Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 29 ig það er að missa föður sinn. Hann hjálpar okkur að skilja hvernig það er að fara aleinn út í heim að læra. Hann hjálpar okk- ur að skilja hvernig það er að eiga vini sem taka sig saman, hugsa heim til Íslands og vilja landinu sínu allt hið besta, af því þeir vita um armæðuna á Íslandi. Mér finnst að öll börn eigi að fá að heyra hvernig þetta var á dögum Jónasar. Fólkið bjó við vosbúð, óþefjan og eymd í landinu en þeir töluðu aldrei um það. Þeir voru svo brennandi til andans, hug- urinn svo stór og metnaðurinn fyrir þjóðina svo mikill. Og allir draumar þeirra hafa ræst!“ u að fela sig bak við einhvern nski vegna þess að íslenskan er yrir okkur.“ um að lokum um afmælisbarn nas Hallgrímsson. t er að segja um látinn mann að engið í endurnýjun lífdaga, þá á Jónas,“ segir Vigdís og brosir. kir svo innilega vænt um Jónas um að halda upp á þennan dag. þér að yrkja ljóð eins og um dbreið. Svona jarðfræði. Það er ð. álpar okkur líka við að skilja for- n hjálpar okkur að skilja hvern- ð íslenskunni Morgunblaðið/Ómar „Tungan sem maður elst upp við gefur manni orð og sýn yfir heiminn, en það kmarkað hvað maður kann í erlendum tungumálum,“ segir Vigdís. fyrr. Jónas Hallgrímsson er kannski sá sem okkur þykir vænst um enda varð allt svo fallegt og innilegt sem hann kom að. Skáld- skapur hans og sögur höfða jafnt til barna og fullorðinna.“ Halldór jánkar því þegar hann er spurður hvort hann sé mikill Jónasaraðdáandi. „Ég held mikið upp á Jónas og stundum festist ég í einhverjum hans ljóða. Ég er núna í augnablikinu með eitt kvæði í höfði mér,“ segir hagyrðingurinn Halldór og brestur í vísu eftir þjóð- skáldið: Skjambi meður skollanef, skrítilegi frændi minn, hefðirðu líka rófu af ref Robbur keypti belginn þinn. Þar sem háir hólar Í kvöld stendur menntamálaráðu- neytið í samvinnu við afmæl- isnefndina fyrir mikilli hátíð- arsamkomu í Þjóðleikhúsinu undir yfirskriftinni Þar sem háir hólar. Í dagskrá hátíðarsamkomunnar verða flutt verk Jónasar í bundnu máli og lausu, tónlist tengd kvæð- um hans flutt og minning hans heiðruð með ýmsum hætti. Menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, flytur ávarp og afhendir verðlaun Jón- asar Hallgrímssonar. Samkoman er öllum opin og ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Sýnt verð- ur beint frá Þjóðleikhúsinu í Rík- issjónvarpinu. Jónas. Á henni getum við séð ým- islegt sem er með því helgasta sem við Íslendingar eigum; eigin handrit Jónasar, teikningar eftir hann og náttúrugripasafn. Þarna er ým- islegt að koma fyrir sjónir Íslend- inga í fyrsta skipti,“ segir Halldór. Jónasar hefur einnig verið minnst utan landsteinanna en í Kaup- mannahöfn fór fram mikil Íslend- ingahátíð til minningar um Jónas í byrjun september og á Íslend- ingadeginum í Gimli í Kanada í ágúst var Jónasar sérstaklega minnst með veglegri dagskrá. „Við erum mjög ánægð þegar við lítum til baka, því það hefur komið í ljós, eins og við þóttumst vita, að Ís- lendingar vildu gera nafni Jónasar sóma. Það hafa margir gert af mikl- um dugnaði og margt sem hefur komið fram er mjög minnisstætt,“ segir Halldór en honum er m.a. of- arlega í huga sýningin „Skyldi’ þetta vera ég sjálfur!“ sem var hald- in í Ketilhúsinu á Akureyri í sept- ember. Þar sýndu ungir listamenn verk sem öll voru innblásin af Jón- asi. Skjambi meður skollanef Halldór telur að Íslendingum þyki vænna um Jónas en nokkurn annan þjóðþekktan Íslending. „Það verða allar þjóðir að eiga sér fortíð til þess að bera virðingu fyrir sjálfri sér. Við eigum fornsögurnar og við eigum Jónas. Forfeður okkar áttu Hallgrím Pétursson sem nýtur ekki sömu stöðu upp á síðkastið og áður skáldið. Samið var við Björn G. Björnsson að hann skyldi sjá um framkvæmd þeirrar sýningar og hefur honum farist það mjög vel. Fyrsta sýningin var á Akureyri, síð- an var ein í Kaupmannahöfn og í gær var opnuð sýningin „Ferðalok“ í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er mjög falleg svo ég hygg að menn geri ekki annað skynsamlegra en að eiga dagstund þar og fræðast um á finna al- Jónas og k þess hef- ar Leifs- r um ævi ur fyrir ga. kum við nauðsyn- Jónas; ginn og Jónas Morgunblaðið/Halldór Kolbeins rgerður Katrín Gunnarsdóttir. Í DAG verða íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur afhent reykvískum skólabörnum í fyrsta skipti, en ætlunin er að þeim verði út- hlutað árlega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóv- ember. Hver grunnskóli í Reykjavík hefur tilnefnt þrjá nemendur eða nemendahópa til verð- launanna og mun Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, sem er verndari verðlaunanna, afhenda öllum börnunum verðlaunagripi eftir listakonuna Dröfn Guðmundsdóttur. „Markmiðið er að auka áhuga æsku borg- arinnar á íslenskri tungu og hvetja til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs,“ segir Marta Guð- jónsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hún er formaður nefndar um íslenskuverðlaun menntaráðs og hefur haldið því starfi áfram, í góðu samstarfi við nýjan meirihluta í borginni. Marta hefur sjálf kennt íslensku í mörg ár og er málið því skylt. „Verðlaunin eru veitt nemendum sem hafa tekið sérstökum framförum eða hafa náð góðum árangri í íslensku, hvort sem þeir eiga hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál.“ Hver skóli mótar þær reglur hvernig nem- endur eru tilnefndir til verðlaunanna. „Ég tel að sóknarfæri til verndar íslenskri tungu felist í góðri íslenskukennslu í grunn- skólum. Góð íslenskukennsla hefur ekki bara þýðingu fyrir okkur sem sjálfstæða þjóð, heldur líka þýðingu fyrir hvert okkar sem einstaklinga. Hún opnar okkur dyr að ómetanlegum menning- ararfi. Svo er margsannað að góðir íslensku- nemendur eru yfirleitt einnig góðir í öðrum námsgreinum,“ segir Marta. Ný íslensku- verðlaun menntaráðs Verðlaunagripurinn Íslenskunemendurnir fá gripinn afhentan á Degi íslenskrar tungu. Árið 1995 ákvað rík-isstjórnin að fæðing-ardagur JónasarHallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskr- ar tungu ár hvert og var hann haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 1996. Menntamálaráðuneytið hefur síðan árlega beitt sér fyrir sér- stöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það í góðu samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, enda virðist dagur íslenskrar tungu hafa náð fótfestu í sam- félaginu. Hátíðardagskráin hefur í gegnum árin verið haldinn víðs vegar um landið en að þessu sinni verður hún haldin í Reykjavík. Það setur mark sitt á hátíð- arhöldin að þessu sinni að í dag er 200 ár liðin frá fæðingu Fjölnismannsins, skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti undanfarið ár. Dagskrá afmæl- ishátíðarinnar, sem skipulögð var af sérstakri verkefnisstjórn undir forystu Halldórs Blön- dals, hefur verið umfangsmikil og Jónasar verið minnst með ýmsum hætti jafnt hér á Ís- landi sem í Danmörku og á slóðum Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada. Dagskrá afmælishátíðarinnar lýkur formlega í kvöld með veglegri hátíðardagskrá í Þjóðleikhús- inu sem sýnd verður beint í Ríkissjónvarpinu. Það er mikilvægt að við sem þjóð endurnýjum stöðugt kynni okkar af Jónasi. Í barn- æsku lærðum við flest að meta skáldið Jónas, léttar og gríp- andi skemmtivísur jafnt sem magnþrungin ættjarðarljóð og annan skáldskap. Seinna kom- umst við að því að hann átti sér fleiri hliðar, meðal annars sem nátt- úrufræð- ingur, þýð- andi, nýyrða- smiður og fræðimaður, auk þeirra persónulegu gilda sem hann hafði til að bera. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli á tveimur vefsíð- um um Jónas Hallgrímsson. Annars vegar síðu sem opnuð var á fæðingardegi hans, 16. nóvember á síðasta ári, (www.jonashallgrimsson.is) en þar er að finna margskipta efnisflokka sem ná yfir fjöl- breytt og kraftmikið lífsstarf, sem hefur haldið nafni hans á lofti, og við getum aðeins harmað að hafi ekki orðið lengra, en Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfn árið 1845, aðeins 37 ára gamall. Hins vegar hinn aðgengilega og skemmtilega vef jonas.ms.is sem Mjólkursamsalan hefur látið hanna og opnaður var fyrr í vikunni. Þá var í gær opnuð í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sýningin Ferðalok um manninn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson. Er hún sú þriðja í röð sýninga sem settar hafa verið upp um Jónas á afmæl- isárinu, en einnig hafa verið haldnar sýningar í Amtsbóka- safninu á Akureyri og á Norð- urbryggju í Kaupmannahöfn. Staða íslenskunnar er sem betur fer sterk og okkur hefur gengið betur en mörgum öðr- um þjóðum að viðhalda sér- kennum tungu okkar. Víða eru þó blikur á lofti. Þegar Jónas Hallgrímsson var í Bessastaðaskóla var sótt að íslenskunni. Nú er enn sótt að íslenskunni úr öllum áttum og af enn meira afli. Því er í dag brýnna en nokkru sinni fyrr að slá varðborg um ís- lenska tungu, ekki til að meina henni að breytast og verða fyr- ir eðlilegum áhrifum sem end- urspegla nýja tíma, heldur til að berjast gegn þeim ósið að snúa öllum heitum upp á enska tungu, kvikmyndum, versl- unum og auglýsingum. Við eig- um að leyfa okkur þann munað að kenna á íslensku og leyfa okkur það ómak að hugsa á ís- lensku. Í stefnuskrá íslenskrar mál- nefndar fyrir árin 2006–2010 kemur fram að nefndin hyggst leggja til að íslenska verði lög- fest sem opinbert tungumál á Íslandi. Ég hef lýst því yfir að ég telji rétt að ganga lengra en nefndin legg- ur til og það sé skyn- samlegt og æskilegt að tryggja stöðu íslenskunnar með sér- stöku ákvæði í stjórnarskrá. Staða íslenskunnar verður hins vegar ekki aðeins tryggð með lögum. Það er áhyggjuefni að orða- forði ungmenna virðist fara þverrandi og það sama má segja um bókalestur. Okkur sem þjóð ber skylda til að halda vöku okkar og hlúa að því fjöreggi sem íslenskan er. Skólakerfið ber ríka ábyrgð í því sambandi, en ábyrgðin liggur og verður að liggja víð- ar: Hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum, hjá fjöl- miðlum, fjölskyldum og ein- staklingum. Við megum ekki hopa undan ágangi enskunnar. Tungan er grunnurinn að til- vist íslenskrar þjóðar, sjálfs- mynd okkar og sérstöðu. Þótt dagurinn í dag sé helg- aður sérstaklega íslenskri tungu verða allir dagar að vera dagar íslenskrar tungu, ein- ungis þannig tryggjum við stöðu íslenskunnar. Allir dagar eru íslensku- dagar Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir » Við eigum aðleyfa okkur þann munað að kenna á ís- lensku og leyfa okk- ur það ómak að hugsa á íslensku. Höfundur er mennta- málaráðherra. dabbía, -u KV mikið sukk Þessi dabbía gengur ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.