Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð, sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu, móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. (Jónas Hallgrímsson.) Á DEGI íslenskrar tungu er við hæfi að hugleiða gildi móðurmáls- ins fyrir nám og þar með tengsl málþroska við námshæfileika. Á síðustu árum hefur athygli sérfræðinga beinst æ meir að vægi málþroska hvað varð- ar nám. Margar rann- sóknir hafa sýnt fram á fylgni málþroska við námsárangur. Í þessu felst að gera má ráð fyrir að börn sem eru með góðan málþroska nái góðum náms- árangri, en þau sem eru með slakan málþroska eigi eft- ir að glíma við námsörðugleika. (Nation, 2005; Snowling, 1999). Málið er eitt öflugasta verkfæri hugsunarinnar og undirstaða alls náms. Til þess að börn nái góðum námsárangri er því mikilvægt að þau nái góðum tökum á móðurmáli sínu. Fyrir leikmenn getur verið erfitt að koma auga á börn með slakan málþroska, einkum ef ekki er um framburðarfrávik að ræða. Þessir málerfiðleikar koma gjarnan upp á yfirborðið þegar námsefni þyngist og meira fer að reyna á málskilning nemenda. Slakur mál- þroski kemur því oft fram sem slakur lesskilningur. Nemandi sem á í erfiðleikum með að skilja hug- tök í texta á oftast einnig í erf- iðleikum með að nálgast upplýs- ingar úr textanum, t.d. að ná fram aðalatriðum, draga ályktanir og lesa á milli línanna. Það virðist sem þessum nemendum sé „bók- málið“ fjarlægt og illskiljanlegt. Lesskilningserfiðleikar geta komið fram í öllu bóklegu námi og nægir að benda á, að þegar á yngri stig- um grunnskólans byggist stærðfræði að stórum hluta á því að geta lesið og túlkað texta. Frá eins og hálfs árs aldri geta flest börn lært að meðaltali eitt nýtt orð fyrir hverjar tvær stundir sem þau eru vakandi. Til að þessi ótrúlegi námshæfileiki barna nýtist sem best þarf barnið að búa í frjóu málumhverfi. En hvað geta foreldrar gert til að skapa slíkt umhverfi og örva þannig sem best málþroska barna sinna? Þess- ari spurningu mætti svara í löngu máli. Ég ætla hins vegar að benda á einfalda og árangursríka leið sem flestir foreldrar ættu að geta nýtt sér. Hér á ég við það að lesa dag- lega upphátt fyrir börn sín, þegar frá unga aldri. Þegar lesið er fyrir börn byggir það upp orðaforða þeirra og mál- fræðiþekkingu, auk þess sem til- finning fyrir uppbyggingu texta og mismunandi stílbrigðum eykst. Á þennan hátt læra börnin smám saman að skilja og umgangast „bókmálið“, í fyrstu sem þiggj- endur en síðar gerir það þeim kleift að vinna úr því á skapandi hátt. Þeir foreldrar sem vilja veg barna sinna sem bestan í námi og starfi ættu því að gera það að reglu að lesa daglega fyrir þau, þegar frá unga aldri. Þar með gefa þeir börnum sínum ómetanlegt veganesti, auk þess sem slíkar samverustundir hafa ótvírætt til- finningalegt gildi fyrir foreldra og börn. Heimildir: Nation, K. (2005). Childreńs Reading Comprehension Difficulties. The Science of Reading: A Handbook. Ritstýrt af Snowling, M. og Hulme, C. Oxford: Black- well. Snowling, M.J. og Stackhouse, J. (1999). Dyslexia, Speech and Language: A practi- tioner’s Handbook. London: Whurr. Er góður málþroski lykillinn að námsárangri? Bjartey Sigurðardóttir skrifar um gildi móðurmálsins » Þegar lesið er fyrirbörn byggir það upp orðaforða þeirra og mál- fræðiþekkingu ... Bjartey Sigurðardóttir Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari. - kemur þér við Erfðagreining gæti séð um DNA-rannsóknir fyrir lögregluna Leikstjórar bítast um Óþelló Samkeppnishömlur á símamarkaðnum Jónas Hallgrímsson frá ýmsum sjónarhornum Sími með öllu nema örbylgjuofni 16 síðna sérblað um jólaundirbúninginn Hvað ætlar þú að lesa í dag? spíla, -u, -ur KV hárspenna, hárnál. Mig vantar spílur í hárið Í FRÉTTUM nýverið var greint frá niðurlagningu starfs forstöðu- manns hjá Umhverfisstofnun á Akureyri og sú ákvörðun réttlætt út frá stefnumótunar og hag- rænum sjónarmiðum og beinlínis látið að því liggja að með þessari mikil- vægu stefnumótandi ákvörðun yrði fjár- hagur og framtíð UST tryggð um alla framtíð. Þessi ákvörðun hlýtur að vekja upp spurningar, um til- gang þess og þá hugsun að flytja störf út á land. Það er sjálfsagt hægt að komast að því með hagfræðilegum rök- um og stjórnsýsluút- tekt að allt sem staðsett er á landsbyggðinni sé óhagkvæmt og standi vexti stofnana fyrir þrifum. En er það stjórnsýsluúttekt sem er best fyrir land og þjóð – sem er gild? Við sem höfum valið að lifa gæðalífi á landsbyggðinni, gerum okkur æ betur ljóst hvaða varnar- barátta þarf að eiga sér stað á hverjum degi. Á Akureyri höfum við notið mikillar fólksfjölgunar á sl. 10 árum en hver og einn einasti sem fer og hvert einasta starf sem tapast skiptir okkur máli. Í fjárlögum Alþingis 2008 er að finna mýmörg dæmi um ,,ósjálfráðan“ vöxt ríkisstofnana í Reykja- vík – vöxt sem engar pólitískar spurningar eru spurðar um – vöxt sem enginn fylgist með – vöxt sem enginn tel- ur eins og hvert ein- asta starf sem flutt er frá höfuðborgarsvæð- inu er talið. Það er tal- ið til tekna í skýrslum um byggðamál. Það er talið sem merki um göfugmennsku og víð- sýni þeirra sem ráða. Hitt er bara þegjandi samkomulag – sem ræður. Ég tel það skyldu ríkisvaldsins að sjá til þess að þegar ákvörðun um að flytja stofnun eða hluta stofnunar á landsbyggðina – til dæmis til bæjarfélags eins og Ak- ureyrar, sem er nægilega stórt og öflugt til að mynda dýnamískt, örvandi og skapandi samfélag – að hugur fylgi máli. Að stofnanir séu það burðugar og hafi nægilega tekjustofna til að standa undir rekstri starfsstöðva sinna á lands- byggðinni og að þeim sé gert kleift að verða sjálfstæðar og dafna á eigin forsendum en ekki litið á þær sem ,,vandamálið“ og ,,eyðsludeildina“ fyrir norðan. Það að vera fulltrúi landsbyggð- arinnar í verkefnum á vegum ríkis og bæjar er tímafrekt og krefjandi – það þekki ég af eigin raun. En sveitarstjórnarmenn og -konur leggja þau störf á sig þar sem við teljum óhjákvæmilegt að lands- byggðin eigi sér málsvara í þeim verkefnum. Sjálfsagt væri hægt að reikna út í hugvitsamlegri úttekt það óhagræði sem hlýst af því að kalla landsbyggðarfulltrúa til ráðalags en það má ekki verða sjónarhorn sem verður ráðandi – þá er illa farið fyrir íslenskri þjóð. Forstjóri UST segir í frétta- tilkynningu: ,,Með þessu er verið að skapa nýjan grundvöll fyrir umræðu um framtíð stofnunar- innar og horfa fram á veginn með opnum huga og jafnframt að svara kröfum stjórnsýsluúttektar sem gerð var á stofnuninni á síðasta ári.“ Hér ræður þröngsýni og hag- ræðingarkrafan ein og umræðan um framtíð stofnunarinnar verður einsleit. Ég spyr; hvaða nútímalegu vinnubrögð eru hér í gangi? Hagrætt frá (sjónar) horni 108 Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar í tilefni þess að starf forstöðumanns hjá Umhverf- isstofnun á Akureyri hefur ver- ið lagt niður » Við sem höfum valiðað lifa gæðalífi á landsbyggðinni gerum okkur æ betur ljóst hvaða varnarbarátta þarf að eiga sér stað á hverjum degi. Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.