Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Peysur í jólapakkann iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 Glæsilegt úrval af náttfötum í jólapakkann. gæði og glæsileiki Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • lau. og sun. kl 11-18 Sparifatnaður í úrvali Gott verð FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Samþykkt var á ráðstefnu aðild- arríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar að hefja tveggja ára samningaviðræður um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir að Kyoto-bókunin fellur úr gildi í lok ársins 2012. Stefnt er að því að ljúka samningaviðræðunum í Kaup- mannahöfn í lok ársins 2009 og nið- urstaða þeirra gæti að miklu leyti ráðist af úrslitum forsetakosning- anna í Bandaríkjunum í nóvember á næsta ári. Samkomulag náðist um svonefnd- an „vegvísi frá Balí“ eftir löng og ströng fundahöld á tveggja vikna ráðstefnu 187 ríkja. Framlengja þurfti ráðstefnuna í Indónesíu um einn dag, einkum vegna deilna um hvort setja ætti ákveðin markmið um að minnka losun gróðurhúsaloft- tegunda, og útlit var fyrir að ekkert samkomulag næðist þar til fulltrúar Bandaríkjanna samþykktu á síðustu stundu yfirlýsingu sem Evrópusam- bandið, hópur þróunarlanda og Kína höfðu náð saman um. Stjórn Bush gagnrýnd Bandaríkin eru eina vestræna iðn- veldið sem hefur ekki samþykkt Kyoto-bókunina og stjórn Bush seg- ir það ósanngjarnt að stór þróunar- lönd skuli ekki vilja skuldbinda sig til að minnka losun lofttegunda sem eru taldar stuðla að loftslagsbreytingum í heiminum. Losun þessara loftteg- unda er næstmest í Kína og landið er utan við Kyoto-bókunina eins og önnur stór þróunarlönd. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði sam- komulaginu á Balí sem „mikilvægu fyrsta skrefi“ í átt að samningi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum sem hann sagði eitt af mikilvægustu og erfiðustu úr- lausnarefnum samtímans. Kevin Rudd, nýr forsætisráðherra Ástralíu, sagði að með samkomulag- inu hefðu ríki heims tekið „hugdjarft skref inn í framtíðina“ en hann við- urkenndi að þetta væri aðeins byrj- unin og mjög mikið verk væri enn óunnið. Eitt af fyrstu verkum Rudds eftir að Verkamannaflokkurinn komst til valda í Ástralíu í síðasta mánuði var að staðfesta Kyoto-bók- unina sem fyrri stjórn landsins hafði hafnað. Leiðtogar Evrópuríkja og um- hverfisverndarsamtaka fögnuðu al- mennt samkomulaginu um að hefja tveggja ára samningaviðræður þótt ekki hefðu verið sett nein ákveðin og bindandi markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði samkomulagið „mikilvægt skref fram á við fyrir all- an heiminn“ og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði það „opna leiðina að raunverulegum samningaviðræðum um aðgerðir sem skila árangri“. Yvo de Boer, framkvæmdastjóri þeirrar stofnunar SÞ sem stóð fyrir ráðstefnunni, sagði að með sam- komulaginu hefðu aðildarríki rammasamningsins „brotið niður Berlínarmúrinn í loftslagsmálum“. Talsmenn umhverfisverndarsam- taka gagnrýndu þó stjórn Bush fyrir að hindra samkomulag um að stefnt yrði að því að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um 25-40% fyrir árið 2020 eins og Evrópusambandið og fleiri ríki, þ. á m. Ísland, höfðu viljað. Beðið eftir næsta forseta Fréttaskýrendur sögðu að árang- urinn af samningaviðræðunum næstu tvö árin myndi að miklu leyti ráðast af úrslitum forsetakosning- anna í Bandaríkjunum í nóvember á næsta ári þótt fleiri þættir væru vissulega mikilvægir. „Kosningarnar í Bandaríkjunum eru núna mikilvægasti þátturinn í jöfnunni,“ hafði fréttastofan AFP eftir Steve Sawyer, sérfræðingi í loftslagsmálum og framkvæmda- stjóra stofnunar í Brussel sem beitir sér fyrir aukinni nýtingu vindorku í heiminum. Sawyer bætti við að leiðtogar Evr- ópuríkjanna vonuðu að næsti forseti Bandaríkjanna féllist á að skuld- binda Bandaríkin til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda eftir að Kyoto-bókunin fellur úr gildi. Helstu frambjóðendurnir í forkosningum demókrata og að minnsta kosti tveir í forkosningum repúblikana – John McCain og Mike Huckabee – eru hlynntir því að Bandaríkin og önnur lönd skuldbindi sig til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Skammur tími til stefnu Jafnvel þótt einhver þessara fram- bjóðenda verði kjörinn í Hvíta húsið er ekki víst að það dugi því mjög skammur tími verður til stefnu. Næsti forseti Bandaríkjanna sver embættiseiðinn 20. janúar 2009 og yfirleitt tekur það nokkra mánuði að mynda nýja ríkisstjórn og móta stefnu hennar. Forsetinn fær því ef til vill fjóra til fimm mánuði til að móta stefnuna í loftslagsmálum og tryggja henni stuðning á þinginu sem er yfirleitt mjög íhaldssamt þegar efnahagslegir hagsmunir eru í veði. Skoðanakannanir í Bandaríkjun- um benda til þess að almenningur hafi vaxandi áhyggjur af loftslags- breytingum í heiminum, einkum vegna náttúruhamfara á borð við fellibylinn Katrínu, þurrka í suðaust- urríkjunum og skógarelda í Kali- forníu. Yfirvöld í nokkrum sambandsríkj- um, t.a.m. Kaliforníu, hafa skuld- bundið sig til að takmarka losun koltvísýrings og annarra lofttegunda sem taldar eru geta stuðlað að lofts- lagsbreytingum. Tugir borga í Bandaríkjunum hafa einnig sett sér markmið um að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda og gripið til ým- issa aðgerða í þeim tilgangi. Þingið helsta hindrunin Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, telur að öldungadeild Bandaríkjaþings verði helsta fyrir- staða samkomulags um að Bandarík- in skuldbindi sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. „Þingmenn öldungadeildarinnar vilja ekki tak- ast á við nein mál sem hafa kostnað í för með sér eða mæta andstöðu hóps kjósenda,“ sagði Bloomberg á fundi á Balí í vikunni sem leið. Jafnvel þótt næsti forseti og öld- ungadeildin samþykki fyrir lok árs- ins 2009 að skuldbinda Bandaríkin til að minnka losunina er ekki víst að það dugi því að þá verður að öllum líkindum eftir að fá stóru þróunar- löndin í Asíu til að gangast undir svipaðar skuldbindingar. „Allir einblína á Bandaríkin og saka þau um að hindra samkomulag en eftir tvö ár verður fyrirstaðan í Kína og á Indlandi,“ hafði fréttastof- an AFP eftir evrópskum stjórnarer- indreka. Fernando Tudela, aðstoðarum- hverfisráðherra Mexíkó, sagði að deilurnar á Balí væru smámunir miðað við það sem búast mætti við þegar samningaviðræðunum lyki í Kaupmannahöfn. „Móðir allra átaka verður í lok ársins 2009,“ sagði hann. Deilan um loftslagsmálin bíður eftirmanns Bush Niðurstaða samninga- viðræðna um aðgerðir í loftslagsmálum gæti að miklu leyti ráðist af úr- slitum forsetakosning- anna í Bandaríkjunum á næsta ári en þingið í Washington og ráða- menn í stórum þróun- arlöndum gætu hindrað samkomulag þegar við- ræðunum lýkur í Kaup- mannahöfn eftir tvö ár. AP Erfiðar viðræður Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Susilo Bambang Yudhoyno, forseti Indónesíu, og Rachmat Witoelar, um- hverfisráðherra Indónesíu, á loftslagsráðstefnu sem lauk um helgina. » „Allir einblína á Bandaríkin og saka þau um að hindra sam- komulag en eftir tvö ár verður fyrirstaðan í Kína og á Indlandi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.