og Kjartans Þorbjörnssonar? Svar: Í fyrsta kasti. 3. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að leggja niður gamalgróið embætti í borgarkerfinu. Hvaða embætti er það? Svar: Borgarritari. 4. Höfði var lýstur bláum ljósum á þriðjudag. Í hverra þágu? Svar: Sykursjúkra. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 20% afsláttur í 3 daga. Yfirhafnir Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Banda- ríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura (2.648) hafði svart gegn pólskum koll- ega sínum Mikhael Krasenkov (2.668). 21. … Dxf2+! 22. Kxf2 Bc5+ 23. Kf3? Svo virðist sem hvítur hafi getað haldið í horfinu með 23. Bd4! en eftir texta- leikinn verður hann mát. 23. … Hxf6+ 24. Kg4 Re5+ 25. Kg5 Hg6+ 26. Kh5 f6 27. Hxe5 Hxe5+ 28. Kh4 Bc8! og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins: 1. Hikaru Nakamura (2.648) 7 v. af 9 mögulegum. 2. Lenier Dominguez (2.683) 6 v. 3.–4. Vugar Gahimov (2.664) og Alexander Beljavsky (2.646) 5½ v. 5.–6. Mikhael Krasenkov (2.668) og Rafael Vaganjan (2.600) 4½ v. 7. Josep Oms (2.506) 4 v. 8. Miguel Illescas (2.598) 3½ v. 9. Marc Narciso (2.546) 3 v. 10. Jordi Fluvia (2.508) 1½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. dagbók|dægradvöl AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 saktmóðigur L † hógvær Hann er ekki bein- línis saktmóðigur RÁÐSTEFNA verður haldin á Hót- el Loftleiðum um jafnréttisstarf sveitarfélaga í dag, föstudaginn 16. nóvember frá kl. 13 til kl. 17. Þetta er lokaráðstefna Evrópu- verkefnis sem nefnist Jafnréttisvog- in, eða Tea for two – Illustrating Equality, og fer hún fram á ensku. Ráðstefnan er öllum opin án endur- gjalds. Verkefnið snýst um að þróa tæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum. Tilgangur þess er að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurn- ingar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnu- þátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakend- ur í verkefninu eru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt. Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi. Kjartan Ólafsson frá Rannsókna- og þróun- armiðstöð Háskólans á Akureyri skýrir frá heildarniðurstöðum, en síðan munu fulltrúar þátttökuland- anna segja frá niðurstöðum í hverju landi fyrir sig. Þá ræðir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, deildarstjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar, um notendagildi verkefnisins út frá sjónarhóli sveit- arfélaga. Loks stýrir Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Hildur Jónsdóttir, formaður Jafn- réttisráðs. Að gera jafnrétt- isstarf sýnilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.