Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 27
VERÐMÆTAMAT fólks er býsna
misjafnt. Aðstæður og mat fólks á
verðmætum í mismunandi löndum
eða heimshlutum eru ólíkar. Að-
stæður fólks í sama
landi eru ólíkar, jafnvel
í landi eins og Íslandi.
Umhyggja fyrir af-
kvæmum sínum er þó
eðlislæg mannskepn-
unni hvar sem er í
heimi hér, svipað og er
um flestar aðrar skepn-
ur á þessari jarð-
arkringlu. Ekki er mér
kunnugt um að þessi
umhyggja fari í mann-
greinarálit né heldur
greinist eftir flokks-
pólitískum línum.
Ég hygg að flestir
samferðamenn mínir
mundu telja börnin sín
til þess verðmætasta
sem þeir eiga. Hvort
Gallup eða einhver
sambærilegur aðili hef-
ur kannað þetta er mér
ekki kunnugt um. Ég
gef mér að þetta sé við-
horf flestra. End-
urspeglast þetta við-
horf í stöðu þeirra
fagaðila sem annast
börnin okkar dags daglega? Eru
vinnuaðstæður, launakjör og virðing-
arstaða kennara og starfsfólks í leik
og grunnskóla í samræmi við þetta
viðhorf? Að mínu mati er því ekki
þannig farið, því miður enda virðast
skólar landsins eiga í eilífum erf-
iðleikum með að fá fólk til starfa.
Uppbygging leik- og grunnskóla
m.t.t. húsakosts virðist hafa gengið
vel á undanförnum árum. Það er gott
og blessað því húsakostur er nauð-
synlegur skólastarfinu í landinu.
Kjarni skólans er þó fal-
inn í innihaldi starfsins
sem byggist á hæfu
starfsfólki með góða
menntun, kunnáttu, víð-
tæka reynslu og metnað.
Grundvöllur að vellíðan í
starfi er hvatning og
traust frá yfirmönnum
svo og virðing og traust
barna og foreldra.
Kennarastarfið ætti að
vera eftirsóknarvert í
okkar samfélagi, sam-
félagi þar sem börnin
eru verðmætust alls,
samfélagi þar sem gott
uppeldi og menntun eru
grunnur að farsælli
framtíð þjóðar.
Skólar geta ekki verið
afgangsstærð. Þá þarf
að setja í forgang. Til
þess að svo megi verða
þurfa opinberir aðilar,
kjörnir og ráðnir ásamt
öllum þeim sem koma að
skólastarfi í þessu landi
að taka höndum saman,
bæta aðstæður, kjör og
virðingarstöðu kennara í leik og
grunnskóla. Og með því kappkosta að
hlúa sem best að því verðmætasta
sem við eigum – börnunum.
Hvað er það besta
sem þú átt?
Jón Steinar Jónsson skrifar um
viðhorf til kjara kennara
»Kennara-starfið ætti
að vera eftir-
sóknarvert í
okkar samfé-
lagi, samfélagi
þar sem börnin
eru verðmætust
alls …
Jón Steinar Jónsson
Höfundur er læknir.
FRÁ árinu 2003 hefur verið í gildi
þjónustusamningur milli heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins og
Sveitarfélagsins Hornafjarðar um
rekstur heilbrigðis- og öldrunarþjón-
ustu í sveitarfélaginu. Þjónustusamn-
ingurinn frá 2003 á rætur sínar að
rekja í reynslusveitarfélagsverkefnið
um heilbrigðis- og öldrunarmál frá
árinu 1996. Bæði Sveitarfélagið
Hornafjörður og Akureyrarbær voru
þátttakendur í því verkefni. Verkefn-
inu var ætlað að skera úr um það
hvort sveitarfélögin í landinu væru í
stakk búin til þess að taka við þessum
verkefnum af ríkinu. Að reynslusveit-
arfélagsverkefninu loknu var tekin
ákvörðun um að halda samstarfinu
áfram í gegnum þjónustusamninga.
Það er enginn vafi á því í mínum
huga eftir reynslu mína í tengslum
við þjónustusamninginn að öldr-
unarþjónustan á heima hjá sveit-
arfélögunum. Þar er um að ræða
nærþjónustu sem sveitarfélögin geta
vel leyst af hendi. Ef sveitarfélögin á
landsvísu eiga að taka við þessari
þjónustu geri ég mér grein fyrir því
að það verður aldrei gert í gegnum
þjónustusamninga. Slík tilfærsla
verkefna mun aldrei
eiga sér stað nema
sveitarfélögin taki við
verkefninu af hendi
ríkisins og tekjustofn-
arnir fylgi með.
Auðvitað er um að
ræða gríðarstórt verk-
efni og úrlausnarefnin
eru brýn. Það er hins
vegar mín skoðun að
reynslan á Akureyri og
Hornafirði sýni að
þetta er svo sannarlega
gerlegt. Þessi sveitar-
félög eru a.m.k. ekki á
þeim buxunum að eftirláta ríkinu
verkefnið á nýjan leik. Sú afstaða
sýnir betur en margt annað hvar
sveitarstjórnarmenn, á þessum stöð-
um, telja að vista eigi öldrunar- og
heilbrigðismálin til framtíðar.
Bætt öldrunarþjónusta
Það er engum blöðum um það að
fletta að samningurinn hefur skilað
Hornfirðingum bættri öldrunarþjón-
ustu. Í þjónustukönnun, sem Capa-
cent framkvæmdi fyrir sveitarfélagið
fyrr á þessu ári, kom fram mikil
ánægja með öldrunarþjónustuna.
Samningurinn hefur gert okkur kleift
að þróa samrekstur ýmissar þjónustu
sem sveitarfélagið veitir. Nægir þar
að nefna heimahjúkrun og félagslega
heimilisþjónustu. Af
þessu hefur hlotist tölu-
vert hagræði.
Á samningstímanum
og á grundvelli samn-
ingsins hefur tekist að
stórefla heimahjúkrun í
sveitarfélaginu en á móti
hefur þeim einstakling-
um sem eru í langlegu-
rýmum fækkað umtals-
vert. Það má því til
sanns vegar færa að
stjórnendur hafi náð
góðum árangri í öldrun-
arþjónustunni og hafi
tekist að framfylgja stefnu stjórn-
valda, þ.e. að gera öldruðum kleift að
búa sem lengst í heimahúsum.
Heimahjúkrun er hins vegar ekki
ókeypis og mikilvægt að gert sé ráð
fyrir áframhaldandi öflugri heima-
hjúkrun í nýjum samningi til þess að
hægt verði að halda áfram á sömu
braut.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar
og erfið staða í læknamálum
Í janúar síðastliðnum óskuðu for-
svarsmenn Sveitarfélagsins Horna-
fjarðar eftir því við Ríkisendurskoðun
að stofnunin framkvæmdi stjórn-
sýsluúttekt á framkvæmd samnings-
ins. Töluverð fjölmiðlaumræða fór af
stað í kjölfar útkomu skýrslunnar.
Eitt þeirra atriða, sem Ríkisendur-
skoðun nefnir í sinni skýrslu, er
mönnunarvandi heilbrigðisstofnun-
arinnar þegar kemur að læknaráðn-
ingum. Illa hefur gengið á undan-
förnum árum að ráða lækna til
stofnunarinnar á heilsársgrunni. Í
skýrslunni kemur hins vegar fram að
mönnunarvandi lækna einskorðist
ekki við Hornafjörð heldur sé ljóst að
um landsbyggðarvanda er að ræða.
Ekki sé því eingöngu við Heilbrigðis-
stofnun Suðausturlands að sakast
hvað þetta varðar. Þessi sjónarmið
Ríkisendurskoðunar getur undirrit-
aður tekið undir.
Ríkisendurskoðun bendir á að
starfsaðstæður heimilislækna hafi
breyst á undanförnum árum. Margt
bendir til þess að álag á lækna á
landsbyggðinni sé umtalsvert meira
en annars staðar vegna fjarlægðar í
sjúkrahús og mikils vaktaálags. Í fá-
mennum læknahéruðum þurfa heim-
ilislæknar að glíma við erfiða sjúk-
dóma og bráðatilfelli sem annars
staðar eru leyst á sjúkrahúsum.
Einnig er launamunur lækna á höfuð-
borgarsvæðinu og landsbyggðinni
umtalsvert minni en fyrir nokkrum
árum sem dregur úr hvata lækna til
að setjast að á landsbyggðinni. Ríkis-
endurskoðun telur mikilvægt að
ráðuneytið, ásamt hlutaðeigandi að-
ilum, ráðist í greiningu á þessum
vanda sem fyrst og þar er ég sam-
mála skýrsluhöfundum.
Ég tel það orðið tímabært að
stjórnmálamenn og aðrir sem með
þennan málaflokk fara setji heil-
brigðisþjónustu á landsbyggðinni of-
ar á dagskrá stjórnmálanna en verið
hefur. Sérstaklega í ljósi þess að í ná-
inni framtíð er fyrirsjáanlegur enn
meiri vandi við að manna læknastöð-
ur á landsbyggðinni. Við þurfum því
að setjast niður og leita leiða til þess
að bregðast við. Meðal þeirra spurn-
inga sem stjórnmálamenn verða að
velta fyrir sér er hvort heilbrigð-
isþjónusta á landsbyggðinni lúti öðr-
um lögmálum en á höfuðborgarsvæð-
inu. Við verðum að velta fyrir okkur
hvernig hægt verður að tryggja há-
marksgæði án þess að þeir starfs-
menn sem eiga að veita þjónustuna
kulni í starfi. Það er afar brýnt að
strax verði hafin stefnumótunarvinna
í málefnum heilbrigðisþjónustu
landsbyggðarinnar.
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni
Hefja þarf stefnumótunarvinnu
í málefnum heilbrigðisþjónustu
landsbyggðarinnar segir Árni
Rúnar Þorvaldsson
»Margt bendir til þessað álag á lækna á
landsbyggðinni sé um-
talsvert meira en ann-
ars staðar vegna fjar-
lægðar í sjúkrahús og
mikils vaktaálags.
Árni Rúnar
Þorvaldsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Hornafjarðar og oddviti
Samfylkingarinnar.
VÉSTEINN Valgarðsson sagn-
fræðingur og vantrúarpenni sendi
mér nýverið síðbúinn tón vegna
greinar minnar Gjald afstæðishyggj-
unnar. Þar fjallaði ég um þá siðferði-
legu afstæðishyggju sem verður æ
sýnilegri í samfélagi
manna eftir því sem
fjarar undan guðstrú
þeirra.
„Sínum augum lítur
hver á silfrið“
Þrátt fyrir mótbárur
sínar ber Vésteinn af-
stæðishyggjunni sjálfur
vitni í þverstæðu-
kenndum málflutningi
sínum. Vésteinn virðist
sammála mér þegar
hann segir að „til sé
raunverulegur og algild-
ur sannleikur“ en segir svo að „hann
ligg[i] bara ekki á lausu“, enda sé
„maðurinn sjálfur mælikvarði sann-
leikans“. Þar fauk sannleikurinn út
um gluggann um leið og maðurinn
opnaði hann! Maðurinn ákveður því
sjálfur hvað er rétt og rangt, gott og
illt, enda aðeins um „huglæg“ fyr-
irbæri að ræða að mati Vésteins. Gott
og illt er því háð skoðunum og við-
horfum mannsins sjálfs – persónu-
legum smekk hvers og eins!
En hvað segir að skoðanir eins séu
réttari og betri en skoðanir annars?
Ekkert auðvitað. Hitler breytti þá
einfaldlega samkvæmt sínum skoð-
unum og móðir Teresa samkvæmt
sínum. Hvorugt væri þá hinu betra
eða verra. Þau voru hvort sinn eigin
mælikvarði, rétt eins og þú ert þinn.
Afstaða Vésteins til mannlegs sið-
ferðis stendur í rökréttu samhengi
við hugmyndafræði guðleysisins. Í
ljósi þess er sú fullyrðing Vésteins að
guðstrú „standi á siðferðilegum
brauðfótum“ afar athyglisverð. Líkt
og svo margir hafna ég þessari full-
yrðingu. Með því er ég ekki að segja
að guðleysingjar séu ekki siðferðis-
verur, þeir eru það líkt og annað fólk,
hvorki betri né verri. En mér er
spurn hvernig Vésteinn færir rök fyr-
ir þessu siðferði eða öðru.
Algildur mælikvarði
Spurningin er auðvitað þessi:
Hvaðan hefur fólk þá djúpstæðu til-
finningu að það skyldi fremur gera
gott en illt? Það þarf ekki að benda
fólki á að morð sé rangt, það veit það,
skilyrðislaust. Hvaðan hefur það þá
vitund? Af hverju stendur hið góða
nær hjarta mannsins en hið illa?
Þegar nasistar reyndu að réttlæta
glæpi sína með því að þeir hefðu að-
eins hlýtt lögbundnum skipunum
voru þeir með réttu spurðir: Eru ekki
til lög sem eru þýskum (þ.e. mann-
anna) lögum æðri? Það er góð spurn-
ing. Þegar Guð er tek-
inn út úr myndinni og
maðurinn gerður að
eigin mælikvarða bind-
um við siðferði í viðjar
afstæðishyggjunnar,
setjum það undir skoð-
anir og viðhorf fólks,
sem jafngildir fullyrð-
ingu þess að enginn sið-
ferðilegur munur sé á
gjörðum Hitlers og
móður Teresu, að eng-
inn greinarmunur sé á
milli góðs og ills, haturs
og kærleika. Við vitum
að slíkt er fjarstæða og fær ekki stað-
ist.
Eina leiðin til að fella raunveruleg-
an siðferðilegan dóm yfir Hitler og
móður Teresu – til að greina á milli
rétts og rangs – er að skírskota til al-
gilds mælikvarða sem er óháður þeim
báðum og meta hvort þeirra fellur
betur að honum. Þetta gerum við
hvert og eitt daglega. Án slíks mæli-
kvarða er lífið siðferðilega merking-
arlaust. En þessi mælikvarði er auð-
sjáanlega ekki maðurinn sjálfur. Þú
kæmir ekki auga á illskuna og rang-
lætið ef óbreytanlegur mælikvarði
góðs væri ekki ritaður á hjarta þitt.
Þessi vitund hefur leitt marga út úr
guðleysi sínu. Spurningin „Af hverju
er heimurinn vondur?“ er ekki jafn
áleitin og „hvaðan hefur þú þá hug-
mynd að heimurinn eigi að vera góð-
ur?“.
Raunverulegur tilgangur
Hvað fólk sér út undan sér veltur
ansi mikið á því hvaða sjónarhóli það
stendur á. Þeir sem trúa á manninn
trúa sjaldnast á manninn eins og
hann er, heldur einhverja æðri sýn á
manninn, manninn eins og hann ætti
að vera. Hvaðan skyldi þeim koma sú
sýn? Án Guðs verður sú sýn aðeins
brotakennd og hryllingsmynd þegar
verst lætur. Saga mannsins fyrr og
síðar geymir of mörg dæmi þess.
Staðreyndin er sú að eftir því sem við
fjarlægjumst Guð meira þeim mun
auðveldara er að virða fólk að vettugi,
gildi þess og mennsku.
Vitundin um Guð ljær hins vegar
lífinu gildi og tilgang, stefnu og mið.
Hún setur manninum líka mörk. Sið-
ferði kristinnar trúar stendur föstum
fótum í kærleika Guðs. Þangað horfir
kristið fólk og stefnir í hugsun og
breytni. Þetta þýðir auðvitað ekki að
kristið fólk sé betra en annað. Það
hefur sína galla líkt og aðrir. En þó að
svo sé þýðir það ekki að algilt siðferði
sé ekki til. Það þýðir aðeins að til er
fólk sem brýtur gegn því. Kristin trú
gerir ráð fyrir því.
Það er ekki alltaf hægðarleikur að
vera trúaður, efinn sækir að öllum.
En þótt trúin sé á stundum erfið við-
ureignar þá er guðleysi mér miklu
erfiðara. Ég get ekki fellt mig við
heim án tilgangs. Ef sannleikurinn –
heimurinn sjálfur – hefur enga merk-
ingu, engan tilgang, þá veit ég ekki
hvernig við hefðum komist að því.
Ekkert frekar en hvernig við kæm-
umst að því í myrkum og dimmum al-
heimi að hann væri ljósvana, því
myrkrið hefði ekki haft neina merk-
ingu enda það eina sem til væri.
„Ég er ljós heimsins,“ segir Jesús.
„Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í
myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ Í
Jesú Kristi vitjar sjálfur Guð okkar
svo að enginn sem á hann trúir sé
áfram í myrkri. Megi ljós Guðs ná að
lýsa inn í hjörtu okkar þessi jól.
Brauðfætur siðferðisins
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trúmál og svarar Vésteini
Valgarðssyni
Gunnar Jóhannesson
» Staðreyndin er sú aðeftir því sem við
fjarlægjumst Guð meira
þeim mun auðveldara er
að virða fólk að vettugi,
gildi þess og mennsku.
Höfundur er sóknarprestur.