Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Brúðkaupsbilun kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Brúðkaupsbilun kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Borðtennisbull kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Ástarsorg kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ljón fyrir lömb kl. 8 - 10:15 B.i. 12 ára Myrkrið rís kl. 3:45 B.i. 7 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 3:45 - 6 Brúðkaupsbilun kl. 8 - 10 B.i. 10 ára Rogue Leigumorðingi kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Borðtennisbull kl. 6 B.i. 7 ára Ævintýraeyja IBBA kl. 6 m/ísl. tali Sími 564 0000Sími 462 3500 Líf rósarinnar kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Ljón fyrir lömb kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Svona er England kl. 6 - 8 - 10 Ofursvalir kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára Heppni Chuck kl. 10:30 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" - Kauptu bíómiðann á netinu - BORÐTENNISBULL Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! MEÐ JASON BIGGS ÚR AMERICAN PIE MYNDUNUM OG ISLA FISHER ÚR WEDDING CRASHERS FRUMSÝNING ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU LJÓN FYRIR LÖMB ÁSTARSORG SVONA ER ENGLAND HEPPNI CHUCK LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF lúðulaki K ræfill, kauði í klæða- burði, skussi, letingi. Algjör lúðulaki! ÞAÐ VAR íslenskt veður í loftinu í New York föstudaginn 9. Nóv- ember, suðaustan súld með rign- ingu á köflum. Í lok dags voru göt- ur, torg og neðanjarðarlestir troðfullar af fólki á leið úr vinnu, í vinnu, út að borða, heim, að heiman eða út að skemmta sér. Ég var hinsvegar á leiðinni á múm tón- leika, og sama var að segja um u.þ.b. 1.500 aðra New Yorkbúa. Saðsetning tónleikana var á efri vesturhluta Manhatta í einni af virðulegri kaþólsku kirkjum borg- arinnar, kenndri við Pál Postula. Á undan múm spilaði kanadíska hljómsveitin Thorngat og sellóleik- arinn Jihyun Kim. Kanadamenn- irnir þrír áttu við talsverða hljóð- blöndunarerfiðleika að stríða vegna bergmálsins í kirkjunni og þrátt fyrir fallega sellótóna Jihyun Kim drukknaði hljómurinn í endurkasti frá innviðum kirkjunnar. Múm á greinilega mjög tryggan aðdáendahóp í New York því sal- urinn var fullur eftirvæntingar þegar hljómsveitin steig á svið eftir stutt hlé. Múm byrjaði tónleika sína á „Slow Bicycle“ af Yesterday Was Dramatic – Today is OK við góðar undirtektir þeirra tónleika- gesta sem voru viðstaddir. Hljóm- burður í þessari gullfallegu kirkju er dálítið sérstakur eins og áður sagði og múm sneið sér stakk eftir vexti og hélt sig á lágu nótunum til að leyfa bergmálinu í salnum að njóta sín í stað þess að yfirgnæfa og kæfa tónlistina. Þetta tókst mjög vel og kvöldstundin með múm var hin ánægjulegasta í alla staði. Hljómsveitin spilaði mestmegnis efni af nýútkominni plötu sinni Go Go Smear the Poison Ivy en krydd- aði með eldri lögum eins og við var að búast. Það er gaman að sjá múm í þess- ari nýjustu mynd. Mannabreyt- ingar í hljómsveitinni hafa auðvitað haft veruleg áhrif á tónlistina og Örvar hefur tekið að sér „Front- Man“ hlutverk, hann er eins og límdur við hljóðnemann þessa dag- ana og er það talsverð breyting frá því sem var upphafsárum múm. Í þessari útgáfu hljómsveitarinnar er nægur raddstyrkur, og mun meiri söngur en nokkru sinni áður, Örv- ar, Ólöf, Mr. Silla og Hildur syngja öll og skapa mjög skemmtilegar melódíufléttur og allur samleikur þeirra er hreint út sagt frábær. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá fylgjendur hljómsveitarinnar standa upp á ganginum milli kirkjubekkjanna í þessari virðu- legu kaþólsku kirkju og dilla sér í takt við undirförla og ísmeygilega tóna múm eftir að áhorfendur höfðu klappað hljómsveitina upp. Múm sveik ekki aðdáendur sína og og tók 3 aukalög og endaði pró- grammið á hinu frábæra „I’m 9 Today“. Eftir tónleikana tíndust gestir út í íslenskt haustveður sem er nýbúið að taka völdin í New York, hráslagaleg rigning og rok úr öllum áttum, sem gerði regnhlíf- anotkun ómögulega, setti loka- punktinn á þennan viðburð. Wordless Music stendur fyrir fjöldan- um öllum af athyglisverðum uppá- komum í New York og er hægt að fylgj- ast með þeim á wordlessmusic.org. Ánægjuleg kvöldstund TÓNLIST The Worldless Music Series, tónleikar nr. 13. Einnig komu fram Thorngat og Jihyun Kim. Tónleikarnir fóru fram í Sankti Páls kirkju á Columbus-breiðstræti og 60. stræti, New York. 9. nóvember, 2007, kl. 20. múm  Í kapellunni Tónpredikun múm fór vel í tónleikagesti.Snorri Sturluson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.