Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 45
Óþægileg stífla.
Norður
♠7
♥1086
♦ÁK52
♣ÁD963
Vestur Austur
♠DG32 ♠K865
♥ÁD972 ♥K
♦D86 ♦G10974
♣5 ♣KG2
Suður
♠Á1094
♥G543
♦3
♣10874
Suður spilar 3♣ dobluð.
Liðsmenn Eyktar mynduðu eina af
þeim 12 sveitum sem settust að spila-
mennsku í pólsku borginni Wroclaw í
síðustu viku til að taka þátt í fjögurra
daga keppni um meistarabikar Evr-
ópu. Keppnisrétt eiga efstu þjóðir á
opna Evrópumótinu og heimamenn.
Í fyrsta hluta var spiluð raðkeppni í
tveimur riðlum, síðan einvígisleikir eft-
ir stöðu í raðkeppninni. Íslenska sveit-
in endaði í 3. sæti í sínum riðli og lenti
því í baráttunni um 5.–8. sæti. Ísland
vann England í fyrsta einvígisleiknum,
en tapaði svo fyrir Frökkum og endaði
í 6. sæti.
Bjarni Einarsson og Sigurbjörn
Haraldsson voru fullharðir að dobla
Frakkann Bompis í 3♣. Bjarni vakti í
vestur á 1♥, Sigurbjörn svaraði á 1♠
og Bjarni lyfti í 2♠. Norður doblaði þá
til úttektar og Sigurbjörn lýsti yfir
sektarvilja með redobli. Suður sagði
3♣, sem Sigurbjörn doblaði. En þegar
til kom reyndist búturinn óhnekkjandi
vegna stíflunnar í hjartalitnum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 45
Krossgáta
Lárétt | 1 sannreyna, 8
súld, 9 ærið, 10 málmur,
11 gera auðugan, 13 beit-
an, 15 næðings, 18 æki, 21
eldiviður, 22 spjald, 23
jöfnum höndum, 24 órök-
stutt.
Lóðrétt | 2 óbeit, 3 hafna,
4 leitast við, 5 sporin, 6
tjóns, 7 duglegt, 12 giska
á, 14 trant, 15 þraut, 16
nurla saman, 17 fiskur, 18
gegna, 19 eldstæðis, 20
sæti.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 safna, 4 skáld, 7 sýkil, 8 nakin, 9 ann, 11 aðal, 13
anga, 14 elfur, 15 hjóm, 17 afar, 20 haf, 22 gamma, 23
jálks, 24 runni, 25 reisn.
Lóðrétt: 1 sessa, 2 fokka, 3 afla, 4 sönn, 5 álkan, 6 dunda,
10 nefna, 12 lem, 13 ara, 15 hugur, 16 ólman, 18 fálki, 19
rósin, 20 hali, 21 fjær.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Einhver oflætislegur mun fara í
taugarnar á þér nema þú ákveðir að hafa
húmor fyrir honum. Þessa manneskju
vantar sköpun og gleði, en það hefur þú.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú þráir áhrifaríka og sérstaka upp-
lifun. Þú munt jafnvel hætta vinnu til að
grípa – það sem þér sýnist vera – tækifæri
sem bara gefst einu sinni.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú vilt ekki bara gera vel, heldur
best í heimi. Þú lætur ekki staðar numið
fyrr en árangurinn er meiriháttar glæsi-
legur á alla kanta.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er alveg eins og framtíðar-þú
eigi samskipti við þig-í-dag, og segi: „Þessi
manneskja (eða þessi átt) er sú sem þú
munt fá mest út úr á komandi árum.“
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Ástvinir eru hinum megin við vanda-
málið og vilja þagga það niður. Ef þú ert
háttvís munu brátt allir sitja sömu megin
við vandann og leysa hann saman.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Eins og þú ert nú frábærlega rök-
rænn, þá getur verið mjög erfitt að snúa
þér. Hugsaðu bara málið í næði, og farðu af
stað þegar þú ert tilbúinn.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Planaðu ævintýrið þitt nú á eins
ástríðufullan máta og þér er unnt.
Hringdu, pantaðu. Þegar þú ert kominn á
fulla ferð dettur sálarlegi bagginn af sem
hamlaði þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Kannski hefurðu hvorki
áhuga á því sem þú átt að hafa áhuga á né
ert hugfanginn af vinnunni sem þú átt að
vinna. Þú leitar til hjartans, en heilinn mót-
mælir.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þetta er spurningin um hvort
þú sért tilbúinn fyrir þá reynslu sem þér
hefur verið boðin. Kýldu á’ða jafnvel þótt
þú sért ekki viss. Þú lærir þetta á leiðinni.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert í frábærri aðstöðu með
alla þessa hæfleika og drifkraft. Það er jafn
slæmt að ofmeta keppinautinn eins og að
vanmeta sjálfan sig.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Aðdáun þín á einhverjum fær
þig til að gera þitt allra besta í návist hans.
Ekki segja allt í kvöld, jafnvel þótt þú verð-
ir spurður. Dulúð er kynæsandi.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ertu of þroskaður? Hvernig finnst
þér að horfa á vini þína leika sér áhyggju-
laust að lífinu? Hvernig væri að skella sér
með þeim og sleppa sér lausum?
stjörnuspá
Holiday Mathis
1 Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um aðstofnað verði við HÍ prófessorsembætti í nafni Jón-
asar Hallgrímssonar. Hver er fyrsti flutningsmaður?
2 Þingmaður frá Færeyjum er í lykilstöðu í danskaþinginu. Hver er hann?
3 Leikhópurinn Fjalakötturinn frumsýnir Heddu Gabler íTjarnarbíói í kvöld. Eftir hvern er leikritið?
4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson vill vera áfram hjá liðisínu í Noregi. Hvaða lið er það?
Svör við spurn-
ingum gærdagsins:
1. Höfundur sunnu-
dagskrossgátu
Morgunblaðsins fékk
verðlaun fyrir ís-
lenskunotkun. Hvað
heitir höfundurinn?
Svar: Ásdís Berg-
þórsdóttir. 2. Hvað
heitir nýja veiðibókin
þeirra Einars Fals
Ingólfssonar og
Kjartans Þorbjörnssonar? Svar: Í fyrsta kasti. 3. Borgaryfirvöld
hafa ákveðið að leggja niður gamalgróið embætti í borgarkerfinu.
Hvaða embætti er það? Svar: Borgarritari. 4. Höfði var lýstur
bláum ljósum á þriðjudag. Í hverra þágu? Svar: Sykursjúkra.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
20% afsláttur
í 3 daga.
Yfirhafnir
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem
lauk fyrir skömmu í Barcelona. Banda-
ríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura
(2.648) hafði svart gegn pólskum koll-
ega sínum Mikhael Krasenkov (2.668).
21. … Dxf2+! 22. Kxf2 Bc5+ 23. Kf3?
Svo virðist sem hvítur hafi getað haldið
í horfinu með 23. Bd4! en eftir texta-
leikinn verður hann mát. 23. … Hxf6+
24. Kg4 Re5+ 25. Kg5 Hg6+ 26. Kh5
f6 27. Hxe5 Hxe5+ 28. Kh4 Bc8! og
hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins: 1.
Hikaru Nakamura (2.648) 7 v. af 9
mögulegum. 2. Lenier Dominguez
(2.683) 6 v. 3.–4. Vugar Gahimov (2.664)
og Alexander Beljavsky (2.646) 5½ v.
5.–6. Mikhael Krasenkov (2.668) og
Rafael Vaganjan (2.600) 4½ v. 7. Josep
Oms (2.506) 4 v. 8. Miguel Illescas
(2.598) 3½ v. 9. Marc Narciso (2.546) 3
v. 10. Jordi Fluvia (2.508) 1½ v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
dagbók|dægradvöl
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
saktmóðigur L † hógvær
Hann er ekki bein-
línis saktmóðigur
RÁÐSTEFNA verður haldin á Hót-
el Loftleiðum um jafnréttisstarf
sveitarfélaga í dag, föstudaginn 16.
nóvember frá kl. 13 til kl. 17.
Þetta er lokaráðstefna Evrópu-
verkefnis sem nefnist Jafnréttisvog-
in, eða Tea for two – Illustrating
Equality, og fer hún fram á ensku.
Ráðstefnan er öllum opin án endur-
gjalds.
Verkefnið snýst um að þróa tæki
til að mæla stöðu jafnréttismála í
sveitarfélögum. Tilgangur þess er að
gera stöðu jafnréttismála sýnilega
og aðgengilega almenningi. Spurn-
ingar sem varða hlutfall kvenna og
karla í stjórnunarstöðum, atvinnu-
þátttöku kynjanna og þátttöku
kynjanna í ákvarðanatöku voru
sendar til sveitarfélaga. Þátttakend-
ur í verkefninu eru, auk Íslands,
Búlgaría, Finnland, Grikkland og
Noregur. Auk samanburðar á milli
sveitarfélaga innanlands er því hægt
að bera saman niðurstöður á milli
landanna. Niðurstöðurnar eru birtar
á myndrænan hátt. Jóhanna Sigurð-
ardóttir, félagsmálaráðherra, opnar
ráðstefnuna með ávarpi. Kjartan
Ólafsson frá Rannsókna- og þróun-
armiðstöð Háskólans á Akureyri
skýrir frá heildarniðurstöðum, en
síðan munu fulltrúar þátttökuland-
anna segja frá niðurstöðum í hverju
landi fyrir sig. Þá ræðir Katrín
Björg Ríkarðsdóttir, deildarstjóri
samfélags- og mannréttindadeildar
Akureyrarbæjar, um notendagildi
verkefnisins út frá sjónarhóli sveit-
arfélaga. Loks stýrir Dagur B. Egg-
ertsson, borgarstjóri Reykjavíkur,
pallborðsumræðum. Fundarstjóri er
Hildur Jónsdóttir, formaður Jafn-
réttisráðs.
Að gera jafnrétt-
isstarf sýnilegt