Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Herdís Hauks-dóttir fæddist á Akureyri 11. sept- ember 1969. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri aðfara- nótt 6. nóvember síðastliðins. For- eldrar hennar eru Haukur Óli Þor- björnsson, f. á Akureyri 1. janúar 1931, og Sigrún Ragnarsdóttir, f. á Hjalteyri 4. desem- ber 1933. Systkini Herdísar eru: 1) Ragnar, f. 14. apríl 1953, maki Hjördís Hugrún Sigurbjörns- október 1949, og Kristín Helga Harðardóttir, f. í Gröf á Grenivík 24. september 1958. Systkini Jak- obs eru Ingibjörg, f. á Akureyri 14. júní 1982, hún á einn son, Ing- þór, f. á Akureyri 5. nóvember 1986, og hálfbróðir Jakobs sam- feðra er Jón Arnar Guðbrandsson, f. 16. ágúst 1970. Herdís ólst upp á Akureyri, var sína grunnskólagöngu í Glerár- skóla. Hún var tvo vetur í VMA, fór svo að vinna á ýmsum leik- skólum á Akureyri; Síðuseli, Flúð- um og Pálmholti. Um haustið 2003 fór hún í nám við Háskólann á Ak- ureyri á leikskólabraut, útskrif- aðist um vorið 2006. Hóf síðan störf við leikskólann Álfaborg á Svalbarðseyri. Útför Herdísar fer fram frá Svalbarðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. dóttir, f. 7. desember 1949, þau eiga sex börn. 2) Þorbjörg, f. 13. maí 1954, hún á einn son. 3) Valgeir, f. 28. maí 1955, maki Halldóra Sverris- dóttir, f. 8. janúar 1954, þau eiga sex börn. 4) stúlka, and- vana fædd 12. mars 1963. 5) Sigurður Rúnar, f. 5. ágúst 1964. Maður Herdísar er Jakob Björnsson vél- stjóri, f. 15. júlí 1977. Foreldrar hans eru Björn Ingason, f. á Neðri- Dálkstöðum á Svalbarðsströnd 24. Hjartkæra dóttir okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við vitum að það verður tekið vel á móti þér af þeim sem farnir eru. Guð og góðir englar vaki yfir þér. Far þú í friði inn í ljósið mikla, elsk- an okkar. Mamma og pabbi. Elsku Herdís, þá ertu farin. Á þessum erfiðu tímum er gott að hafa verið hjá þér þegar þú fórst. Ég var nú ekki alltaf heima en mikið er ég feginn að hafa fengið að vera hjá þér þetta síðasta kvöld og náttúrlega ár- in okkar sex sem við vorum saman. Ég man það vel þegar ég sá þig fyrst og hvað ég sagði við þig. Í mín- um huga hefur þú alltaf ljómað og sennilega er það sá ljómi sem ég sé enn þegar ég hugsa til þín. Þegar ég hugsa til baka þá er það þessi hlýja og væntumþykja sem þú sýndir mér alla tíð. Þú varst einhvern veginn alltaf að gera eitthvað fyrir mig. Þú varst alltaf svo hress og glöð með allt og aldrei í fýlu, þú bara kunnir ekki að vera í fýlu. Ég man það svo vel að þú varst svo ánægð með allt sem ég gaf þér eða gerði fyrir þig. Og hvað þú hafðir mikla trú á mér. Og hvað þú varst ákveðin; þegar þú ætlaðir að gera eitthvað, þá gerð- irðu það bara. Eins og með skólann, þú ætlaðir að verða leikskólakennari og kláraðir það og rosalega varstu nú glöð þegar það var búið. En ég held að þú hafir verið ennþá glaðari þegar ég kláraði minn skóla. Svona varstu, það var einhvern veginn þannig að þú varst hérna eiginlega bara fyrir okkur hina, mig og fjöl- skyldur okkar og alla hina. Ég horfi í augu þín, úr augum þínum skín hrein ómeðvituð gjöf til mín. Það eina hér sem yljar mér í lífsins frosti og fönn, sem gefur dug í dagsins önn, dug í dagsins önn. Ég lít í augu þín og lít þar augu mín. Minn bústaður hann er í þér. Oft ástarhjal er marklaust mal, en mundu orð mín blíð: Mín ást er sönn sem orðin mín, sönn sem orðin mín. Þitt breiða skrítna bros, þitt blíða stríðnisglott og uppátækin þín, þitt grín. Já, hlátur þinn og húmorinn, ég elska þetta allt. Þú hreinsar, vermir hjartað kalt, vermir hjartað kalt. Oft ástarhjal er marklaust mal, en mundu orð mín brýn: Mín ást er sönn sem orðin mín, er sönn sem orðin mín. (Sverrir Stormsker) Minning þín lifir í hjörtum okkar allra sem þekktum þig. Ástarkveðja. Jakob Björnsson. Elsku hjartans litla systa og frænka. Söknuðurinn er svo mikill og sár að hafa misst þig frá okkur svona unga og svona snöggt. Þú veiktist skyndilega og varst horfin frá okkur á örskotsstundu. Ég skil ekki af hverju Guð var að taka þig til sín, á erfitt með að sætta mig við það. Ég veit að þú hefðir ekki viljað að það yrði skrifað um veikindi þín, þú varst alltaf svo dugleg og kvart- aðir aldrei. Oft þegar við vorum að spjalla saman hafðir þú góð ráð handa mér. Þú varst mjög mikið með Rúnar Inga þegar hann var lít- ill, söknuðurinn hjá honum er mikill, það var svo kært á milli ykkar og þið svo náin eins og ég og þú vorum. Þú ert sem bláa blómið svo blíð og hrein og skær. Ég lít á þig og löngun mér líður hjartað nær. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Þýð. Benedikt Gröndal) Þetta ljóð skrifaði ég til þín í bók- ina þína, Skólavini, þegar þú varst lítil. Minningarnar streyma fram í huga mér og tárin niður kinnar. Sé í huganum litla hnátu með mikla ljósa krullaða hárið sitt, man eftir okkur sitja saman, ég að greiða hárið, flétta, gera hnúta, og alltaf leyfðir þú mér að fikta í hárinu þótt þú værir hársár. Sjá litlu hnátu verða að fallegri stúlku. Þú hefðir heldur ekki viljað að það yrðu skrifaðar lof- ræður um þig, þú varst svo hógvær, yndisleg og mikill persónuleiki, hrein og bein í samskiptum við ann- að fólk, sagðir þína meiningu án þess að særa neinn. Ég mun sakna þess að heyra hlátur þinn, sjá stríðnisbrosið á andlitinu þínu, fá smástríðni frá þér. Heyra ekki leng- ur: „O, Didda, þú ert svo væmin.“ Ég er svo þakklát fyrir það að við gátum hist í hádeginu á mánudaginn í smástund, gátum talast við og þeg- ar ég fór þá kvöddumst við eins og venjulega með góðu faðmlagi og kossi á kinn og töluðum um að heyr- ast eða hittast fljótlega. Ekki óraði mig fyrir að þessi stund væri sú síð- asta hjá okkur. Þið Rúnar Ingi hitt- ust á laugardeginum og hann er svo þakklátur fyrir það. Þú varst svo ánægð og hamingjusöm þegar þú laukst við leikskólakennarann, kom- in í draumastarfið að vinna með börnum, þú varst svo mikil barna- gæla. Og þú varst líka svo stolt af honum Jakobi þínum þegar hann lauk við sitt vélstjóranám. Elsku Jakob, okkar missir og þinn er mikill, þið voruð svo ást- fangin og hamingjusöm á ykkar fal- lega heimili með henni Trýnuskotti. Elsku mamma og pabbi, sorg ykkar er mikil að hafa misst yngsta barnið úr hópnum ykkar, hún var ljósið og yndið, það er komið mikið og stórt skarð í fjölskylduna. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Hvíl í friði, Guð geymi þig, elsku ljúfan, við elskum þig. Þorbjörg og Rúnar Ingi. Elsku systir mín, nú ertu farin. Ég kveð þig í hinsta sinn með sökn- uð í hjarta. Mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Minningarnar um þig munu ávallt fylgja mér, elsku Herdís mín. Þinn bróðir Sigurður Rúnar. Elsku Herdís, við trúum því ekki að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst svo góð vinkona okkar. Það koma upp svo margar góðar minningar þegar við hugsum til þín. Við vorum einmitt að rifja upp þeg- ar þið Kobbi voruð nýlega tekin saman og hann alltaf á sjó, þá komst þú alltaf í mat til okkar í Smárat- únið og horfðir með okkur á Idol. Okkur þótti svo vænt um það að þú kæmir og héldir sambandi við okkur á meðan Kobbi var á sjó. Við þekkt- umst ekkert rosalega mikið fyrst þegar þú fórst að koma en þú sýndir okkur mikinn áhuga og fyrir það er- um við mjög svo þakklát. Enda varðst þú mjög fljótt stór þáttur í lífi okkar, og ert enn. Það var alltaf svo gaman hjá okk- ur, yfirleitt var verið að stríða ein- hverjum í góðlátlegum tón og oft kom þessi setning hjá þér „nei … djók“. Það er svo skrítið með það að fyrst þegar maður kynntist þér þá hefði maður aldrei trúað því að þú myndir í framtíðinni þeysast um þorpið á krossara. En viti menn, það gerðir þú og það með stæl. Hafðir mikinn áhuga fyrir þessu sporti enda varst þú oft með þeim bræðr- um að brasa eitthvað í hjólunum. Þú varst sko „Töff Hjóla Stelpa“. Elsku Herdís, við kveðjum þig með miklum söknuði, þú lifir í hjört- um okkar uns við hittumst á ný. Guð blessi þig og varðveiti. Björn, Helga, Ingibjörg og Ingþór. Elsku Herdís mín, mér finnst svo ótrúlegt að þú skulir vera farin frá okkur og ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að horfast í augu við það. Maður spyr af hverju þú, ung og falleg kona í blóma lífsins, en auðvitað fær maður engin svör. En minningarnar um þig ylja manni á þessum erfiðu tímum og ég veit ekki hvar ég á að byrja með þær. Þú varst mér eins og systir og þú varst henni Freydísi minni eins og önnur mamma. Enda fengum við oft að heyra það að við værum alveg eins og jafnvel eins og hjón á köfl- um. Okkar bestu tímar voru þegar við bjuggum báðar í Hjallalundinum sitthvorumegin við ganginn og þeg- ar þú komst yfir til mín og kallaðir „honey I’m home“ (ég er komin heim elskan), okkur fannst þetta náttúrulega alveg hrikalega fyndið og skemmtum okkur vel yfir þessu. Eins gekk alltaf húmorinn að passa þig á veðrinu þegar þú fórst yfir í þína íbúð, en þurftir samt aldrei að fara út til að komast heim. Það var alltaf gaman í þeim ferða- lögum sem við fórum í, og okkur þótti við sko heljarkonur eitt sum- arið þegar við lögðum land undir fót og fórum í sumarbústaðinn til afa og ömmu, þaðan til Reykjavíkur og enduðum á að fara til Flateyrar á litlu grænu súkkunni þinni. Herdís Hauksdóttir ✝ Árni Bergur Ei-ríksson fæddist í Reykjavík 26. jan- úar 1945. Hann and- aðist að heimili sínu í Reykjavík 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lucinda Sig- ríður Jóhannsdóttir Möller, f. 12. ágúst 1921, d. 22. nóvem- ber 1965 og Eiríkur Sigurbergsson við- skiptafræðingur, f. 5. september 1903, d. 30. mars 1968. Systir Árna er Jóhanna Þorbjörg, f. 14. júní 1940, gift Richard Hull, búsett í Banda- Árni, f. 3. ágúst 1992. Móðir hans er Elín Ásta Birgisdóttir. Árni ólst upp í Reykjavík og bjó þar allan sinn aldur. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1965 og starfaði eftir það í mörg ár hjá embætti Toll- stjórans í Reykjavík. Árni keypti og rak verksmiðjuna VILKÓ um árabil en seldi verksmiðjuna síðar til Blönduóss. Þá átti Árni og rak Fransk-íslenska verslunarfélagið, fyrst með föður sínum en eftir andlát hans rak hann félagið einn. Árni starfaði um langt árabil í Sjálfstæðisflokknum og var for- maður Félags sjálfstæðismanna í Langholts-, Voga- og Heimahverfi um skeið. Síðustu 20 árin átti Árni við heilsuleysi að stríða. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ríkjunum og eiga þau einn son, Clyde Eirík Hull. Árni kvæntist 19. nóvember 1966 Sig- ríði Eygló Antons- dóttur, f. 1. janúar 1945. Foreldrar hennar voru Anton Bjarnason, mál- arameistari og Sig- urrós Lárusdóttir, sem bæði eru látin. Árni og Eygló eign- uðust tvær dætur, Lucindu Sigríði, f. 15. mars 1967 og Eyrúnu Rós, f. 11. júní 1975. Árni og Eygló skildu árið 1985. Sonur Árna er Eyþór Kær vinur okkar er fallinn frá eftir langvarandi veikindi 62 ára að aldri. Það þykir ekki hár aldur nú á dögum. En eigi má sköpum renna. Þegar við þremenningarnir urð- um skólabræður í Verslunarskól- anum ákváðum við að læra saman undir próf og það gerðum við í fjögur ár þar til verslunarprófi var náð. Þessi samvera og samband tryggði ævarandi vináttubönd okk- ar í milli. Áður höfðu Stefán og Árni kynnst í Vogahverfi en Svein- björn og Árni höfðu verið sessu- nautar í sjö ára bekk í Laugarnes- skóla og árið áður í svokallaðri tímakennslu. Að loknu verslunarprófi hélt Árni út í lífið, starfaði með föður sínum að rekstri fjölskyldufyrir- tækis þeirra og síðar hjá tollgæsl- unni og enn síðar rak hann verk- smiðjuna VILKÓ. Árni var sjálfstæðismaður fram í fingurgóma. Hann starfaði um ára- bil fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var meðal annars formaður Félags sjálfstæðismanna í Langholti, Vog- um og Heimum. Árni missti foreldra sína ungur og setti það mark á hann framan af. Hann hafði þó alltaf sjálfstæði og kjark til að koma sér áfram í líf- inu. Hann kvæntist ungur Sigríði Eygló Antonsdóttur og eignuðust þau tvær dætur Lucindu Sigríði og Eyrúnu Rós. Leiðir Árna og Eyglóar skildu eftir um 20 ára hjónaband. Árni eignaðist síðar soninn Eyþór Árna. Börn hans voru honum mjög hjartfólgin. Fyrir rúmum 20 árum kom fram heilsubrestur sem hann átti eftir að glíma við það sem eftir var ævinn- ar. Engu að síður gafst hann aldrei upp. Hann tók þátt í undirbúningi prófkjara Sjálfstæðisflokksins eins og heilsan leyfði. Hann átti sér drauma um að komast á ný til slíkrar heilsu að hann gæti starfað við fyrirtæki sitt, Fransk-íslenska verslunarfélagið. Hann kannaði margvíslega möguleika á útflutn- ingi á matvörum til Frakklands en m.a. heilsan varnaði honum slíkt. Engu að síður var hann að huga að slíku þegar hann andaðist. Í sumar ferðaðist hann til Bandaríkjanna ásamt börnum sín- um til að sitja brúðkaup systurson- ar síns og var það í síðasta sinn sem systir hans, Jóhanna, og henn- ar fjölskylda hittu Árna. Þetta ferðalag var honum mikils virði. Árni var okkur félögunum mikill og góður vinur. Féll þar ekki skuggi á öll árin. Við færum börn- um hans og öðrum í fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan guð að vernda þau. Stefán Skarphéðinsson, Sveinbjörn Óskarsson. Fallinn er frá góðvinur minn til margra áratuga, Árni Bergur Ei- ríksson, hávaxið glæsimenni með meiri elegansa en guð almennt gef- ur. Þótt hann hin síðari ár hefði verið farinn heilsu og nokkuð bug- aður af andstreymi lífsins var sálin jafnan leiftrandi og hugmyndirnar streymdu látlaust fram – hvort sem var á veraldlegum eða and- legum nótum – það þurfti bara að koma þessu öllu í framkvæmd. Árni var að eðli og upplagi heims- maður, vel að sér og mjög skyn- ugur á strauma og stefnur sinnar tíðar óháð því hvort í hlut áttu menn eða hugmyndir. En lánið lék einhvern veginn ekki við hann, Árni Bergur Eiríksson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sverrir Jónsson. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.