Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Andra Karl andri@mbl.is REYKJAVÍKURHÖFN átti mikinn þátt í því að Reykjavík náði miklum yfirburðum yfir aðra staði á Íslandi á 20. öld og varð t.a.m. til þess að í höfuðborginni varð umskip- unarhöfn fyrir allt landið og nánast öll heild- sala landsins safnaðist þar saman sem reyndist afar mikilvægt fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur. Það segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem í nýjasta tölublaði Hafnarblaðsins rifjar upp sögu Reykjavíkurhafnar, í tilefni þess að í dag eru 90 ár eru frá því að danska verkfræðifyrirtækið Monberg skilaði höfninni í hendur bæjarstjórnar. Smíðin hafði þá tekið fjögur ár. Árið 1911 voru á Alþingi sam- þykkt ný hafnarlög fyrir Reykjavík- urbæ. Í þeim var kveðið á um að landsjóður legði til hafnargerðar 400 þúsund krónur í peningum auk þess að ábyrgjast 1,2 milljóna króna lán sem Reykjavík hugðist taka. Lögin hlutu staðfestingu konungs og ráðist var í undirbúning. Mjög dýr fjárfesting sem heppnaðist fullkomlega Í lok sama árs var samþykkt að bjóða verkið út og bárust þrjú til- boð, eitt frá Noregi og tvö frá Dan- mörku. Eitt þeirra var barst frá verkfræðistofu N.C. Monbergs og náðust samningar við fyrirtækið veturinn 1912-1913. Höfnin var gíf- urlega mikið mannvirki og það lang- stærsta sem Íslendingar höfðu farið út í á þessum tíma. „Mikla hafn- argarða átti að hlaða á Grandagarði, milli Örfiriseyjar og lands, og þar að auki tvo hafnargarða hvorn á móti öðrum, annan, Örfiriseyjargarð, frá Örfirisey og hinn, Ingólfsgarð, frá svokölluðu Batteríi sem stóð þar sem nú er Seðlabankinn. Milli þeirra síðarnefndu átti hafnarkjafturinn að vera, eitt hundrað metra breiður,“ segir Guðjón m.a. í Hafnarblaðinu. Þegar framkvæmdirnar hófust í mars 1913 voru m.a. flutt til landsins stórvirk vinnutæki, s.s. gufuknúnar gröfur, sem ekki höfðu sést áður á íslenskri grund og eimlestir sem drógu grjót á járnbrautarvögnum. „Þarna kom eiginlega nútíminn til Reykjavíkur og Íslands í formi stór- virkra vinnutækja,“ segir Guðjón en bætir við að framkvæmdin hafi þó mætt mótstöðu. „Mönnum óaði nú við þessu og margir töldu fram- kvæmdina allt of dýra og of mikið í ráðist. Höfnin reyndist hinsvegar al- veg hreint hið mesta gróðafyrirtæki þegar til kom. Það var miklu meiri umferð um hana en reiknað hafði verið með, jafnvel í bjartsýnisleg- ustu áætlunum, þannig að hún var mjög fljót að borga sig upp. Þetta er dæmi um það hvernig mjög dýr fjár- festing getur heppnast full- komlega.“ Framkvæmdir í 90 ár Þegar höfninni var skilað til bæj- arstjórnar Reykjavíkur fyrir ná- kvæmlega 90 árum var hún lítið annað en óútfyllt umgjörð og mikið verk óunnið. „Framkvæmdir hafa síðan staðið yfir frá 1917 og nánast fram á daginn í dag.“ Til dæmis þurfti að bæta við viðleguköntum, görðum, bryggjum og margs konar aðstöðu, svo sem uppskipunartækj- um. Þá voru engin vöruhús þannig að vörurnar lágu meira og minna úti þegar þeim var skipað upp. Árin 1925-1927 var Faxagarður byggður. Hafnargerðin var Reykjavík gíf- urlega mikilvæg, ekki síst fyrir at- vinnulífið þar sem mikið atvinnu- leysi ríkti á stríðsárunum fyrri. Hún skapaði síðan mikla atvinnu og varð eitt stærsta vinnusvæði landsins. Geta má þess að á árunum milli stríða voru þrír af hverjum fjórum togurum gerðir út frá Reykjavík- urhöfn og eftir 1960 varð hún stærsta fiskiskipahöfn landsins. Um og eftir 1970 tók uppskip- unartækni örum breytingum og eft- ir að gámar urðu allsráðandi var ljóst ekkert pláss var fyrir þá í gömlu höfninni. Nóg landrými var hins vegar við Sundahöfn en fyrsti áfangi hennar var boðinn út í árs- byrjun 1965. Fyrsta skipið lestaði í Sundahöfn í júní 1968 en fyrsta áfanga hennar lauk formlega mán- uði síðar. Síðan hefur hún verið í stöðugri þróun. Þróun skipulags við Reykjavík- urhöfn, þ.e. gömlu höfnina, hefur tekið miklum breytingum á fáum ár- um og mun á næstu árum taka sí- fellt meira mið af íbúðarbyggð, menningarstarfsemi, verslun og þjónustu „á meðan hin harða hafn- arstarfsemi mun smám saman drag- ast saman. Reykjavíkurborg er nú á þeim tímamótum að marka Gömlu höfninni þá ásýnd og líf sem mun verða einkennandi fyrir hana á næstu áratugum,“ segir Gísli Gísla- son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um framtíð hafnarinnar. Nútíminn kom til Reykjavíkur Morgunblaðið/RAX Ný ásýnd Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem senn rís mun setja svip á hafnarsvæðið og er til marks um nýja tíma. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 54 ára Töluverðar breytingar hafa átt sér stað við höfnina á síðustu 36 árum. Guðjón Friðriksson Í HNOTSKURN »Danska verkfræðifyr-irtækið Monberg afhenti Reykjavíkurhöfn 16. nóv- ember 1917. » Í tilefni af 90 ára afmælinuverður margt gert til að minnast þess áfanga. Í hádeg- inu í dag verður t.a.m. opnað þjónustuhús á Skarfabakka fyrir farþega skemmti- ferðaskipa. Þangað eru allir velkomnir. »Einnig verður gefið útveglegt Hafnarblað þar sem farið er yfir sögu hafn- arinnar. Á þessum degi árið 1917 var Reykjavíkurhöfn afhent eftir þriggja ára smíði AKUREYRI JÓN Gíslason fyrrver- andi húsasmíðameist- ari hefur fært Iðnaðar- safninu á Akureyri að gjöf 30 útskurðar- myndir eftir sjálfan sig. Jón er á tíræðisaldri, fæddur 1915, og er enn að skera út listaverk. Glæsilega gripi af ýmsu tagi eins og sjá má í safninu. Jón lagði stund á húsasmíðar á Akureyri allan sinn starfsferil. Listáhuginn blundaði ávallt í Jóni og hann sótti námskeið fyrir margt löngu hjá Hauki Stefánssyni listmálara og Jónasi S. Jakobssyni sem m.a. gerði styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu. Jón hefur sinnt listsköpun áratugum saman, mótað verk í leir og gifs auk þess að teikna, en það var ekki fyrr en undir áttrætt sem hann tók til við að skera út í íslenskt birki hinar fjölbreytilegustu myndir. Myndefnið er margvíslegt, eins og Har- aldur Ingi Haraldsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, nefndi í gær, þegar hann tók formlega við gjöfinni. „Tréskurðarmyndirnar eiga það sameiginlegt að vera gerðar af miklum hagleik og ríkri tjáningar- þörf,“ sagði Haraldur Ingi. „Iðnaðarsafninu á Ak- ureyri er mikill fengur af þessum verkum úr hendi manns sem starfsævi sína hafði atvinnu af húsa- smíðaiðnaði. Sú tenging við listina gerir verkin sérstaklega verðmæt fyrir þetta safn, sem einbeit- ir sér að því að safna iðnmunum. Þessir gripir gefa okkur nýja vídd, nýja sýn.“ Haraldur Ingi lýsti yfir mikilli ánægju með gjöfina. „Þetta eru hagleiksgripir og einstaklega tjáningarríkir, Jón tekur fyrir hin aðskiljanleg- ustu efni; það er ólgandi tónlist í gripunum, móð- urást, trúmál, sorgin, gleðin og vinnan…“ Jón Gíslason sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að þrátt fyrir að heyrnin væri farin að bila gæti hann enn vel unnið í höndunum, og það leyndi sér ekki á gripunum. Og Jón hefur gaman af því að skera út þó hann segðist gera minna af því en áður. „Það er ekkert betra til þess að eyða tímanum,“ sagði hann. Hagleiksmaður á tíræðisaldri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæsilegt Jón Gíslason með útskorinn kontrabassaleikara og Haraldur Ingi safnstjóri heldur á manni að vinna við hefilbekk. Verkin eru gerð af miklum hagleik og ríkri tjáningarþörf, segir Haraldur. Jón Gíslason gefur Iðnaðar- safninu 30 listaverk sem hann skar út í birki SÖNGTÓNLEIKAR verða í Glerár- kirkju í kvöld þar sem ýmsir „Konn- arar“ koma fram, en svo eru kallaðir afkomendur Jóhanns Konráðssonar söngvara og Fanneyjar Oddgeirs- dóttur. Jóhann – Jói Konn, eins og hann var alltaf kallaður – lést fyrir 25 árum en í dag eru nákvæmlega 90 ár frá því hann fæddist. Jói Konn var ástsæll söngvari og afkomendurnir halda arfleifðinni við; margir þeirra syngja sér og öðrum til ánægju og í kvöld koma söngv- ararnir í hópnum allir fram, nema Kristján óperusöngvari sem býr á Ítalíu. Jóhann Konráðsson starfaði lengi sem sjúkraliði og söng jafnan fyrir skjólstæðinga sína og Fanney kona hans vann einnig hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Jóhann var hjartveik- ur og þess vegna var ákveðið að gefa Sjúkrahúsinu, í nafni þeirra hjóna, hluta ágóða tónleikanna til tækja- kaupa. Kvenfélagið Baldursbrá verður með kaffisölu í kvöld og gefur ágóð- ann til Sjúkrahússins. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og aðgangseyrir er kr. 2.500. Gísli Sig- urgeirsson sýnir þátt um Jóa Konn eftir tónleikana í kvöld. Vert er að geta þess að Konnar- arnir verða aftur með tónleika á morgun, laugardag, í Blönduóss- kirkju. Hluti af ágóða þeirra tónleika verður gefinn til sjúkrahússins þar. „Konnarar“ með tónleika í Glerárkirkju fruggaður L myglaður Óttalega ertu fruggaður!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.