Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BYRJUN Á BALÍ Mikið var undir á loftslags-fundinum á Balí, jafnvelframtíð mannkyns á jörð- inni, þótt það væri ekki alltaf augljóst þeim, sem fylgdist með framvindu viðræðnanna. Um skeið virtist sem fundurinn myndi renna út í sandinn án samkomulags, en eftir framleng- ingu tókst að knýja fram samkomu- lag. Síðastir til að samþykkja voru Bandaríkjamenn, sem greinilega vildu ekki bera einir ábyrgð á að fundurinn mistækist. Í samkomulaginu segir að enginn vafi leiki á um hlýnun loftslags jarðar og að verði ekkert að gert geti það haft alvarleg loftslagsáhrif. Til að koma í veg fyrir þau verði að draga verulega úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Iðnríkin skuldbinda sig til að ná mælanlegum árangri, sem hægt sé að staðfesta. Þróunarríkin sömuleið- is, en með sjálfbærum hætti eins og það er kallað og er þá gert ráð fyrir stuðningi iðnríkjanna, meðal annars í tæknilegum atriðum. Samkomulagið tekur einnig til verndunar skóga, aðgerðir til að vernda fátækustu ríki heims fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og flutn- ings á tækni til að draga úr mengun frá iðnríkjunum til þróunarlandanna. Að síðustu er kveðið á um það að því ferli, sem hófst á Balí, skuli ljúka í Kaupmannahöfn árið 2009. Það gefur ríkjum heims svigrúm til þess að búa sig undir að standast væntanlegar skuldbindingar þegar samkomulagið tekur gildi 2012 gangi allt eftir. Þótt langar og strangar samninga- viðræður fari nú í hönd og ýmislegt geti farið úrskeiðis á leiðinni til Kaupmannahafnar er mikilvægt að loftslagsfundurinn á Balí skyldi ekki fara út um þúfur. En það eru einnig vonbrigði að þjóðir heims skyldu ekki hafa hugrekki á Balí til að ganga lengra. Yfirlýsingin frá Balí er lítið annað en vegvísir um það hvert nú eigi að halda. Að vísu er vitnað í tilmæli vís- indanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í liðinni viku fékk afhent friðar- verðlaun Nóbels í Ósló fyrir framlag sitt til loftslagsmála, um æskilegan niðurskurð útblásturs gróðurhúsa- lofttegunda eigi að stöðva loftslags- breytingar en það er gert í neðan- málsgrein. En það er ekki hægt að segja að ákveðið hafi verið að horfast í augu við vandamálið. Eigi þau markmið að nást að stöðva hlýnun jarðar þarf að grípa til að- gerða, sem kalla á breytt hugarfar og nýjan lífsstíl. Það er ekki hægt að lofa því að það verði hægt án þess að jarð- arbúar – sérstaklega þeir, sem mest hafa á milli handanna – þurfi að til- einka sér nýja lífshætti. Það er erf- iður boðskapur fyrir stjórnmálamenn í atkvæðaleit. Það er erfiður boðskap- ur fyrir alla þá, sem eiga hag sinn og velsæld undir núverandi fyrirkomu- lagi. Ríki heims stóðust prófið á Balí með naumindum. Hinn raunverulegi prófsteinn er í framhaldinu. Þar þurfa iðnríkin, sem mesta ábyrgð bera á því hvernig komið er af þeirri einföldu ástæðu að þau hafa verið lengur að en þróunarríkin, að sýna fordæmi og vilja til að axla skuldbind- ingar til að þróunarríkin fylgi með. Stærsta spurningin er hvort Banda- ríkjamenn séu tilbúnir til þess. Eins og svo oft áður eru þeir í lykilhlut- verki. Leiðangrinum, sem hófst á Balí, er ætlað að skila samkomulagi, sem leysi Kyoto-sáttmálann af hólmi. Kyoto hefur ekki skilað þeim árangri, sem lagt var upp með. Nú verður að takast betur til. RÍKIÐ Í ÚTRÁS? Einkafyrirtækið Geysir GreenEnergy hefur eignazt öflugan keppinaut í útrás á sviði virkjunar orkuauðlinda víða um heim. Þessi keppinautur er Landsvirkjun, sem er í eigu íslenzka ríkisins. Í gærkvöldi skýrði Ríkissjónvarpið frá því, að Landsvirkjun hefði stofnað sérstakt fyrirtæki um þessi útrásarverkefni. Þessi ákvörðun Landsvirkjunar er athyglisverð í ljósi mikilla umræðna um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var á leið í mikil og áhættusöm útrásar- verkefni úti í heimi. Þegar það varð ljóst risu upp sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins af sjö og töldu að þjónustufyrirtæki í almannaeigu hefði öðrum hnöppum að hneppa en að standa í áhættusömum verkefnum úti í heimi. Í ljósi þess að Landsvirkjun er í ríkiseigu og að í ríkisstjórn sitja nú fulltrúar tveggja flokka, Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar er óhugsandi annað en ríkisstjórninni hafi verið kunnugt um þessa veigamiklu ákvörð- un Landsvirkjunar. Hvernig ber þá að skilja afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu grund- vallarmáli? Er það svo að Sjálfstæð- isflokkurinn á landsvísu, sem hefur að vísu barizt gegn ríkisafskiptum af at- vinnurekstri frá stofnun sinni, sé nú hlynntur því að ríkið eigi aðild að at- vinnurekstri á nýjum sviðum. Útrás í orkugeiranum á vegum Landsvirkj- unar er auðvitað ekkert annað en rík- isrekin útrás í orkumálum og í sjálfu sér nákvæmlega sama málið og fyr- irhuguð útrás Orkuveitu Reykjavíkur á sama sviði. Í báðum tilvikum er um að ræða fyrirtæki í almannaeigu. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn mark- að sér þá stefnu að ríkisafskipti á þessu sviði séu í samræmi við grund- vallarstefnu flokksins? Hafa lands- fundir flokksins fjallað um þetta grundvallarmál? Hafa farið fram mál- efnalegar umræður innan flokksins um slík ríkisafskipti af útrás í orku- málum? Eða er þessi afstaða Sjálfstæðis- flokksins á landsvísu og afstaða sex borgarfulltrúa flokksins í málefnum Orkuveitunnar til marks um alvarleg- an skoðanaágreining innan Sjálfstæð- isflokksins um þetta mál? Er munur á ríkisafskiptum á heimavelli og ríkis- reknum útrásarverkefnum? Sennilega munu almennir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhuga á að vita hver hin opinbera stefna flokksins er í þessum efnum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hvernig skrifar maður minningarorð um son og bróður? Hvernig getum við nálgast slíkt við- fangsefni? Það er ósegjanlega erfitt, en við ætl- um að reyna þrátt fyrir það. Við ætlum ekki að reyna að draga upp mynd af ævi Jóns Gunnars heldur kalla fram nokkur minningabrot sem okkur finnast lýsandi fyrir persónuna Jón Gunnar, son okkar og bróður, sem við söknum nú sárt. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum með Jóni Gunnari. Hann skilur eftir sig dýrmætar minningar hjá okkur öllum. Atburðirnir sem við minnumst eru ekki alltaf þeir sömu en minningarnar framkalla sömu tilfinningarnar hjá okkur öllum, þakklæti, hlýju og söknuð. Í hópi fjögurra systkina getur margt komið upp á. Það hversu gott samband systkinanna var, bæði í æsku og á fullorðinsárum, er ekki síst skapgerð Jóns Gunnars að þakka. Honum fylgdu gáski og gleði og honum tókst yfirleitt að stýra erfiðum málum sem óhjákvæmilega koma upp í samskiptum systkina, á jákvæðar brautir. Hann átti það hins vegar til að vera uppá- tækjasamur og dálítill hrekkjalómur á stundum. Jón Gunnar og Nína systir hans deildu herbergi þegar þau voru lítil og yfirleitt heyrðist skvald- ur og mas frá herberginu eftir að þau voru hátt- uð. Einhverju sinni varð hljótt óvenjusnemma og þegar mamma þeirra leit inn í herbergið lágu skæri og flétta af síðu hári systurinnar á gólfinu. Jón Gunnar þurfti aðeins að snyrta á henni hárið. Veiðiskapur var Jóni Gunnari alla tíð hugleikinn. Líklega fór hann fyrst að veiða með föðurafa sínum, en hjá honum og ömmu sinni var hann í sveit sem barn, á bökkum Þver- ár og síðar Rangár. Hann hélt alltaf tryggð við þær slóðir og veiðisvæðin sem hann kynntist í æsku Þverá, Hólsá og Rangárnar og þekkti hvern stein og hverja flúð í þessum ám. Veran í sveitinni og gott samband við afa og ömmu hafa vafalítið átt sinn þátt í að móta persónuleikann og áhugamálin. Hann sótti mikið í sveitina – svo mikið að átta ára gamall strauk hann einu sinni að heiman og komst á puttanum alla leið austur. Systir hans tók þátt í uppátækinu með því að hjálpa honum að útbúa nesti og hylma síðan yf- ir. Sá gamli – eins og afinn var gjarnan kallaður – hafði talsverðan skilning á tiltækinu. Því fer þó fjarri að Jón Gunnar hafi verið óhlýðið barn. Þvert á móti. Fjölskyldan átti um tíma heima við Sundlaugaveginn. Það var stöð- ugt verið að brýna fyrir Jóni Gunnari að það mætti alls ekki fara yfir götuna, þrátt fyrir fjöl- margar freistingar handan við hana. Einhverju sinni þegar pabbi hans kom heim úr vinnunni sá hann Jón Gunnar á harðahlaupum meðfram Sundlaugaveginum, án þess þó að hreyfast úr s y s a o v k h a þ f n f g a a þ m g h v a a s u s e v Jón Gunnar Grjetarsson Í Silfri Egils komu á sunnudaginnvar saman fjórir blaðamenn ogtöluðu mest um tíðindi úr fjár-málaheiminum. Þau sem mætt voru reyndust merkilega sammála um nokkrar niðurstöður sem draga mætti af þeirri uppgufun „verðmæta“ sem fyrr var ætlað að til hefðu orðið hjá FL- Group og fleirum á þessu ári. En vegna þess hve orðbragð þeirra var yfirmáta kurteislegt og varfærið er það göml- um blaðamanni nokkur freisting að skoða nánar hvað greina má á bak við orð þessara fulltrúa Við- skiptablaðsins, 24 Stunda, Morgunblaðsins og út- varpsheimsins. Þau töldu það í fyrsta lagi augljóst, að fjármála- heimurinn væri ógagnsær, upplýsingar um hann væru loðnar og lítt marktækar. Með öðrum orðum: hér sannast enn að velviljað fjas um svokall- að upplýsingaþjóðfélag er markleysa, al- menningur fær ekki að vita neitt sem til einhvers dugir um ástand og áform og horfur í þeim fáu stórfyrirtækjum sem allt eiga og enginn kemst hjá að vera háður með einhverjum hætti. Fjölmiðlar eru gagnslitlir, enda flestir í eigu fleirra aðila sem þeir ættu að hafa miskunn- arlaust aðhald með. Þeir dansa til dæm- is lipurlega með í þeirri álitsgjöf, að meðan allt leikur í lyndi og vísitölur eru á uppleið, þá séu útrásarsnillingar að „skapa gífurleg verðmæti.“ Rétt eins og þeir taka með einum eða öðrum hætti undir þær afsakanir, að þegar þessi milljarðahundruð hverfa, þá sé það bar- asta einhverjum glæframönnum í banda- rískum bönkum að kenna sem hafi lánað of mikið út á hæpin fasteignaveð. Form- úlan er fyrirfram gefin: okkar strákar eru að gera það gott og munu gera það gott – gagnrýnin á frammistöðu þeirra sjaldan beittari en svo að sagt er í hálf- um hljóðum að sumir og ýmsir mættu kannski fara sér ögn hægar. Eða þann- ig. Gestir Egils sögðu einnig, að litlir fjárfestar í fyrirtækjum fengju ekkert að vita og réðu engu um það sem þeir stóru gera. Þetta einróma álit minnir á það, að fyrirheitin um almenningskapítalismann, sem gefin voru óspart um það bil sem einkavæðing allra hluta hófst, hafa guf- að upp. Sú var tíð að frjálshyggjupost- ular boðuðu „eign handa öllum“ – allir áttu að eignast hlutabréf í fyrirtækjum og græða á þeim, samstiga þeim ríkari. Þar með átti að skapast allsherjarfriður til framfara í landinu, því sérhver Bjart- ur í Sumarhúsum væri þá ekki aðeins dugnaðarforkur heldur orðinn meðeig- andi í fyrirtæki og þar með öflugri loku fyrir það skotið að hann nokkru sinni mundi hlusta á vinstrivillu og stéttakjaf- tæði í einhverju verklýðsfélagi. Í þriðja lagi voru Silfurgestir sam- mála um að jesúsa sig yfir feiknalegum „rekstrarkostnaði“ hjá FL-Group, sem þó hefur næsta fáa menn á launaskrá og rekur ekki neitt sem heitið getur. Ekki verður betur séð en að þeir séu þar með að víkja kurteislega að þeirri „sjálftöku“ eða „forstjóragræðgi“ sem víða um heim er mikið áhyggjuefni. En hún birtist í því, ýmsum virðulegum og háborgaralegum fjölmiðlum til gremju, að forstjórastétt- in býr til handa sjálfri sér þann einkakommúnisma sem segir að hver „vinni eftir getu og fái eftir þörfum“ – og þetta sjálfdæmi um þarfir er meira að segja óháð því hvort þeir reka fyrirtækin vel eða illa. Þessi samstillti og stéttvísi hópur manna er afspyrnu hugvitssamur við að skammta sér greiðslur á greiðslur ofan og tryggja sér um leið öryggi gegn afleið- ingum eigin mistaka umfram alla aðra menn – með glæsilegum starfs- lokasamningum og fleiru. Af þessu eru sagðar hundrað sögur í blöðum heimsins í viku hverri. En sjaldan á Íslandi – enda eru menn lafhræddir við þá forríku eins og minnst verður á rétt á eftir, og enginn skortur heldur á fræðimönnum og blaðamönnum sem verja þá af kjafti og klóm. Hannes Hólmsteinn las það á dögunum út úr kvæði Jónasar Gunn- arshólma, að það kenndi okkur sem nú lifum að veitast ekki að afreksmönnum með öfund og lagakrókum og skatt- heimtu. Menn mættu ekki hrekja úr landi snillinga eins og Gunnar á Hlíð- arenda eða útrásarmenn okkar daga ( meinti hann kannski Jón Ólafsson?) – heldur ætti að lækka enn meira á þeim skatta svo þeir megi una glaðir við sitt. Fréttablaðið varaði líka við öfund og meinfýsi í garð auðmanna í leiðara á dögunum (8. des.) og orðaði einlæga samstöðu sína með þeim m.a. með þeim skemmtilega hætti að „það má vel vera að einhverjum líði betur þegar fólk verði fátækara en áður.“ Nei – heild- arboðskapur íslenskra fjölmiðla er sá að okkur sé skylt að samfagna auðmönnum af einlægni hjartans þegar vel gengur og samhryggjast þeim þegar þeir lenda sárasaklausir í „óhagstæðri þróun á mörkuðum.“ Því í hendi þeirra er allt vort ráð. Að lokum voru blaðamenn í Silfri Eg- ils sammála um óttann sem ríkti í þjóð- félaginu við þá sterkríku. Menn þyrðu ekki að koma fram, ekki að segja mein- ingu sína. Svo var að heyra sem and- rúmsloft á fjölmiðlum væri einatt mjög þrúgandi. Þessi skoðun minnir á aðra sem all- lengi var ríkjandi hjá fjölmiðlafólki og fleirum: hún er sú að fjölmiðlar eins og pólitískt lituð dagblöð eða ríkisfjölmiðlar séu ófrjálsir – en frjálsir eru þá þeir einir sem er að einkafyr heimur hinn gallaður, en öflugri gagn búum við. O ir mörg leið stofnun haf miðill lands um líka á þ Bretlandi h einkavæða Nú virðas af sjálfsblek eru ekki frj mælendur þ nafnleynd s eru blaðam heldur. En eins og sagt Helgasonar vinnu síðar fæti inn á b Morgunb hefur að un þarft um þa virðist vera er spurt í le ber): „Hver verða? Hva þess að verj ingarfrelsi l Já, hvað – og hvað g hent ótrúleg hendur þeir eru hræddir hugrekki bl manna með unblaðið sjá að rekja dæ sem ekki þo – en láta þa að spyrja óþ þegar FL-G fund um sín sagnar í Mo ber af þessu birt undir a „Þetta verð hluthafa.“ E til annars e stödd í best „hlutafjárau hagræðingu öðrum fögru Og loksin Verðbréfahrun, frelsi og fjö Eftir Árna Bergmann »Nú v men sjálfsble sjá: þeir ekki hel þeirra se nafnleyn tryggð. Árni Bergmann Höfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.