Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 49 Skrímsl og skarbítar Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar voru inntir eftir því hvert þeirra uppá- haldsorð væri í íslensku máli. Ekki stóð á svörum og ráku allir út úr sér tunguna í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Uppáhaldsorðið? „Ha“ Af hverju: „Af því er- lendis er þetta talið dóna- legt, mjög mikil ókurteisi. Við svífumst einskis með að nota það. Þetta lýsir okkur rosalega vel. HA?! HA?!“ hrópar Krummi og hlær. „Þetta er eins og segja What?! What?! WHAT?!, þú veist. „Ha“ er algjör snilld.“ Krummi Björgvinsson, söngvari Morgunblaðið/Frikki Uppáhaldsorð? „Rökrétt“ Af hverju? „Það fer svo í pirrurnar á mér þegar Ís- lendingar segja að eitthvað „meiki sens“. Það er annar hver maður í kringum mig sem segir að eitthvað meiki sens,“ segir Birgitta. „Rök- rétt er miklu betra orð að nota. Það fara oft í mig ein- hverjar svona slettur sem mér finnst svo ljótar í okkar fallega tungumáli.“ Birgitta Haukdal, söngkona Morgunblaðið/Kristinn Uppáhaldsorðið? „Skrímsl“ Af hverju? „Af því það er bæði fal- legt orð og skemmtilegt fyrirbæri. “ Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur Morgunblaðið/Frikki Uppáhaldsorðið? „Fiðrildi“ Af hverju? „Mér finnst það svo fallegt orð, miklu fallegra en „but- terfly“, fallegra en „smjörfluga“ (bein þýðing á butterfly).“ Paul F. Nikolov, varaþingmaður Vinstri grænna Morgunblaðið/Kristinn Uppáhaldsorð? „Kærleikur“ Af hverju? „Mér finnst það ótrú- lega vel heppnað orð. Það er kampa- vín í því, „upp-orka“,“ segir Hall- dóra. „Það er eiginlega dansandi uppstreymi. Dansandi hlýtt. Bæði hlýtt og dansandi. Það er hlýr, dans- andi andblær í uppstreymi.“ Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona Morgunblaðið/Sverrir Uppáhaldsorð? „Grjót“ Af hverju? „Það hljómar svo fallega, sterkt orð. Uppáhaldsíþrótt mín í barnæsku var grjótkast, ekki nokkur spurning,“ segir Kári. Hann hafi sett saman ættjarðarljóð eitt sinn er hann kom til Íslands eftir langa veru erlend- is: „Það er á mínu böli bót/ og björg úr ljótum pínum/ aftur að hafa íslenskt grjót/ undir fótum mínum. Það var þá sem ég áttaði mig á því að ættjarð- arástin hjá mér snerist öll um grjót.“ Kári segist aðspurður ekki muna eftir því að hafa kastað grjóti í mann þegar hann bjó í Bandaríkjunum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Morgunblaðið/Ómar Uppáhaldsorð? „Langintes“ Af hverju? „Ekki af neinni ástæðu, það er bara svo skemmti- legt.“ Heldurðu að það sé gaman að vera langintes? „Ég veit nú ekki hvort það er gaman en orðið er flott.“ Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld Morgunblaðið/Sverrir Uppáhaldsorðið? „Fjölkollusvæði“ Af hverju? „Þegar ég var lítill var ég í sveit og þá vorum við að tína æð- ardún frá æðarkollum í stóru varpi. Þegar við vorum að tína var varpinu skipt upp í svæði. Þar sem voru svæði þar sem voru margar kollur og nóg af dúni á hverjum degi, þá datt mér í hug þetta orð og þetta fannst foreldrum mínum æðislega sniðugt.“ Árni Beinteinn Árnason, kvikmyndagerðarmaður Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uppáhaldsorð? „Skarbítur“ Hvað er nú það? „Það er tæki til að klippa kveik af kerti sem orðinn er of langur. Hann lítur út eins og skæri með lítilli skúffu sem grípur kveikinn.“ Af hverju þetta orð? „Ég var að horfa á svo fallegt skarbítasafn sem vinur minn á og þá fór ég að hugsa um hvað þetta er fallegt orð, skarbít- ur.“ Þórarinn segir vin sinn alltaf á höttunum eftir skarbítum, hann sé skarbítasafnari. Það er líka fallegt orð. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur Morgunblaðið/Sverrir Uppáhaldsorð? „Raggeit“ Af hverju? „Það er svo ótrúlega þjált og fallegt en um leið svo rosa- lega gildislægt!“ hrópar Dóri DNA af hrifningu yfir orðinu. Hvernig rappar maður „raggeit“? „Mamma þín er akfeit og pabbi þinn er raggeit,“ svarar Dóri um hæl, og leggur áherslu á framburðinn, hann segi rag-geit. Dóri DNA, rappari Morgunblaðið/Kristinn Uppáhaldsorðið? „Kærleikur“ Af hverju? „Það er bara svo flott orð. Þetta er svo stórt orð, nær yfir svo margt.“ Fanney Lára Guðmundsdóttir, Ungfrú Eystrasalt og Skandinavía Morgunblaðið/Sverrir ■ Á morgun. kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningar- húsinu. Felix Mendelssohn: Oktett fyrir strengi. Meistaraleg og sígræn tónsmíð sem undrabarnið Mendelsohn lauk við aðeins sextán ára að aldri. ■ Fim. 22. nóvember kl. 19.30 Pétur Gautur. Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Petri Sakari stjórnar, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur og Gunnar Eyjólfsson segir söguna og flytur valda kafla. ■ Fim 29. nóvember kl. 19.30 Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim og stýrir hljómsveitinni og Hamrahlíðarkórunum í verkum Stravinskíjs og sínum eigin. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is www.midi.is/www.hhh.is Miðasölusími: 555 2222 K V E N F É L A G I Ð G A R P U R O G H A F N A R F J A R Ð A R L E I K H Ú S I Ð K Y N N A Sýning í kvöld - Síðasta sýning! Ath. Sýningin er ekki ætluð börnum yngri en 14 ára Ekki er hleypt inn í sal eftir að sýningin hefst Uppáhaldsorð? „Kærleikur“ Af hverju? „Kærleikur er það fyrsta sem kemur upp í hugann en auðvitað er orð- gnótt íslenskunnar mikil. Með þessu orði verður mér sjálf- krafa hugsað til fjölskyld- unnar minnar en það dásam- lega við íslenskuna er hið tilfinningalega umrót og un- aður sem hún getur hrint af stað. Orðið kærleikur er ná- tengt ástinni og stuðlar að vel- líðan meðan önnur orð geta dregið fram aðra tilfinningu, aðrar kenndir. Náttúran okk- ar geymir mörg af okkar fal- legustu orðum eins og blá- gresi, eyrarrós, Herðubreiðarlindir. Með móð- urmálinu og náttúrunni verður ferðalagið, lífið, skemmtilegt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherraMorgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.