Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafknúnir
hæginda-
stólar
• Auðvelda þér að
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval
Verð frá 98.000 krónum
ÞAÐ er orðinn fastur liður hjá mörgum íbúum höf-
uðborgarsvæðisins að halda í jólaskóginn í Hjalladal í
Heiðmörk fyrir jólin og velja eigið jólatré. Jólaskóg-
urinn var opinn um helgina og svo verður einnig um
næstu helgi. Þá fer líka hver að verða síðastur að ná sér
í tré og skreyta áður en jólahátíðin gengur í garð.
Jólatré valin af kostgæfni
Morgunblaðið/Frikki
ÁTTA ára gömul stúlka lenti í al-
varlegu slysi í Laugardalslaug í
Reykjavík síðdegis á laugardag
þegar hún missti einn fingur eftir
að hafa fest hann í vír sem festur
var á skilti við sundlaugarbakk-
ann.
Að sögn lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu hafði stúlkan verið
að ganga meðfram bakkanum þeg-
ar hún setti hönd á skiltið sem
mun vera viðvörunarskilti. Í sama
mund datt hún með þeim afleið-
ingum að líkamsþungi hennar sleit
fingurinn af. Hún var flutt á slysa-
deild Landspítalans og sett í að-
gerð en ekki hafa fengist upplýs-
ingar um batahorfur.
Að sögn lögreglunnar sáu
starfsmenn sundlaugarinnar um að
fjarlægja slysagildruna samstund-
is eftir slysið.
Barn missti
fingur
Festi fingurinn í vír
á sundlaugarbakka
NÝLEGUR dóm-
ur Hæstaréttar í
máli fatlaðrar
konu gegn Sel-
tjarnarneskaup-
stað er mikil von-
brigði að mati
Gerðar Aagot
Árnadóttur, for-
manns Þroska-
hjálpar. Fatlaða
konan sem nú er
22 ára var áður nemandi með sér-
þarfir í grunnskóla á Seltjarnarnesi
og taldi Hæstiréttur að skólinn hefði
með réttu mátt vísa henni úr skóla.
Segir í dómi að foreldrarnir hafi ekki
átt fortakslausan rétt á að stúlkan
nyti aðgangs að almennum grunn-
skóla í heimabyggð.
„Dómurinn talar gegn gildandi
grunnskólalögum þar sem kveðið er
skýrt á um að foreldrar skuli ákveða
í hvaða skóla börn þeirra ganga,“
segir Gerður. „Þetta eru mikil von-
brigði og niðurstaðan kemur mjög á
óvart.
„Á Íslandi hefur verið sú stefna að
skólinn eigi að vera án aðgreiningar
og fyrir öll börn. Þetta er hugsunin í
Salamaca-yfirlýsingunni sem skóla-
menn hafa mikið unnið út frá. Einnig
er lögð mikil áhersla á skóla án að-
greiningar í hinum nýja sáttmála SÞ
um réttindi fatlaðra.“
Gerður vekur athygli á því að í
nýju grunnskólafrumvarpi séu
ákvæði sem Þroskahjálp sé afar
ósátt við, þ.e. að það skuli vera skóla-
stjóra að ákveða hvar barn skuli
stunda nám ef ágreiningur rís milli
hans og foreldra. „Þá er ákvörðunar-
rétturinn tekinn af foreldrum sem
þeir hafa þó samkvæmt núgildandi
lögum, þótt dómur Hæstaréttar sé í
andstöðu við það að okkar mati. Við
höfum gert athugasemdir við frum-
varpið og munum leggja mikla
áherslu á það við þingmenn og ráð-
herra að nýju lögin feli í sér skýr
ákvæði um að það séu foreldrarnir
sem ákveði í hvaða skóla börn þeirra
skuli ganga,“ segir Gerður.
„Skólinn á að geta sinnt öllum
börnum og það skiptir máli að hann
geri það.“
Mjög óánægð með dóm í
máli barns með sérþarfir
Gerður Aagot
Árnadóttir
Í HNOTSKURN
»Í málinu töldu skólayfirvöldekki unnt að veita stúlkunnni
kennslu við hæfi í heimaskóla
sökum mikillar fötlunar. Hag
hennar væri betur borgið í sér-
skóla. Hæstiréttur taldi að for-
eldrarnir yrðu að taka tillit til
mats sérfræðinga um hvað
barninu væri fyrir bestu. Áttu
þeir því ekki fortakslausan rétt á
að það nyti aðgangs að almenn-
um skóla í heimabyggð.
LÖGREGLUMAÐUR á Akureyri
var fluttur á sjúkrahús í fyrrinótt
og lagður þar inn í kjölfar árásar er
hann varð fyrir af hálfu karlmanns
sem lögreglan hafði afskipti af.
Tildrög málsins voru þau að lög-
reglan var að færa manninn eftir
handtöku í lögreglubifeið fyrir utan
skemmtistað í miðbænum þegar
honum tókst að veitast að lögreglu-
manninum og skalla hann svo högg-
ið kom á nef lögreglumannsins.
Hann slapp þó við nefbrot en var
fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Að lokinni rannsókn var hann út-
skrifaður. Árásarmaðurinn er Ís-
lendingur á fertugsaldri og var
hann fluttur á lögreglustöðina. Mál-
ið er í rannsókn og verður það sent
ákæruvaldi til ákvörðunar um hvort
gefin verður út opinber ákæra á
hendur honum, að öllum líkindum
fyrir 106. gr. almennra hegningar-
laga. Þar er meðal annars kveðið á
um að hver sem ræðst með ofbeldi
eða hótunum um ofbeldi á opinber-
an starfsmann, þegar hann er að
gegna skyldustarfi sínu eða út af
því, skuli sæta allt að 6 ára fangelsi.
Ef brot beinist að opinberum
starfsmanni, sem að lögum hefur
heimild til líkamlegrar valdbeiting-
ar, má beita fangelsisvist allt að 8
árum.
Lögreglu-
maður
skallaður
Karlmaður handtek-
inn á Akureyri
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hefur tekið til rannsóknar meinta
nauðgun á veitingastað í Reykjavík
um helgina. Samkvæmt upplýsing-
um lögreglu var kona flutt á neyð-
armóttöku fyrir þolendur kynferðis-
ofbeldis á Landspítalanum en
upplýsingar herma að grunur leiki á
að hún hafi orðið fyrir kynferðisárás
inni á salerni tiltekins veitingastað-
ar.
Málið er á frumstigi og gat lög-
reglan ekki veitt nánari upplýsingar
um það í gær. Ekki liggur því fyrir
hvort einhver hafi fengið réttarstöðu
sakbornings í málinu.
Grunur um
nauðgun
♦♦♦
EFLA á göngu-
deildir á Land-
spítala og nýskip-
aður starfshópur
á að gera tillögur
þar um. Honum
er m.a. ætlað að
gera tillögu til for-
stjóra Landspítal-
ans um samninga
um göngudeildar-
starfsemi sem
flestra eininga spítalans fyrir árslok
2008. Þetta nær til göngudeilda sér-
greina lækninga og göngudeilda sem
reknar eru á ábyrgð hjúkrunarfræð-
inga, sjúkraþjálfara eða annarra heil-
brigðisstétta. Undanfarin ár hefur
starfsemi göngudeilda verið aukin
innan spítalans. Þá er starfsemi dag-
og göngudeilda talin mikilvæg for-
senda uppbyggingar nýs háskóla-
sjúkrahúss. Formaður starfshópsins
er Arnór Víkingsson sérfræðilæknir.
Hann sagði að göngudeildir á spít-
alanum hefðu haft ákveðna grunn-
þjónustu með höndum. Meginhlut-
verk þeirra hefði verið að sinna
göngudeildarþjónustu sem til fellur í
tengslum við innlagnir á spítalann.
Áhersla á að afstýra innlögnum
„Í nútímaspítalarekstri er vaxandi
áhersla á að reyna að afstýra innlögn-
um á sjúkrahús því legudeildirnar
eru langdýrasta rekstrarformið.
Eins að reyna að flýta útskriftum
með því að styrkja göngu- og dag-
deildarstarfsemi svo þessar einingar
geti tekið við aukinni starfsemi og
þannig dregið úr þörf fyrir legur og
stytt þær,“ sagði Arnór.
Sumt af dag- og göngudeildarþjón-
ustu sem verið hefur í boði til þessa
hefur verið ófullnægjandi, að sögn
Arnórs. Með því að efla hana er hægt
að nýta fjármunina betur. Hann
nefndi til dæmis að starfsemi bráða-
móttöku, þar sem brugðist væri við
ýmsum bráðum veikindum, hefði
aukist um 5-10% á ári undanfarin ár.
Í mörgum tilvikum væri verið að
veita fólki fullnægjandi meðferð á
bráðamóttöku og koma því aftur
heim við betri heilsu. Í öðrum tilvik-
um þyrfti nánara eftirlit strax eftir
útskrift. Væri þetta eftirlit ekki öfl-
ugt og til staðar væri frekar hætta á
að leggja þyrfti einstaklingana inn á
sjúkrahús með þeim kostnaði sem því
fylgir.
Sóknarfæra leitað
Arnór sagði að allar sérgreinar
spítalans væru með göngudeildir, en í
mismiklum mæli. Markmið nefndar-
innar væri m.a. að greina starfsemina
og hvort það væru sóknarfæri til að
bæta úr með þessi markmið í huga.
Það væri alls ekki markmiðið að fara í
samkeppni við stofurekstur lækna
eða að taka verkefni þaðan og flytja
inn á spítalann.
Mikill vöxtur er í göngudeildar-
starfi um allan heim, að sögn Arnórs.
„Í framtíðinni fær væntanlega eng-
inn að leggjast inn á bráðadeild nema
hann sé í lífshættu eða þurfi á með-
ferð að halda sem eingöngu er hægt
að veita á legudeildum. Við þurfum
að færa okkur þangað og grunnurinn
að því er að hafa mjög virka dag- og
göngudeildarþjónustu.“
Efla á göngudeildarþjón-
ustu á Landspítalanum
Arnór
Víkingsson
Í HNOTSKURN
»Verkefni starfshópsins erm.a.: Að meta starfsemi allra
sérgreina lækninga og annarra
heilbrigðisstétta m.t.t. umfangs
og eðlis göngudeildarþjónustu.
»Að fylgja eftir stefnu spít-alans um að fyrsta end-
urkoma í framhaldi af meðferð á
spítalanum verði á göngudeildir
hans.
»Að tilraunir verði gerðarmeð afkastahvatningu á til-
tekinni göngudeild eða -deildum.