Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 47 FROSTRÓSARTÓNLEIKARNIR hafa fest sig rækilega í sessi á und- anförnum árum. Tala þeirra sem þangað hafa flykkst hleypur á tugum þúsunda, en auk þess hefur varn- ingur þeim tengdur náð heilnæmri sölu. Rætnar tungur hafa kallað þessa viðburði plasthúðaða hátíð- arstund fyrir Jóna og Gunnur þessa lands, markaðsmiðaða helgistund fyrir hryggjarstykki þjóðarinnar, glæsilegar umbúðir utan um miðju- moð sem „venjulega“ fólkið gerir sér svo að góðu. Eftir að hafa upplifað herlegheitin verð ég nú að vera ósam- mála þeirri einföldun þó það örli á sannleikskorni. Það er árangur í sjálfu sér að koma öllum þeim fjölda sem þátt tekur í verkefninu upp á svið Laugardals- hallarinnar. Fóstbræður, Gospelkór, skólakór og stórhljómsveit auk söngvaranna. Svo sannarlega til- komumikið og ríkulega skreytt sviðið jók á hátíðarblæinn. Dívurnar (Heiða Ólafsdóttir, Hera Björk, Margrét Eir og Regína Ósk) og tenórarnir (Gunn- ar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir og Kolbeinn Ketilsson) sungu saman syrpu í upphafi með allra handa klassísku efni úr ranni jólatónlist- arinnar (Aðfangadagskvöld, Litli trommuleikarinn o.fl.) en svo tóku við tíðar innáskiptingar (hnökralausar vel að merkja), þar sem mann- skapnum var teflt saman á ýmsa lund. Efnisskráin samanstóð af jóla- lögum jafnt úr hinum „háa“ og „lága“ heimi hljómlistarinnar; „Nóttin var sú ágæt ein“ og „Ó, helga nótt“ fóru saman með staðfærðum dægurlögum eftir höfunda á borð við Chris de Burgh og Gloriu Estefan. Tæknilegir örðugleikar settu nokk- urt mark á fyrri hluta kvöldsins. Hljómur var hreint út sagt afleitur í upphafi, vita kraftlaus, og risaskjá- irnir beggja vegna við sviðið áttu það til að flökta. Það þurfti kanónu eins og Ragnar Bjarnason til að brjóta upp stirðleikann. Hann gleymdi að kveikja á hljóðnemanum sínum er hann söng dúett með Heru Björk, en maðurinn hefur svo ótrúlegt náð- arvald að hann varð enn svalari fyrir vikið. Tónleikarnir fóru að rúlla nokkuð smurt eftir að dívurnar sungu þjóð- lagið „Ég er komin til þín“, án undir- leiks. Glæsilegt. „Eldur í hjarta“ var vel heppnað kraftjólalag; stórbrotið, dramatískt, já eiginlega ofurhátíðlegt en án þess þó að fara yfir strikið. Efn- iskráin datt aldrei niður í yfirkeyrt smekkleysi, sem er hreinn og beinn árangur. Efniviðurinn samanstendur nefnilega mikið til af kröftugum og „stórum“ lögum, og er því vand- meðfarinn að þessu leytinu til. Eirík- ur Hauksson var gestur í einu lagi og var rauðhærða riddaranum fagnað sem þjóðhetju. Má ekki minna vera þegar slíkur meistari á í hlut. Upp- klappslög voru þrjú og var endað á laginu „Hugurinn fer hærra“, sem er nokkurs konar einkennislag íslensku dívanna. Söngkonurnar sem dívuhópinn skipuðu þetta árið stóðu sig allar með sóma, sýnu best var þó Margrét Eir. Að hafa tenórana með í för býður vissulega upp á meiri möguleika og fjölbreytileika, en það var samt eitt- hvað sem virkaði ekki hvað þá varðar. Ég er ekki að tala um að þeir hafi ekki hitt á réttur nóturnar, það var frekar að þessi samblöndun hafi ekki náð landi. Þegar allt er saman tekið átti ég notalega kvöldstund. Rennslið var gott, og aldrei leiddist mér, utan að sumar lagasmíðarnar voru helst til þunnar. Flutningur var fyrirtak út í gegn og umgjörðin virkar, og það skiptir kannski mestu. Mér sýnist Frostrósarmenn vera að hafa það í gegn sem lagt er upp með, en það er þó eins og allt vörumerkjatalið (rætt er um væntanlega útrás „vörumerk- isins“ í efnisskrá) og hinn kaldi fram- leiðsluvinkill hafi sumpart spillst yfir í framreiðslu listarinnar. Ég end- urtek, þetta virkaði vel, en þetta var svona eins og að borða bragðdaufa pitsu, eins ójólaleg og sú líking er. Maður er sáttur, þrátt fyrir að maður viti að eitthvað vanti. Lát sönginn hljóma Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kátt í höllinni Fóstbræður, Gospelkór, skólakór og stórhljómsveit tóku þátt í tónleikunum auk söngvaranna. TÓNLIST Laugardalshöll Fyrstu Frostrósartónleikarnir af þrenn- um. Kl. 20, laugardagskvöldið 15. des- ember. Frostrósir 2007 – Dívurnar & tenórarnir  Arnar Eggert Thoroddsen JÓLIN koma ekki fyrr en Birna fer í splitt. Þetta er staðföst trú þeirra sem standa að uppskeruhátíð Kramhússins sem fram fór um helgina. Og Birna Þórðardóttir fór svo sannar- lega í splitt, en hún er ekki síður fræg fyrir að hafa þrammað í Keflavíkurgöngum þegar enn var til staðar her á landinu. Auk þess voru stignir hinir ýmsu dansar, allt frá afródansi og tangó til breikdansins gamalkunna. Þátttakendur voru bæði nemendur og kennarar Kramhúss- ins og hefur þessi uppskeruhátíð verið fastur liður í jólaundir- búningi undanfarin ár. Í lokin var boðið upp á léttan hollustu- mat þannig að gestir fóru saddir og dansandi heim á leið. Naflaskoðun Afródans að hætti hússins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þrenning Dansglaðar stúlkur með blóm í hári skemmtu áhorfendum. Fim Og svo koma jólin! Birna fer í sitt árlega jólasplitt. Herramaður Hún er ekki alveg dauð, herramennskan. Splitt um jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.