Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 40
Við enduðum
í heita pottinum
hjá honum Finni … 45
»
reykjavíkreykjavík
Í Kolaportinu ríkti jólagleði um helgina og
stemning var í portfólkinu, eins og rithöfund-
inum Þorgrími Þráinssyni sem spásseraði þar
um með konunni sinni – enda veit hann víst
manna best hvernig menn eiga að gera kon-
urnar sínar hamingjusamar. Hinn sjálfskipaði
hamingjusérfræðingur okkar kvenna var
kaffibrúnn og sætur og gladdi mörg konu-
hjörtun að sjá móta fyrir stæltum vöðvum
hans undir fötunum. Hann Toggi þarf svo
sem ekki að gera neitt sérstakt til þess að
gera Flugu hamingjusama; bara vera upp á
punt í bæjarlífinu. Meðal hressra kaupmanna
þennan daginn voru þau Elísabet Ólafsdóttir
og Páll Kr. Kristinsson rithöfundur sem buðu
upp á krúttlegt jólaskraut og í sjávarfangs-
horninu voru svo fest kaup á æðislegum skel-
flettum humri í jólamatinn. Nokkrar sérdeilis
spennandi og sérstakar jólagjafir leyndust í
fjársjóðum sem dregnir höfðu verið út úr
geymslum og rykugum háaloftum kaup-
manna. Eftir árangursríka innkaupaferð í
Kolaportinu heilsaði Fluga síðan upp á Úlf-
hildi Dagsdóttur, bókaorm og gagnrýnanda, í
Lækjargötunni og skellti sér í rökréttu fram-
haldi inn í Iðu og lauk af bókakaupunum.
… Grúpp-píur og rismikil ginhvöt …
Annars eiturfjörugt samkvæmislíf Flugu
varð að víkja að mestu vegna jólaundirbún-
ings um helgina, en kvenkyns flugufélagar
héldu uppi merkjum hennar og skemmtu sér
með hópi herramanna úr ákveðinni ,,Group“
og gerðust einlægar grúpp-píur. Það eina sem
skyggði á gleðina var að karl,,peningur“ hinn-
ar ónefndu fjármálagrúppu reyndist vera
kominn af léttasta skeiði og sinnti ginhvötinni
af rismeiri áhuga en kynhvötinni. Á laug-
ardaginn var flogið í Brynjudal í Hvalfirði en
þar voru jólatré tekin af lífi í stórum stíl og
Fluga yljaði sér eftir fjöldamorðin við varðeld
ásamt fjölda starfsfólks frá Símanum, með
heitt kakó … og með því. Í bakaleiðinni var
staldrað við á bensínstöð í Mosó og kastað
jólakveðju á Snorra Ásmundsson, myndlist-
armann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda.
Annars er Fluga bara í aðventuskapi þessa
dagana og dundar sér við smákökubakstur
(úr aðkeyptu deigi, að sjálfsögðu) og
skemmtir sér við að velja sólar- og mosk-
ítóvörn fyrir dvölina í Karíbahafinu sem er
rétt handan við jólin.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Bergþór Karlsson og Bára Kristjánsdóttir.
Rut Þorsteinsdóttir, Þórdís Friðbergsdóttir,
Rakel Ásgeirsdóttir, Lilja Sigurgeirsdóttir
og Helga Dögg Helgadóttir.
Arna H. Jónsdóttir, Guðmundur Vignir Ósk-
arsson, Björg Helgadóttir og Birgir Grímsson.
Ómar Hafliðason, Ingibjörg Jakobsdóttir,
Hjördís Geirsdóttir og Þórhallur Geirsson.
Dagný Ómarsdóttir, Jenný Davíðsdóttir,
Kristrún Davíðsdóttir og Jónína Pálmadóttir.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Plötusnúðar þeyttu skífum á B5.
Jón Atli Helgason og Margeir Ingólfsson.
Þorgeir Orri Harðarson, Björn Björnsson,
Sindri Stephensen og Hrólfur Tómasson.
Ólafur Breiðfjörð, Anna Clausen og Bjarni
Einarsson.
Lilja Helgadóttir, Íris Norðfjörð og Dana Rún
Hákonardóttir.
Flugan
… Þorgrímur Þráins
gerir konur hamingju-
samar í Kolaportinu …
… Fjöldamorð á jólatrjám …
Elín Maríusdóttir, Karl Erlingur Oddsson og
Högni Egilsson.
Kristbjörg Kjeld og Svala Lárusdóttir.
Magnús Jónsson, Axel Hallkell Jóhannesson
og Unnur Birna Björnsdóttir.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Björn Hlynur Haraldsson, Krummi og Harpa
Einarsdóttir.
» Stofnun fyrirtækisins JónJónsson var fagnað á B5 á
laugardaginn, en að því standa
þrír plötusnúðar.
» Frostrósir héldu sína ár-legu jólatónleika á laug-
ardaginn og mættu þetta góða
fólk til að hlýða á söngfuglana.
» True North og Vesturport héldu sameiginlegt jólaboð umhelgina þar sem bíó- og leikhúsfólk var komið í jólaskap.