Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 MEÐ þessu átaki erum við að reyna að leiðrétta þann misskilning að það sé „í lagi“ að aka bíl svo lengi sem áfengismagn í blóði sé undir refsi- mörkum, þ.e. 0,5 prómill. Stað- reyndin er hins vegar sú að sam- kvæmt umferðarlögum er einfaldlega bannað að aka eftir neyslu áfengis, sama hversu lítið magnið er,“ segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu sem stendur nú að fram- haldsátaki gegn ölvunarakstri í sam- vinnu við vínbúðir. Einar bendir á að undanfarin 5 ár hafi 22 einstaklingar látist af völdum ölvunaraksturs og til viðbótar hafa 47 slasast alvarlega. Yfirskrift átaksins er „Bara einn er einum of mikið“ og segir Einar að jafnvel þótt fólk fái sér einn drykk og sé stöðvað af lögreglu með undir 0,5 prómill í blóði, hafi það sínar af- leiðingar. „Ökumaður þarf þá að hætta akstri og lögreglan tekur lykl- ana af honum. Ökumaðurinn fær þá ekki fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir þegar áfengið er farið úr líkama hans. Þetta er ekki eiginleg refsing heldur er verið að koma í veg fyrir að menn valdi sér og öðrum skaða.“ Í tengslum við átakið hefur gla- samottum verið dreift á vínveit- ingastaði með forvarnarboðskap og sömuleiðis hefur verið komið fyrir sérstökum gangstéttarborða í ná- grenni veitingahúsa í þeim tilgangi að fólk undir áhrifum geti spreytt sig við að ganga í beinni línu eftir honum og metið hæfni sína. „En jafnvel þótt fólk geti leyst þessa „þraut“, þá á það að taka strætó eða leigubíl – hafi það neytt áfengis.“ Einar segir ennfremur að enginn ætti að hika við að segja til öku- manns sem sest undir stýri undir áhrifum. „Það er ekki verið að „klaga“ neinn með slíkum af- skiptum, heldur bjarga.“ Akstur eftir „bara einn“ drykk geng- ur ekki Morgunblaðið/Frikki Á línunni? Vegfarendur á Laugavegi geta metið hæfni sína með því að reyna að ganga beint eftir línunni. Sérstakt átak gegn ölvunarakstri heldur áfram ÚTREIKNINGAR sem sýna fram á að Baugur Group hafi tapað um 12 milljörðum króna á fjárfestingum sínum í skráðum fyrirtækjum í Bretlandi eru rangir að sögn Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, stjórnarformaður fyrirtækisins. Segir hann raunverulegt tap á þessum fjárfest- ingum nema um það bil 3,5 milljörðum króna. Kemur þetta fram í grein danska blaðsins Berlingske Tidende um íslensku athafnamenn- ina Jón Ásgeir og Björgólf Thor Björgólfsson. Nú þegar fjárfestingarsjóðir og -bankar eiga í vandræðum með fjármögnun eru breskir fjöl- miðlar uppfullir af fréttum af þeim áformum Jóns Ásgeirs að halda áfram fjárfestingum þar í landi. Nú síðast greindi Baugur Group, fyr- irtæki Jóns Ásgeirs, frá áformum sínum um að auka hlut sinn í verslanakeðjunni Moss Bros en Baugur á fyrir um 50 fyrirtæki í smásölugeir- anum, ýmist að öllu leyti eða að hluta. Jón Ásgeir segir breyttar aðstæður á mörk- uðum bjóða upp á ný tækifæri fyrir Baug. Seg- ir hann að fyrirtækið hafi ekki lent í vandræð- um vegna ástandsins á lánamörkuðum. Þá er í grein Berlingske fjallað um FL Gro- up, sem blaðið segir hafa rambað á barmi gjaldþrots þar til Baugur kom því til bjargar. Skuldir fyrirtækisins hafi numið um 195 millj- örðum íslenskra króna en markaðsvirði þess hafi á stuttum tíma fallið úr 270 milljörðum í 135 milljarða króna. Með því að færa inn í fé- lagið nokkur fasteignafélög, sem áður voru í eigu Baugs, hafi Jón Ásgeir komið í veg fyrir að illa færi fyrir FL Group. Í greininni segir að ólíkt Jóni Ásgeiri, sem haldi áfram fjárfestingum, hafi Björgólfur Thor selt röð fjárfestinga sinna, einkum í símafyr- irtækjum í Austur-Evrópu. Ástæðuna segir Björgólfur þá að hann sjái ekki fram á að geta náð markmiðum sínum á þeim markaði þar sem aðrir aðilar yfirbjóði hann í samkeppni um ný fyrirtæki. Segir hann samkeppnisaðilana greiða hærra verð fyrir símafyrirtæki en hann sætti sig við og muni þeir lenda í vandræðum þegar fram líði stundir varðandi arðsemi af fjárfest- ingunum. Björgólfur Thor muni því einbeita sér að lyfjaiðnaðinum en fjárfestingarfyrirtæki hans, Novator, á nú samheitalyfjafyrirtækið Actavis að fullu. Segir í greininni að hann hafi ákveðið að kaupa allt hlutafé í fyrirtækinu og skrá það af markaði vegna þess að upplýs- ingaskylda skráðs fyrirtækis veitti samkeppn- isaðilum of miklar upplýsingar um rekstur þess. Hefur tapað 3,5 milljörðum Í grein danska dagblaðsins Berlingske Tidende er fjallað um tap Baugs Group á fjárfestingum félagsins í hlutabréfum skráðra fyrirtækja í Bretlandi Í HNOTSKURN » Baugur Group er stór aðili í rekstri smá-söluverslana í Danmörku og Bretlandi auk Íslands. » Novator átti til skamms tíma miklar eign-ir í evrópskum símafyrirtækjum, en hefur síðan dregið mjög úr slíkum fjárfestingum. » Stærsta eign Novators er því íslenskasamheitalyfjafyrirtækið Actavis, sem er með starfsemi í fjölda landa. JÁTNING liggur ekki fyrir vegna meintrar íkveikju í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum aðfaranótt föstu- dags. Karlmaður á þrítugsaldri sit- ur í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur varðhaldstíminn út í dag, mánudag. Lögreglan í Eyjum fékk gæsluvarðhaldskröfu sína sam- þykkta í Héraðsdómi Suðurlands á laugardag og fór fram á varðhald til þriðjudags, en héraðsdómur taldi nægilegt að maðurinn sæti í tveggja daga gæslu. Að sögn lög- reglunnar mun hinn grunaði ekki hafa komið við sögu lögreglu áður. Maðurinn hefur sagst hafa verið í húsinu skömmu áður en eldur varð þar laus en hefur neitað sök um íkveikju. Rannsókn hefur leitt í ljós að hann yfirgaf húsið um svipað leyti og tilkynnt var um brunann. Rannsókn málsins er fram haldið af fullum krafti og fær lögreglan í Eyjum aðstoð frá rannsóknarlög- reglumanni frá Selfossi. Neitar sök um íkveikju RANNSÓKN lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu á tildrögum þess að karlmaður hlaut slagæðablæð- ingu úr fæti á laugardag síðastlið- inn stendur enn yfir og er leitað skýringa á því hvernig hann fékk áverkann. Leitast er við að upp- lýsa hvort um mögulega árás með vopni hafi verið að ræða. Mað- urinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögreglan fékk upphaflega til- kynningar um blóðslóð eftir mann- inn í miðborginni og var Vitastíg lokað vegna rannsóknarinnar. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil áhersla var lögð á að hafa uppi á hinum særða og í ljós kom að hann hafði hlaup- ið heim til sín. Var maðurinn flutt- ur á sjúkrahús og málið tekið til nánari rannsóknar Áverkinn til rannsóknar LÖGREGLUMENN í umdæmi lög- reglustjórans á Seyðisfirði gerðu húsleit í íbúð á Fljótsdalshéraði laust upp úr hádegi síðastliðinn laugardag. Við húsleitina fundust rúmlega 10 grömm af hassi og við- urkenndi íbúi íbúðarinnar vörslu fíkniefnanna og telst málið þar með upplýst af hálfu lögreglunnar. Við húsleitina fengu lög- reglumenn aðstoð sérþjálfaðs fíkni- efnaleitarhunds lögreglunnar á Eskifirði. Fundu fíkni- efni í íbúð Reykjanesbær | Gert er ráð fyrir 100 milljóna króna rekstrarafgangi í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem lögð hefur verið fyrir bæjar- stjórn og samþykkt til síðari um- ræðu sem verður næstkomandi þriðjudag. Þá er gert ráð fyrir 133 milljóna króna afgangi af rekstri samstæðunnar í heild. Með fjölgun íbúa hafa orðið tals- verð umskipti í rekstri Reykjanes- bæjar frá árinu 2003, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Veltufé frá rekstri sem var neikvætt árin 2003 og 2004, hefur verið jákvætt síðastliðin tvö ár og áætlanir gera ráð fyrir að það styrkist enn frekar. Útsvarsprósenta fyrir árið 2008 verður 12,7%, óbreytt frá árinu 2007 sem er undir landsmeðaltali. Uppbyggingu nýrra hverfa í Reykjanesbæ verður haldið áfram. Hugað verður að uppbyggingu íþróttastarfsemi og má þar nefna knattspyrnuvallarsvæði Njarðvík- inga og æfingasvæði Keflavíkur vestan Reykjaneshallar. Hafin verð- ur bygging á félagsaðstöðu Keflavík- ur, búningsklefum og bættri um- gjörð aðalsvæðis Keflavíkur. Hafin verður bygging á fimleikahúsi vest- an Reykjaneshallar. Reist verður nýtt stjórnsýsluhús á Fitjum fyrir Reykjanesbæ, þar verða einnig höfuðstöðvar Hitaveitu Suðurnesja. Í mars 2008 verður tekin í notkun ný félags- og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara að Nesvöllum auk ör- yggisíbúða fyrir eldri borgara. Í fjár- hagsáætluninni er gert ráð fyrir að komið verði á fót sérstakri dagvist fyrir Alzheimer- og minnissjúka. Breytingar á stjórnskipulagi Hvatagreiðslur á íbúavefnum Mitt Reykjanes hefjast í janúar en greiddar verða 7.000 kr. til barna og ungmenna vegna menningar-, íþrótta- eða tómstundaiðkunar. Gert er ráð fyrir að stofnað verði ný svið í stjórnsýslu Reykjanesbæj- ar, menningarsvið og upplýsinga- svið. Hið síðarnefnda mun hafa með höndum kynningarmál og upplýs- inga- og tæknimál, auk símsvörun- um og móttöku á bæjarskrifstofum og umsjón verkefna sem koma að fleiri en einum málaflokki. Byggja nýtt stjórn- sýsluhús á Fitjum Umskipti í rekstri Reykjanesbæjar frá árinu 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.