Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 39
kærleika þeirra alla lífsins leið. Það
fylgir því mikill söknuður, þegar þau
smám saman týna tölunni. Þó er í
huganum fyrst og fremst gleði yfir
því að hafa fengið að njóta þeirra
flestra um langan veg.
Hanna var í miðjum hópnum, orð-
in 16 ára þegar ég fæddist. Hún
sagði mér oft í glettni að við Áslaug
systir okkar sem var ári eldri en ég,
hefðum stundum truflað hana á
kvöldin, þegar táningurinn vildi
komast út á djammið. (Það hét að
vísu eitthvað annað þá). Í minningu
minni er Hanna fallega, síkáta og
brosandi systirin sem passaði upp á
okkur og umvafði kærleik sínum í
bernsku okkar. Brosið hennar og
kátína hefur fylgt Hönnu allt lífið,
þótt það væri ekki alltaf dans á rós-
um, frekar en hjá flestum okkar.
Hanna breyttist aldrei, kát og glöð,
skrafhreifin og hláturmild til ævi-
loka.
Eiginmaður Hönnu, Sveinn Ólafs-
son, var mikill listamaður, einn
fremsti tónlistamaður okkar um
langt skeið. Hann var yndislegur
karakter og ást þeirra Hönnu lýsti
af þeim alla tíð. Það var ekki létt að
vera atvinnulistamaður á Íslandi í þá
tíð og reyna að lifa af því með konu
og börn. En þau voru samhent hjón-
in og ekki lá Hanna á liði sínu við að
halda fjölskyldunni gangandi, vann
af samviskusemi hverskonar störf,
seinast sem bókavörður við Borg-
arbókasafnið við mikinn orðstír. Nú
eru afkomendurnir stór og glæsileg-
ur hópur. Þau voru henni öll mjög
kær og öll dáðu þau ömmu sína og
langömmu. Dauðann ber að með
ýmsum hætti. Ég og eflaust fleiri
geta öfundað Hönnu systur af henn-
ar hlutskipti. Á dánarbeðnum lá hún
á tíræðisaldri, ásamt ástvinum sín-
um sem hún elskaði, leit þau í síð-
asta sinn og hvarf svo á fund hinna
sem farnir voru á undan. Það er gott
að eiga minningarnar um þessa góðu
systur. Við Anna biðjum Guð að
blessa minningu hennar og eftirlif-
andi fjölskyldu.
Björn Sigurbjörnsson.
Kært var á milli föður míns og
Hönnu systur hans sem sannast
best á því að þau bjuggu í sama húsi
í um 70 ár. Fyrst í foreldrahúsum,
síðan við Hrefnugötu 4 og loks í Sig-
túni 29 þar sem sambýlið varaði í um
40 ár. Sú staðreynd segir allt sem
segja þarf.
Ólíkt föður mínum var hún Hanna
bæði mælsk og lá hátt rómur. Það
þurfti því engin gjallarhorn til að
kalla drengina inn á kvöldin eða þeg-
ar koma þurfti áríðandi skilaboðum
til Svenna út um stofugluggann á
risinu í Sigtúninu ef hann hafði
gleymt einhverju sem reyndar var
ósjaldan.
Hún var hreinskiptin og hispurs-
laus, talaði ekki í gátum og því erfitt
að misskilja hana. Hún sankaði ekki
að sér glingri, var einkar gjafmild og
mátti ekkert aumt sjá. Minnið var
óbrigðult allt til hinstu stundar.
Aldrei var lognmolla í kringum hana
og ekki skorti umræðuefnin. Ef
menn voru ekki fyrir spjallið gefnir,
nú þá talaði hún bara, fór létt með
og flestir nutu. Hún var barngóð og
hláturmild þegar sá gállinn var á
henni og víðsýn en staðföst á þeim
góðu gildum sem hún hafði verið
nestuð með úr föðurhúsum.
Við Hanna bjuggum í sama húsi
við Sigtún 29 í yfir 20 ár. Hún leit
stundum eftir mér á kvöldin og var
ég þá ávallt öruggur á köldum vetr-
arkvöldum. Hún lokaði gluggum
sem skelltust aftur þegar kári gerði
vart við sig. Hún bað með mér bæn-
irnar og söng fyrir mig Ástarfaðir og
Jesú bróðir besti. Hún var einlæg-
lega trúuð kona hún Hanna.
Uppi hjá Hönnu og Svenna var
allt leyfilegt og því ævintýri að
skjótast til þeirra á kvöldin til að
horfa á sjónvarpið, spjalla eða ærsl-
ast með félögum mínum. Þau voru
ekkert að stressa sig eða kippa sér
upp við tilraunir eða njósnaleiki,
höfðu bara gaman af og fengu hlát-
urskast með okkur eins og sannir
jafningjar.
Hanna og Svenni voru óumflýj-
anlegur hluti af tilveru minni og mér
þótti sérlega vænt um þau þótt okk-
ar nánu samskipti hafi kunnað að
vera bæði nokkuð skrautleg og jafn-
vel gustasöm á köflum eins og svo
náið sambýli getur eðlilega orðið. Þá
voru þau fyrst og fremst skemmti-
leg, auðgandi og mannbætandi
krydd og vídd í tilveruna.
Ég er þakklátur fyrir að hafa vitj-
að hennar daginn fyrir andlátið. Á
meðan ég stóð við opnaði hún augun,
ég bað yfir henni, bað góðan Guð að
opna nú fyrir henni himnahliðin og
taka vel á móti henni og flutti henni
blessunarorðin. Ég fann að andar-
drátturinn breyttist, hún var ekki
meðvitundarlausari en það. Hún var
með í bæninni og það var friður yfir
henni. Dýrmæt kveðjustund sem ég
þakka svo innilega.
Hjá henni var Addó sonur hennar
sem hún talaði svo oft um og bar svo
mikla umhyggju fyrir og bað fyrir á
hverjum degi að eigin sögn eins og
öllum öðrum afkomendum sínum.
Hún Hanna hafði stórt hjarta og þar
var rými fyrir allt fólkið hennar.
Hún var að eigin sögn orðin södd líf-
daga og var farin að biðja þess að
hún fengi einhvern krankleika sem
hún gæti farið úr. Og nú hefur henni
orðið að ósk sinni.
Ég mun sakna þín Hanna mín,
það verður erfitt að hugsa sér til-
veruna án þín. Þinn bróðursonur,
Sigurbjörn Þorkelsson.
Að eiga sér samastað í tilverunni
er hverjum manni mikilvægt til þess
að lifa. Fátt er betra en fjölskylda,
sem er til staðar í blíðu og stríðu all-
an lífsins æviveg. Þannig var fjöl-
skylda Sigurbjörns Þorkelssonar
kaupmanns í Vísi, barna hans og af-
komenda. Hanna Sigurbjörnsdóttir,
föðursystir mín, var einn máttar-
stólpi þessarar ættar, síungur gleði-
gjafi, sem lagði sig í líma við að gera
öðrum lífið bærilegra og skemmti-
legra. Hún menntaði og útskýrði.
Starf hennar á Borgarbókasafninu
var ómetanlegt í uppeldi og þroska
margra þar sem hún leiðbeindi,
hjálpaði og hvatti til dáða í ævin-
týraheimum bókanna.
Hún hafði sjálf kynnst sorginni
þegar móðir hennar, Gróa Bjarnar-
dóttir, dó frá stórum skara ungra
barna í Spænsku veikinni 1918. Fað-
irinn þurfti á öllu að halda til þess að
fjölskyldan tvístraðist ekki. Litlu
móðurleysingjarnir studdu hver
annan í sorginni og þar hefur eflaust
mótast sú ást og væntumþykja sem
einkenndi þennan systkinahóp alltaf
síðan. Það fór ekki framhjá neinum
ef einhver átti afmæli, barn eða
barnabarn, þá var stórfjölskyldan
mætt til að gleðjast saman, ungir og
gamlir.
Hanna var lífsglöð og skemmtileg
og eiginmaðurinn Sveinn Ólafsson
var listamaður í fremstu röð, braut-
ryðjandi í saxófónleik á Íslandi og
síðar fiðluleikari í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Heimili þeirra var
gestrisið menningarheimili. Þar ólu
þau upp þrjá mannvænlega syni.
Svenni var eini sósíalistinn í fjöl-
skyldunni sem þó var átakalaust þó
margir tryðu á Sjálfstæðisflokkinn
til jafns við guð almáttugan. Þau
voru húmanistar, sem mátu mann-
gildi manna og boðuðu réttlæti til
handa öllum. Þau söfnuðu ekki auði í
anda þeirrar græðgisvæðingar sem
nú ógnar íslensku mannlífi, þegar
siðlausir menn ræna auðlindunum
og eyðileggja undirstöður menning-
arinnar, það sem þjóðin á sameig-
inlega. Einhverjar bestu stundir
fjölskyldunnar voru sumrin í sumar-
bústaðnum Brekku á Kiðafelli í
Kjós. Þá voru hamingjutímar í Dan-
mörku þegar þau bjuggu um tíma í
Kaupmannahöfn hjá Ninnu stóru
systur Hönnu og Holgeir manni
hennar. Þar var lífsafstaðan sú sama
og lífshamingjan höndluð í því að
njóta stundarinnar í góðra vina hópi,
í myndlist, við tónlist eða á hvítum
ströndunum við sumarhúsið Esju,
þar sem kristaltært hafið ber á land
raf og eðalsteina sem glitra í sólinni.
Hanna starfaði á yngri árum við
að annast fötluð börn hjá Sesselju
Sigmundsdóttur á Sólheimum í
Grímsnesi. Þar nutu sín mannkostir
hennar og kærleiki sem hún gaf af
og umvafði börn sem sum voru ekki
ofhaldin af ást. Síðar á ævinni þegar
Hanna hafði lokið sínum starfsdegi
og var sest í helgan stein tók hún
upp þráðinn að nýju og fór vikulega
og tók þátt í leiklistarkennslu með
vistmönnum á Skálatúni.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Við kveðjum góðan ástvin og
þökkum fyrir samfylgdina.
Þorvaldur Friðriksson
og Elísabet Brekkan.
Meira: mbl.is/minningar
Mig langar að minnast hennar
Hönnu minnar á Bókó. Ég kynntist
henni þegar ég, 7 ára gömul hnáta,
kom á bókasafnið í Sólheimum, í
mína fyrstu heimsókn þangað. Þar
voru þá að vinna þær Ingibjörg, Jó-
hanna P., Elísabet og Hanna og
urðu þær allar vinkonur mínar.
Hanna var alltaf svo hress, með
hnellinn hlátur og gott skap. Vegna
mikils lestraráhuga míns varð Sól-
heimasafnið svo að segja mitt annað
heimili og alltaf gaf Hanna sér tíma
til að spjalla. Ekki sakaði að við átt-
um sama afmælisdag og kom ég allt-
af með kökur á safnið í tilefni dags-
ins. Síðar meir varð ég
samstarfskona Hönnu þegar ég
lagði fagið fyrir mig. Við unnum
saman í nokkur sumur og fékk ég
ýmsar ráðleggingar og heilræði hjá
henni, sem ég hef farið eftir. Það eru
mikil forréttindi að hafa kynnst og
þekkt hana Hönnu á Bókó.
Ég sendi fjölskyldu hennar mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning heiðurskon-
unnar Hönnu.
Borghildur Stephensen.
Elsku Hanna, besta frænka mín.
Nú hefur þú fengið ósk þína upp-
fyllta, þú sagðir mér fyrir löngu að
þú værir tilbúin, en kallið kom ekki
fyrr en nú. Þú, með öll þín ár á bak-
inu og alla þína sögu, varst alltaf
hetja. Minningarnar hrannast upp í
mínum huga. Þegar við krakkarnir
vorum hjá ykkur Helgu í Brekku,
hvað það var gaman, þar lærði ég að
prjóna og hekla. Alltaf funduð þið
upp á einhverju skemmtilegu að
gera og hvað þið voruð þolinmóðar
við okkur. Og ekki er hægt að
gleyma jólaboðunum í Sigtúninu. Og
síðast í Seljahlíðinni. Það var alltaf
svo gott að tala við þig, þú varst allt-
af svo góður hlustandi og skilnings-
rík, við náðum svo vel saman. Þú
hafðir alltaf létta lund og kvartaðir
aldrei. Mér leið alltaf vel eftir að
hafa verið hjá þér, þú varst svo skýr
fram undir það síðasta, og gafst mér
svo mikið af þér.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku frænka mín, ég kveð þig
með trega, en við sjáumst síðar.
Ég votta sonum þínum og þeirra
fjölskyldum mína dýpstu samúð.
Þín frænka
Gróa Kristín.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 39
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍNAR MARÍUSDÓTTUR,
Langagerði 96,
Reykjavík.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Skógarbæjar fyrir kærleiksríka umönnun, hlýhug og alúð.
Ólafur Björn Guðmundsson,
Björn Már Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Guðmundur Eiríksson,
Maríus Ólafsson, Helga Sigurðardóttir,
Elín Soffía Ólafsdóttir, Gylfi Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar,
KJARTAN HERBJÖRNSSON
frá Snæhvammi,
Breiðdal,
verður jarðsunginn frá Heydalakirkju laugardaginn
17. nóvember kl. 14:00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásta María, Herborg Aðalbjörg og Hlíf Bryndís.
✝
Eiginkona mín, móðir, amma og langamma,
KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
miðvikudaginn 14. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Gíslason,
Ólöf Pálsdóttir, Ari Már Þorkelsson,
Jóhanna Pálsdóttir, Þorsteinn Haraldsson,
Ágústa Pálsdóttir, Böðvar Eggertsson,
Guðmundur Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts
og útfarar eiginkonu, móður, tengdamóður,
tengdadóttur og ömmu,
KRISTÍNAR S. KVARAN
kaupmanns,
Skipholti 15,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunaþjónustunni Karitas og starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítalans, 11E, fyrir einstakan hlýhug og ljúft
viðmót.
Guð blessi ykkur öll.
Einar B. Kvaran,
Bertha G. Kvaran, Jón Þ. Ólafsson,
Ragna E. Kvaran, Egill Erlendsson,
Thelma Kristín Kvaran, Ingvar B. Jónsson,
Guðrún V. Kvaran
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HJALTI ÞORSTEINSSON
málarameistari,
andaðist sunnudaginn 11. nóvember á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri.
Útförin verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn
23. nóvember kl. 13.30.
Sigrún Hjaltadóttir, Sævar Sigmarsson,
Jón Hjaltason, Lovísa Björk Kristjánsdóttir
Anna Hrönn Hjaltadóttir, Einir Örn Einisson
Þorsteinn Hjaltason, Hrafnhildur Björnsdóttir
Anna Björg Björnsdóttir
og afabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift| Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar