Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 38
Hveragerði | Sérstakt herbergi fyrir MND-sjúklinga hefur verið opnað á Heilsustofnun náttúrulækninga- félags Íslands í Hveragerði (HNLFÍ). Herbergið er glæsilegt í alla staði, búið fullkomnum tækjum og öll að- staða er þar til fyrirmyndar. Það voru Hollvinasamtök HNLFÍ undir forystu Ásmundar Friðriks- sonar formanns sem komu herberg- inu upp með aðstoð fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Herbergið kallast Maggýjar- herbergi til minningar um Magneu Karlsdóttur úr Hveragerði sem lést úr MND-sjúkdómnum en það var eiginmaður hennar, Halldór Jóns- son, og dóttir, Elísabet, sem opnuðu herbergið formlega. Guðjón Sig- urðsson, formaður MND-félagsins, sagði við vígslu herbergisins að langþráður draumur félagsins væri að rætast, nú væri búið að opna flott- ustu og fullkomnustu aðstöðu fyrir MND-sjúklinga á Íslandi í Hvera- gerði. Herbergi fyrir MND- sjúklinga 38 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VARÚÐ! KARAOKE- HUNDUR ÞETTA SKILTI ER EKKI NÓGU STÓRT ÉG ÞARF AÐ FÆRA HÚSIÐ FYRIR VEGA- GERÐINA OG SÍÐAN HVERFUR ALLT HEIMILIÐ MITT! ÞÁ VERÐA VERKAMENN HLAUPANDI ÚT UM ALLT, VINNU VÉLAR LEGGJANDI ALLT Í RÚST... OKKUR VANTAR NAFN Á LEYNIFÉLAGIÐ OKKAR ÁÐDÁENDA- KLÚBBUR HOBBES VÆRI GOTT ÞAÐ ER ÖMURLEG HUGMYND! VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA KALLA LEYNIFÉLAGIÐ ÞESSU LJÓTA NAFNI! VIÐ ÆTTUM AÐ FINNA EITTHVAÐ DULARFULLT NAFN... EITTHVAÐ KALT OG HRÆÐILEGT... DIMMT OG DRUNGALEGT EITTHVAÐ EINS OG MYRKRAHÖND SVART- NÆTTISINS MÍN HUGMYND VAR BETRI ÉG HELD AÐ MENN EIGI ALDREI EFTIR AÐ GETA SKILIÐ KONUR SJÁÐU BARA! REX SNATI DEPILL GRÍMUR TOBBI ÉG ER EKKERT SÉRSTAKLEGA HEPPINN MEÐ SAMBÖND, LALLI ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVAÐ VIÐ ERUM HRIFIN HVORT AÐ ÖÐRU... MÉR TEKST ALDREI AÐ LÁTA ÞETTA GANGA UPP MIG VANTAR BARA KONU SEM ER TRYGG, ÁSTÚÐLEG OG SKEMMTILEG. KONU SEM ELSKAR MIG AF ÁSTRÍÐU EN GEFUR MÉR SAMT NÆGAN TÍMA FYRIR MIG HLJÓMAR EINS OG ÞIG LANGI Í GÆLUDÝR HMM... ÞETTA ER ÞAÐ SEM SÍÐASTA KÆRASTAN MÍN SAGÐI VIÐ MIG KÓNGULÓAR- MAÐURINN MÁ EKKI KOMA Í MYNDVERIÐ Í DAG EN ÉG VERÐ AÐ PASSA UPP Á ÞIG EN LÖGREGLAN ER AÐ LEITA AÐ ÞÉR... HÚN MÁ EKKI SJÁ ÞIG ÞÁ VERÐUR PETER PARKER BARA AÐ FYLGJA ÞÉR Í VINNUNA Í DAG dagbók|velvakandi Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst 13. desem- ber sl. milli gatna á leið framhjá Hvassaleitisskóla. Á kippunni er húslykill, lítill lykill með svartri hettu og plastkippa. Upplýsingar í síma. 553 8737. Þekkir einhver þessa mynd? FÖSTUDAGINN 7. desember fann ég möppu með teikningum á bílastæði Kringlunnar. Ef einhver saknar þessarar möppu má hann hringja í síma 864-2738. Þjóðkirkjan og skólinn Mikið er rætt þessa dagana um þjóðkirkjuna og skólastarfið. Ég er í þjóðkirkjunni þótt ég sé ekki alltaf í messu en er með mína barnatrú eins og svo margir ís- lendingar. Ég skil ekki alveg þessa umræðu. Hvers vegna mega kirkj- unnar menn ekki koma í skólana og leikskólana og fræða börnin? Ég sé ekki að það skaði neinn, heldur þvert á móti, enda er ekki verið að troða inn á þau trúnni heldur er þetta gert í leikjaformi og með brúðum, börnin hafa mjög gaman að þessu. Mér finnst að skólarnir og leikskólarnir eigi að hafa svona fræðslu áfram. Á haustin eiga leik/skólarnir að senda börnin heim með bréf um að það verði fræðsla á vegum þjóð- kirkjunnar og gefa þeim kost á að skrá börnin sín úr því svo að eitt- hvað annað verði skipulagt með þeim börnum sem ekki verða í fræðslu. Það ætti líka að gefa öðr- um trúfélögum kost á að hafa fræðslu fyrir sín börn líka. Meiri- hluti þjóðarinnar er í þjóðkirkj- unni og ég skil ekki af hverju við megum ekki hafa þetta svona áfram. Hvers vegna þarf meiri- hlutinn að lúffa fyrir minnihlut- anum? Ég hitti einu sinni kennara frá Seattle í Bandaríkjunum sem sagði mér að í skólanum hans hafi mikil fjölgun á fólki frá Mexíkó orðið til þess að nú sé skylda hjá þeim að læra spænsku, bæði kenn- arar og nemendur!! Hvers vegna eigum við að læra spænsku, segir hann, ekki erum við að flytja inn í þeirra land!! Verður þetta þannig hér líka, verðum við skylduð til að læra annarra mál sem setjast hér að, eins og að við þurfum að losa okkur við þjóðkirkjuna úr skól- unum, það eina sem tengir börnin okkar við kirkjuna, því ekki erum við kirkjurækin þjóð, Íslendingar!! Ég spyr: hvers vegna mega börnin okkar ekki njóta handleiðslu kirkj- unnar áfram? Móðir. Ein af myndunum í möppunni. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EINS og langur ljósormur hlykkjist bílalestin um götur borgarinnar. Myrkrið, sem gúfir yfir, gerir ferðina varasamari. Því er öruggara að ætla sér rúman tíma til að komast á áfangastað. Morgunblaðið/Ómar Morgunumferð í myrkri FRÉTTIR FORMAÐUR Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson, verður meðal þeirra sem taka til máls á fundi á Boston þriðjudaginn 18. des- ember kl. 20. Niðurrif húsa í miðbæ Reykjavík- ur er umfjöllunarefni fundarins, en í fréttatilkynningu segir að til standi að rífa nærri 100 hús í miðborginni. Rýnt verður í spurningar á borð við hvort fagleg sjónarmið ráði nið- urrifinu eða hagsmunir fast- eignabraskara, segir í tilkynning- unni, og hvort miðbænum sé hugað líf eftir aðra eins árás. Fjalla um niðurrif húsa í miðborginni Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.