Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 17 ÁTTATÍU og sjö af 192 aðild- arríkjum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt fram tillögu fyrir allsherj- arþing SÞ þess efnis að bann verði lagt við dauðarefsingum en síðar meir verði þær formlega aflagðar. Um er að ræða Evrópusambands- ríkin og nokkur lönd annars vegar í Rómönsku Ameríku og í Afríku. Ríki sem beita dauðarefsingum eru hins vegar allt annað en ánægð með tillöguna og fastafulltrúi Singapúr hjá SÞ – en í Singapúr fylgir dauða- dómur sjálfkrafa flestum fíkniefna- glæpum – sagði hana geta „eitrað andrúmsloftið“ milli aðildarríkj- anna. Tillagan liggur sem stendur fyrir mannréttindanefnd allsherjarþings- ins. Tvívegis á síðasta áratug voru lagðar fyrir allsherjarþingið – ályktanir þess eru ekki bindandi en hafa „mórölsk áhrif“ – en runnu út í sandinn. Að þessu sinni gengur til- lagan þó skemur því að þess er ekki krafist að dauðarefsingar verði formlega aflagðar þegar í stað. Til- lagan gerir hins vegar ráð fyrir „banni við framkvæmd dauðarefs- inga með það fyrir augum að af- nema þær“. Kemur fram í grein- argerð að dauðarefsingar grafi undan mannlegri reisn og að engin sannfærandi gögn sýni fram á að dauðarefsingar hafi fyrirbyggjandi áhrif. Þá sé ljóst að réttarfarsleg mistök séu óafturkræf. Ríki ákveði sjálf refsingar Andstæðingar tillögunnar koma úr ýmsum áttum og benda þeir á að dauðarefsingar séu til í refsirétti meira en 100 aðildarríkja SÞ og að sjálfsákvörðunarréttur þjóða kveði skýrt úr um að aðildarríkin sjálf ákveði hvernig refsingum þau beiti við alvarlegustu glæpum. Fulltrúi Singapúr, Kevin Cheok, sagði ESB vera að reyna að þröngva gildismati sínu upp á aðrar þjóðir. „Við þekkjum þá tilhneig- ingu frá gamalli tíð,“ sagði hann og vísaði til nýlendutímans. „Sú var tíðin að sjónarmið okkar fengu enga áheyrn. Flest okkar hér börðumst árum saman til að losna undan því oki. Það er því kaldhæðni fólgin í því að nú sé okkur sagt enn á ný að aðeins eitt sjónarmið sé réttlæt- anlegt og að öll önnur séu röng.“                      !  "                         #  $ #%     ;97<98325:98$38=4;5::5           2     )**>;    1  ' & '()*( $  (+(+, % (--  &  ./ % 0) '() 0),  ) %$  )1 +%%(2* !" 1/-. #$$% ((20 !"& -21 !!& 2/-/ #$$' 1-*- #$$& ()*( #$$( /(2.  +%,-&  - +%#,+ . 3*+4 . )&,#&  )+  .  +, &/, $ %0,%&  12#3 #3((4  +%,-&  ,# +%,  )%,/, 31/4 4$ &,#/,  ) +%,-&  # 3024 5 "  # - ,# ) +%,-&  3%+!"" 6  - ) +%,-&  $5( $!""6 7 - ) +%,-&  $5( $!""6 7 ,& #/%,8  %     )& 1+ -% # 01+& & 0% - +$ 01+%,+& -8%%,  ,- ) & ,%5%* 9 &'#, + 95:+  &&  ) 6%$   .  #& .+0 ) +%,-&  !!%$ &3  53!"%,)) ,   01+9 +: 5:& ,% # , ) , %+   . % '#98  ,- )   &0,  . -%3&;%9%- ( & +   #,% $ & ,%5%9   Bann við dauðarefsing- um til umræðu hjá SÞ Sydney. AFP. | Jólasveinum í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðið frá því að segja „hó, hó, hó“ þegar þeir heilsa fólki vegna þess að það getur talist móðgun við konur, að sögn ástralska dagblaðsins The Daily Telegraph. Blaðið segir að jólasveinum í borginni hafi verið sagt að segja frekar „ha, ha, ha“. Blaðið hafði eftir óánægðum jóla- sveini að umboðsfyrirtæki jólasveina hefði sagt honum að segja ekki „hó, hó, hó“ vegna þess að það gæti hrætt börn og líktist bandaríska slang- urorðinu „ho“ sem þýðir vænd- iskona. „Nei, hættu nú,“ sagði Julie Gale, sem fer fyrir ástralskri hreyfingu sem berst gegn því að kynlífi sé otað að börnum. „Þetta eru bara lítil börn sem skilja ekki að „hó, hó, hó“ geti þýtt eitthvað annað og ættu ekki að vita það.“ Talsmaður umboðsfyrirtækisins sagði að það væri „villandi“ að segja að jólasveinunum hefði verið bannað að nota þetta orð, aðeins hefði verið mælst til þess. Jólasveinum ráðið frá því að segja „hó, hó, hó“ Sydney. AFP. | Flest bendir til að valdatíð Johns Howards sé senn á enda runnin í Ástralíu en kosningar fara fram í landinu eftir rúma viku, laugardaginn 24. nóvember. Skoð- anakannanir sýna næstum allar að Verkamannaflokkurinn, undir for- ystu Kevins Rudds, muni sigra örugglega í kosningunum. John Howard hefur verið forsætis- ráðherra Ástralíu í ellefu ár, þ.e. frá því að íhaldsmenn báru sigur úr být- um í þingkosningum í mars 1996. Howard segist að vísu bjartsýnn á að hann geti tryggt sér sitt fimmta kjör- tímabil á valdastóli en nýleg könnun sýndi hins vegar að Verkamanna- flokkurinn hefur 55% fylgi en banda- lag Howards 45%. Og persónulegt fylgi Rudds er einnig mun meira en Howards, 48% kjósenda vilja Rudd sem forsætisráðherra en 40% að Howard verði áfram. Rudd kynnti helstu kosningamál sín á miðvikudag og lofaði því þá að ríkisstjórn hans myndi iðka sjálf- stæða utanríkisstefnu og að ástralsk- ir hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak, jafnframt því sem hann hét því að í hönd færi „menntamálabylting“. Rudd hét því einnig að grípa til að- gerða í loftslagsmálum. Loks sagði hann að Verkamannaflokkurinn myndi uppfylla sín kosningaloforð án þess að efna til þess „óábyrga eyðslu- fyllerís“ sem kosningaloforð How- ards myndu hafa í för með sér. Rudd sagði að ríkisstjórn How- ards væri að þrotum komin eftir ell- efu ár við völd. Hann byði Áströlum að kjósa til valda nýja stjórnmála- leiðtoga sem hefðu skýr áform um framtíðarverkefni. Howard væri hins vegar ekki að bjóða Áströlum neitt annað en þá fullvissu, að hann myndi sjálfur víkja sem forsætisráð- herra á kjörtímabilinu fyrir Peter Costello fjármálaráðherra. Howard lagði hins vegar áherslu á það, er hann kynnti áherslur sínar í byrjun vikunnar, að öllu skipti að þeim sem færu með völdin væri treystandi til að ástunda ábyrga efnahagsstjórn- un. Rudd heldur forskoti sínu á John Howard Í HNOTSKURN »Ástralar ganga að kjör-borðinu 24. nóvember. »Kevin Rudd er fimmtugurog starfaði áður í utanrík- isþjónustunni, m.a. í sendiráð- um Ástralíu í Svíþjóð og Kína. »John Howard er 68 áragamall. Hann komst til valda 1996 og hélt síðan völd- um í þrennum kosningum: 1998, 2001 og 2004. Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 10 0 25 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2007, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvem- ber 2007 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2007, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisauka- skatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjár- magnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skrán- ingargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri fram- leiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskatt- ur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, mark- aðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, of- greiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðv- um gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af- dreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi inn- heimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2007. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolfsvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.