Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ysja, -u, -ur KV fasmikil kona. Hún er ysja Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FÉLAGIÐ Suðurlindir, sem þrjú sveitarfélög á Reykjanesi hafa lýst yfir vilja til að standa saman að, hef- ur það að markmiði að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitar- félaganna og íbúa þeirra varðandi nýtingu náttúruauðlinda í landi þeirra við Trölladyngju, Sandfell og í Krýsuvík, m.a. mögulega nýtingu jarðvarma og eignar- og nýting- arrétt hvers sveitarfélags fyrir sig. Sveitarfélögin þrjú eru Grindavík- urbær, Hafnarfjörður og Sveitarfé- lagið Vogar og var því m.a. lýst yfir á blaðamannafundi vegna vilja- yfirlýsingarinnar í gær að þau vildu að orkan, sem ætti uppruna sinn í þeirra landi, yrði nýtt til atvinnu- uppbyggingar á svæðinu. Í það minnsta að þau hefðu eitthvað að segja um það í hvað hún yrði notuð. Þá sagði Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, að því yrði „haldið opnu“ að stofna nýtt orku- fyrirtæki í samkeppni við Hitaveitu Suðurnesja. Kom fram á fundinum að helstu framtíðarorkulindir á Reykjanesskaga væru innan lög- sagnar sveitarfélaganna sem að Suðurlindum standa og sameig- inlegir hagsmunir því ríkir. Enn- fremur kom fram að landamörk væru ekki alls staðar skýr, t.d. við Trölladyngju og því væri enn meiri þörf á nánu samstarfi. Þá kom fram að upphaf stofnunar félagsins mætti m.a. rekja til þess að undanfarið hefðu línulagnir um sveitarfélögin verið til umræðu og þörf væri á að standa saman að ákvörðunum hvað það varðaði. Yrði mótuð stefna í þeim málum fljótlega. Þverpólitísk samstaða Bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagði fulla pólitíska samstöðu meðal allra stjórnmálaflokka í sveitarfélögunum þremur um stofnun Suðurlinda. Benti hann jafnframt á að sam- starfið næði ekki eingöngu til virkj- unar auðlindanna, heldur einnig til náttúruverndar og umhverfismála. Undir þetta tók Ólafur Örn Ólafs- son, bæjarstjóri í Grindavík. Hann sagði ljóst að mörg fyrirtæki sæju á svæðinu tækifæri varðandi atvinnu- uppbyggingu og þörf væri á að standa saman að ákvörðunum um nýtingu og meðferð á landinu. „Ég veit að þetta verður heillaspor fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu í heild sinni, sérstaklega fyrir okkur Grindvíkinga sem höfum orðið fyrir áföllum vegna niðurskurðar í sjávar- útvegi,“ sagði Ólafur. Spurður hvort til stæði að stofna nýtt orkufyrirtæki í samkeppni við Hitaveitu Suðurnesja svaraði Lúð- vík að því yrði haldið opnu. „Þetta félag á að hafa gott samstarf við þá aðila sem eru í orkuöflun á svæðinu, en það er ekki lokað fyrir eitt né neitt í þessum efnum. Tíminn mun leiða það í ljós. [...] En það er ekkert endilega eitthvað sem kallar á að við verðum formlegur virkjunaraðili, það eru nógu margir sem hafa áhuga á því.“ Ólafur tók fram að Grindavík vildi að sú orka sem aflað væri innan marka sveitarfélagsins, yrði nýtt til atvinnuuppbyggingar þar. Lúðvík tók í sama streng og sagði sveit- arfélögin þrjú vilja hafa með það að gera hvernig yrði virkjað á svæðinu og hvað yrði um þá orku. „En það er ekki verið að eyrnamerkja hana einu fyrirtæki eða ákveðinni starfsemi umfram aðra,“ tók Lúðvík fram. Orkan nýtt á svæðinu Róbert Ragnarsson, sveitarstjóri í Vogum, sagði að á Keilisnesi yrði byggð upp atvinnustarfsemi, hvort sem það yrði stóriðja eða eitthvað annað. „Við sjáum þetta samstarf sem skref í því að geta tekið á mál- um þegar atvinnutækifæri koma hér upp. [...] Ég tel að þetta samstarf skapi brú á milli Suðurnesja og höf- uðborgarsvæðisins, sérstaklega í skipulagsmálum.“ Ólafur sagði stofnun Suðurlinda ekki hafa nein sérstök áhrif á Hita- veitu Suðurnesja. „Þeir eru með þessi rannsóknarleyfi og ef orkan er nýtt til atvinnuuppbyggingar í Grindavík þá munum við vinna með Hitaveitunni að því máli.“ Ekki hefði verið rætt sérstaklega um Svartsengi við stofnun Suð- urlinda. „En komi til framtíðarupp- byggingar á því svæði þá hljótum við að gera þá kröfu að sú orka verði nýtt í Grindavík.“ Lúðvík benti á að alfarið væri ófrágengið hvernig nýta ætti orku frá þeim háhitasvæðum sem væru innan marka sveitarfélaganna þriggja. „Hitaveitan hefur rann- sóknarleyfi, m.a. í Krýsuvík, þar er hins vegar ófrágengið samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verður að þeim málum. Það er auðvitað einn lykilþátturinn í því að við erum að stofna til þessa félags að við lítum svo á að það verði ekki far- ið í frekari vinnu eða útfærslu á þessum svæðum nema um það sé samkomulag milli okkar.“ Forræðið heim Hann benti ennfremur á að mál- efni Reykjanesfólkvangs væru í „einkennilegri stöðu“. Sveitarfélögin þrjú, sem hefðu langstærsta lögsögu innan fólkvangsins, hefðu lítið um fólkvanginn að segja. „Forræðið er meira og minna í höndum Reykja- víkurborgar samkvæmt þrjátíu ára gömlu ákvæði. Þetta er einn af þeim hlutum sem við viljum breyta og koma þessu forræði í hendur sveit- arfélaganna hérna á þessu svæði.“ „Heillaspor fyrir atvinnu- uppbyggingu á svæðinu“ Morgunblaðið/Sverrir Suðurlindir Ragnar Róbertsson, sveitarstjóri Voga, Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, og Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur, undirrita viljayfirlýsingu vegna félagsins Suðurlinda. Í HNOTSKURN »Félagið Suðurlindir verð-ur alfarið í eigu opinberra aðila og munu sveitarfélögin þrjú fara með jafnan hlut. »Stefnt skal að því að félagið taki til starfa eigi síðar en í ársbyrjun 2008. » Orkuveita Reykjavíkur erekki í sjálfstæðum verk- efnum á svæðinu en hefur frá því í haust verið hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja. » Stefnt er að því að félagiðtaki til starfa eigi síðar en í ársbyrjun 2008.                                                                     ! "                                      !     #$  %          !    " #   $ %   & !"# ' '  % # !"  !                   ! "    (     #             %   &'()*+, -   #         HITAVEITA Suðurnesja hefur fengið rannsókn- arleyfi á há- hitasvæðum í Krýsuvík, við Sandfell og í Trölladyngju. Stefnt er að því að nota þá orku sem þar vinnst m.a. til uppbyggingar álvers í Helguvík. Umrædd svæði eru lyk- ilsvæði í framtíðaruppbyggingu Hitaveitunnar. „Við höfum verið að bíða eftir niðurstöðu í skipulagsmálum í Hafnarfirði og hvort þarna eigi að vera jarðhitastarfsemi eða ekki,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, spurður um stöðu rannsókna á háhitasvæðum sveitar- félaganna þriggja. Júlíus segir HS háða orku frá þessum svæðum í seinni áföngum fyrirhugaðs álvers í Helguvík. „Það er spurning hversu mikilli orku við náum á okkar svæð- um í Svartsengi fyrir fyrsta áfanga en við förum ekki lengra án þess að fara inn á Krýsuvíkursvæðið.“ Júlíus segir ýmislegt jákvætt við stofnun Suðurlinda, t.d. varðandi skipulagsmál. Hann bendir á að svæðin sem um ræðir séu ekki öll í eigu sveitarfélaganna. „Við eigum Svartsengissvæðið,“ segir Júlíus. Þá séu Sandfell og Trölladyngja í eigu bænda. „Þannig að ég sé ekki að þetta samkomulag breyti því.“ Lykilsvæði hitaveitunnar Júlíus Jónsson ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðu Hita- veitu Suðurnesja sterka á Reykja- nesi, hún hafi m.a. jarðhitarétt- indi á svæðinu við Reykjanes- virkjun sem og í Svartsengi. „Þannig að þetta sam- komulag þeirra snýr frekar að skipulagsmálum því í raun eru ekki mikil jarðhitaréttindi í eigu sveitar- félaganna þriggja. […] Við lítum ekki svo á að þessu félagi sé á neinn hátt stefnt gegn Hitaveitunni sem hér hefur starfað áratugum saman og byggt upp orku- og atvinnulíf á Suðurnesjum.“ Þá segir hann athugandi hvort Suðurlindir vilji gerast aðili að HS. „Það væri mjög við hæfi. Reykja- nesbær myndi alla vega taka vel á móti þeim.“ Suðurlindir komi inn í HS Árni Sigfússon „ÉG fagna þessu frumkvæði Önnu og vinkvenna hennar. Mér fannst mikilvægt að þær fengju þau skilaboð að okkur í borgarstjórn- inni þykir mjög vænt um það þeg- ar ungir jafnt sem aldnir láta sér annt um borgina,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem í gær átti fund með Önnu Sigurrósu Steinarsdóttur og skólasystrum hennar í Langholtsskóla. „Það hittist svo vel á að í morg- un vorum við í borgarráði að fjalla um framkvæmdaáætlun næsta árs og þar erum við að ráð- ast í sérstakt átak í uppbyggingu skólalóða,“ segir Dagur og tekur fram að hann voni að fram- kvæmdir við lagfæringu á skólalóð Langholtsskóla verði boðnar út strax í byrjun árs 2008 svo fram- kvæmdir geti hafist næsta sumar, en tvö sumur mun taka að klára þær. Borgarstjóri fagnar frumkvæði nemendanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjóri fundar með nemendum Á fundi sínum með nemendum Langholtsskóla fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir teikningar með þeim endurbótum á skólalóðinni sem fyrir liggja. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sin- um í gær að vísa tillögu borgarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu 13,03% á næsta ári til borgarstjórnar, en það er hámark þess útsvars sem heimilt er að leggja á samkvæmt lögum. Öll stóru sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu Reykjavík, Hafnar- fjörður og Kópavogur eru með út- svarið í hámarki í ár, en í minni sveitarfélögunum er hún lægri. Á Seltjarnarnesi er útsvarsprósentan 12,35%, í Garðabæ 12,46% og í Mos- fellsbæ 12,94%. Lágmarksútsvar samkvæmt lögum er 11,24%, en ein- ungis tveir sveitahreppar innheimta lágmarksútsvar, samkvæmt upplýs- ingum Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hámarks- útsvar áfram á næsta ári Nemendur Langholtsskóla fá loks skólalóð VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.