Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 37 ✝ Karl (Kristjáns-son ) Ragnars- son fæddist í Nes- kaupstað 12. nóvember 1930. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 9. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Kristjánsson, f. á Seyðisfirði 14.9. 1907, d. 15.3. 1975, og Lovísa Friðrikka Lúðvíksdóttir, f. á Djúpavogi, 4.9. 1904, d. 30.10. 1970, þau skildu. Systkini Karls eru Kristján Egg- ert, f. 1929, kvæntur Steinlaugu Gunnarsdóttur, þau búa á Höfn í Hornafirði, Elín, f. 1931, gift Matt- híasi Helgasyni, þau búa í Reykja- vík og samfeðra þeim er Kristín Ása, f. 1928, gift Guðfinni Péturs- syni. Árið 1949 kvæntist Karl Ernu Benediktsdóttur, f. í Reykjavík 16.3. 1930. Kjörforeldrar hennar voru Benedikt Guðbjartsson og Magnúsína Jakobsdóttir. Karl og unum 1932-1946 og gekk í barna- og unglingaskóla. Fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann vann við verslunarstörf, fyrst í Verð- anda og síðan hjá Sláturfélaginu. Karl var í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1946-1947 og starfaði síðar með leikfélagi Akraness. Karl og Erna hófu búskap í Hlíð- unum í Reykjavík en fluttust upp á Akranes árið 1954 og hafa búið þar síðan. Á Akranesi hóf Karl störf hjá Mjólkurstöðinni, var síð- an matsveinn til sjós til margra ára, en hann fékk matsveinarétt- indi frá Sjómannaskólanum í kringum 1965. Karl var lengst af á Sólfara, og síðar á Óskari Magn- ússyni og sementsflutningaskip- inu Freyfaxa. Með sjómennskunni vann Karl við innrömmun og eftir að hann kom í land upp úr 1981 stofnaði hann Innrömmun Karls Ragnarssonar á Skólabraut 25a, sem var síðar til húsa á Skóla- braut 2. Í tvö ár var hann hús- vörður í Brekkubæjarskóla. Karl var um tíma félagi í Rótarýklúbbi Akraness. Hann hlaut heið- ursmerki sjómannadagsins á Akranesi árið 2001. Útför Karls verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Erna eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Þau eru: 1) Magnús Benedikt, f. 21.2. 1950, fyrri kona Ás- laug Einarsdóttir, þau eiga þrjú börn, sambýliskona Guð- finna Óskarsdóttir. 2) Ragnheiður, f. 20.1. 1951, gift Guð- mundi Pálma Krist- insyni, þau eiga fjögur börn. 3) Ólaf- ur, f. 23.5. 1952, d. 4.8. 1971. 4) Sigrún, f. 17.9. 1955, giftist Ottó Sveinssyni, d. 28.4. 1997, hún á tvö börn og er í sam- búð með Eugeniuz Michon. 5) Karl Örn 24.3. 1957, kvæntur Guðrúnu Garðarsdóttur, þau eiga tvö börn. 6) Lúðvík. f. 21.6. 1963, hann á einn son. Langafabörnin eru nítján og eitt langalangafa- barn. Heiðrún dótturdóttir þeirra bjó einnig hjá þeim til margra ára. Karl fluttist með foreldrum sín- um til Akraness, bjó þar á ár- Hugurinn leitar 39 ár aftur í tím- ann, þegar ég kem í fyrsta sinn á fal- legt heimili tengdaforeldra minna á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavík- ur. Mér var tekið opnum örmum allt frá fyrsta degi sem ég hitti þau. Síðan fluttu þau, Lilla og Kalli, upp á Brekkubraut á Akranesi. Fyrri heimahagar toguðu í Kalla. Hann hætti verslunarrekstri í Reykjavík og hóf sjómennsku og ým- is störf upp á Skaga. Kalli var afar vandaður maður, fjölhæfur og hafði skemmtilegan húmor. Hann var duglegur, iðinn, traustur og ábyrgur gerða sinna, það endurspeglaðist ekki síst í vinsælli innrömmun hans á Skaganum. Mikill fjölskyldumaður og héldu tengdaforeldrar mínir ávallt mjög gott og snyrtilegt heimili á þeim stöðum þar sem þau bjuggu á Akranesi. Kalli var áhugamaður um pólitík og áttum við alltaf spjall um stöðuna í bæjarmálum Skagans og borgar- málum hjá Reykjavíkurborg. Hann spurði mig um álit mitt á einstökum borgarstjórum en aldrei náði ég því að vita með vissu hvaða flokk hann styddi en hann var alltaf mjög mál- efnalegur. Akraborgin gamla var nauðsynleg fyrir Skagann og ekki síður Hval- fjarðargöngin. Alltaf heyrði ég hann tala jákvætt um þessi samgöngumál og hrósaði hann sérstaklega þeim sem stóðu að gangagerðinni. Hann taldi að göngin ættu eftir að verða til góðs fyrir Akranes og reyndist það rétt. Hann var áhugasamur um skyld- fólk sitt og er mér í fersku minni ferð mín, konu minnar, elsta barnabarns og tengdaforeldra á ættarmót sumarið 2002 sem haldið var á Djúpavogi og Stöðvarfirði. Hann var einn af afkomendum Hans Jónatans frá Vestur-Indíum sem settist að á Djúpavogi. Austfirðirnir skörtuðu sínu feg- ursta og fróðlegt var að hitta frænk- ur hans í Sjólyst. Komið var við hjá bróður hans, Kristjáni, á Höfn í Hornafirði. Kalli var mikill fjölskyldumaður og voru þau Lilla einstaklega sam- heldin hjón. Kalli bar velferð fjöl- skyldunnar mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með hvað hver og einn var að gera og hann hafði lifandi áhuga á öllu því sem hver tók sér fyr- ir hendur. Missir okkar er mikill. Tveir af kostum Kalla finnst mér vera vinnusemi og jafnaðargeð. Nú er komið að kveðjustund. Þú varst góður maður og við söknum þín sárt. Ég votta Lillu, tengdamóður minni, og fjölskyldunni allri samúð mína. Guð geymi þig. Guðm. Pálmi Kristinsson. Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson.) Síðastliðinn föstudagsmorgun laukstu vegferð þinni hér á jörð, elsku tengdafaðir minn. Þú áttir að- eins 3 daga í 77 afmælisdaginn, en líkamanum fannst nóg komið. Eftir langvarandi veikindi ákvað hann að gefast upp. Ég hugsaði oft að þú hlytir að hafa 9 líf. Ég held að þitt létta geð, kannski í bland við þrjósku, hafi haldið í þér lífinu eins lengi og raunin varð. Ég dáðist oft að því, hve þú tókst veikindum þínum vel. Á annan áratug rak hvert áfallið annað en alltaf varstu jákvæður á líf- ið og gerðir jafnvel grín að ástandi þínu á stundum og ekki sakaði að eiga káta og hláturmilda eiginkonu, sem elskaði lífið eins og þú. Þú varst laghentur með eindæmum og vinnu- samur, svo mörgum þótti oft nóg um. Ég veit að þínir fimu fingur nutu sín vel í innrömmuninni og ekki síður við kabyssuna. Ég man ekki eftir ljótu orði úr þínum munni, þú þagðir frek- ar en að segja eitthvað óhugsað. Þetta eru ekki ónýtir mannkostir. Glettin augu, létt lund, hlýtt hjarta. Þannig mun ég minnast þín. Þín tengdadóttir, Guðrún. Frá því ég man eftir mér hefur afi Kalli verið á alveg sérstökum stalli hjá mér. Alveg frá fæðingu og nánast alla tíð bjó ég hjá honum og ömmu Lillu og er ég þeim ævinlega þakklát fyrir að vilja hafa mig öll þessi ár. Þegar ég var lítil hnáta var afi Kalli í siglingum á milli landa og var mikill fögnuður þegar hann kom í land því alltaf hafði hann eitthvað skemmtilegt í pokahorninu. Þá var að sjálfsögðu mikið sport að fá út- lenskt nammi og gos. Stóru dúkkuna mína hana Köllu hafði hann eitt sinn meðferðis sem og fyrstu reiðhjólin mín. Seinna þegar afi fór að vinna í landi á innrömmunarverkstæði sínu átti ég það til að hanga svolítið mikið hjá honum og þykjast vera að vinna eitthvað. Reyndar fékk ég alltaf að ryksuga og þurrka af og á sumrin fékk ég leyfi til þess að taka arfann á milli hellnanna fyrir framan búðina. Skemmtilegustu Þorláksmessur sem ég man eftir voru í búðinni hjá afa. Þá fékk ég að stimpla í kassann og pakka inn myndum. Afi Kalli var rólegheitamaður og kannski var það þess vegna sem ég sótti í að vera nálægt honum. Mér leið afskaplega vel í návist hans þó svo að engin orðaskipti ættu sér stað jafnvel svo tímunum skipti. Það gaf mér tímarúm til þess að hugsa svolít- ið ásamt því að vera nálægt mann- eskju sem mér þótti afskaplega mik- ið vænt um. Þó svo að afi Kalli hafi verið hæglátur maður var hann mik- ill húmoristi. Hann var með pínulítið svartan húmor og átti mjög auðvelt með að gera grín að flestum hlutum. Þegar ég hugsa um afa Kalla kem- ur orðið þakklæti fyrst upp í huga minn. Ég er honum og ömmu svo þakklát fyrir að hafa alið mig upp, fætt mig, klætt og gefið mér ást og umhyggju öll þessi ár. Þakklát fyrir að þau gáfu mér tækifæri til þess að stunda tónlistarnám því án þeirra væri ég örugglega ekki tónlistar- kennari í dag og hvað þá í framhalds- námi erlendis. Ég er svo þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast svona heiðarlegum, vinnusömum og dug- legum manni því það er hlutur sem ég hef náð að temja mér á mínum fullorðinsárum. Það er eitthvað sem mér finnst að allir eigi að taka til fyr- irmyndar og ég kenni mínum börn- um. Einmitt þess vegna finnst mér svo ósanngjarnt að afi hafi ekki feng- ið tækifæri til þess að njóta þess að vera gamall. Eitt af því erfiðasta sem ég hef upplifað er að hafa verið svona langt í burtu frá afa í veikindum hans. Samt hefur hann verið nálægt mér á sinn hátt því að ég hef hugsað svo mikið til hans. Ég trúi því að hann hafi fundið það. Mig langaði bara svo mikið til að segja: „Mér þykir svo vænt um þig afi og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig“. Heiðrún. Efst í huga mínum er sorg og söknuður er ég hugsa til baka um afa á Akranesi. Ég minnist er ég var yngri og komið var í heimsókn á Skagann þá tóku afi og amma á móti okkur með opnum örmum. Afi heils- aði fullorðna fólkinu fyrst og sneri sér svo að yngra fólkinu og þegar kom að mér þá kom oftar en ekki „Nei hver er nú þetta! Er þetta ekki nafni!? Hvað segir nafni nú gott?“ eða „Komdu nú sæll og blessaður nafni.“ Það þurfti ekki meira á ungan dreng til að fylla hann stolti yfir því að vera skírður í höfuðið á afa sínum. Heilsað var með handabandi og passað uppá að sú athöfn færi rétt fram. Taka skal þéttingsfast í hönd- ina á þeim sem heilsað er, sagði afi alltaf og hef ég haft það efst í huga, frá unga aldri, er ég heilsa fólki. Rætt var um heima og geima og reynt að fylgjast með því sem var að gerast í lífi hvor annars hverju sinni. Því þótt vegalengdin sé ekki svo löng þá vantar oft tímann í hinu daglega amstri. Oft fékk maður að sjá hvað afi vann við, svo sem þegar hann vann á Akraborginni. Þá var farið með drenginn og honum leyft að sjá skip- ið frá öllum sjónarhornum og prófa ýmislegt. Svo einnig í seinni tíð, er afi vann við og rak innrömmunar- verkstæði, þá var gaman að koma þangað og fá að skoða tæki og tól. Sjá hvernig innrömmun fór fram og hvernig vanda skal til verks. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn hvort sem það var í skemmri eða lengri tíma. Eins tók hann á móti langafabörnum sínum þegar komið var í heimsókn nú í seinni tíð. Alltaf með sama góða hlýja viðmótinu og smá glott út í annað munnvikið. Öll- um látið líða vel og alltaf boðinn og búinn að stjana í kringum gesti sína hvort sem heilsan var til staðar eður ei. Þetta sést einna best í því að þeg- ar börnin mín áttu að keppa á íþróttamótum á Skaganum síðustu þrjú ár þá var boðið uppá gistingu með liðinu þeirra eða hjá afa og ömmu. Það þurfti ekki að bjóða uppá annan kostinn því að ef ekki var minnst á gistingu hjá afa og ömmu þá var alltaf spurt: Getum við ekki fengið að sofa hjá afa og ömmu? Við munum varðveita minningar um afa í huga og hjörtum okkar hér í Jónsgeislanum um ókomna framtíð. Minningar um mann sem smitaði út frá sér með væntumþykju og dreng- skap. Ég votta ömmu og öðrum ættingj- um mínum, vinum og kunningjum afa samúð mína og segi við góðan dreng: Vertu blessaður nafni. Karl Pálmason Með örfáum, fátæklegum orðum minnumst við hér frænda okkar, Karls Ragnarssonar. Hann var syst- ursonur móður okkar og henni alla tíð mjög kær og hugstæður og voru tengsl þeirra hlý, þó oftast skildu fjarlægir landshlutar. Þessi náni og kæri frændi kynnti sig strax vel í bernsku með því að senda kornungri frænku fallega föndursmíð úr skóla, brúðu-sófasett, einstaka kjörgripi sem lifa í minn- ingunni, en tímans tönn hefur fyrir löngu unnið á. „Fyrrum átti ég falleg gull,“ kvað listaskáldið góða. Hugur og hönd fylgdust að í öllu hjá þessum góða frænda og var minnisstæð frásögn móður okkar frá frumbernsku hans, eitt sinn þegar jól voru í nánd og hin þrjú elskulegu systurbörn voru spurð af aldraðri fóstru – staðgengli móður, er hún gegndi hjúkrunarstörfum á vegum Akraneskaupstaðar – hvers þau vildu óska sér að gjöf. Svar frænda var ekki eigingjarnt. Hann óskaði þess „að Guð gæfi honum séra Frið- riki gott og fallegt hús.“ En á þeim árum mun hinn þekkti barnavinur hafa starfað á Akranesi og markað sín spor. Þessi hlýja umhyggja gagnvart velferð og aðbúnaði skynjuðum við í fjarlægð að væri ríkur þáttur í fari frænda okkar alla tíð, ásamt elsku- legri ættrækni. Geislandi hlýleiki, mjúk rödd og rósemi. Þannig var persóna frænda okkar, hins góða heimilisföður stórrar fjölskyldu í gleði og sorg. Við viljum þakka hinni elskulegu fjölskyldu alla ræktarsemi. Löngu jólatilskrifin öll, kæra Erna, hafa ylj- að um hjartarætur í áraraðir. Nöfn ykkar eru svo órjúfanlega tengd að ógerningur er að nefna aðeins annað. Þessi nákomni frændi kveður jarðlífið um haust. Okkur var ljóst hvert stefndi. Sem persónuleg kveðja sendist ljóð, sem leitað var til, og gerð tilraun til að túlka í þýðingu, Haust, eftir Rilke. Sjá lauf sem fölnuð falla endalaust sem fögur hryndi mynd er brothætt var í vor sem leið, hún horfin er í haust. Um himinhvelin stjörnusteinar falla um stundarbil er jörð á skuggans valdi. Oss sorgin sækir heim og dauðinn alla, en sýn að eilíf verndarhönd þá haldi um hnetti geims og líf, svo hlý og traust, og himnagarðar bleikra laufa svar. (Þýð. KS) Hjartanlegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Ester og Kristín Sigfinnsdætur. Það var hluti af æskuvináttunni við Óla Karls að kynnast foreldrum hans, þeim einlægu og góðu hjónum. Mikið var oft um að vera á því heim- ili, enda ekki langt á milli margra vel lukkaðra barna. Engu að síður stóðu heimilisdyrnar ávallt opnar okkur vinum Óla. Hvort það var á Skaga eða Reykjavík breytti engu. Óvænt reiðarslag dundi yfir alla eitt sumarið þegar allt átti að vera svo bjart, glatt og fagurt. Það var stórkostlegt áfall fyrir nánustu vini Óla Karls að missa hann fyrirvara- laust frá okkur í djúp Ægis. Fram- tíðin blasti við okkur öllum, spræk- um og lífsglöðum strákunum, komnum af táningsárunum, orðnir þroskaðir ungir menn og varla farið að sumra í framtíðaráformunum. Enginn okkar kunni á slíkt, að missa einlægan, tilfinningaríkan, vinsælan og góðan vin sem hafði hlegið með þeim dagana áður, mánuðina og árin eins og alltaf. Kalla Ragnars kynntist ég enn betur og persónulega á þeim árum sem á eftir komu. Þar fór hæglátur, traustur og ljúfur maður sem öllum vildi vel. Nærvera hans var alltaf traust og hlý. Leiðir okkar lágu oft saman og enn frekar þegar hann var á skipum Þórðar Óskarssonar og síð- ar. Við deildum minningunni um son hans og sjaldnast þurfti neitt að segja, augun, þétt handtök og sláttur yfir um herðar var það sem kom í stað orða. Ég varð oft var við einstakan vel- vilja Kalla Ragnars. Eftirminnileg- ast er þó atvik sem lýsir þessum vini. Eitt árið sagðist hann þurfa að ræða við mig undir fjögur augu. Erindi hans var að kanna hvort við litla fjöl- skyldan sem þá var orðin til, værum tilbúin að flytjast til höfuðborgarinn- ar handan fjarðar. Kalli sagðist hafa heimild nafngreinds fyrirtækjaeig- anda að bjóða mér á hans fund í borginni að ræða starfsráðningu. Laus væri ábyrgðarstaða sem Kalli sagði henta mér afar vel, þetta væri gott framtíðartækifæri í grósku- miklu og þekktu fyrirtæki. Þótt á endanum yrði niðurstaðan hjá litlu fjölskyldunni að hleypa ekki heim- draganum og yfir fjörðinn það sinn- ið, þá sýndi þetta mér best þann trausta vin sem ég átti í Kalla Ragn- ars. Kynni mín af fyrirtækjaeigand- anum urðu síðar, þar fór annar sér- stakur sómamaður. Þetta einstaka vinarþel Kalla sáði engu að síður þeim fræjum sem urðu síðar til að ég sá betur hvar tækifærin gætu verið, við lögðum þá yfir fjörðinn með allt okkar hafurtask. Það var Kalli Ragnars sem hafði bent mér í upphafi á hvert ég ætti að horfa, þau fræ spíruðu vel. Um langt árabil hef ég ekki hitt þennan gamla vin. Síðasta föstudag brá svo við þar sem ég var á akstri langa leið einn að Kalli Ragnars kom mjög ákveðið upp í hugann og staldraði lengi við, þetta var óvænt. Þetta gerðist ítrekað til dagsloka, hugsanir um þá feðga Óla Karls og Kalla Ragnars blönduðust mikið saman í huganum. Þetta var óvenjulegt. Helgin fór í hönd, ég leiddi hugann að hvað þetta hefði verið sérstakt og sterkt. Síðar frétti ég að Kalli Ragnars væri látinn. Frekari skýringar þurfti ekki! Megi guð varðveita þá feðga og blessa jákvæðu straumana sem minning þeirra gefur frá sér til okk- ar, alla tíð. Pálmi Pálmason. Karl Ragnarsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.