Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði í gær húsleit hjá verslanakeðjunum Högum, þ.á m. Bónus og Kaupási, sem rekur m.a. Krónuna, og einnig hjá þremur innflytjendum og heild- sölum á matvörumarkaði, Innesi, Ís- lensk-ameríska og O. Johnson & Kaaber. Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að til grundvallar aðgerðunum liggi upp- lýsingar sem borist hafi og aflað hafi verið hjá einstaklingum og fyrirtækj- um í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um matvörumarkaðinn að undanförnu. Talsmenn Bónuss og Krónunnar fagna athuguninni og vonast til þess að niðurstöður liggi sem fyrst fyrir, þannig að þeir megi verða hreinsaðir af áburði um samráð. Í tilkynningu Samkeppniseftirlits- ins segir að í fréttatilkynningu 1. nóv- ember sl. hafi það hvatt þá sem teldu sig búa yfir upplýsingum um brot á samkeppnislögum að koma þeim á framfæri við Samkeppniseftirlitið og hefðu allmargir brugðist við þeirri hvatningu. „Rannsókn sú sem nú er hafin beinist einkum að ætluðum brotum á 10. gr. samkeppnislaga, þ.e. hugsanlegu ólögmætu samráði smá- söluaðila og birgja. Kemur rannsókn- in til viðbótar við aðrar athuganir sem nú standa yfir og áður hafa verið kynntar opinberlega,“ segir einnig. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkveldi að einstaklingar og fyrirtæki hefðu síð- ustu dagana veitt Samkeppniseftirlit- inu upplýsingar sem gerðu það að verkum að nauðsynlegt hefði verið að fara í þessa aðgerð. Rannsóknin beindist bæði að hugsanlegu samráði smásölu og birgja og hins vegar milli smásöluverslana. Ekki forsendur fyrr en nú Aðspurður af hverju ekki hefði ver- ið ráðist í þessar aðgerðir fyrr í ljósi umfjöllunar um samráð á matvöru- markaði að undanförnu. sagði Páll Gunnar að forsendur hefðu ekki verið fyrir húsleitinni fyrr en nú. „Við höfð- um ekki nægileg gögn og upplýsingar úr fjölmiðlaumfjölluninni einni sam- an, en einstaklingar og fyrirtæki urðu við hvatningu um að veita okkur upp- lýsingar sem urðu okkur að liði og gerðu það að verkum að það var nauð- synlegt að fara í þessa húsleit. Það þarf að undirbúa húsleit vel og hún þarf að vera studd ríkum forsendum,“ sagði Páll. Í tilkynningu Samkeppniseftirlits- ins er athygli vakin á að það hafi þýð- ingu fyrir skjóta úrlausn málsins hvort fyrirtæki eða einstaklingar ákveði að liðsinna eftirlitinu við rann- sókn þess. „Ef um brot er að ræða getur Samkeppniseftirlitið sam- kvæmt lögum fallið frá sektarákvörð- un hafi fyrirtæki verið fyrst til að láta því í té upplýsingar eða gögn vegna ólögmæts samráðs sem geta leitt til sönnunar á broti. Einnig er heimilt að lækka sektir ef fyrirtæki liðsinna eft- irlitinu með því að veita mikilvæg sönnunargögn. Þá getur Samkeppn- iseftirlitið ákveðið að kæra ekki til lögreglu hugsanleg brot einstaklinga sem upplýsa um þau og liðsinna við rannsókn.“ Páll Gunnar sagði að þeir myndu hraða rannsókninni eftir því sem kostur væri. „Það er ljóst að það tek- ur nokkurn tíma að greina þessi gögn sem hefur verið aflað. Það veltur svo á ýmsum atriðum hversu hratt svona rannsókn getur gengið,“ sagði hann. Fagna rannsókn Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, sagði að þeir fögnuðu því að þessar ásakanir um samaráð yrðu rannsakaðar ofan í kjölinn og málið til lykta leitt eins fljótt og mögulegt væri. Guðmundur sagði að Bónus hefði alla tíð, frá stofnun verslunarinnar fyrir átján árum, verið með lægsta verðið á markaðnum. Það væri sú stefna sem fyrirtækinu hefði verið mörkuð í upphafi og á því yrði engin breyting. Viðskiptavinir Bónuss gætu treyst því. Það væri ástæðan fyrir vel- gengni verslunarinnar og það væri ekkert langt síðan að Bónus hefði ver- ið lítill aðili á þessum markaði. „Hverjir gerðu Bónus að því sem það er í dag? Það eru auðvitað bara neyt- endur. Þeir hafa greitt okkur atkvæði með fótunum og við höfum fagnað því og lagt okkur alla fram við það að bjóða sem lægst verð,“ sagði Guð- mundur. Í fréttatilkynningu frá Bónus segir ennfremur að Bónus fagni því að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rann- sókn á þeim alvarlegu ásökunum um verðsamráð sem hafi komið fram. „Er það í samræmi við þá ósk sem Hagar hf., rekstraraðili Bónuss, setti fram í bréfi til Samkeppniseftirlitsins dag- sett hinn 1. nóvember s.l. Bónus fullvissar viðskiptavini sína um að þessi leit muni hrekja þær dylgjur um samráð sem hafa átt sér stað á liðnum vikum og hafa einkum átt rætur sínar að rekja til rakalauss fréttaflutnings ríkisfjölmiðlanna.“ Rannsóknin í samræmi við óskir Eysteinn Helgason, forstjóri Kaupáss, sem m.a. rekur Krónuversl- anirnar, sagði að þeir fögnuðu þessari athugun. Hún væri í samræmi við það sem þeir hefðu farið fram á gagnvart opinberum aðilum „að þeir rannsök- uðu þær dylgjur og órökstuddu full- yrðingar sem settar hafa verið fram um samráð og við vonumst bara til þess að rannsókn ljúki sem fyrst þannig að hið sanna megi koma í ljós“. Eysteinn sagði að fyrirtækið hefði ekkert að óttast í rannsókninni og það væri fagnaðarefni að hún væri hafin. Í fréttatilkynningu Kaupáss segir einnig að „starfsfólk Kaupáss og Krónunnar mun opna allar sínar bækur og verða Samkeppniseftirlit- inu til aðstoðar á allan þann hátt sem óskað verður eftir og látin er í ljós von um að rannsókninni verði hraðað eins og frekast er unnt. Jafnframt er minnt á að á undanförnum misserum hefur Samkeppniseftirlitið verið með víðtæka rannsókn á matvælamark- aðnum í gangi. Vonast er til að þeirri rannsókn verði hraðað og niðurstöður birtar við fyrsta tækifæri.“ Húsleit hjá Bónus, Kaup- ási og þremur heildsölum Leitað Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Bónus og Kaupás í gær vegna ásakana um meint samráð. skrunka, -u, -ur KV gömul kerling, gömul og rytjuleg skepna. Blessuð skrunkan Eftir Andra Karl andri@mbl.is AÐSTÆÐUR voru skelfilegar, að sögn lögreglumanns sem mætti á vettvang við bensínstöð Skeljungs við gatnamót Kleppsvegar og Sæ- brautar í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags eftir að ökumaður fólks- bifreiðar missti stjórn á bíl sínum. Ökumaðurinn og farþegi mega heita heppnir að vera enn á lífi eftir slysið. Eins og sést á meðfylgjandi korti missti maðurinn stjórn á bílnum í beygju inn á Kleppsveg af Sæbraut. Talið er að hann hafi jafnvel verið á ofsahraða er hann keyrði á umferð- arskilti og stólpa áður en bifreiðin hringsnerist á plani bensínstöðvar- innar, með tilheyrandi skemmdum á bensíndælum, húsnæði og bílnum. Talið er að bifreiðinni hafi verið ekið stjórnlaust yfir 200 metra áður en hún stöðvaðist. Mennirnir voru flutt- ir á slysadeild Landspítala en slös- uðust ekki alvarlega. Ökumaður er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Gríðarlega óábyrgt Fleiri ökumenn eru grunaðir um að hafa farið út í umferðina þrátt fyr- ir að teljast óökufærir. Einn reyndi að stinga lögreglu af við vettvang umrædds slyss en eltingarleikurinn endaði á Dalbraut. Ökumaður ók bif- reið sinni út af Gufunesvegi í Graf- arvogi og akstur annars var stöðv- aður, einnig í Grafarvogi. Sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og var án réttinda. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir vanda- málið viðvarandi. „Þetta er náttúr- lega gríðarlega óábyrg hegðun og ekki hægt að lýsa því með nokkrum orðum hvað þetta er mikið hættuspil. Ég tel að tölurnar frá Rannsóknar- nefnd umferðarslysa sýni það býsna vel enda tugir banaslysa á undan- förnum árum sem rekja má til ölv- unaraksturs eða aksturs undir áhrif- um fíkniefna.“ Lögreglustjórinn segir fólk úr öllum stigum þjóð- félagsins hegða sér á þennan hátt. Stjórnlaus á ofsahraða Morgunblaðið/Frikki Gjörónýt Bifreiðin sem er af gerðinni BMW skemmdist mikið og ótrúlegt að ökumaður og farþegi hafi sloppið. „ÉG TEL að það sé ekki vanþörf á að efna til umræðu um það sem þarna er í gangi,“ segir Stefán Ei- ríksson, lögreglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu, um þá fjölmörgu öku- menn sem teknir eru undir áhrifum vímugjafa á hverjum sólarhring. Að- faranótt fimmtudags lá við stórslysi þegar ökumaður undir áhrifum áfengis og vímuefna missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á bílaplani bensínstöðvar Skeljungs við gatna- mót Kleppsvegar og Sæbrautar. Stefán segir að þó að margir öku- menn hafi verið stöðvaðir undanfarið af þessum sökum sé vandamálið við- varandi og sífellt sé verið að reyna að koma í veg fyrir það. „Refsingar fyrir ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna eru býsna þungar. Fyrir ítrekuð brot fá menn fangels- isdóm og það er nokkuð algengt að menn sitji inni fyrir slík brot.“ Í mörgum tilvikum treysti lögreglan á ábendingar borgaranna sem hefur gefist vel. Stefán telur þó að allir verði að líta í eigin barm. „Síðan þurfa menn að vera duglegir við að láta lögregluna vita ef þá grunar að ökumenn séu undir áhrifum.“ Treysta á ábendingar                                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.