Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 55 Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson loksins fáanleg á ný. Spennandi saga með gullfallegum myndum fyrir ævintýraleg börn. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Skilabo ðaskjóð an er líka le ikrit og e r sýnd í Þjóðleik húsinu! Uppselt til jóla, ath. auk asýning 23.11 ÞAÐ var enginn skortur á andstæðum og dramatík í lífi Édith Giovanna Gassion. Hún ólst upp í vændishúsi og á götum Parísar þar sem hún vann fyrir sér sem götu- listamaður. Áður en yfir lauk hafði hún heillað svo marga með söng sínum að 40 þúsund manns fylgdu henni til grafar þegar hún lést árið 1963. Nú um helgina verður kvik- myndin La Vie en Rose frumsýnd í Regnboganum, en hún er byggð á skrautlegri og viðburðaríkri ævi söngkonunnar sem varð fræg undir nafninu Édith Piaf. Leikstjóri La Vie en Rose er hinn franski Olivier Dahan. Sú kvikmynd hans sem ís- lenskir bíógestir kannast sjálfsagt helst við er Crimson Rivers 2. Hann hóf ferilinn sem myndlistamaður, en fór svo út í það að gera tónlistarmyndbönd, t.d. fyrir hljómsveitina Cranberries. Þaðan lá svo leið hans í handritaskrif og leikstjórn á kvikmyndum. Marion Cotillard, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni hefur átt köflóttan leikferil. Hennar fyrsta hlutverk var í þáttaröðinni Hálendingnum, sem var framhald sam- nefndrar kvikmyndar um hinn ódauðlega Connor Macleod. Síðan hefur leiðin legið upp á við og Cotillard hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum t.d. í Taxi myndunum þremur og Tim Burton myndinni Big Fish. Kvikmyndagagnrýnendur hafa verið frekar jákvæðir í umfjöllun sinni um La Vie en Rose, en skiptast þó nokkuð í tvö horn. Sumum finnst frásagnarstíll myndarinnar rugl- ingslegur þar sem flakkað er fram og aftur í tíma. Aðrir lofa frammistöðu aðalleikkon- unnar í hástert og spá henni ríkulegri uppskeru á verðlaunaafhendingum kvik- myndahátíðanna. Metacritic 66/100 Lífið í bleiku Kvikmyndin La Vie en Rose fjallar um ævi söngkonunnar sívinsælu Edith Piaf. American Gangster Denzel Washington leikur bíl- stjóra voldugs glæpaforingja á átt- unda áratugnum. Þegar yfirmaður hans deyr skyndilega notar hann tækifærið til þess að koma undir sig fótunum og verða umsvifamesti fíkniefnasali New York. Russell Crowe er í hlutverki lögreglumanns- ins Richie Roberts sem er á hælum fíkniefnabarónsins, en þeir reynast eiga meira sameiginlegt en starfs- vettvangur þeirra gefur til kynna. Metacritic 76/100 Wedding Daze Bandarísk gamanmynd frá síðasta ári. Stjarna American Pie mynd- anna, Jason Biggs, er hér í hlutverki manns sem er í ástarsorg og sann- færður um að hann muni aldrei verða við kvenmann kenndur á ný. Að áeggjan besta vinar síns biður hann lífsleiða gengilbeinu um að giftast sér, en það hefur ófyrirsjáan- legar, og væntanlega spreng- hlægilegar, afleiðingar fyrir þau bæði. Engir dómar fundust. Einnig frumsýndar Lögguhas- ar og ólán í ástum Bófi Denzel washington í American Gangster Óvæntar ástir Jason Biggs finnur ástina á ný í Wedding Daze                     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.