Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞÚSUNDIR heimila eyðilögðust í öflugum fellibyl sem gekk yfir suð- vesturströnd Bangladesh í gær- kvöldi. Hundruð þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín, m.a. vegna hættu á mikilli flóðbylgju. Vindhraðinn var allt að 67 metrar á sekúndu, en hér á landi miðast fár- viðri, eða tólf vindstig, við tæpa 33 metra á sekúndu. Búist var við að fellibylurinn ylli allt að sex metra hárri flóðbylgju sem gæti fært stór svæði í strandhéruðunum í kaf. Haft var eftir íbúum strandhérað- anna að þúsundir heimila, aðallega strá- og leirkofar, og margir skólar hefðu eyðilagst í óveðrinu. Ekki var vitað um manntjón af völdum óveðursins í gærkvöldi. Miklar varúðarráðstafanir Yfirvöld sögðu að um 3,2 milljón- um manna hefði verið sagt að forða sér af strandsvæðunum og að minnsta kosti 650.000 manns hefðust við í neyðarskýlum. Samarendra Karmakar, veður- stofustjóri Bangladesh, sagði að byl- urinn hefði verið álíka öflugur og fellibylur sem gekk yfir landið árið 1991 og varð u.þ.b. 138.000 manns að bana. „Við búumst þó við minna manntjóni núna vegna þess að stjórnvöld gripu tímanlega til varúð- arráðstafana. Við gerðum fólki við- vart og sögðum því að forða sér fljótt.“ Almannavarnayfirvöld í Bangla- desh spáðu því að eignatjónið yrði gríðarlegt. Um 40.000 lögreglu- menn, hermenn, læknar og hjúkrun- arfræðingar voru send á hættusvæð- in á ströndinni. Talið var að fellibylurinn gæti einnig valdið tjóni á austanverðu Indlandi og á vestur- strönd Búrma. Fellibyljir eru algengir í strand- héruðum Bangladesh. Mannskæð- asti bylurinn kostaði rúma hálfa milljón lífið árið 1970. Hann varð til þess að yfirvöld komu upp mörgum neyðarskýlum og viðvörunarkerfi sem hefur orðið til þess að mann- tjónið af völdum fellibylja hefur minnkað til muna. Fellibylur olli miklu tjóni í Bangladesh                                      ,- ,   .   ( /  0      1 1 0  (       ' 2344506478 $09:49;3 !"" # Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARINN í Pakistan segir að Pervez Musharraf forseti ætli að hætta sem æðsti yfirmaður hersins fyrir 1. desember nk. Áður hefur Musharraf heitið því að víkja um leið og hæstiréttur Pakistans hef- ur staðfest kjör hans sem forseta til næstu fimm ára, en gert er ráð fyrir að það gerist innan fárra daga. Musharraf skipaði í gær nýja bráðabirgðaríkisstjórn en hún á að sögn embættismanna að fara með völdin í Pakistan þangað til búið er að halda þingkosningar í janúar. Á sama tíma lýstu tveir helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar, Benazir Bhutto og Nawaz Sharif, því yfir að þau hefðu hafið formlegar viðræður um kosningabandalag. Bhutto sneri aftur til Pakistans í lok síðasta mán- aðar eftir útlegð og var þá talið að hún og Musharraf hefðu gert sam- komulag sín í millum. Eftir að Musharraf setti neyðarlög hefur Bhutto hins vegar sagt að ekki komi til greina að deila völdum með Mus- harraf. Hann verði að víkja. Ein skýring stjórnmálakrepp- unnar í Pakistan er sú að Musharraf hefur allt frá 1999, er herinn rændi völdum, gegnt embætti æðsta yf- irmanns hersins um leið og hann hef- ur verið forseti. Geri Musharraf nú loksins alvöru úr því að víkja sem yf- irmaður hersins er talið líklegt að við hlutverkinu taki Ashfaq Pervez Kiani hershöfðingi. Vestrænir hermálasérfræðingar segja Kiani afskaplega hæfan mann sem lítinn áhuga hafi á því að blanda sér í stjórnmál Pakistans, ólíkt Mus- harraf. Kiani ólst upp við bág kjör en tilheyrir þó áhrifamikilli ætt í Pun- jab-héraði. Hann var ekki í innsta hring valdakjarnans í hernum sem studdi gjörðir Musharrafs 1999, er hann tók völdin í Pakistan, en hefur undanfarin ár verið honum hand- genginn. Kiani hefur verið við nám í herskóla Bandaríkjahers í Fort Lea- venworth í Kansas og þekkir til í Pentagon. Athygli vekur svo að Kiani er sagður hafa ágætis tengsl við Bhutto, en margir í hernum hafa ímugust á henni. Hann átti sæti í rík- isstjórn Bhutto sem ráðgjafi í her- málum snemma á tíunda áratugnum og hann sinnti hlutverki milligöngu- manns í samningaviðræðum hennar og Musharrafs nú í haust. Valdaskipti í hernum Musharraf heitir því að hætta sem yfirmaður hersins fyrir mánaðamót en við starfinu tekur líklega næstráðandi hans Ashfaq Pervez Kiani MENN þurftu að hafa fyrir því að komast inn í þær farþegalestir sem gengu í París í gær en þá var annar dagur verkfalls lestarstarfs- manna. Hvarvetna mátti heyra fólk kvarta yfir því að þurfa að taka sér frí frá vinnu eða vera í erfiðleikum ella með að komast til vinnu. AP Verkfall tekur á taugarnar ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, hyggst ræða við leiðtoga allra flokkanna á danska þinginu um nýjan stjórn- arsáttmála Venstre og Íhalds- flokksins. Fogh hefur þegar rætt við formenn Danska þjóðarflokks- ins og Nýs bandalags, sem vilja styðja stjórnina, en á mánudag fá forystumenn hinna flokkanna tæki- færi til að ræða við hann um stjórn- arsáttmálann og úrlausnarefni næsta árs, að því er fram kom á fréttavef danska ríkisútvarpsins. Fogh vonast eftir breiðri sam- stöðu um umbótatillögur stjórn- arinnar, m.a. í skattamálum, lofts- lags- og orkumálum og stefnuna í atvinnumálum. Að sögn frétta- vefjar danska ríkisútvarpsins legg- ur forsætisráðherrann þó mesta áherslu á að flokkarnir nái sem fyrst samkomulagi um hvað gera eigi í máli íraskra borgara sem hef- ur verið synjað um hæli í Dan- mörku. Að sögn fréttavefjar danska blaðsins Politiken hyggst Fogh síð- an hefja víðtækari viðræður um langtímastefnu í málefnum innflytj- enda og hælisleitenda. Forsætisráðherrann stefnir að því að kynna nýjan stjórnarsátt- mála og ráðherralið stjórnarinnar fyrir lok næstu viku. Leiðtogar Danska þjóðarflokksins og Nýs bandalags hafa hvatt stjórnina til að semja nýjan sáttmála án þess að leita eftir samþykki flokkanna tveggja við öll atriði hans. Reuters Vill breiða samstöðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, ræðir myndun nýrrar stjórnar við fréttamenn í Kaupmannahöfn. Vill sátt um hælisleitendur HUGSANLEG brot Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, á lögum um fjármögnun kosninga eru nú til skoðunar hjá ísraelsku lögreglunni. Er fullyrt að lögreglan hafi nú undir höndum upptöku á símasamtali þar sem ráðgjafi heldur því fram að Ol- mert skuldi honum 100.000 Banda- ríkjadali frá því í forkosningum 1999. Sé þetta rétt væri mögulega um lögbrot að ræða því að lán þetta var aldrei tilkynnt til yfirvalda. Fyrr í vikunni réðst lögreglan inn á tutt- ugu stöðum í leit að gögnum sem tengjast rannsókn á hendur Olmert fyrir meinta spillingu. AP Í fangelsi? Veggspjöld sem ýja að meintri spillingu hanga nú uppi. Olmert undir smásjánni Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir í skýrslu, sem birt var í gær, að Íranar hafi veitt henni upp- lýsingar um kjarnorkuáætlun þeirra en virt að vettugi kröfuna um að hætta auðgun úrans. Bandaríkja- stjórn kvaðst ætla að halda áfram að beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn írönsku klerkastjórninni sem sagði hins vegar að skýrslan sýndi að Ír- anar hygðust aðeins hagnýta kjarn- orkuna í friðsamlegum tilgangi. Blendin skýrsla ÁSTRALAR menga mest allra þjóða skv. nýrri rannsókn, þeir framleiða fimm sinnum meira af koltvísýringi heldur en Kínverjar. Bandaríkin koma næst, þau fram- leiða sextánfalt á við Indverja. Menga mest JEAN-Marie Guehenno, yfirmaður friðargæslumála hjá Sameinuðu þjóðunum, óttast að áætlanir um sameiginlegar friðargæslusveitir Afríkusambandsins og SÞ í Darfur renni út í sandinn vegna þess að ekki hefur tekist að tryggja liðinu mannskap og tæki, einkum þyrlur til flutninga og hernaðaraðgerða. Dapurt í Darfur das H þreyta. Það sækir að mér das Washington. AFP. | Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög um fjármögnun stríðsrekstrarins í Írak sem ganga þvert á óskir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Löggjöfin hefur að geyma tímaáætl- un um brotthvarf Bandaríkjahers frá Írak en hún felur í sér að byrja eigi að kalla herinn heim innan mán- aðar og að allir bandarískir hermenn eigi að vera horfnir frá Írak 15. des- ember 2008. Bush hefur ítrekað lýst því yfir að hann muni ekki sætta sig við áætl- anir sem þessa og mun væntanlega beita neitunarvaldi sínu gegn frum- varpinu sem er runnið undan rifjum demókrata sem hafa meirihluta í báðum deildum þings. Samþykktu tímaáætlun ÍBÚAR Kosovo ganga til kosninga á morgun en bæði er um þingkosn- ingar að ræða og sveitarstjórnar- kosningar. Sjálfstæði til handa Kos- ovo er hið eina sem kemst að hjá Kosovo-Albönum en ólíklegt er að niðurstaða þessara kosninga hafi áhrif á viðræður um stjórnar- skrárstöðu Kosovo sem áætlað er að ljúki 10. desember. Hashim Thaci, fyrrverandi foringi Frels- ishers Kosovo, (sjá mynd) og flokk- ur hans eru líklegir sigurvegarar þessara kosninga nú. AP Kosovo-búar kjósa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.