Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UM 200 tegundir af íslenskum mjólkurvörum voru stöðvaðar í tolli í Svíþjóð, en vörurnar áttu að fara á mjólkurvörusýningu í Herning í Danmörku sem nú stendur yfir. Þetta leiddi til þess að ekkert varð út þátt- töku Íslands á sýningunni. Magnús Ólafsson, aðstoð- arforstjóri MS, segir að MS hafi verið búin að leggja mikla vinnu í undirbúning og því miður að svona skyldi fara. Árið 2005 voru mjólkurvörur sendar út með hefð- bundnu farþegaflugi, en þá skemmdist nokkuð af vör- unum. Að þessu sinni var Jónum hf. falið að flytja vörurnar og lagði fyr- irtækið til að vörurnar yrðu fluttar með fragtvél til Svíþjóðar og þær síðan fluttar með bíl til Danmerkur og tollafgreiddar þar. Af einhverjum ástæð- um fóru þær hins vegar gegnum toll í Svíþjóð og þar var sendingin stöðv- uð. Magnús segir ljóst að röð atvika hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Íslenskar mjólkurvörur hafa iðulega staðið sig vel á þessari sýningu en að þessu sinni náðu þær ekki að keppa við aðrar vörur á sýningunni. Stoppaðar í tolli í Svíþjóð HALLUR Páll Jónsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjavík- urborgar til eins árs frá 1. nóv- ember. Fráfarandi mannauðsstjóri Birgir Björn Sigurjónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykja- víkurborgar til eins árs frá sama tíma. Hallur Páll hefur undanfarin tvö ár verið deildarstjóri ráð- gjafadeildar mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar. Áður var hann starfsmannastjóri fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar um ellefu ára skeið. Hallur Páll hefur lokið BA-gráðu í heimspeki og sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Ís- lands. Hallur Páll mannauðsstjóri Á FUNDI heimsorkuráðsins í Róm í vikunni var samþykkt að halda ár- legan framkvæmdaráðsfund þess árið 2009 í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra mælti fyrir framboði Íslendinga að lokinni kynningu Þorkels Helgasonar orku- málastjóra á stöðu orkumála á Ís- landi. Í ræðu sinni undirstrikaði iðnaðarráðherra forystuhlutverk Íslands í virkjun jarðvarma og benti á að engin önnur þjóð mætti 75% af orkuþörf sinni með grænni endurnýjanlegri orku. Langflestar þjóðir heims eru að- ilar að heimsorkuráðinu og er búist við að um 500 manns komi til lands- ins í tengslum við fundinn. Heimsorkuráðið fundar á Íslandi Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, segir að fram- undan kunni að vera varasamur tími fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu íbúð. Vextir séu ekki aðeins háir og húsnæðisverð hátt heldur kunni að vera framundan verðlækkun á fast- eignum. Pétur sagði að þó að staðan á hús- næðismarkaði væri erfið fyrir ungt fólk og fólk á leigumarkaði mætti ekki gleyma því að stærstur hluti al- mennings hefði hagnast mikið á síð- ustu þremur árum á hækkun fast- eignaverðs. „Allur þorri almennings býr í eigin húsnæði og hann hefur hagnast mikið á þessari þróun. Eignaverð hefur hækkað mikið og langt umfram skuldir. Þeir sem sitja eftir eru leigjendur sem ekki hafa notið eignamyndunar og þeir sem eru að fara út á markaðinn núna til að kaupa sína fyrstu íbúð. Þessi hóp- ur er að fara inn í mjög varasamt tímabil sem getur falist í því að fast- eignaverð lækki en skuldirnar ekki og eigið fé gufar upp.“ Pétur sagði að lækkun vaxta á sín- um tíma hefði orðið til þess að hækka fasteignaverð. Nú þegar vextir hækkuðu ætti fasteignaverð að lækka. „Ég get tekið sem dæmi 40 ára lán með 4,15% vöxtum. Greiðslan af því er á hverju ári jafnmikil og af 22% lægra láni til 40 ára en með 6% vöxtum. Þetta þýðir að fyrir sömu árlegu greiðsluna fær fólk 22% lægra lán með þessum háum vöxtum en þegar vextirnir voru sem lægstir. T.d. 25 mkr. í stað 32 mkr. Þetta seg- ir manni að verðið ætti að lækka, en vissulega vegur á móti að laun hafa hækkað.“ Pétur sagði að þessi staða væri mjög erfið fyrir fólk sem væri að kaupa sér fasteign í fyrsta skipti og nauðsynlegt fyrir félagsmálanefnd að ræða það. „Flestir búast hins veg- ar við því að fasteignaverð lækki og þá lagast þessi staða af sjálfu sér.“ Pétur sagði að búið væri að leigja hundruð íbúða í Keflavík og það ætti að létta á leigumarkaðinum á höf- uðborgarsvæðinu. Hann sagði að leiguverð væri háð fasteignaverði og því ætti lækkun á fasteignaverði að stuðla að lægri leigu. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingar og formaður félags- málanefndar, segir brýnt að vinna hratt í þessum málum því að vanda- málið sé mjög stórt, bæði hvað varð- ar leigumarkað og aðgang ungs fólks, sem ekki hefur góðar tekjur, að húsnæðismarkaðinum. „Þetta er fólk sem hefur orðið út undan í hamagangi síðustu ára.“ Á vegum félagsmálaráðherra er starfandi nefnd sem vinnur að til- lögum um úrbætur í húsnæðis- málum. Guðbjartur sagðist hafa fylgst með störfum nefndarinnar. Hann sagðist eiga von á að tillögur nefndarinnar kæmu fram á næstu vikum. Guðbjartur sagði að þróunin á húsnæðismarkaði sýndi að Íbúða- lánasjóður hefði afar mikilvægu hlutverki að gegna. Hann væri að lána fólki á landsbyggðinni sem bankarnir hefðu lítið sinnt og einnig hefði sjóðurinn verið mikilvægur fyr- ir þá sem lakar væru settir. Óskaði eftir umræðu á þingi um húsnæðismál Birkir Jón Jónsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði, en ekki liggur fyrir hvenær hún fer fram. „Þessi staða í húsnæðismálum er mikið áhyggju- efni og eitt stærsta úrlausn- arefni sem við stöndum frammi fyrir í dag. Það er að koma hér kyn- slóð sem hefur ekki efni á að koma sér þaki yf- ir höfuðið, a.m.k. á höfuðborg- arsvæðinu. Ég tel brýnt að menn sameinist um að leysa þetta þvert á flokka. Hér er um að ræða svo stórt samfélags- legt mál að það er hafið yfir flokka- drætti að mínu mati. Ég verð var við það hjá minni kynslóð að fólk hefur mjög miklar áhyggjur af þessu. Það er orðið mjög glannalegt hvernig fólk þarf að skuldsetja sig til að kom- ast yfir íbúð,“ sagði Birkir Jón. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, segir markmiðið eiga að vera að hafa hús- næðiskostnað sem lægstan og að efnahagsstefnan miði að því að stjórna annarri einkaneyslu. „Ódýrasta kerfið er þekkt. Það er einfaldlega að reka Íbúðalánasjóð og bjóða fólki örugg lán á lágum vöxtum fyrir tilstyrk afls ríkissjóðs. Ég er ekki að tala um að ríkissjóður borgi niður vexti heldur að hann veiti ábyrgðir og styrk til að tryggja lán á lágum vöxtum.“ Kristinn sagði að flestir væru sammála um að ef bankarnir hefðu verið einir í íbúðalánum væri staðan enn verri. Menn verði bara að við- urkenna það að markaðslögmálin hafi ekki virkað í þessu máli. „Op- inbert lánakerfi, þó að það sé á ákveðnum markaðsforsendum, reyn- ist fólkinu best.“ Mistök að leggja félagslega húsnæðiskerfið niður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður VG sem situr í fé- lagsmálanefnd, segir að það blasi við neyðarástand í húsnæðismálum. Hún segir að ekkert hafi komið fram um að nefnd sem er að störfum muni leggja fram lausnir sem duga. „Bæði húsaleigubætur og vaxtabætur hafa verið skertar og ekki fylgt vísitölu húsnæðiskostnaðar, en þessum bót- um var ætlað að koma á móts við tekjulágt fólk.“ Guðfríður sagði að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu væri tiltekin upphæð ætluð í niðurgreiðslur á lán- um til félagslegs húsnæðis. Vextir af þessum verðtryggðu lánum væru 3,5%. Hún sagði að fátækt fólk gæti ekki staðið undir lánum á þessum kjörum. Einu sinni hefði verið boðið upp á félagsleg lán með 1% vöxtum. Guðfríður Lilja sagði að á sínum tíma hefði verið unnið stórkostlegt skemmdarverk þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður og fólk væri enn að súpa seyðið af því. „Það er alveg skýrt og verður ekki hjá því komist að sérstakra úrræða er þörf fyrir tekjulágt fólk sérstaklega og fyrir höndum er almennileg upp- bygging á félagslega kerfinu í þess- um efnum.“ „Mjög varasamur tími fram- undan í húsnæðismálum“ Ef fasteignaverð lækk- ar minnkar eigið fé fólks sem keypt hefur fasteign því skuldirnar lækka ekki. Það kunna því að vera varasamir tímar framundan í hús- næðismálum. Morgunblaðið/Ómar Lán Vextir á íbúðalánum hafa hækkað síðustu vikurnar og eru bankarnir nú að bjóða um 6,4% vexti þeim sem eru í viðskiptum við bankann. Pétur H. Blöndal Birkir Jón Jónsson Kristinn H. Gunnarsson Guðbjartur Hannesson Guðfríður Lilja Grétarsdóttir læpulegur L slyttislegur, latur, linur, kveifarlegur. Þú ert svei mér læpuleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.