Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, leikf. kl. 8.30, bað kl. 10-16, bingó kl. 14, söngstund kl. 15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9- 16.30, kaffi kl. 15, dansleikur kl. 15.30, Þorleifur og Elsa leika fyrir dansi. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, kertaskreyting, frjálst að spila, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16. leiðb/Halldóra annan hvern föstud. frá kl. 13-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Gullsmára kl. 14. Kortaverð 100 kr. Tískusýning Gullsmára, 17. nóv. kl. 14. Kaffiveitingar o.fl. Skvettuball í félagsheimili Gullsmára 13, 17. nóv. kl. 20-23. Verð 500 kr. Veit- ingar seldar. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Félagsfundur verð- ur í Stangarhyl 4, 22. nóvember kl. 17. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra mætir á fundinn. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50. Útgáfuhátíð kl. 17, í tilefni dags íslenskrar tungu. 200 ár eru frá fæðingu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar gefur ljóða- hópurinn Skapandi Skrif út ljóðabókina „Í sumardal“. Félagsvist kl. 20.30. 18. nóv. kl. 16. mun Nafnlausi leikhópurinn bjóða upp á skemmtidagskrá. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, hádegisverður kl. 11.40. Kl. 12 minnast Heiður Gestsdóttir og Stefán Friðbjarn- arson þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Bingó kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist kl. 13, námskeið í ullarþæfingu kl. 13. Rúta fer frá Garðabergi kl. 12.45. Félagsstarf Gerðubergs | „Dagur íslenskrar tungu í Fellaskóla“ kl. 9, Gerðubergskórinn syngur. Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, létt ganga um nágrennið kl. 10.30. Frá hádegi spila- salur opinn, kóræfing fellur niður. Mánud. 17. nóv. kl. 13.30 les Edda Andrésd. úr bók sinni. Furugerði 1, félagsstarf | Messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffi eftir messu. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir há- degi. Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Gönguferð alla laugardagsmogna kl. 10. Listasmiðjan býður upp á ýmislegt í handverki. Leiðbeinendur eru Laufey Jónsdóttir og Selma Jónsdóttir. Bókmenntahópur þriðjudagkvöld kl. 20- 21.30. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi blaða- klúbbur kl. 10, létt leikfimi kl. 11, opið hús, spilað á spil kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm. kl. 9-16, myndlist m/Hafdísi kl. 9-12, leikfimi kl. 13, guðsþjónusta fyrsta föstud. í mán. kl. 14. SÁÁ félagsstarf | Dansleikur í Von Efstaleiti 7. Hljómsveitin Strákar leikur gömlu og nýju dansana. Húsið opnað kl. 22. SÁÁ félagsstarf | Dansleikur verður í Von Efstaleiti 7. Hljómsveitin Strákar leikur gömlu og nýju dans- ana. Húsið opnað kl. 22. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl 9.15- 14.30, handavinna kl 10.15-11.45, spænska – byrj- endur kl. 11.45-12.45, hádegisverður kl. 13.30-14.30, sungið v/flygilinnKl 14.30-15.45, kaffiveitingar kl. 14.30-16, dansað í Aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirmótun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með hreyfi- og bænastund á Dalbraut 27, kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédik- un, tónlist og spjall. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðju- daga og föstudaga kl. 11 - 14. Leikfimi, súpa, kaffi. KFUM og KFUK | Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK. Bænastundir eru á hverjum degi þessa viku kl. 12.15-13 á Holtavegi 28. Léttur hádegisverður. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera Kirkjuskólans í Mýrdal í Víkurskóla á laugardagsmorgnum kl. 11.15. 80 ára afmæli. Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur verður áttræð hinn 23. nóvember næstkomandi. Maður hennar, Magnús Hall- grímsson verkfræðingur, varð 75 ára fyrr í mánuðinum. Þau hjónin munu taka á móti gestum í safn- aðarheimili Háteigskirkju laug- ardaginn 17. nóvember milli kl. 20 og 23. Þau vonast eftir að sjá sem flesta af vinum og ætt- ingjum. Gullbrúðkaup | Hjónin Berta Björgvinsdóttir og Guðni Jónsson, Sautjándajúnítorgi 3 í Garðabæ, eiga fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 16. nóvember. Þau njóta dagsins á bökkum Signufl- jóts og í görðum Parísarborgar. Hlutavelta | Tvær vinkonur á Ak- ureyri héldu tombólu við versl- unarmiðstöðina Glerártorg og köku- lottó í hverfinu sínu og söfnuðu 19.121 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Þær eru: Birna Pétursdóttir og Sól- veig Agnarsdóttir. Söfnun | Kristján Nói Benja- mínsson stofnaði verslun og seldi ýmsa hluti m/annars óskasteina, myndir o.fl. og færði Rauða krossi Íslands ágóðann kr. 5.934, til hjálpar fátækum börnum. dagbók Í dag er föstudagur 16. nóvember, 320. dagur ársins 2007Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einn- ig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) Heimspekistofnun Háskólansefnir til málþings á laug-ardag um heimspeki í skól-um. Málþingið er haldið í stofu 101 í Lög- bergi og stendur yfir frá 10 til 16. Gunnar Harðarson er einn af skipu- leggjendum þingsins: Efla hugsun og rökræður „Hugmyndin er að ræða stöðu, hlut- verk og möguleika heimspekinnar á hin- um ýmsu skólastigum. Til málþingsins höfum við fengið áhugaverðan hóp fólks sem bæði hefur kennt heimspeki og rannsakað heimspekikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi,“ segir Gunnar. „Við beinum sjónum okkar einkum að því hvert framlag heimspekinnar getur orðið til almenns þroska einstaklingsins innan skólakerfisins, það hlutverk sem heim- spekin getur leikið í að efla leitandi og skapandi hugsun, rökræður í jafn- ingjahópi og virka þátttöku í lýðræð- islegu samfélagi.“ Samræðufélag og menntastefna Fyrsta erindi málþingsins flytur Hreinn Pálsson þar sem hann ræðir um hvernig heimspekilegt samræðufélag myndast meðal nemenda. Næstur mun Geir Sigurðsson fjalla um erindi barna- heimspekinnar við íslenskan samtíma og Ólafur Páll Jónsson ræðir um skóla og menntastefnu. Framsækni og siðferðisþroski „Eftir hádegishlé flytur Brynhildur Sigurðardóttir erindið Heimspekival í unglingaskóla, Jóhann Björnsson fjallar um verkefnið Siðferðilegt sjálfræði sem unnið var við Réttarholtsskóla, og loks ætlar Róbert Jack að fjalla um ýmsar tilraunir sem hann hefur gert í heim- speki á framhaldsskólastigi,“ segir Gunnar. „Í þriðju lotu málþingsins fjallar svo Ármann Halldórsson um heimspeki og framsækin kennslufræði, og Kristín H. Sætran flytur erindið Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum.“ Finna má nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins á viðburðadagatali Háskóla Íslands á slóðinni http:// www.hi.is. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Menntun | Málþing Heimspekistofnunar í Lögbergi á laugardag kl. 10-16 Heimspeki í skólum  Gunnar Harð- arson fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1974, BA- gráðu í heim- speki, bók- menntum og ís- lensku frá Háskóla Íslands 1978, maitrise- gráðu frá Háskólanum í Montpel- lier 1979 og doktorsgráðu frá Par- ísarháskóla 1984. Hann er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Gunnar er kvæntur Guðbjörgu Benjamínsdóttur ráðgjafa og eiga þau þrjú börn. Dans Básinn | Haustball Harmoniku- félags Selfoss verður í Básnum, Ölfusi. Tónlist Glerárkirkja | Söngvafjölskylda Jóhanns Konráðssonar söngvara og Fanneyjar Oddgeirsdóttur syngur fyrir Norðlendinga kl. 20.30. Fram koma: Jóhann Már og Svavar Hákon Jóhannssynir, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Örn Viðar og Stefán Birgissynir, Lína Björk Stefánsdóttir, Erlendur Þór Elvarsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Grand Rokk | Þingeyska þjóð- lagapönkrokkgleðibandið Ljótu hálfvitarnir fagnar eins árs af- mæli sínu með yfirlitstónleikum kl. 22 á laugardagskvöld. Gamalt og nýtt efni í bland. 1.500 kr. inn. Iðnó | Útgáfutónleikar South Ri- ver Band verða kl. 16 og mun sveitin leika af nýja diskinum, Allar stúlkurnar, ásamt efni af öðrum diskum sveitarinnar. SRB hefur gefið út fjóra geisladiska. Silencio-tangókvartettinn leikur á tónleikum og milongu 17. nóv- ember. Tangóhljómsveitin Silen- cio var stofnuð í Evrópu árið 2001. Húsið opnað kl. 21. Að- gangseyrir er 1.500 kr. Ráðhús Reykjavíkur | Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða með klezmer-þema. Haukur Gröndal hefur aðstoðað sveitina við að útsetja klezmerlög fyrir tónleikana en þeir verða haldnir 17. nóvember kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Söngskóli Sigurðar Demetz | Grandagarði 11. Á degi íslenskrar tungu verða tónleikar kl. 18. Mun söngdeildin Þvert á stíl syngja lög eftir Tómas R. Einarsson við undirleik Helga M. Hannessonar píanóleikara og Leifs Gunn- arssonar bassaleikara. Kl. 20 syngja einsöngsnemendur lög og útsetningar eftir Jón Þór- arinsson. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jón- asar Hallgrímssonar verður sýn- ingin Ferðalok um manninn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson opin á sýn- ingartíma kl. 11-17. Sýningin stendur fram í júní 2008. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Geir- mundur Valtýsson leikur fyrir dansi föstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 22. Frítt inn til miðnættis. Uppákomur Hrafnista, Reykjavík | Árlegur jólabasar iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík verður 17. nóvember kl. 13-17. Á sama tíma verður vöfflukaffi Ættingjabandsins frá kl. 13.30 á 4. hæð Hrafnistu. Kópavogsdeild Rauða kross Ís- lands | Fatamarkaður kl. 15-19 í dag og 17. nóvember kl. 12-16, í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða notuð föt ásamt alls kyns varningi. Verð 300-1.500 kr. Allur ágóði rennur til styrktar börnum og ung- mennum í Mósambík. Fyrirlestrar og fundir Reykjavíkurakademían | Eng- ilbert S. Ingvarsson flytur erindi 17. nóvember kl. 14-16 um sögu byggðar á Snæfjallaströnd. Til- efnið er útkoma bókarinnar Und- ir Snjáfjöllum – þættir um bú- setu og mannlíf á Snæfjallaströnd. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895-1050. FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mos- fellsbæ verður með sölu á ýmiss konar handverki, á morg- un, laugardaginn 17. nóvember, kl. 12-16 í Listasal og Bóka- safninu í Kjarna. Vorboðarnir, kór eldri borgara syng- ur frá kl. 14. Basar í Mos- fellsbæ FRÉTTIR rubbi, -a, -ar K grófprjónaður sokkur eða vettlingur. Rubbinn er hlýr Í TILEFNI af útgáfu 30 ára af- mælisrits Eiðfaxa verður efnt til afmælishátíðar í Vetrargarðinum í Smáralind á milli kl. 16 og 19 í dag, föstudaginn 16. nóvember. Þar munu margir af fremstu knöpum landsins úr meistaradeild VÍS sýna hesta sína og taka þátt í keppni í hægatölti, segir í frétta- tilkynningu. Meðal hestamanna sem fram koma á hátíðinni verður Valdi- mar Bergstað, en hann var kjör- inn efnilegasti knapinn árið 2007 á uppskeruhátíð hestamanna um síðustu helgi. Þá mun Þorvaldur Árni Þor- valdsson reiðkennari verða með sýnikennslu í grunnatriðum reið- mennskunnar. Leitast verður við að bjóða upp á spennandi og skemmtilega dag- skrá þar sem lögð er áhersla á að skemmta bæði hestamönnum sem öðrum. Settir verða upp sýning- arbásar í Vetrargarðinum þar sem fyrirtæki sýna vörur sem tengjast hestamennsku og fé- lagasamtök hestamanna kynna starfsemi sína. Aðgangur að afmælishátíðinni er ókeypis og er hægt að nálgast dagskrá hennar á vef Eiðfaxa: www.eidfaxi.is Töltkeppni í verslunar- miðstöðIKEA á Íslandi ætlar annað árið í röð að styðja við inn- lend verkefni Barnaheilla með sölu taudýra í verslun sinni. Barnaheill munu fá 100 kr. af hverju seldu tau- dýri á tímabilinu 15. nóv- ember til 24. desember 2007. Upphæðin sem safn- ast rennur óskipt til inn- lendrar starfsemi Barna- heilla. „Barnaheill hvetja alla, sem leggja leið sína í IKEA nú fyrir jólin, að gleðja börnin með kaupum á tau- dýrum. Ávinningurinn verður okkar allra. Jafn- framt þakka Barnaheill IKEA á Íslandi kærlega fyrir þennan frábæra stuðning,“ segir í frétta- tilkynningu. Taudýr til styrktar Barnaheillum MARKAÐSDAGAR verða haldnir dagana 16. og 17. nóvember á Eið- istorgi á Seltjarnarnesi. Í dag, föstudaginn 16. nóvember, milli kl. 15 og 18 verða m.a. spákon- ur í Nýjalandi sem kíkja í tarrot- spilin sín fyrir 1.000 kr. í u.þ.b. 15 mín. Fjölmargir aðilar verða með varning til sölu. Markaðs- dagar á Eiðistorgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.