Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ysja, -u, -ur KV fasmikil kona.
Hún er ysja
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
FÉLAGIÐ Suðurlindir, sem þrjú
sveitarfélög á Reykjanesi hafa lýst
yfir vilja til að standa saman að, hef-
ur það að markmiði að standa vörð
um sameiginlega hagsmuni sveitar-
félaganna og íbúa þeirra varðandi
nýtingu náttúruauðlinda í landi
þeirra við Trölladyngju, Sandfell og
í Krýsuvík, m.a. mögulega nýtingu
jarðvarma og eignar- og nýting-
arrétt hvers sveitarfélags fyrir sig.
Sveitarfélögin þrjú eru Grindavík-
urbær, Hafnarfjörður og Sveitarfé-
lagið Vogar og var því m.a. lýst yfir
á blaðamannafundi vegna vilja-
yfirlýsingarinnar í gær að þau vildu
að orkan, sem ætti uppruna sinn í
þeirra landi, yrði nýtt til atvinnu-
uppbyggingar á svæðinu. Í það
minnsta að þau hefðu eitthvað að
segja um það í hvað hún yrði notuð.
Þá sagði Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, að því yrði
„haldið opnu“ að stofna nýtt orku-
fyrirtæki í samkeppni við Hitaveitu
Suðurnesja. Kom fram á fundinum
að helstu framtíðarorkulindir á
Reykjanesskaga væru innan lög-
sagnar sveitarfélaganna sem að
Suðurlindum standa og sameig-
inlegir hagsmunir því ríkir. Enn-
fremur kom fram að landamörk
væru ekki alls staðar skýr, t.d. við
Trölladyngju og því væri enn meiri
þörf á nánu samstarfi. Þá kom fram
að upphaf stofnunar félagsins mætti
m.a. rekja til þess að undanfarið
hefðu línulagnir um sveitarfélögin
verið til umræðu og þörf væri á að
standa saman að ákvörðunum hvað
það varðaði. Yrði mótuð stefna í
þeim málum fljótlega.
Þverpólitísk samstaða
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagði
fulla pólitíska samstöðu meðal allra
stjórnmálaflokka í sveitarfélögunum
þremur um stofnun Suðurlinda.
Benti hann jafnframt á að sam-
starfið næði ekki eingöngu til virkj-
unar auðlindanna, heldur einnig til
náttúruverndar og umhverfismála.
Undir þetta tók Ólafur Örn Ólafs-
son, bæjarstjóri í Grindavík. Hann
sagði ljóst að mörg fyrirtæki sæju á
svæðinu tækifæri varðandi atvinnu-
uppbyggingu og þörf væri á að
standa saman að ákvörðunum um
nýtingu og meðferð á landinu. „Ég
veit að þetta verður heillaspor fyrir
atvinnuuppbyggingu á svæðinu í
heild sinni, sérstaklega fyrir okkur
Grindvíkinga sem höfum orðið fyrir
áföllum vegna niðurskurðar í sjávar-
útvegi,“ sagði Ólafur.
Spurður hvort til stæði að stofna
nýtt orkufyrirtæki í samkeppni við
Hitaveitu Suðurnesja svaraði Lúð-
vík að því yrði haldið opnu. „Þetta
félag á að hafa gott samstarf við þá
aðila sem eru í orkuöflun á svæðinu,
en það er ekki lokað fyrir eitt né
neitt í þessum efnum. Tíminn mun
leiða það í ljós. [...] En það er ekkert
endilega eitthvað sem kallar á að við
verðum formlegur virkjunaraðili,
það eru nógu margir sem hafa
áhuga á því.“
Ólafur tók fram að Grindavík vildi
að sú orka sem aflað væri innan
marka sveitarfélagsins, yrði nýtt til
atvinnuuppbyggingar þar. Lúðvík
tók í sama streng og sagði sveit-
arfélögin þrjú vilja hafa með það að
gera hvernig yrði virkjað á svæðinu
og hvað yrði um þá orku. „En það er
ekki verið að eyrnamerkja hana einu
fyrirtæki eða ákveðinni starfsemi
umfram aðra,“ tók Lúðvík fram.
Orkan nýtt á svæðinu
Róbert Ragnarsson, sveitarstjóri
í Vogum, sagði að á Keilisnesi yrði
byggð upp atvinnustarfsemi, hvort
sem það yrði stóriðja eða eitthvað
annað. „Við sjáum þetta samstarf
sem skref í því að geta tekið á mál-
um þegar atvinnutækifæri koma hér
upp. [...] Ég tel að þetta samstarf
skapi brú á milli Suðurnesja og höf-
uðborgarsvæðisins, sérstaklega í
skipulagsmálum.“
Ólafur sagði stofnun Suðurlinda
ekki hafa nein sérstök áhrif á Hita-
veitu Suðurnesja. „Þeir eru með
þessi rannsóknarleyfi og ef orkan er
nýtt til atvinnuuppbyggingar í
Grindavík þá munum við vinna með
Hitaveitunni að því máli.“
Ekki hefði verið rætt sérstaklega
um Svartsengi við stofnun Suð-
urlinda. „En komi til framtíðarupp-
byggingar á því svæði þá hljótum við
að gera þá kröfu að sú orka verði
nýtt í Grindavík.“
Lúðvík benti á að alfarið væri
ófrágengið hvernig nýta ætti orku
frá þeim háhitasvæðum sem væru
innan marka sveitarfélaganna
þriggja. „Hitaveitan hefur rann-
sóknarleyfi, m.a. í Krýsuvík, þar er
hins vegar ófrágengið samkomulag
við Hafnarfjarðarbæ um hvernig
staðið verður að þeim málum. Það er
auðvitað einn lykilþátturinn í því að
við erum að stofna til þessa félags að
við lítum svo á að það verði ekki far-
ið í frekari vinnu eða útfærslu á
þessum svæðum nema um það sé
samkomulag milli okkar.“
Forræðið heim
Hann benti ennfremur á að mál-
efni Reykjanesfólkvangs væru í
„einkennilegri stöðu“. Sveitarfélögin
þrjú, sem hefðu langstærsta lögsögu
innan fólkvangsins, hefðu lítið um
fólkvanginn að segja. „Forræðið er
meira og minna í höndum Reykja-
víkurborgar samkvæmt þrjátíu ára
gömlu ákvæði. Þetta er einn af þeim
hlutum sem við viljum breyta og
koma þessu forræði í hendur sveit-
arfélaganna hérna á þessu svæði.“
„Heillaspor fyrir atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu“
Morgunblaðið/Sverrir
Suðurlindir Ragnar Róbertsson, sveitarstjóri Voga, Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar, og Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur,
undirrita viljayfirlýsingu vegna félagsins Suðurlinda.
Í HNOTSKURN
»Félagið Suðurlindir verð-ur alfarið í eigu opinberra
aðila og munu sveitarfélögin
þrjú fara með jafnan hlut.
»Stefnt skal að því að félagið taki til starfa eigi
síðar en í ársbyrjun 2008.
» Orkuveita Reykjavíkur erekki í sjálfstæðum verk-
efnum á svæðinu en hefur frá
því í haust verið hluthafi í
Hitaveitu Suðurnesja.
» Stefnt er að því að félagiðtaki til starfa eigi síðar en í
ársbyrjun 2008.
!
"
!
#$
%
!
"
#
$
%
&
!"#
' '
% #
!" !
! "
(
#
%
&'()*+,
-
#
HITAVEITA
Suðurnesja hefur
fengið rannsókn-
arleyfi á há-
hitasvæðum í
Krýsuvík, við
Sandfell og í
Trölladyngju.
Stefnt er að því
að nota þá orku
sem þar vinnst
m.a. til uppbyggingar álvers í
Helguvík. Umrædd svæði eru lyk-
ilsvæði í framtíðaruppbyggingu
Hitaveitunnar.
„Við höfum verið að bíða eftir
niðurstöðu í skipulagsmálum í
Hafnarfirði og hvort þarna eigi að
vera jarðhitastarfsemi eða ekki,“
segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suðurnesja, spurður um stöðu
rannsókna á háhitasvæðum sveitar-
félaganna þriggja. Júlíus segir HS
háða orku frá þessum svæðum í
seinni áföngum fyrirhugaðs álvers í
Helguvík. „Það er spurning hversu
mikilli orku við náum á okkar svæð-
um í Svartsengi fyrir fyrsta áfanga
en við förum ekki lengra án þess að
fara inn á Krýsuvíkursvæðið.“
Júlíus segir ýmislegt jákvætt við
stofnun Suðurlinda, t.d. varðandi
skipulagsmál. Hann bendir á að
svæðin sem um ræðir séu ekki öll í
eigu sveitarfélaganna. „Við eigum
Svartsengissvæðið,“ segir Júlíus.
Þá séu Sandfell og Trölladyngja í
eigu bænda. „Þannig að ég sé ekki
að þetta samkomulag breyti því.“
Lykilsvæði
hitaveitunnar
Júlíus Jónsson
ÁRNI Sigfússon,
bæjarstjóri í
Reykjanesbæ,
segir stöðu Hita-
veitu Suðurnesja
sterka á Reykja-
nesi, hún hafi
m.a. jarðhitarétt-
indi á svæðinu
við Reykjanes-
virkjun sem og í
Svartsengi. „Þannig að þetta sam-
komulag þeirra snýr frekar að
skipulagsmálum því í raun eru ekki
mikil jarðhitaréttindi í eigu sveitar-
félaganna þriggja. […] Við lítum
ekki svo á að þessu félagi sé á neinn
hátt stefnt gegn Hitaveitunni sem
hér hefur starfað áratugum saman
og byggt upp orku- og atvinnulíf á
Suðurnesjum.“
Þá segir hann athugandi hvort
Suðurlindir vilji gerast aðili að HS.
„Það væri mjög við hæfi. Reykja-
nesbær myndi alla vega taka vel á
móti þeim.“
Suðurlindir
komi inn í HS
Árni Sigfússon
„ÉG fagna þessu frumkvæði Önnu
og vinkvenna hennar. Mér fannst
mikilvægt að þær fengju þau
skilaboð að okkur í borgarstjórn-
inni þykir mjög vænt um það þeg-
ar ungir jafnt sem aldnir láta sér
annt um borgina,“ segir Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri sem í gær
átti fund með Önnu Sigurrósu
Steinarsdóttur og skólasystrum
hennar í Langholtsskóla.
„Það hittist svo vel á að í morg-
un vorum við í borgarráði að
fjalla um framkvæmdaáætlun
næsta árs og þar erum við að ráð-
ast í sérstakt átak í uppbyggingu
skólalóða,“ segir Dagur og tekur
fram að hann voni að fram-
kvæmdir við lagfæringu á skólalóð
Langholtsskóla verði boðnar út
strax í byrjun árs 2008 svo fram-
kvæmdir geti hafist næsta sumar,
en tvö sumur mun taka að klára
þær.
Borgarstjóri fagnar frumkvæði nemendanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarstjóri fundar með nemendum Á fundi sínum með nemendum Langholtsskóla fór Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri yfir teikningar með þeim endurbótum á skólalóðinni sem fyrir liggja.
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sin-
um í gær að vísa tillögu borgarstjóra
um óbreytta útsvarsprósentu 13,03%
á næsta ári til borgarstjórnar, en það
er hámark þess útsvars sem heimilt
er að leggja á samkvæmt lögum.
Öll stóru sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu Reykjavík, Hafnar-
fjörður og Kópavogur eru með út-
svarið í hámarki í ár, en í minni
sveitarfélögunum er hún lægri. Á
Seltjarnarnesi er útsvarsprósentan
12,35%, í Garðabæ 12,46% og í Mos-
fellsbæ 12,94%. Lágmarksútsvar
samkvæmt lögum er 11,24%, en ein-
ungis tveir sveitahreppar innheimta
lágmarksútsvar, samkvæmt upplýs-
ingum Sambands íslenskra sveitarfé-
laga.
Hámarks-
útsvar áfram
á næsta ári
Nemendur Langholtsskóla
fá loks skólalóð
VEFVARP mbl.is