Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 55
Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson loksins fáanleg á ný.
Spennandi saga með gullfallegum myndum fyrir ævintýraleg börn.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK Skilabo
ðaskjóð
an
er líka le
ikrit og e
r sýnd í
Þjóðleik
húsinu!
Uppselt
til jóla,
ath. auk
asýning
23.11
ÞAÐ var enginn skortur á andstæðum og dramatík í lífi Édith Giovanna Gassion. Hún
ólst upp í vændishúsi og á götum Parísar þar sem hún vann fyrir sér sem götu-
listamaður. Áður en yfir lauk hafði hún heillað svo marga með söng sínum að 40 þúsund
manns fylgdu henni til grafar þegar hún lést árið 1963. Nú um helgina verður kvik-
myndin La Vie en Rose frumsýnd í Regnboganum, en hún er byggð á skrautlegri og
viðburðaríkri ævi söngkonunnar sem varð fræg undir nafninu Édith Piaf.
Leikstjóri La Vie en Rose er hinn franski Olivier Dahan. Sú kvikmynd hans sem ís-
lenskir bíógestir kannast sjálfsagt helst við er Crimson Rivers 2. Hann hóf ferilinn sem
myndlistamaður, en fór svo út í það að gera tónlistarmyndbönd, t.d. fyrir hljómsveitina
Cranberries. Þaðan lá svo leið hans í handritaskrif og leikstjórn á kvikmyndum.
Marion Cotillard, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni hefur átt köflóttan leikferil.
Hennar fyrsta hlutverk var í þáttaröðinni Hálendingnum, sem var framhald sam-
nefndrar kvikmyndar um hinn ódauðlega Connor Macleod. Síðan hefur leiðin legið upp
á við og Cotillard hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum t.d. í Taxi myndunum þremur
og Tim Burton myndinni Big Fish.
Kvikmyndagagnrýnendur hafa verið frekar jákvæðir í umfjöllun sinni um La Vie en
Rose, en skiptast þó nokkuð í tvö horn. Sumum finnst frásagnarstíll myndarinnar rugl-
ingslegur þar sem flakkað er fram og aftur í tíma. Aðrir lofa frammistöðu aðalleikkon-
unnar í hástert og spá henni ríkulegri uppskeru á verðlaunaafhendingum kvik-
myndahátíðanna.
Metacritic 66/100
Lífið í bleiku
Kvikmyndin La Vie en Rose fjallar um ævi söngkonunnar sívinsælu Edith Piaf.
American Gangster
Denzel Washington leikur bíl-
stjóra voldugs glæpaforingja á átt-
unda áratugnum. Þegar yfirmaður
hans deyr skyndilega notar hann
tækifærið til þess að koma undir sig
fótunum og verða umsvifamesti
fíkniefnasali New York. Russell
Crowe er í hlutverki lögreglumanns-
ins Richie Roberts sem er á hælum
fíkniefnabarónsins, en þeir reynast
eiga meira sameiginlegt en starfs-
vettvangur þeirra gefur til kynna.
Metacritic 76/100
Wedding Daze
Bandarísk gamanmynd frá síðasta
ári. Stjarna American Pie mynd-
anna, Jason Biggs, er hér í hlutverki
manns sem er í ástarsorg og sann-
færður um að hann muni aldrei
verða við kvenmann kenndur á ný.
Að áeggjan besta vinar síns biður
hann lífsleiða gengilbeinu um að
giftast sér, en það hefur ófyrirsjáan-
legar, og væntanlega spreng-
hlægilegar, afleiðingar fyrir þau
bæði.
Engir dómar fundust.
Einnig frumsýndar
Lögguhas-
ar og ólán
í ástum
Bófi Denzel washington í American
Gangster
Óvæntar ástir Jason Biggs finnur
ástina á ný í Wedding Daze