Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN D agur íslenskrar tungu er af mörgum talinn hátíðisdagur, og af þeim sökum eru í dag haldnar ófáar hátíð- arræðurnar þar sem tilefni dagsins – íslenskan – er mært og hlaðið lofi. En eins og allir vita eru hátíðis- og tyllidagar líka dagar innantómra orða sem enginn man eftir þegar hátíðarskapið er runnið af mönnum og þeir mættir í blákaldan veru- leikann daginn eftir. Það eru bara skáld og fyrirmenni sem geta leyft sér að vera í hátíð- arskapi á hverjum einasta degi, þar sem upphafning hversdagsins er jú vinnan þeirra. Við hin höldum áfram að púla í klóakkinu, eins og skáldið komst að orði. Eitt af því sem eflaust mun heyr- ast í dag eða sjást á prenti er að ís- lenskir fjölmiðlar séu helstu útverð- ir íslenskrar tungu og að fjölmiðlafólki sé því lögð á herðar sú skylda að vanda mál sitt. Hvort tveggja er þetta þó í rauninni rangt. Þetta eru einmitt dæmi um inn- antóm hátíðisdagaorð. Íslensku fjölmiðlafólki er ekki lögð sú skylda á herðar að vanda mál sitt. Raunin (í tvennum skiln- ingi) er aftur á móti sú að íslensku fjölmiðlafólki eru lagðar þær skyld- ur á herðar að vinna hratt og af- kasta miklu, og gæta vandlega að útliti sínu og ímynd. Ef einhver verður til að mótmæla þessu vil ég einfaldlega biðja þann hinn sama að lesa íslenska fjölmiðla, eða hlusta á þá og horfa. Á þessu hafa reyndar löngum verið tvær ágætar undantekningar. Það eru Morgunblaðið og Rík- isútvarpið. Þetta eru einu fjölmiðl- arnir á Íslandi sem hafa beinlínis kostað einhverju til – tíma og pen- ingum – að vanda málfar sitt. At- hyglisvert er að þetta eru um leið einu fjölmiðlarnir sem eru hluti af sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar. Þarna eru áreiðanlega tengsl á milli. Almenna reglan á íslenskum fjöl- miðlum er þó sú, að ef maður er „kúl og krisp“ (og jafnvel líka „slikk“), vinnur hratt og mokar miklu skiptir engu máli þótt maður geti ekki komið út úr sér óbjagaðri setningu eða sett heila hugsun á blað. Við sjálft liggur að það sé fjöl- miðlafólki fjötur um fót á frama- brautinni að leggja meiri áherslu á málfar sitt en útlit og framkomu. Ég er ekki að halda því fram að við eigum öll að fara að sitja í lopa- peysu og gallabuxum við að setja saman gullaldaríslensku. Ég á við að stjórnendur fjölmiðla virðast hiklaust telja mest um vert að hafa „flott“ starfsfólk, og skiptir þá engu þótt þetta sama fólk geti ekki tjáð sig nema í gatslitnum orðaleppum og bjöguðu máli. Þess vegna held ég því hiklaust fram að íslenskir fjölmiðlar séu í raun og veru ekki útverðir íslenskr- ar tungu, þó svo að þeir á hátíðis- og tyllidögum segist vera það. Ef ís- lenskir fjölmiðlar vilja standa við stóru, hátíðlegu orðin þurfa þeir að verja peningum og tíma í að vanda mál sitt. Það gera þeir ekki. Aftur á móti verja þeir stórfé og löngum stundum í að bæta útlit sitt og ímynd; gera hana „kúl og krisp“. Ef fjölmiðlum væri einhver al- vara með að vanda mál sitt myndu þeir borga starfsfólki sínu fyrir gott málfar. Raunin er þó sú að miðl- arnir borga alls konar ímynd- arráðgjöfum og málhöltum stjörn- um stórfé, á meðan almennir fréttamenn, þýðendur og próf- arkalesarar (fólkið sem setur sam- an megnið af því íslenska máli sem miðlarnir bera á borð) eru til- tölulega lágt launaðir, eins og glögglega kemur í ljós á hverju ári í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hver veit, ef til vill rennur upp sá dagur að enginn verður jafn kúl og sexí og sá sem hefur vald á málinu; getur talað án þess að tafsa og hika, gefur sér tíma til að vanda sig við að skrifa og hefur hugsun á öðru en út- jöskuðum orðaleppum. Þeir fjölmiðlar sem á hátíð- isdögum á borð við daginn í dag fara mikinn um gildi þess að tala og skrifa góða íslensku gætu reyndar með ýmsum hætti sýnt viljann í verki. Eins og hér að framan var nefnt gætu þeir beinlínis borgað fyrir gott mál, fremur en flott útlit. Einnig mætti gefa fjölmiðlafólki kost á – og jafnvel skylda það margt hvað – til að læra að beita ís- lenskunni vel. Til dæmis væri hægt að bjóða upp á endurmennt- unarnámskeið í íslensku, rétt eins og fjölmiðlafólki er sífellt boðið upp á námskeið í fréttamennsku, kaup- sýslufræðum, notkun hinna og þessara tölvuforrita og guð má vita hverju. Ekki rekur mig minni til þess að hafa séð fjölmiðlafólki boðið upp á íslenskunámskeið. Slíkt námskeið gæti orðið veru- lega skemmtilegt. Ég er ekki að tala um að þeir fari og fái fyr- irlestur um stafsetningu og mál- fræði. Það væri nær að þeir fengju að lesa góðar bækur og pæla í þeim með leiðsögn skemmtilegs kennara. Hvernig væri til dæmis að blaða- mönnum yrði boðið á Njálu- námskeið? Eða fengju að velta sér upp úr Moby Dick í svo sem eins og mánuð? Væru stjórnendur íslenskra fjöl- miðlafyrirtækja tilbúnir að borga fyrir slíkt og sleppa því að kaupa enn einn fundinn með ímynd- arráðgjafa? (Flestir þessara funda eru hvort eð er í rauninni vita- gagnslausir, er það ekki?) Það gæti meira að segja farið svo að ef raunveruleg, áþreifanleg áhersla væri lögð á gott málfar þyrftu fjölmiðlar minna á öllum ímyndar- og markaðsráðgjöfunum að halda. Vegna þess að reynslan sýnir að fátt þykir lesendum, áheyrendum og áhorfendum jafn traustvekjandi og gott málfar. Þeir tveir fjölmiðlar sem ég nefndi áðan að hefðu í gegnum tíðina lagt raun- verulega áherslu á gott mál, Rík- isútvarpið og Morgunblaðið, eru líka þeir miðlar sem Íslendingar treysta best. Ekkert er betra fyrir ímynd fjölmiðils en að vera traust- vekjandi. Og ekkert er meira traustvekjandi en gott og skil- merkilegt mál. Þar af leiðandi blas- ir við að í rauninni er ekkert betra fyrir ímyndina en gott málfar. Skot í til- efni dagsins » Almenna reglan á íslenskum fjölmiðlum er sú,að ef maður er „kúl og krisp“ (og jafnvel líka „slikk“), vinnur hratt og mokar miklu, skiptir engu máli þótt maður geti ekki komið út úr sér óbjagaðri setningu eða sett heila hugsun á blað. BLOGG: kga@mbl.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ARTHUR B. Laffer, sem flytur hádegiserindi í Þjóðmenningarhús- inu í dag um kosti skattalækkana, er áreiðanlega einn kunnasti hagfræð- ingur heims, en um leið einn hinn umdeildasti. Hann fæddist 14. ágúst 1940 í Youngstown í Ohio-ríki, lauk BA-prófi í hagfræði frá Yale-háskóla í 1963, MBA-prófi frá Stanford- háskóla 1965 og dokt- orsprófi frá sama skóla 1971. Upphaf Laffer- bogans Laffer kenndi hag- fræði í Chicago- háskóla 1967-1976 og var ráðunautur Banda- ríkjastjórnar í forseta- tíð Nixons og Fords. Þar sem hann sat einn daginn í desember 1974 að hádegisverði með nokkrum áhrifa- mönnum Hvíta hússins í veitingahúsinu Two Continents í Washington-borg, dró hann upp á munnþurrku mynd, sem sýndi, hvernig skatttekjur ríkisins hækka fyrst, þegar skattheimta eykst (til dæmis úr 10% í 20%). Skatttekj- urnar hækka upp að einhverju há- marki, en síðan minnka þær aftur, þótt skattheimtan haldi áfram að aukast. Það felur í sér, að við ákveð- in skilyrði geta skatttekjur hækkað, þegar skattheimta minnkar (til dæmis úr 60% í 50%). Þetta þótti viðmælendum hans merkilegt, og til varð hinn frægi Laffer-bogi. Laffer minnir þó á, að þetta sé gömul speki. Til dæmis sagði serkneskur heimspekingur, Ibn Khaldun, á 14. öld: „Menn ættu að vita, að í upphafi valdaskeiðs nýrrar ættar skilar skattheimta miklum skatttekjum af léttum álög- um. Í lok valdaskeiðs ættarinnar skilar skattheimta lágum skatt- tekjum af þungum álögum.“ Hér sagði Jón Þorláksson 1925: „Það er almenn regla, viðurkennd af sér- fræðingum í skattamálum í meira en 100 ár, að takmörk eru fyrir því, hve mikið má hækka einstaka skatta; þegar komið er að þessu takmarki, leiðir frekari hækkun ekki til aukn- ingar á skatttekjum, heldur til lækk- unar á þeim.“ Viðmælendum Laf- fers fannst fróðlegast, að Bandaríkin væru hugsanlega komin öf- ugum megin á bogann, þar sem skatttekjur ríkisins lækka með meiri skattheimtu. Væri dregið úr skatt- heimtu, kynnu skatt- tekjur ríkisins að hækka. Hugmyndin var einföld: Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Ronald Reagan boðaði þessa hugmynd í baráttunni fyrir forsetakjörið 1980, en and- stæðingum hans fannst fátt um og kölluðu vúdú-hagfræði. Eftir að Reagan varð forseti, hrinti hann hugmyndinni ótrauður í fram- kvæmd og hafði erindi sem erfiði. Skatttekjur jukust, ekki síst af tekjuhæsta hópnum, þótt skattar á þann hóp hefðu lækkað. Ísland besta dæmið Laffer færði sig 1976 um set til Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Ang- eles og var þar prófessor til 1984. Eftir það kenndi hann um skeið við Pepperdine-háskóla, en hefur hin síðari ár rekið sjálfstætt ráðgjaf- arfyrirtæki. Laffer sat í hagfræðing- aráði Reagans alla forsetatíð hans. Margir telja hann einn aðalhöfund „framboðshliðar“-kenningarinnar í hagfræði (supply-side economics), en hún snerist um að auka fram- leiðslu með lægri sköttum og minni ríkisafskiptum, en hafa minni áhyggjur af skammtímahalla í rekstri ríkisins. Enginn hagfræðingur efast um, að einhvers konar Laffer-bogi sé til: Þegar skattheimta sé 0%, séu skatt- tekjur engar, og þegar skattheimta sé 100%, séu skatttekjur varla nein- ar heldur. Hins vegar kann Laffer- boginn að vera óreglulegri í laginu en hann er venjulega dreginn upp (til dæmis í þessari grein) og erf- iðara að segja til um, hvar einstök ríki séu stödd á honum. Þó má nefna Spán og Írland. Í stjórnartíð Jósefs Maríu Aznars lækkuðu Spánverjar tekjuskatt í tveimur áföngum, en skatttekjur jukust og þrálátur halli hvarf á fjárlögum. Írar efndu til sátt- ar á vinnumarkaði, sem fólst í því, að ríkið lækkaði tekjuskatt á almenning gegn því, að launþegar og vinnuveit- endur gættu hófs í kjarasamningum. Írar lækkuðu líka tekjuskatt á fyr- irtækjum, sem er þar nú aðeins 12,5%. Þrátt fyrir þessar skatta- lækkanir (eða vegna þeirra) hefur hagur ríkisins vænkað, jafnframt því sem þjóðin hefur komist í álnir. Skýrasta dæmið um Laffer- bogann er líklega Ísland. Síðustu sextán ár hefur hagkerfið hér verið umskapað. Einn mikilvægasti þátt- urinn í því voru stórfelldar skatta- lækkanir. Tekjuskattur fyrirtækja lækkaði um 27% árin 1991-2001 og tekjuskattur einstaklinga um 8% ár- in 1997-2007. Fjármagnstekjuskatt- ur er 10% og talsvert lægri en víða annars staðar. Aðstöðugjald, sér- stakur skattur á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði, eignaskattur og há- tekjuskattur var allt fellt niður og erfðafjárskattur snarlækkaður. Virðisaukaskattur af matvælum var lækkaður verulega. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum: Skatt- tekjur hafa hækkað mjög. Það hefur reynst rétt, sem Laffer brýnir fyrir okkur, að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lít- illi köku. En fróðlegt verður að heyra í dag, hvernig Laffer ráð- leggur okkur að halda bakstrinum áfram. Hver er Arthur Laffer? Hannes Hólmsteinn Giss- urarson segir frá hagfræð- ingnum Arthur Laffer » Það hefur reynstrétt, sem Laffer brýnir fyrir okkur, að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is „ÞEGAR hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana hver á sína vísu. Slíkt er hægt að gera með ýmsu móti. Benedikt gerði það líka á sinn hátt.“ Á þessum orð- um hefst Að- venta, ein þekkt- asta saga eftir skáldið Gunnar Gunnarsson. Sag- an fjallar um fjár- hirði sem bauð byrginn nátt- úröflunum hams- lausum frá aðventu – sunnudegi til annars í jólum til að bjarga nokkrum sauðkindum frá því að krókna eða falla úr hungri á fjöllum uppi. Þetta voru eftirlegukindur sem ekki röt- uðu til byggða. En þær voru lifandi verur. Og honum fannst hann bera ábyrgð á þeim, enda þótt hann ætti enga þeirra sjálfur. Hans eigin höfðu skilað sér. Á þessum aðventu- göngum hafði hann enga mannfylgd en Leó hundur hans og sauðurinn Eitill fylgdu honum. Á leiðinni á öræfin í öskrandi stórhríð tafðist hann við hjálparstarf á aðra viku. Þótt hann væri að þrotum kominn tókst honum að bjarga nokkrum kindum frá hungurdauða og hafði lagt sitt að mörkum til samfélags- ins.„Þjónustan var innt af hendi“ segir í sögulok. Um þessar göfugu kenndir er Aðventa ein fegursti fagnaðarboðskapur kristinnar trúar. Í ætt við kærleikann sem er góðvilj- aður, langlyndur og leitar ekki síns eigin. Í heimi efnishyggju og sjálfs- elsku gleymast oft ákveðnar dyggðir í reynd þótt tamar séu tungu manna. Þrátt fyrir velferð þegar á heildina er litið þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna hjálparþurf- endur sem við getum lagt lið. Cari- tas Ísland (hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar) hefur um árabil stutt við bakið á ýmsum hópum í samfélaginu sem eiga um sárt að binda og vakið athygli á málefnum þeirra. Á þessari aðventu sem nú fer í hönd búum við okkur undir að beina sjónum okkar að umsjónarfélagi einhverfra. Fyrir þrjátíu árum síðan tóku nokkrir áhugasamir foreldrar, aðstandendur einhverfra barna, höndum saman og kölluðu á samstarf við sérfræðinga til að miðla fræðslu til foreldra, kennara og annars fagfólks auk ann- arra til að umgangast einhverf börn og unglinga með þroska og hegð- unarvanda. Hvernig auðvelda mætti þessum börnum að fóta sig í flóknu samfélagi með meira áreiti en áður hafði þekkst, en einnig með meiri möguleika að vinna með sín mál og bæta sig þjóðfélaginu til góða. Styrktartónleikar Caritas verða í Kristskirkju við Landakot, sunnu- daginn 18. nóvember kl. 16. þar sem landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sínu í þágu þessa málaflokks. Efnisskráin spannar óvenjuvítt svið og þarna heyrast skærustu perlur tónbókmenntanna. Hægt er að leggja inn á reikning Caritas Ísland í Glitni 513-14- 202500. Vertu með! Framlag þitt skiptir máli. SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR, formaður Caritas á Íslandi. Tónleikar til styrktar umsjónarfélagi einhverfra Frá Sigríði Ingvarsdóttur Sigríður Ingv- arsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.