Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 20
|mánudagur|17. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Hvað fá seppi, kisi, fuglinn, fisk- urinn, hamsturinn og kanínan í jólagjöf? Hugmyndir að jólagjöf- um handa gæludýrunum. » 23 gæludýr Þeir sem eru á síðustu stundu með innkaupin fyrir jólin geta sparað skildinginn með seina- ganginum. » 21 fjármál Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Kertaljós, konfekt og rauð-dúkuð borð gefa matsalstarfsfólks Landspítalajólalegt yfirbragð þegar blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðins kíkja þar inn. Ljósum prýtt jólatré sem pakkafjall hvílir undir eykur enn frekar á jólastemninguna. Þennan dag njóta þeir sem starfa í eldhúsi og matsölum spítalans þess að eiga góða aðventustund saman. Borðin eru þéttsetin, sumir hafa jafn- vel puntað sig aðeins, orkídeuspenna í hári gefur þannig einum kolli spari- legan svip, það glittir í nælu í barmi annars staðar og hárnetin sem svo nauðsynleg eru í matvælaiðnaðinum hafa verið tekin niður á meðan á veisluhaldi stendur. Nú skal setið og skrafað, dreypt á heitu súkkulaði með rjóma og bragð- að á veisluréttum sem kunna að þykja framandlegir þeim sem tengja helst hangikjöt og laufabrauð jól- unum. Í huga annars kann hangikjöt- ið hins vegar að vera stórundarlegur matur. Um 140 manns starfa í eldhúsi og matsölum Landspítalans og veitir ekki af eigi að elda ofan í allan þann fjölda sem þar dvelur og starfar. Líkt og á mörgum öðrum vinnustöðum hér á landi er stór hluti starfsmanna af erlendum uppruna, um 70% starfs- fólks í þessu tilfelli og eru frá 18 þjóð- löndum. Kristna aðventustundin sem áður þótti sjálfsögð á því e.t.v. ekki jafn vel við á svo stórum vinnustað í dag, enda hefur hlutfall erlendra starfs- manna verið að aukast jafnt og þétt. Aðventutstundinni hefur því verið slegið saman við einskonar al- þjóðlega matarveislu, enda kunna margir af starfsmönnunum vel við sig í eldhúsi og eiga auðvelt með að kalla fram listagóðan hátíðarmat. Gaman að kynna eigin matarmenningu „Það eru líklega ein fjögur ár frá því að við breyttum aðventuhátíðinni og gáfum henni fjölþjóðlegra yfir- bragð,“ segir Heiða Björg Hilm- isdóttir forstöðumaður. Á veisluborð- inu að þessu sinni má finna rétti frá Víetnam, Taílandi, Ghana, Póllandi og Filippseyjum, auk Íslands sem á þar sína fastafulltrúa – flatkökur með hangikjöti og smákökur. Ghanabúinn Innocentia F. Frið- geirsson, á þar heiðurinn af kraft- miklum engiferdrykk sem jafnan er hafður á borðum þar í landi á hátíð- arstundum og ætti að geta rekið burt hörðustu kvefpestir Frónbúa. Inn- ocentia hefur búið á Íslandi í fimm ár og starfað í fjögur þeirra á Landspít- alanum. Hún talar góða íslensku og hefur notið góðs af þeirri áherslu sem þar er lögð á íslenskunám sem fer fram á vinnutíma. En margir þeirra erlendu starfsmanna sem náð hafa góðum tökum á málinu hafa unnið sig upp í störf verkstjóra, kokka eða fengið önnur krefjandi verkefni þar sem málakunnáttan skiptir máli. Innocentia segir íslensku jólin um margt lík jólunum í Ghana, þó að maturinn sé ólíkur. Þar tilheyri hrís- grjón og kjúklingur jólamatnum, ekki hangikjöt. Hún hlakkar til að vera á Íslandi þessi jólin og er að- fangadagur sérstakur dagur fyrir Innocentiu þar sem hún á sjálf af- mæli þann dag. Anna Tim Gíslason ber ábyrgð á taílenska veislumatnum, djúp- steiktum grænum bönunum með sesamfræjum. „Þeir eru ekki fal- legir, en bragðast mjög vel,“ segir Anna um bananana. Hún hefur búið hér á landi í ein tuttugu ár, er löngu orðin vön íslensku jólahaldi og nýtur þess að fá sér stóra steik við þau tækifæri. Hún segir áramótin hins vegar mun stærri hátíð á Taílandi, það séu jú helst kristnir Taílendingar sem haldi jólin. Jólakakan frá heimabænum Frá Póllandi er að finna á borðum kanileplaköku sem Marzena Wilk á heiðurinn að. „Þetta er jólakakan frá mínum heimabæ,“ segir Marzena, og bætir við að ekki sé sama kaka á borðum í öllum bæjum. Hún segir kökur og kjöt í miklu magni setja svip sinn á pólsku jólin, sem og sá siður að neyta einungis fisks og grænmetis á aðfangadag. Sjálf er hún búin að starfa á spítalanum síðan í mars, en hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár og er hægt og rólega að ná tökum á íslenskunni. „Fólk er duglegt að smakka og hefur gaman af að kynna mat- armenningu síns lands,“ segir Heiða Björg er núverandi og fyrrverandi starfsmenn eldhússins hópast í kringum hlaðin veisluborðin. Og það getur ekki verið annað en gaman að bragða á þessum fram- andlegu réttum sem hljóta að veita skemmtilega innsýn í ólíka menning- arheima. Morgunblaðið/Golli Veisluborð Fólk var duglegt við að smakka á því fjölbreytta úrvali rétta sem var í boði. Ghana Hressandi engiferdrykkur sem ekki hent- ar síður vel í íslenska vetrinum. Listakokkar Þær Anna Tim Gíslason, Innocentia F. Friðgeirsson og Mar- zena Wilk kynntu starfsfólki matarmenningu síns lands. Víetnam Hann vakti óneitanlega mikla for- vitni þessi litríki réttur frá Víetnam. Veislugestir Fyrrverandi og núverandi starfsmenn nutu þess að gæða sér á kræsingunum. Filipseyjar Fylltir gufusoðnir bögglar sem minna á kínverskar dim sum. Pólland Kanil- og eplakaka á vel við um jólin. Taíland Djúpsteiktir grænir bananar þykja herramannsmatur. Fjölþjóðleg jólahátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.