Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hanna Sigur-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1915. Hún lést 9. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjörns Þor- kelssonar kaup- manns í Vísi og síð- ar forstjóra Kirkju- garða Reykjavíkur, f. 25.8. 1885, d. 4.10. 1981 og Gróu Bjarnadóttur, f. 16.10. 1885, d. 11.11. 1918. Sigurbjörn og Gróa voru bæði ættuð úr Kjósinni. Systkini Hönnu eru Kristín (Ninna), f. 1909, Sólveig, f. 1911, Þorkell Gunnar, f. 1912, Birna, f. 1913, Hjalti, f. 1916 og Helga, sem ein lifir alsystkini sín, f. 1917. Síð- ari kona Sigurbjörns var Unnur Haraldsdóttir, f. 29.10. 1904, d. 14.7. 1991. Börn þeirra eru Frið- rik, f. 1923, Ástríður, f. 1925, Ás- laug, f. 1930 og Björn, f. 1931. Hann einn lifir úr þeim hópi. Hinn 24.10. 1940 giftist Hanna Sveini V. Ólafssyni hljóðfæraleikara, f. 6.11. 1913, d. 4.9. 1987. Foreldrar Sveins voru Ólafur Veturliði Bjarnason skipstjóri frá Bíldudal, f. 22.4. 1874, drukknaði 9.8. 1936 og Kristjana Guðmundína Hálf- dánardóttir ljósmóðir á Bíldudal, f. 5.4. 1876, d. 29.8. 1953. Ólafur var Arnfirðingur, ættaður af sambúð með Ylfu Ólafsdóttur tölvuverkfræðingi, f. 1980. 3) Sigurbjörn læknir, f. 20.2. 1950, m. Elín Ásta Hallgrímsson, kenn- ari og meistaranemi, f. 29.2. 1952. Börn: a) Tómas Örn viðskipta- fræðinemi, f. 1974, m. Margrét Grétarsdóttir, meistaranemi í við- skiptafr., f. 1974, eiga 2 börn. b) Ásta Sóllilja héraðsdómslögmað- ur, f. 1978, m. Davíð Björn Þóris- son, læknir, f. 1976, eiga 1 barn. c) Friðrik Thor læknanemi, f. 1983. d) Katrín Þóra nemi, f. 1993. Hanna lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands 1933. Hún var við verslunarstörf í Kaupmannahöfn í 3 ár fyrir seinna stríð og vann síð- an í Sápubúðinni á Laugavegi. Hún aðstoðaði Sesselju Sigmunds- dóttur á Sólheimum í Grímsnesi fyrsta sumar rekstrarins þar 1930 og einnig síðar. Hanna vann eftir barneignir í Skósölunni, Lauga- vegi 1 og síðar hjá Pétri Andrés- syni skókaupmanni þar til hún hóf störf hjá Borgarbókasafni Reykja- víkur 1962. Þar vann hún sem að- stoðarbókavörður bæði í aðalsafni og í Sóheimasafni til starfsloka. Vann hún í lausamennsku á safn- inu í nokkkur ár eftir að hún komst á eftirlaun. Hanna var alla tíð kirkjurækin og tók þátt í trúarlegu félags- starfi. Hún bar málefni þroska- heftra mjög fyrir brjósti og var einn af stofnendum Styrktar- félags vangefinna. Hún var félagi í KFUK alla tíð og sótti fundi og starf þess í Vindáshlíð á yngri ár- um. Útför Hönnu fer fram frá Selja- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Rauðasandi og Krist- jana var frá Hval- látrum vestri. Hanna og Sveinn eignuðust þrjá syni, þeir eru: 1) Ólafur véltæknifræð- ingur, f. 1.8. 1942, m. Ingibjörg Jónsdóttir bréfberi, f. 12.5. 1943. Börn: a) Hanna listmálari, f. 1965, m. Ellert Kristófer Schram bygginga- fræðingur, þau eiga saman 3 syni. Fyrir á Hanna son. b) Guð- ríður kennari, f. 1970, m. Ársæll Arnarsson lífeðlisfræðingur, þau eiga son. Ársæll á fyrir 2 dætur. c) Freydís Sif þroskaþjálfi, f. 1973, m. Árni Már Rúnarsson nemi í byggingafræði, þau eiga 2 dætur. d) Þórdís Jóna masters- nemi, f. 1979. 2) Arnór skrifstofu- maður, f. 1.11. 1943, m. Hrafn- hildur Vera Rodgers, f. 16.4. 1944. Börn: a) Kristín Björk prentsmiður, f. 1964, á tvö börn. b) Sveinn Ólafur verkfræðingur, f. 1967, m. Sandra Cepero, f. 1970, eiga 2 börn. c) Hanna María dýralæknir, f. 1969, m. Jón Örn fasteignasali, f. 1968, eiga 3 börn. d) Ingunn Ásta, aðst.m. v. dýra- lækningar, f. 1974, á eitt barn. e) Arnar hönnuður, f. 1979, í sambúð með Guðnýju Klöru Guðmunds- dóttur nema, f. 1990. f) Pétur, grafískur hönnuður, f. 1979, í Ég gekk að rúminu, setti kertið á náttborðið og kveikti á því. Hún Hanna mín lá í rúminu með lokuð augun og dró andann hægt og þungt. Ég settist á stólinn og reyndi að koma einhverju lagi á óreiðuna i hausnum á mér. Þessi kona sem lá þarna var tengdamóðir mín. Amma barnanna minna sem þau elskuðu út af lífinu. Hún var mamma mannsins sem ég elska út af lífinu. Nú var stundin að renna upp sem við höfð- um öll kviðið en hún beið fagnandi. En hvers virði var þessi kona mér? Fyrir næstum fjörutíu árum, þegar ég kom í fyrsta sinn á heimilið hennar var ég full tortryggni. Hún sýndi mér elsku og umhyggju sem ég kunni ekki að taka við. Henni var svo eðlilegt að láta væntumþykju sína og vináttu í ljós á þann hátt sem ég þekkti ekki. Hún strauk mér um vangann þegar mér leið illa og talaði um vininn sinn besta sem alltaf gæti hjálpað. Ég þráaðist lengi við en hún gafst aldrei upp. Smám saman vann hún sig inn fyrir skelina og bræddi hjartað. Hún kenndi mér að það er í lagi að treysta. Hún kenndi mér að ástin vinnur alltaf sigur. Hún kenndi mér að það er í lagi að gráta. Þegar ég sat þarna og starði á andlitið slegið dauðafölva greip mig eigingirni og ég hræddist þá hugsun að nú skildi að með okkur. Hún var um það bil að ganga inn í himininn og nú yrði ég að leita í allt sem hún kenndi mér til að öðlast styrk til að sitja eftir. Það var friður yfir henni. Þessi friður sem einkennir þá sem eiga vissuna um elsku Guðs og eilíft líf. Hjá henni var ekkert nema ham- ingjan framundan. Ég teygði mig í útvarpið og hækkaði aðeins. Það passaði svo vel að horfa á eftir Hönnu hverfa í faðm Svenna síns við undirspil Beethovens sem þau dáðu bæði. Með hjartað fullt af þakklæti kyssti ég hana á bjart ennið að skiln- aði. Elín Ásta. Elsku amma Hanna, nú hefurðu kvatt. Þú getur verið stolt af fram- lagi þínu til kærleikans. Hann skein af þér alla tíð. Eftir eru minningar um yndislega ömmu sem sem litaði bernsku mína af ást, gleði og lífs- gildum sem ég hef enn að leiðarljósi í lífi og starfi. Þú og afi voruð oftast það sem ég tengdi við frjálsræði, áhyggjuleysi og endalausar ævin- týraferðir í sveitina og út í náttúr- una. Þú kenndir mér að vera góð manneskja, að allir væru jafnir, háir sem lágir, sama hver trú, kynferði, litaraft eða sjónarmið væru. Hjá þér fann ég alltaf ró. Í dag er ég fyrst og fremst þakk- lát fyrir að hafa átt þig að. Alveg fram á síðasta dag. Ég er svo glöð yfir að hafa hlustað í öll þessi ár. Það er allt geymt og tínist fram eitt af öðru í viðhorfum mínum og lífssýn. En ég er líka sorgmædd, sorgmædd yfir því að fá ekki notið nærveru þinnar meir. Sorgmædd yfir að þessi tími er að baki. Ég veit fyrir víst að þú ert ekki sorgmædd í dag. Þú hafðir verið reiðubúin svo lengi, tilbúin til að fylgja afa strax á þeim degi sem hann kvaddi. En þú varst líka svo þakklát fyrir lífið og það sem það hafði fært þér. Þú varst alltaf þakklát. Jákvæðni þín var mér mikilvæg, ekki síst á síðustu árum þegar sorgin settist að vegna mömmu. Við eigum svo endalaust góðar minningar að hlýja okkur við: Sig- túnið og vínberin góðu, sveitaferð- irnar, þú og afi í óteljandi heimsókn- um á Hjaltabakka, afi að spila á víóluna, afi að spila á saxófóninn, þú hjá Ninnu í Danmörku þegar ég var í námi, Sólheimatíminn, þú að knúsa langömmubörnin sem elskuðu þig og ég gæti haldið endalaust áfram. Það besta geymi ég innra með mér. Þú talaðir oft um að þú vildir ekki skjall og hól þegar kveðjustundin kæmi. Þess vegna læt ég staðar numið hér. Elsku amma, takk fyrir allt, þín verður ætíð minnst í mínum ranni. Það húmar að … hljóðlega ég hverf á braut Andi minn svo tímalaus Fjarar út … og hverfur … í tímans haf Fljúga um í huga mér augnablik er fleyta sér á tímans hafi … fley sem áfram líða … Hvar svo sem heimurinn endar og himnarnir … taka við Mér voru sem barni kenndar bænir að góðum sið Um engla … og himnahlið … sem opnast (Magnús Þór Sigmundsson) Ástar- og þakklætiskveðjur frá Jóni og krökkunum. Þín Hanna María. Amma er dáin. Ég var akkúrat í messu þegar ég fékk fréttirnar. Ég sat þar og hlustaði á sálmana sem ég hafði hlustað á með ömmu kvöldið áður og rifjaði upp bænir sem hún hafði kennt mér. Sem ég sat þarna og hugsaði til hennar fékk ég sms um að þessu væri lokið og ég renndi beint til hennar upp í Seljahlíð til að strjúka henni og kyssa í seinasta sinn. Amma var með heitt hálsakotið þegar ég kom til hennar, friðsæl og yndisleg. Það var gott að sjá að bar- áttunni hennar væri lokið. En það var samt sem ég hélt. Maður er aldr- ei tilbúinn. Ég sat hjá henni þarna í rúman klukkutíma við kertaljós og sálmasöng Ellenar Kristjánsdóttur. Mér fannst eins og að á meðan við værum þarna væri amma ennþá með okkur. Um leið og við færum væri hún farin að eilífu og lífið fyrir utan litla herbergið hennar ömmu myndi gleypa hugsanir okkar og minningar um hana. Það var svo erfitt að sleppa, hætta að strjúka henni og klappa og snerta snjóhvíta hárið hennar, kveðja myndirnar sem hafa hangið upp á vegg hjá ömmu alla tíð, klukkuna sem svo oft hafði svæft mann, stóra skápinn með öllum minningunum, borðstofuborðið sem geymdi svo mörg merkileg samtöl, stólinn sem pabbi stóð á haus í og hlustaði á út- varpið þegar hann var lítill og allt hitt sem fylgdi ömmu. Jafnvel lykt- ina sem ég á kannski aldrei eftir að finna aftur. Það var erfitt að fara heim til litla ljóssins míns og yngsta langömmubarnsins sem aldrei fær að kynnast ömmu Hönnu. Maður er aldrei búinn að fá nóg. En – amma var búin að fá nóg og afi er búinn að bíða eftir henni í 20 ár. Ég kyssti ömmu og sagði „við sjáumst – og þú sérð mig“ og þar með var því lokið. Með tárvot augu gekk ég frá henni með tilfinninguna um að nú myndi allt sem amma var gufa upp og hverfa í einu vetfangi. En það er ekki rétt. Það getur enginn tekið minningarnar okkar um ömmu sem stóð á haus rúmlega sjötug, fór í fót- bolta, hraut eins og hvalur, átti alltaf gotterí, las bækur, pússaði skó, átti sumarbústað með lopapeysu og grænum gúmmítúttum, hlustaði á útvarpið og fylgdist með pólitík. Ömmu sem lá uppi í rúmi með mér heilan morgun þegar ég var fimm ára og kenndi mér að syngja þjóð- sönginn. Ömmu sem leyfði mér að setja rúllur í nýlagt hárið, gaf alltaf allt sem hún átti sem var fínt og var svo afskaplega góð við þá sem minna máttu sín. Það getur enginn tekið ömmu úr hjartanu okkar. Ég á ennþá ömmu. Hún er hjá Guði. Leið mig inn þangað drottinn dýr dýrð þína láttu mig sjá. Eilíf sæla, huggun hýr, hjartað mitt gleður þá“. (Höf. ókunnur) Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir. Hún amma Hanna er farin – og ég sakna hennar mikið. Það var þung- bært að vera ekki hjá henni þegar hún sofnaði en það hjálpar mér og huggar að ég átti margar ógleyman- legar stundir með henni, minningar sem ég mun alltaf eiga. Margar eru minningarnar og erf- itt að velja úr. Næturnar sem ég og Ásta áttum hjá ömmu, sama hvort það var upp í Sólheimunum eða uppí Brekku, voru skemmtilegar. Það var ekki margt sem ekki mátti, og feng- um við að ráða okkur að mestu sjálf- ar, en einhvern veginn var það alltaf þannig að við vildum bara vera í ná- lægð við ömmu, sama hvort það var uppí sófa hjá henni að horfa á sjón- varp eða upp í rúmi að kjafta við hana um heima og geima. Hún var svo hlý. Ég var svo heppin að ganga í menntaskóla rétt hjá ömmu og það þýddi að ég gat alltaf komið til henn- ar, hennar dyr stóðu mér alltaf opn- ar. Á þessum tíma áttum við góðar stundir saman, bara við tvær. En það var samt alltaf gott þegar hurð- in opnaðist og inni kom Helga systir ömmu, hún var svo stór partur af lífi ömmu. Þær gátu þráttað um allt og ekkert, og svo var það gleymt um leið og hurðin lokaðist á eftir Helgu. Þetta var eitthvað sem ég tók með heim, enda ein af fjórum systrum, maður varð að kunna að gleyma því þrasi sem engu skipti. Þegar pabbi varð sextugur fórum við fjölskyldan til Ítalíu og okkur til mikillar ánægju langaði ömmu að koma með. Þar naut hún lífsins í botn, þó hún hafi stundum verið svo- lítið þreytt á rápinu á okkur, á alla þessa merku staði í Toscanahéraði sem hún var búin að sjá með honum afa Svenna – enda hafði hún ferðast víða með honum og Sinfóníunni. Henni leið vel í skugganum við sund- laugarbakkann með „blóðuga Mar- íu“ í hendi sér, sem aðeins ég mátti blanda, enda sparaði ég ekki glæra vökvann. Eftir að heim var komið þótti okkur gaman að rifja þetta upp og þótti henni þetta ekki síst fyndið. Eftir að ég flutti til Danmerkur sá ég minna af ömmu en ég talaði þó oft við hana í síma, og þó að það væri ekkert að frétta, gat hún talaði tím- unum saman. Bæði um barnæsku sína sem ég vissi mikið um enda hafði ég gert verkefni um barnæsku ömmu í Háskóla Íslands, og um nú- tíðina og hvað fjölskyldumeðlimirnir væru að bralla. Hún var svo stolt af okkur öllum og vildi allt fyrir okkur öll gera, það skipti ekki máli hvað maður var að gera, hún var bara svo stolt. Ég mun aldrei gleyma brúðkaup- inu hennar Gurrýjar systur í júní í sumar því þar var amma hress og kát. Ég er svo heppin að hafa átt þá stund með henni því stuttu seinna fór ég aftur til Danmerkur og ég sá hana ekki aftur. Nú er amma farin til afa, og hún er og mun alltaf verða stór partur af lífi mínu. Hún kenndi og gaf mér svo mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, það er gott að vita af þér hjá afa og það er gott að vita að þið tvö passið upp á okkur hin. Guð geymi þig, þín ömmustelpa Þórdís Jóna. Má ég eiga einn putta, bara einn? Bara litla fingur eða þumalputta? Brosandi gekk maður fimm ára í burtu og hálfhissa á þessari furðu- legu bón ömmu. Kannski lýsandi fyrir hana, bað ekki um mikið en hefði gefið allt ef hún hefði aðeins verið beðin. Einstaklega örlát kona. Við minnumst ferðanna með afa Svenna og ömmu Hönnu í appels- ínugulu bjöllunni upp að Kiðafelli, ættarsetri Sigurbjörnsættarinnar. Fjöldi í bíl hefur eflaust eitthvað far- ið yfir fimm en menn voru nú ekki mikið að spá í slíka hluti í þá daga. Á „Kiðó“ bjó Hjalti bróðir ömmu ásamt Önnu konu sinni og var það dýrmæt upplifun borgarbarnsins að fá að valsa inn og út úr fjósi og hlöðu eins og það lysti. Heimsóknir í risið í Sigtúninu líða seint úr minni þar sem afi og amma deildu stigagangi með Bóbó og Dennu. Þar var hægt að eyða drjúgum tíma í feluleik í fjölda „leynilegra“ skúmaskota sem voru risastór í huga barnsins. Ekki má gleyma að við fengum að gramsa að vild í djásnunum hennar ömmu því ekki var hún fyrir boð og bönn og kippti sér ekki upp við það þótt litlir fingur slitu í sundur hálsmen eða tvö. Og ef maður sýndi einhverju of mikinn áhuga, hvort sem um skart eða föt væri að ræða, þá heyrðist alltaf – viltu ekki eiga þetta? Gjafmildi hennar átti sér eng- in takmörk. Við nutum þeirra for- réttinda að fá stundum að fara með ömmu á barnatónleika sinfóníunnar þar sem afi spilaði á víólu. Sólheimar tóku við þegar afi hvarf á braut og þá naut amma návista við Helgu frænku sem bjó í næstu íbúð. Þær voru nú ekki alltaf á eitt sáttar, kýttu stundum en máttu ekki hvor af annarri sjá. Þegar amma treysti sér ekki lengur til að búa ein þá flutti hún í Seljahlíð en ekki degi fyrr. Það var yndislegt að njóta sam- vista við ömmu. Ómetanlegt að hún skyldi drífa sig með til Toscana þeg- ar pabbi varð sextugur fyrir fimm árum og fannst Ítölunum það vel við hæfi að ættmóðirin væri með í för enda mæðradýrkun mikil þar í landi. Hana munaði ekki um að skella sér til Langeland í Danmörku, í brúð- kaup Hönnu og Ella fyrir fjórum ár- um, þrátt fyrir að tugurinn níundi nálgaðist óðfluga, sló gaffli í glas og hélt ræðu „på dansk“. Amma kom í brúðkaup Gurrýjar og Sæla í júní rétt áður en heilsunni tók að hraka og var það okkur öllum mikils virði. Við kveðjum ömmu Hönnu með sárum söknuði en vitum af henni í góðum höndum afa og þeirra sem hún unni svo heitt. Megi góður Guð geyma hana. Hanna, Guðríður og Freydís Sif Ólafsdætur. Á tveimur árum hafa fjögur systk- ini mín fallið frá. Elsku systir mín, Hanna, dó 9. nóvember sl. 92 ára. Af ellefu systkina hópnum lifum við Helga ein eftir. Það er sérstök lífs- reynsla að vera yngstur í svo stórum hópi yndislegra systkina og finna að maður hefur verið umvafinn ást og Hanna Sigurbjörnsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, Arinbjörn S.E. Kúld, Hjallavegi 25, Reykjavík, lést sunnudaginn 11. nóvember á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 11.00. Börn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.